Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 10. mars 1995 Þolfimistríbib á milli Björns Leifssonar og Magnúsar Scheving er enn í fullum gangi og óleyst. Sigurbur Magnússon, framkvcemdastjóri ÍSÍ: Sáttaumleitunum hætt Tíminn spyr... Á ab einkavœba Lands- bankann? Anna Ólafsdóttir Björnsson, þingmabur Kvennalistans: „Eg sé ekki brýna þörf á ab einkavæba Landsbankann. Einkavæbing, eins og hún hefur verib rædd ab undanförnu og framkvæmd, hefur gengib út á ab selja eigur almennings fjársterk- um abilum og þab er stefna sem ég get ekki skrifab undir. Hins vegar er einkarekstur ágætis mál og ég sé fyrir mér ab ef þab væri stemmning fyrir stofnun stórs al- menningshlutafélags, ekki hluta- félag fárra sterkra abila, þá væri kannski réttlætanlegt ab einka- væba bankann." Gísli S. Einarsson, þingmabur Alþýbuflokks: „Eg held ab þab sé ekki tíma- bært ab svo komnu máli vegna þess ab fjárhagskerfib þarf ab standa styrkari fótum til ab þab geti orbib. Hins vegar er spurning hvort vib eigum ab vera meb fleiri en einn ríkisbanka, þab er önnur saga. Ég tel ab Landsbank- inn sé ekki í þannig stöbu ab heppilegt sé ab einkavæba hann og ég tel þab betra ab einkavæba Búnabarbankann. Ég er hins veg- ar á þessari stundu efins um einkavæbingu bankanna og tel ab þab sé framtíbarmál." Jóhannes Geir Sigurgeirsson, þingmabur Framsóknarflokks: „Nei. Þab á ekki ab einkavæba Landsbankann. Ég tel ab ríkib eigi ab eiga í þab minnsta einn banka og þab væri þá rökrétt ab þab væri Landsbankinn. Jafn- framt tel ég þab koma til greina ab sameina ríkisbankana í einn, því reynslan frá nágrannalönd- um okkar sýnir ab ríkib getur aldrei firrt sig ábyrgb á fjármála- kerfinu og þar sem hafa orbib stóráföll í bankakerfinu hefur rík- ib orbib ab koma til. Ég er hins vegar hlynntur því ab ríkisbönk- unum verbi breytt í hlutafélög." Deilurnar sem uppi hafa verib á milli Bjöms Leifssonar, um- bobsmanns IAF, og Magnúsar Scheving, Evrópumeistara í þolfimi, eru óleystar. Síbasta sprengjan í máli þessu kom frá Birni Leifssyni í gær, þar sem hann birti mynd af Magnúsi í auglýsingu um ís- landsmót IAF, þrátt fyrir ab hann taki ekki þátt í mótinu. Sigurbur Magnússon, fram- kvæmdastjóri íþróttasam- bands íslands, segir ab þeir hafi gefist upp á öllum sát- taumleitunum á milli deiluab- ila, en þær hafi verib í hönd- um hans og forseta ÍSÍ, Ellerts B. Schram. Magnús Scheving vildi lítið um málib segja, en segir að nú- verandi íslandsmeistarar IAF mótmæli allir vinnubrögbum umbobsmanna IAF á íslandi og þess vegna keppi íslandsmeist- arar frá 1992 ekki á mótinu. Sigurbur Magnússon segir að margt hafi gerst í samskiptum þessara abila ábur en ÍSÍ kom inn í myndina og ýmsir mis- jafnir leikir verib leiknir, sem hafi leitt til þess ab þessir aðilar eigi ekki neina samleib. Nú sé hins vegar svo komið að útséb sé um ab hægt sé ab ná sáttum í málinu og því hafi í raun verið hætt. Hvað varðar „sprengjuna" sem varpab var í gær af hálfu Björns Leifssonar, segir Sigurbur ab hún sé hrikaleg. „Mér finnst þessi vinnubrögð hreint meb ólíkindum, að annar aðilinn skuli reyna að notfæra sér frægð og frama hins, sem ekki tekur þátt í mótinu til að auglýsa upp mótið. Þetta er svo á skjön við allt siðgæði, að ég er alveg hissa og ég skil ekkert í mönnum sem gera svona lagað. Þetta er ekki ósvipað því að ef auglýstur væri upp knattspyrnuleikur með mynd af okkar besta knatt- spyrnumanni, sem vitað væri að væri í hvorugu liðinu," segir Sigurður. ■ wmmmmmtmtmmmaBBBammmmmmamak BMH r ÞURFTIRÐU AÐ LÁTA STAÐAR NUMIÐ í BÍLA- HUGLEIÐINGUM VEGNA VERÐSINS? Frá 588.000,- kr. 148.000,-kr.út og 14.799,- kr. í 36 mánuði. Frá 677.000,- kr. 169.250,- kr. út og 17.281,- kr. í 36 mánuði. SAMARA 677 Frá 624.000,- kr. 156.000,- kr. út og 15.720,- kr. í 36 mánuði. SPORT 624. Frá 949.000,- kr. 237.250,- kr. út og 24.101,- kr. í 36 mánuði. 949 Tökum notaða bíla sem greiðslu upp i nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. ARMULA 13 • SIMI: 568 12 00 • BEINN SIMI: 553 12 36

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.