Tíminn - 21.01.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.01.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 21. janúar 1994 ihi 19 Styrkir úr Vísinda- sjóði Borgarspítalans Hinn 20. desember sl. fór fram úthlutun styrkja úr Vísinda- sjóbi Borgarspítalans. Ab þessu sinni var úthlutab styrkjum, sem voru samtals ab upphæb kr. 2.500.000. Eftirtaldir abilar hlutu styrki nú: 1. Ásbjörn Jónsson, læknir, kr. 100 þús. til doktorsverkefnis v/Háskólann í Lundi, „Stafræn myndgreining stobkerfissjúk- dóma". 2. Brynjólfur Mogensen, for- stöbulæknir, kr. 300 þús. til verk- efnanna „Earaldsfræbi sjúklinga sem hlutu mjabmarbrot frá 1965 til og meb 1993" og „Dánarmein fjöláverkasjúklinga fyrsta sólar- hringinn". 3. Eiríkur Jónsson, læknir, kr. 100 þús. „Krabbamein í blöbru- hálskirtli árin 1983 og 1993: Hef- ur sjúkdómsmynstriö breyst?" 4. Guömundur Geirsson, læknir, kr. 75 þús. „Framskyggn athugun á þvagfæravandamál- um og núverandi þvagfæraeftir- liti mænuskababra sjúklinga sem útskrifast hafa frá Grensásdeild Borgarspítala." 5. Gunnar H. Gunnlaugsson, yfirlæknir, kr. 300 þús. „Til aö rannsaka ósæbargúla, tíöni þeirra og afdrif sjúklinga á tíma- bilinu 1971-1994." 6. Hannes Pétursson, forstöbu- læknir, kr. 150 þús. „Kólesteról- gildi og dánarorsakir." 7. ísleifur Ólafsson, yfirlæknir, kr. 400 þús. „Algengi stökkbreyt- inga í storkuþætti V meöal ís- lenskra sjúklinga meö bláæba- sega", til efnis- og tækjakaupa. 8. Jóhann Ragnarsson, læknir, kr. 300 þús. „Framhaldsstyrkur vegna rannsóknar á áhrifum lakkríss á blóbþrýsting." 9. Kalla Malmquist, yfirsjúkra- þjálfi, kr. 100 þús. „Könnun á hálsáverkum hjá þeim sem slös- uöust 1992." 10. Kristinn Sigvaldason, læknir, kr. 150 þús. „Áhrif vöövaslakandi iyfja á vöövast. eftir svæfingar." 11. Már Kristjánsson, læknir, kr. 200 þús. „Faraldsfræöi spítala- sýkinga af völdum Clostridium difficile." 12. Magnús Páll Albertsson, yf- irlæknir, kr. 50 þús. „Til könnun- ar á handarslysum á árunum 1985-1992 meb tilliti til eblis áverka, tíöni, orsaka og afleib- inga." 13. Steinn Jónsson, læknir, kr. 150 þús. „Rannsókn á klíniskum sérkennum sjúklinga meö sýk- ingar af völdum penicillin ónæmra pneumococca." 14. Viktor Sighvatsson, læknir, kr. 50 þús. „Rannsókn á tölvu- sneiömyndum meö ólíkum aö- ferbum til greiningar á mein- vörpum í heila." 15. Örn Thorstensen, læknir, kr. 75 þús. „Til aö vinna ab dokt- orsverkefni viö Karolinska sjúkrahúsiö í Stokkhólmi." Vísindasjóbur Borgarsjúkra- hússins var stofnaöur 1963, til minningar um þá Þórö Sveinsson lækni og Þórö Úlfarsson flug- mann. Fyrsta úthlutun fór fram 1974 á aldarafmæli Þóröar Sveinssonar eöa fyrir nákvæm- lega 20 árum. Á þessum tíma hafa alls 100 einstaklingar fengib úthlutað úr sjóönum. ■ DAGBÓK Lauqardaqur lí janúar 21. daqur ársins - 344 daqar eftir. 3. vika Sólris kl 10.41 sólarlaq kl. 16.38 Daqurinn lenqist um 5 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni, tvímenningur, í Ris- inu kl. 13 á morgun og félagsvist kl. 14. Dansað í Goöheimum kl. 20 sunnu- dagskvöld. Umsjónarfélag einhverfra heidur almennan félagsfund fimmtu- daginn 26. janúar kl. 20.30 aö Barna- og unglingageödeild Landspítalans. Fundarefni: Sigríöur Lóa Jónsdóttir sálfræöingur veröur meö fyrirlestur sem hún nefnir „Atferlismeðferð barna meö einhverfu". Foreldrar og aðstandendur og allir þeir sem áhuga hafa á efninu eru hvattir til aö mæta. Gjábakki, Fannborg 8 Þorrablót eldri borgara, Hana-nú og Gjábakka hefst kl. 18 í dag. Fyrsta raöganga Útivistar: Strandgangan 1988 Á morgun, sunnudaginn 22. janú- ar, veröur fariö kl. 10.30 frá Umferðar- miöstöðinni suður á Reykjanes og genginn hluti Strandgönguleiöarinn- ar scm farin var í júní 1988. Gengið verður frá Valahnúk og suöur og aust- ur meö ströndinni aö Háleyjabungu. Gönguleiðin hefur upp á margt að bjóöa: sagnir, minjar frá umsvifum mannsins, náttúruminjar og fjölbreytt lífríki fjöru og úti á sjó. Þorramót Glímusambandsins Þorramót Glímusambandsins fer fram í íþróttahúsi Melaskóla í Vestur- bæ, Rvk., í dag, laugardaginn 21. janú- ar. Hefst mótið klukkan 14.30. Keppt veröur í fjórum flokkum karla. Kepp- endur fá stig frá 1 og upp í 10 eftir því hversu fljótir þeir eru aö leggja and- stæðinginn. Jafnglími eöa tap gefa ekkert stig. Sá flokkssigurvegari, sem flest stig hlýtur að meðaltali úr sínum viðureignum, telst sigurvegari móts- ins, að því tilskildu að til grundvallar liggi árangur úr minnst þremur viður- eignum. Tónleikar í Listasafni Kópa- voijs I dag, laugardag, kl. 16 halda Szym- on Kuran fiöluleikari, Reynir Jónasson harmónikkuleikari, og Guðni Franz- son klarinettuleikari, tónleika í Lista- safni Kópavogs — Geröarsafni. Þessir tónleikar eru lokin á tónlist- arkynningu sem fram hefur fariö í öll- um skólum bæjarins í vikunni, þar sem nemendum hefur veriö boöiö upp á fallega tónlist og kynningar á þeim hljóöfærum sem notuð eru. Listaklúbbur Lcikhúskjallarans: Upplestur á smásögum Antons Tsjekhov Mánudaginn 23. janúar munu leik- arar lesa 7 smásögur eftir Anton Tsjek- hov. Dagskráin hefur hlotiö nafnið „Á flótta undan kertastjaka". Hún er fengin frá Leikhúsi Frú Emilíu og var flutt í Héðinshúsinu í nóvember sl. í kjölfar frumsýningar á „Kirsuberja- garðinum". Sögumar, sem fluttar eru, gefa skemmtilegt og létt yfirlit yfir smá- sagnameistarann Tsjekhov. Leikararn- ir, sem lesa upp, eru: Árni Tryggvason, Edda Heiðrún Backman, Harpa Arnar- dóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Jóna Guðrún Jónsdóttir og KristbjörgKjeld. Dagskráin er í umsjón Ásdísar Þór- hallsdóttur og hefst kl. 20.30. Vegna hinna hörmulegu atburða í Súöavík var dagskrá Listaklúbbsins sl. mánudagskvöld frestaö. Verður hún þess í stað flutt mánudaginn 3. apríl kl. 20.30. Leikfélag M.H. sýnir: Marat/Sade Leikfélag Menntaskólans viö Hamrahlíð sýnir leikritið „Ofsóknin og morðiö á Jean-Paul Marat flutt af vistmönnum Charenton-geöveikra- hælisins undir stjórn markgreifa de Sade". Rúnar Guöbrandsson stýrir upp- færslu Leikfélags M.H. á þessu magn- aöa leikriti eftir Peter YVeiss, Guðni Franzson stjórnar tónlistinni, Linda Björg Árnadóttir hannar búningana, en Áróra Skúladóttir sér um förðunina á þeim 43 leikendum sem taka þátt í leiknum. Þetta er sögulegt verk sem blandað er heimspekilegum samræð- um milli Marat og Sade, miklum söng, sögu byltingarára Frakklands, sál- fræöi, geöveiki, gleði og sorg, moröi og kímni. Frumsýning er í dag, laugardag, kl. 20. Sýningar veröa alls 8, en þeim lýk- ur 2. febrúar. Miðaverð er 500 kr. fyrir skólafólk, en 1000 kr. fyrir aðra. Sýnt veröur í Tjarnarbíói. Kvikmyndasýning í Norræna húsinu Á morgun, sunnudag, kl. 14 veröur danska kvikmyndin „Lad isbjornene danse" sýnd í Norræna húsinu. Mynd- in, sem er í léttum dúr, er frá árinu 1989 og er byggð á sögu eftir Ulf Stark. Hún er 90 mín. aö lengd. Allir eru velkomnir og aögangur er ókeypis. Kolaportið: Kompudagar og skóútsala Kolaportiö verður líflegt um helg- ina, því þá bætist við fjöldi seljenda með kompudót, sem alltaf nýtur mik- illa vinsælda, og auk þess hefst svo- nefnd súpersala á 8000 pörum af alls konar leðurskóm. Um er að ræða skó- birgðir frá gjaldþroti skóverksmiðj- unnar á Akúreyri — karlmannaskó, dömu- og barnaskó, kuldaskó og heilsuskó, samtals á annað hundrað- gerðir. Fréttir í vikulok Harmleikur í Súbavík 14 létust í snjóflóöi á Súðavík sl. mánudagsmorgun. Þetta er mannskæðasta snjóflóö síðan 1919 og eignatjón er gífurlegt. Mjög slæmt veður var á Vestfjörðum og torveldaði þaö leitar- og björgunarstörf. Björgunarmenn eru taldir hafa unnið þrek- virki við leitarstörf. Ungur piltur fannst á lífi eftir tæplega sól- arhrings dvöl í snjónum og er hann úr lífshættu. Þjóðarsorg hefur ríkt á landinu í kjölfar atburðanna, en meðal hinna látnu voru átta börn. Öflugu söfnunarátaki hefur verið hrundið af stað til styrktar fórnarlömbunum í Súðavík og hafa þegar safn- ast stórar fjárhæðir. í kjölfar flóðanna hafa heyrst háværar raddir um að endurskoða beri hættumat víðsvegar á landinu vegna snjóflóöahættu. Mabur lést Þá lést aldraður bóndi í öðru snjóflóði þegar þaö skall á fjár- hús hans skammt frá Reykhólum á þriðjudagskvöld. Sonur hans komst lífs af úr flóöinu, en er nokkuö slasaöur. Fólksflótti frá Vestmannaeyjum Atvinnuástand versnar sífellt í Vestmannaeyjum, en alls fækkaði um 8 báta í plássinu á síðasta ári. Sífellt fleiri missa störf sín og er fólksflótti vandamál í Eyjum. í síðustu viku bár- ust fregnir af aö 8 fjölskyldur heföu flust burt úr Eyjum. Páll sigrabi Páll Pétursson frá Höllustöðum, þingmaður Framsóknar- flokksins á Norðurlandi vestra, sigraði í prófkjöri í vikunni í baráttu um 1. sætið á listanum gegn Stefáni Guðmundssyni al- þingismanni frá'Sauðárkróki. Stefán hefur ýmislegt að athuga við framkvæmd kjörsins. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur lögb fram Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar gerir ráð fyr- ir tæplega 15,2 milljaröa króna útgjöldum á þessu ári, sem samsvarar 147.500 krónum á hvern borgarbúa. Áætlaðar skatt- tekjur eru röskir 11 milljarðar króna og aðrar tekjur rúmlega 5,8 milljarðar. Félagsmálarábherra víkur Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra ákvað í vik- unni að víkja sæti sem ráðherra vegna kærumála til ráðuneyt- isins úr Hafnarfirði. Kæran snérist um viðskipti bæjarstjórnar- meirihluta Alþýðuflokksins við fyrirtækið Hagvirki Klett og þó svo aö ríkislögmaður teldi ráðherrann ekki sjálfkrafa vanhæfan í málinu ákvað hún að víkja. Hún bað forsætisráðherra um að skipa seturáðherra í málinu. Húsnæbi óskast Óskum eftir 3-4 herbergja íbúb eba húsi á Stór-Reykjavíkursvæbinu eða rétt fyrir utan bæinn. Erum með 1 barn og hund. Upplýsingar í síma 654192. Bíll til sölu Subaru E 12 4x4 árgerð 1988 til sölu. Er í topp lagi, skoöaöur '95. Ekinn 90 þús. Ýmis skipti koma til greina. Upplýsingar í síma 654192.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.