Tíminn - 21.01.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.01.1995, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 21. janúar 1995 Biskup hefur hvatt alla sem sinna börnum ab huga vel aö viöbrögö- um þeirra viö þeim atburöum sem átt hafa sér staö á Vestfjörö- um. Okkur langar aö koma meö leiöbeiningar, sem gætu oröiö einhverjum aö liöi sem annast og umgangast börn í leikskólum, hjá dagmæörum og í skólum, en helst vonumst viö til aö geta ver- iö foreldrum stuöningur. Þessi grein er ekki hugsuö fyrir þau börn sem næst standa sorginni. Þau börn og aöstandendur þeirra þurfa miklu meiri stuÖning en hin sem fjær standa. Margt í greininni á ekki aöeins viö um börn, heldur um okkur öll. Sem foreldri eöa kennari þörfnumst viö sjálf aö fá aö tjá tilfinningar okkar og þaö getum viö gert aö hluta til meö börnun- um, en viö getum einnig þurft aö fá tækifæri til aö ræöa viö aöra fuiloröna um sorg okkar og þau viöbrögö sem börnin sýna í sorg. Þaö er vont aö vera einn meö sorg sína og þess vegna er gott aö finna nálægö frá öörum og vera saman, finna gott handtak, faömlag og stuöning meö nær- veru. Nálægð segir meira en mörg orð Börn á leikskólaaldri gera sér ekki alltaf grein fyrir dauöanum, þau sjá hann ekki sem endanleg- an. Þau eru aftur á móti mjög op- in fyrir líöan þeirra sem í kring- um þau eru. Þess vegna er nauö- synlegt aö vera opin fyrir viö- brögöum þeirra og spurningum, þannig aö þau geti tjáö sorg sína á sinn hátt. Aöferöir barns til að tjá sorg sína eru oft leikur, teikn- ing o.þ.h. Þaö getur verið freistandi aö gera lítið úr dauðanum meö því aö tala um hann „undir rós", en þá vekjum viö falskar vonir hjá börnunum, t.d. um aö sá sem er dáinn komi aftur, lifni viö. Þess vegna er engin ástæöa til þess að ræöa ekki viö börnin um vitn- eskju okkar um dauðann. Best er ab segja satt frá og horfast saman í augu við það sem ekkert okkar fær að fullu skilið. Viðbrögð barna Börn á grunnskólaaldri tjá oft sorg sína og viöbrögð viö sorgar- atburðum með oröum og spyrja margs. „Hvers vegna, af hverju?" Cuöný Hallgrímsdóttir og Ragnheiöur Sverrisdóttir: Börn og sorg Slíkar spurningar veröa mjög erf- iðar andspænis sorgaratburðum. Börnin skynja það óréttláta og tilgangslausa í slíkum atburðum. Þeim er þess vegna mjög eðlilegt ab skella skuldinni á Guð. „Hvers vegna lætur Guð slíkt koma fyr- ir?" Þaö er mikilvægt að börnin finni aö viö sem fullorðin erum skiljum slíkt ekki heldur, erum jafn felmtri slegin og þau og síð- ast en ekki síst að vilji Gubs er ekki hiö vonda og sorglega. Viö verðum aö láta þau heyra aö Guð er góöur. Hann er nálægur, hann er til og hann stendur meö okkur þegar okkur líöur illa. í stab þess aö ásaka Gub getum viö bent barninu á aö snúa sér til Guös í vanlíöan sinni og biöja hann um styrk. Styrkurinn felst einnig í nálægö okkar og samheldni. Ef börn hafa upplifað sorg áö- ur, er mjög líklegt ab hún rifjist upp viö nýja sorgaratburöi. Þá finnur barnib oft hjá sér þörf til að ræða um gömlu sorgina í tengslum viö þá nýju. Ef við, sem fullorðin erum, treystum okkur ekki til aö hjálpa barninu, verö- um viö aö leita aðstoöar fagfólks, vina og ættingja. Við þurfum ekki aö skammast okkar fyrir þaö að fá hjálp frá öðrum. Hins vegar getum við öll hlustað hvort á annað og veriö til staöar án þess aö segja svo margt. Hvað getum við gert? Hér á eftir fara nokkur atriði sem gott er að hafa í huga, ef viö viljum nálgast börnin og spurn- ingar þeirra í sorgaraðstæöum. - Nálægö/samhugur - Hlusta á börnin - Sitja saman í hring viö kertaljós, haldast í hendur - Lesa saman úr Biblíunni, t.d. 23. Davíðssálm - Hlusta á fallega tónlist - Umræöur um lífið og dauöann - Sögur, reynslusögur - Hafa kveikt á kerti í skólastof- unni/á heimilinu - Fá jjrest í heimsókn - Utbúa sameiginlega helgi- stund/bænastund - Fara saman í kirkju Viö vonum að þessar línur verði einhverjum til gagns á þess- um erfiðu tímum sorgar meðal þjóðarinnar. Að lokum viljum viö benda á nokkrar bækur, sem fjalla um sorg og sorgarviðbrögö barna sem og hinna fullorðnu. Bækur um sorg og sorgarvib- brögö: Bragi Skúlason: Sorg barna, Kjal- arnesprófastsdæmi, 1994. Hallen og Evenshaug: Barn á þroskabraut, Skálholtsútg., 1993. Karl Sigurbjörnsson: Hvaö tekur viö þegar ég dey? Skálholtsútg., 1993. Til þín sem átt um sárt að binda, Skálholtsútg., 1990. Kúbler-Ross, Elisabeth: Er dauð- inn kveöur dyra, Skálholtsútg., 1989\ Lars Áke Lundberg: Þrastarung- inn Efraím, Skálholtsútg., 1991. Þessar bækur fást allar í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, svo og í mörgum öörum bókabúðum. Höfundar eru fræöslufulltrúar á fræbslu- og þjónustudeild Kirkjunnar, Biskups- stofu. Vegna Súðavíkur Náö sé meö yöur og friður frá Guöi fööur vorum og Drottni Jesú Kristni. Amen. Mér er það meira en ljúft aö nota þetta tækifæri til þess aö þakka, þakka fjölmiðlum. Þaö er aö þeirra frumkvæöi að íslendingum gefst kostur á því að sýna hug sinn í því tákni, sem fé okkar er, og gefa þeim, sem svo mikib hafa misst. Þaö eru mér forrétt- indi aö þakka fjölmiðlum bæöi þetta og eins hvernig þeir hafa fjallaö um viökvæmt mál, þar sem smáviövik frá varfærni og mýkt hefði skilið eftir sig dýpri sár og aumari und. Þó er ég ekki kominn hingað aö morgni annars dags söfnun- ar vegna íbúa Súbavíkur til þess fyrst og fremst aö segja þetta. Áðaltilgangur minn er að beina hug hlustenda til hæða. Aö biöja ykkur um aö sjá, eins og svo glöggt hefur komiö í ljós vikuna allá, aö þaö sem fyrr fyllti yfirleitt hug okkar er ekki þess viröi aö ríki þar, þegar bor- iö er upp að hinu stóra og ógn- þrungna. Þaö hefur verið lágt og lítið sem áhugi alltof margra hefur beinst að og fangaö at- hygli, þangað til viö vorum hryssingslega hrifin af lágum beöi og neydd til aö horfa á það, sem í raun skiptir máli. Orlögin eru aldrei trygg. Þaö eru fleiri en harm- kvælamaðurinn Job, sem hafa sagt: „því aö óttaðist ég eitthvað, þá hitti þaö mig, og þaö sem ég hræddist, kom yfir mig." (Job 3,25). Landið okkar fagra og hátignarlega getur sýnt ýmsar hliöar og þarf þó ekki náttúruhamfarir einar til þess aö valda óvissu. Slys á götum, slys á sjó, slys í lofti, já, jafnvel og ekki síst slys á heimilum eru ekki aðeins tíö heldur eins og fylgi dögum. Þaö er þess vegna engin furöa þótt margt valdi kvíða, ótta og kalli fram beyg. Þaö fylgir því aö vera maður, sem hugsar, sem byggir á reynslu og þekkir mismun brauta. En Job sem allir þeir, er vilja beygja eyra aö ööru en ógn um- hverfis, og hlusta eftir rödd Föö- urins himneska, þiggja líka líkn, þótt síst skuli loka augum fyrir hættum og áföllum, já, þeim myrkasta örlagavaldi, sem er dauöinn sjálfur. Og þá heyra þeir ekki aðeins um kærleika, heldur sjá hann í Jesú Kristi. Hann er kærleikurinn holdtek- inn, vonin sem lifir, framtíöin, sem hann opinberar í bjartri ei- lífö. aö er á hann, sem ég bendi. Bendi þeim, sem sorgin hefur vitjab meö svo ógnþrungnum hætti. Og ég hrópa til þeirra, sem fjær hafa staðið, og hvet þá til þess aö láta ekki hiö lága fylla vitund aö nýju, heldur hafa augu opin og eyru næm fyrir því, sem eitt skiptir máli, svo allt annaö bliknar andspænis, jafnvel dauöinn, já, ekki síst hann. Af því aö Jesús Kristur er lífið og hann gefur okkur hlutdeild í því meö sér. Ég tala þess vegna um lífið, þegar ég beini oröum til sorg- mæddra Súðvíkinga sem lands- manna allra, lífiö í Jesú Kristi. Sorgin er raunveruleg, hún er líka eðlileg, en þegar við leyfum honum aö leggja ljúfa hönd aö aumri und, fær sorgin líka ann- an svip. Þaö gerist, þegar vonin leikur um hana og trúin opnar dyr að himninum sjálfum. Biöjum því Drottin um líkn. Hann líkni þeim, sem þjást, þjást á sálu, þjást á líkama, þjást í vonbrigðum vonleysis. Hann snerti alla og opni skjá mót himni, svo við fáum að líta dýrð Drottins. Já, blessa þú himneski faðir byggðir lands og lands- menn alla. Vitjaöu þeirra, sem skuggar ógna, og lát bjarma eilífðar leika um hvern og einn. Og svo sem viö felum þér þá, sem enn eru á meðal okkar, þá gleymum viö síst þeim, börnum sem full- orönum, er ekki áttu aftur- kvæmt í samfélag ástvina eftir örlagamorguninn harða. Leið þá í himni þínum og lát friö ríkja í sálum okkar allra. í Jesú nafni biöjum við, og hjá honum þiggjum viö líkn og von, þótt hættur hverfi aldrei. Heyr þú bænir, Drottinn Jesús, Amen. Ólafur Skúlason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.