Tíminn - 21.01.1995, Blaðsíða 18

Tíminn - 21.01.1995, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 21. janúar 1995 Ungir kvikmyndageröarmenn í Borgarnesi: „ Þetta er þribja almenni- lega myndin okkar" „Við erum að taka upp stuttmynd. Við höfum haft áhuga á þessu í nokkur ár og tekið töluvert upp," sögðu þrír ábúðarfullir ungir menn, sem blaöamaður Tímans rakst á í Borgarnesi á dögunum. Þeir voru þá að taka kvikmynd af fáklæddum manni sem hljóp út um dyr á húsi. Greinilega voru vanir menn á ferð, því leikarinn þurfti að hlaupa marg- ar ferðir út úr húsinu áður en kvik- myndatökumaðurinn var ánægður. „Ætli það sé ekki skýrast aö segja að myndin sé um orsakir og afleið- ingar," sögöu þeir félagarnir að- spurðir um hvað myndin fjallaði. „Þetta er þriðja almennilega mynd- in sem við gerum. Hinar voru hin fræga mynd Rammyrki rasarinn og Eyður, með yfsíloni." Mynd þeirra félaga, Rammyrka rasarann, er m.a. hægt aö fá leigða á myndbandaleigu Kaupfélags Borg- firðinga í Borgarnesi. Þeir sögðu að draumurinn væri að klára myndina í þessum mánuði, en leikendur eru u.þ.b. átta talsins og vildu kvik- myndagerðarmennirnir geta þess sérstaklega að Sveinn M. Eiðsson léki hlutverk í myndinni, en Sveinn er landsþekktur eftir leik sinn í ýmsum myndum Hrafns Gunnlaugssonar. ■ Abúöarfullir kvikmyndatökumenn í Borgarnesi, þeir Einar Cuömar Halldórsson, Einar Þorvaldur Eyj- ólfsson og Ragnar Már Steinsen, viö upptökur á stuttmynd. Sólstöbuhópurinn: Hringdans fjölskyldunnar Sólstöðuhópurinn gengst fyrir fyrir- lestri í Norræna húsinu í dag, laug- ardaginn 21. janúar 1995, kl. 13.00. Aðgangseyrir er 500 kr. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Hringdans fjölskyldunnar, við hvern dönsum við?" Fyrirlesari er Sigurður Ragnarsson sálfræðingur. Eftir fyrirlesturinn verða pallborðsumræður, þar sem í pallborði sitja Edda Björgvinsdóttir leikari, Ólafur Proppé prófessor við KHÍ, og Inga Stefánsdóttir sálfræð: ingur. Boðið verður upp á opnar umræður, með fyrirspurnum og vangaveltum um fjölskylduna og lífið, hljómlist og dans. I fyrirlestr- inum verður fjallaö um ýmis mál- efni fjölskyldunar. Hvað ræður makavali okkar? Hvað er ást? Er ágreiningur óaðskiljanlegur og nauðsynlegur þáttur hjónabands- ins? Hvernig má ágreiningur verða til þess að færa okkur nær hvert öðru? Hvað þurfa börnin okkar að vita? Sólstöðuhátíð 1995 mun bera yfirskriftina „í hjartans einlægni". UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Reykjavíkurmótiö í sveitakeppni: S Ovænt úrslit Óvænt úrslit urðu sl. mibvikudagskvöld þegar átta sveitir spilubu útsláttarieiki í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni. Þar ber helst ab telja sigur sveitar Jóns Stefánssonar yfir sveit Roche, 98-82. Sveit Roche varb efst í forkeppninni í sínum ribli og mátti því velja sér andstæbing úr hinum riblinum. Sveit Jóns var síbasta sveitin sem slapp inn úr hinum riblinum og því kemur ósigur Roche nokkub á óvart. í hinum leikjunum áttust við sveitir S. Ármanns og Trygginga- miðstöbvarinnar, Landsbréf og Kátir piltar og VIB og HJólbarba- höllin. Sveit Landsbréfa vann sinn leik nokkuð örugglega eins og líkur stóbu til, 95-63, Hjól- barbahöllin átti aldrei mögu- leika gegn VÍB, 163-81 og Trygg- ingamiðstöbin sigrabi sveit S. Ár- manns Magnússonar 91-49. Þar réðust úrslitin í síbustu lotunni en hún fór 1-34 fyrir TM. Það eru því Landsbréf, Tryggingamið- stöðin, Jón Stefánsson og VÍB sem eru komin í undanúrslitin sem fara fram um helgina. í dag spila annars vegar sveitir Jóns Stefánssonar og VÍB (48 spila leikir) og hins vegar Lands- bréf gegn Tryggingamiðstöb- inni. Sigursveitirnar úr þessum leikjum munu eigast við inn- byrðis á morgun í úrslitaleik um Reykjavíkurmeistaratitilinn í sveitakeppni. Þá verða spilaðir 60-spila leikir og einnig keppt um þriðja sætið. Spilamennska hefst kl. 11.00 í dag. Þab var dýrt doblið hjá liðs- manni Roche í spili 25 í þriðju lotu gegn sveit Jóns Stefánssonar sl. miðvikudagskvöld: N/AV * T V ÁD762 ♦ DS42 + K54 A 876 V K96 ♦ ÁK98 * DT6 N V A S ÁDG43 54 GT6 Á96 * K952 V GT3 * 87 * 9873 Þannig gengu sagnir: Noröur Austur Suður Vestur Guðjón Vignir pass 1* pass 2¥ pass 2grönd pass 34 dobl! redobl pass pass pass Guðjón Bragason og Vignir Hauksson sátu í AV og kerfi þeirra er standard. Tveggja hjarta sögn Vignis lofaði geim- styrk og 5 hjörtum, 2 grönd voru eðlileg, svo og þrír tíglar. En nú gerðist norbur gráðugur og do- blaði, sennilega til að bibja um tígulútspil gegn þremur grönd- um. Guðjóni leist hreint ekki illa á að spila þann samning og redoblabi. Noröur hitti ekki á gott útspil er hann spilaði út litlu laufi í upp- hafi. Vignir drap á gosa í borði og spilaði tígulgosa sem norður drap með ás. Þá skipti norður í spaða, en Vignir stakk upp ásn- um og trompsvínaði spaba. Suð- ur drap drottningu blinds og Vignir stakk heima. Þá hreinsaöi hann upp laufið, endabi í blind- um og tók á spaðagosa. Því næst kom lítill spaði, trompdrottning og kóngur norðurs átti saginn. Noröur reyndi að spila sig út á tígli en Vignir drap meb tíunni í borði og spilaði síðan fríspaða. Norður var því kyrfilega enda- spilabur og skipti ekki máli hvort hann trompabi og spilaði hjarta upp í gaffal sagnhafa eða dúkkaði spabann. 10 slagir redo- blabir gerbu 1240 en upp í það komu 600 og afraksturinn varð því 12 impar, eða 3/4 af mis- muni sveitanna í lokin. Enn er von á Zia Mahmood meö sveit á Bridgehátíö. Á þessari stundu er ekki Ijóst hverjir spila meö kappan- um en myndin aö ofan er tekin á Bridgehátíö 1985. Davíö Oddsson fylgist spenntur meö meistaranum. Bridgehátíbin 1995: Skráning í fullum gangi Fjórtánda Bridgehátíð Bridge- sambands íslands, Bridgefélags Reykjavíkur og Flugleiða verbur haldin á Hótel Loftleiðum dag- ana 10.-13. febrúar nk. Keppnin verður með sama sniði og und- anfarin ár, tvímenningur föstu- dagskvöld og laugardag með þátttöku 48 para og sveitakeppni sunnudag og mánudag, 10-spila, 10 umferöa Monrad. Sveitakeppnin er öllum opin og er mibab-vib að 80 sveitir komist aö og verður skráningu lokab þegar þeirri tölu er náð. Hún hefst kl. 13.00 á sunnudag og er spilað allan sunnudaginn og sunnudagskvöldið meb matar- hléi og haldið áfram á mánudag kl. 13.00. Spilamennsku lýkur kl. 19.00. Verðlaunaafhending veröur síðan fyrir bæði tvímenn- inginn og sveitakeppnina kl. 20.00 sama kvöld. Keppendur eru beönir um að verða snyrti- lega klæddir. Eins og undanfarin ár áskilur bridgesambandsstjórnin sér rétt til að velja pör í tvímenning Bridgehátíöar. Keppt verður um einhver sæti í tvímenningi Bridgehátíðar í vetrarmitchell BSÍ föstudagskvöldiö 3. febrúar. Tvímenningskeppnin hefst kl. 19.00 föstudagskvöld og er keppendum skylt að klæðast jakkafötum með hálstau og kvenfólk í vibeigandi klæbnaði. Keppnisgjald er óbreytt, 10.000 kr. á par í tvímenninginn og 16.000 á sveit í sveitakeppnina. Verðlaun verða einnig óbreytt en þau eru samtals 15.000 doll- arar. Sex erlendum pörum hefur ver- ið bobib til keppninnar, þar á meðal Zia Mahmood meb sveit og breska unglingalandsliðinu. Ekki er vitab hverjir spila með Zia en ljóst ab hann kemur. Breska sveitin er skipuö Hackett- bræðrunum, Tom Townsend og Jeffrey Allerton. Einnig kemur bandarísk sveit skipuð Michael Rosenberg og Debbie Zucker- burg og Fred Stewart og Steve Weinberg. Þá kemur par frá Tyrk- landi og sveit frá Færeyjum auk þess sem fyrirspurnir hafa borist frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Noregi. Skráning er á skrifstofu Bridge- sambands íslands í síma 587- 9360 og er skráningarfrestur í tvímenninginn til miðvikudags- ins 1. febrúar. íslandsmótib í para- sveitakeppni 28.- 29. janúar nk. Skráning er hafin í þriðja ís- landsmótið í parasveitarkeppni sem veröur haldið í Þönglabakka 1, helgina 28-29. janúar nk. Eins og fyrri ár verður spilub Monrad sveitakeppni meb sjö umferð- um, 16- spila leikjum. Fjórir leik- ir verða spilaðir á laugardag og sunnudag og hefst spilamennska kl. 11.00 báða dagana. Keppnisgjald er kr. 10.000 á sveit og er spilað um gullstig. Skráning er á skrifstofu Bridge- sambands íslands og slendur til fimmtudagsins 26. janúar. Æfingar fyrir yngri spilara Mánudaginn 16. janúar nk. var haldinn kynningarfundur fyrir yngri spilara sem hafa áhuga á að taka þátt í æfingum á vegum BSÍ. Leibbeinendur verba Sveinn R. Eiríksson, Ragnar Hermanns- son og Jón Baldursson. Stefnt er að vikulegum æfingum á fimmtudögum milli 20.00 og 23.00. Nánari upplýsingar veita: Sveinn R. Eiríksson hs. 14487 vs. 14785 Ragnar Hermannsson hs. 670802 Elín Bjarnadóttir (BSÍ) s. 879360. Evrópumót í tvímenn- ingi í Róm Dagana 21.-26. mars nk. verbur haldið Evrópumót í tvímenningi í Róm. Spilaö verbur á hótel Ergi- fe Palace sem er fjögurra stjörnu hótel. Þátttaka er öllum opin með því skilyröi ab BSÍ samþykki pör og fer öll skráning fram í gegnum sambandiö. Skráð verð- ur til 10. febrúar nk. og veitir BSÍ allar nánari upplýsingar í síma 587-9360. Frá Bridgefélagi SÁÁ Þriðjudaginn 10. janúar var spil- aður eins kvölds tvímenningur. Efstir urðu: NS: 1. Björgvin Kjartansson-Bergljót Aöalsteinsdóttir 191 2. Orri Gíslason-Yngvi Sighvats- son 186 3. Jón Baldvinsson-Baldvin Jóns- son 181 AV: 1. Unnsteinn Jónsson-Páll Þór Bergsson 190 2. Gottskálk Guðjónsson-Árni H. Friöriksson 188 3-4. Guðmundur Sigurbjörns- son-Magnús Þorsteinsson 187 3.4. Nicolai Þorsteinnson-Björn Björnsson 187. Þriöjudaginn 17. janúar nk. verbur spilabur eins kvölds tví- menningur og þriðjudaginn 24. janúar byrjar eins kvölds tví- menningur, þar sem veitt verða sérstök verblaun fyrir 2 bestu kvöldin. Spilabur er tölvureikn- abur Mitchell meb forgefnum spilum. Keppnisstjóri: Sveinn R. Eiríksson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.