Tíminn - 21.01.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.01.1995, Blaðsíða 5
Tímamynd CS Vá og ve&rahamur Jón Kristjánsson skrifar Það er ef til vill að bera í bakkafullan læk- inn að skrifa um hörmungarnar sem dun- ið hafa yfir í vikunni. Einhvern veginn er það samt svo að erfitt er að festa hugann við annaö. Þegar slíkir atburðir verða, þá víkur hið hversdagslega dægurþras og karp til hliöar. Þótt landið sé stórt og vík milli vina, þá er fámenni hér mikið og ná- ið sambýli þrátt fyrir allt. Hörmungar af því tagi, sem gengið hafa yfir fyrir vestan, snerta hvern einasta mann. Ólýsanlegar abstæ&ur Úr fjarlægð er, þrátt fyrir allan frétta- flutning, ekki hægt að gera sér í hugar- lund þær aðstæður sem verða við nátt- úruhamfarir viðlíka þessum. Fréttamynd- ir sýna eyðilegginguna, en hin smærri at- vik bregða skýrara ljósi á harmleikinn. Orb megna lítiö til útskýringar. Mér verður stööugt þessa dagana hugs- að til fólksins á Vestfjörðum, ekki einung- is þess sem var á vettvangi heldur einnig þess sem býr í nálægum byggðum, meö ógnina yfir sér og veðrahaminn. Það reynir á þolrifin. Það þarf ekki mikiö hug- myndaflug til þess að skilja hve skelfilegt þab er að þurfa ab yfirgefa heimili sitt og bíða átekta hjá vinum og vandamönn- um, eða í sameiginlegu athvarfi meðan fárviðrib hamast á gluggunum og ekki sést í næsta hús. Hugsaö til baka Mér hefur oft þessa dagana orðið hugs- að tuttugu ár aftur í tímann, þegar hiið- stæðir atburðir gerðust á Neskaupstað rétt fyrir jólin 1974. Ég gleymi þeim tíma aldrei meðan ég lifi. Ekki er það fyrir það að ég hafi átt nokkra aðild þar að björg- unarstarfi, eða nokkur hætta hafi steöjað að mínu byggðarlagi. Hins vegar var ég þolandi að veðurlaginu, sem þá gekk yfir Austurland, eins og aðrir, og minnist þess hugarástands þegar slíkir atburbir gerast í næsta nágrenni og veðurlagið er slíkt að öll umferð er hættuleg. Ég minnist þess ab á aðfangadagskvöld jóla 1974, þegar nokkrir dagar voru liðnir frá atburðunum á Neskaupstað, var ástandið þannig að ekki sást yfir götu í þéttbýli á Austurlandi fyrir stórviðri, sem yfir gekk, og þannig hélt áfram meb litl- um hvíldum svo vikum skipti. Mér finnst ab þessi lífsreynsla hjálpi mér svolítið til að gera mér í hugarlund veburfariö á Vestfjörðum þessa dagana. Ótímabærar spurningar Fréttamenn hafa spurt fólkið á Súðavík ítrekað um hvort ætlunin sé að flytja á staðinn aftur. Meira ab segja voru þessar spurn- ingar komnar á kreik dagana eftir slysið. Slík umræða er ekki tímabær. Þab er ekki hægt að ætl- ast til að rétt eftir slíkar skelfingar sé fólkib í fær- um til að svara slíku. Það ber að hafa í huga að þarna var samfélag manna, lítiö samfélag sem hefur verið lostið slíku höggi að það verður aldrei það sama á ný. Eignatjón er hægt að bæta að nokkru. Tilfinningar og andblæ, sem fylgir heimili og nánasta samfélagi, geta engar tryggingar bætt. Tíminn verður að skera úr um það, með hverjum hætti verður stabið ab uppbygg- ingu á Súðavík. Fólkið verður að fá ráð- rúm til að átta sig eftir áfallið. Þab urbu 'þáttaskil í atburðarásinni þegar þeir, sem saknað var, voru fundnir. Næsta skref er að hreinsa til, en það verður ekki gert meðan veðrahamurinn er slíkur þar vestra sem hann er, þegar þessi orb eru rituð. Hreinsunin er bæði erfib og sárs- aukafull fyrir þá sem hlut eiga að máli. Ab læra af reynslunni Miklu máli skiptir ab halda til haga þeirri reynslu, sem draga má af atburðarás sem þessari, og nýta hana til þess að reyna að koma í veg fyrir slys. í fyrsta lagi er stórmál ab endurskoöa þaö hættumat sem verið hefur varðandi ofanflóð, en undir það falla snjóflóð, skriðuföll og krapaflóð, sem geta ekki síöur en hin hefðbundnu snjóflóð valdið miklum spjöllum og manntjóni. Það er mikiö áfall að standa nú frammi fyrir því, að hættu- matið er ófullnægjandi og þörf á því að draga nýjar markalínur. Það þolir ekki neina bið að hefja slíkt starf, og það verð- ur að finna ráð til þess. Þab mun áreiðanlega verða farið yfir þab neyðarkerfi sem fyrir hendi er í land- inu, hvað hafi farið úrskeibis og hvað megi betur fara. Reynsla síbustu daga hefur undirstrikað með mjög skýrum hætti hvab það gildir ab hafa þjálfabar björgunar- sveitir í byggbarlögum um land allt og hve gíf- urlega mikilvægt það kerfi er allt saman. Þab er grundvöllur sem á ab byggja á. í öðru lagi er þáttur flotans og Landhelgisgæslunnar ekki ósmár. í vetr- arveðrum slíkum, sem gengið hafa yfir undanfarna daga, er afar áríðandi að hafa hin traustu skip Landhelgisgæslunnar á vettvangi. Ég segi þetta að gefnu tilefni, því umræður hafa farið fram um að Ieggja skipum í sparnaðarskyni og jafnvel að gera út aðeins eitt skip. Atburbir eins og þeir, sem skeð hafa nú, ættu að ýta þessari umræðu til hliðar. Það er þörf á öflugri skipaútgerb Landhelgisgæslunnar bæði til björgunar og aðstobar á sjó og ekki síð- ur ef slík vá verður við ströndina í ófær- um veðrum. Þáttur sjómanna, þegar vá ber ab hönd- um, er seint ofmetinn. Þá er ekki spurt um tíma eða fyrirhöfn. Fjarskipti Ég vitnaði í upphafi greinar minnar til jólanna 1974 á Austurlandi, þegar grimmur veðrahamur gekk yfir fjórbung- inn. Allt var ófært, hús á kafi í snjó eða jafnvel ab sligast undan snjó, og hinir hörmulegu atburðir í næsta nágrenni ný- lega um garð gengnir. Á aðfangadags- kvöld var ástandið þannig, ab það var símasambandslaust og útvarps- og sjón- varpslaust, en rafmagn hékk inni. Eg man glöggt feginleikann, þegar útvarpið kom inn aftur með fréttir frá umhverfinu. Þeg- ar á bjátar eru þessi sambönd, síminn og útvarpið, svo óendanlega mikilvæg, en því miöur er það oft svo að sá hamur, sem er í veðrinu, rýfur þessi sambönd þegar fólk er í sárri þörf ab vita eitthvað um framvindu mála. Undanfarið hafa staðið-yfir umræður um langbylgjusambönd Ríkisútvarpsins. Þetta öryggistæki er ekki fyrir hendi hér á vestanverðu landinu, og langbylgjustöb- in á Eiðum er gömul og þarfnast endur- nýjunar. Ríkisútvarpið á kost á mann- virkjum á Gufuskálum gefins, 400 metra háu mastri fyrir langbylgjusendi sem mundi ná austur um mitt land og til mið- anna umhverfis. Við ættum að vera minnt á það, nú þessa dagana, ab lang- bylgjan er eitt af grundvalláröryggistækj- um, einfaldlega vegna þess ab FM- bylgj- unni eru miklu meiri takmörk sett, þó hljómgæðin séu meiri. Það ber því ab fagna því, ab Ríkisútvarpinu hefur verið veitt ríkisábyrgð fyrir kaupum á lang- bylgjusendi. Það þjónar ekki hlutverki sínu ab fullu sem öryggistæki nema slíkt verði gert. Það er afar mikilvægt, þegar á bjátar, ab hafa slíkt öryggistæki sem út- varpið er. Þab veit ég ab margir geta borið um. Samhugur Þab ríkir samhugur hjá fólki þessa dag- ana. Allir vilja að reynt sé að bæta því fólki, sem í hörmungunum lenti, það sem stendur í mannlegu valdi að bæta. Hitt er svo bæn allra til æðri máttarvalda, að nú sé nóg að gert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.