Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 11
Föstudagur 10. mars 1995 WíHWftt - ALÞINCISKOSNINCARNAR 1995 11 Runólfur Ágústsson, Þjóövaka: Erum trygging fyrir félagshyggjustjóm Hver er sérstaða þíns framboðs? Sérstaða framboðs Þjóðvaka í öllum kjördæmum er sú að við göngum bundin til kosn- inga í þeim skilningi að við er- um bundin gagnvart okkar kjósendum af okkar stefnu- skrá. Þess vegna útilokum við stjórnarsamstarf með Sjálf- stæðisflokknum. Þeir félags- hyggjuflokkar sem „ganga óbundnir til kosninga" eru í raun að áskilja sér rétt til að svíkja sína stefnu strax að kosningum loknum og ganga í sæng með íhaldinu. Slíkt stjórnarmyhstur verbur aldrei í anda félagshyggju. Þetta geröist með stjórnar- myndun Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks eftir síðustu kosningar og nú er sú staða uppi að félagshyggjuflokkarn- ir standa í bibröð við dyr Dav- íðs. Þannig hafa framsóknar- menn á Vesturlandi enga vissu fyrir því að með því að kjósa Framsóknarflokkinn séu þeir ekki í raun ab kjósa yfir sig Davíð Oddsson sem forsætis- ráðherra. Þvert á móti benda ýmsar yfirlýsingar Halldórs Ásgrímssonar til þess að hugur hans standi í þá átt ab leiða Framsóknarflokkinn í hægri- stjórn undir forystu hins fyrr- nefnda. Jafnaðar- og samvinnu- menn geta hins vegar lagt sitt lóð á vogarskálar félags- hyggjustjórnar meb því að kjósa eina stjórnmálaflið sem útilokar samstarf við Sjálf- stæðismenn. Þjóðvaki er þannig eina tryggingin fyrir slíkri stjórn aö afloknum kosningum. Hvert er helsta baráttumálið? Helsta baráttumál Þjóðvaka er uppstokkun á úreltu flokka- kerfi. Flokkakerfi sem flestir telja að skili íslensku félags- hyggjufólki litlu og valdi bein- línis áhrifaleysi þeirra hér- lendis. Jafnframt uppstokkun í stjórnmálum þarf að leggja grunn að nýrri stjórnarstefnu sem felur í sér jöfnuð, réttlæti og afkomuöryggi fyrir alla þegna landsins. Við viljum tekjutengja persónuafslátt þannig að hann hækki í 67 þúsund krónur. Tillögur okkar samsvara 4% launahækkun hjá fólki sem er með tekjur undir 80 þúsund krónum á mánuði. Við viljum koma á fjármagnstekjuskatti, stór- eigna- og hátekjuskatti og ná þannig 2 miljörbum árlega í skatttekjur. Við viljum ná inn öðrum 2 miljörðum árlega með herferð gegn skattsvik- um. Skattastefna okkar felur þannig í sér skattalækkun á lágtekjufólkið, en skattahækk- un á þá sem háar tekjur og miklar eignir eiga. Við viljum auka framlög til mennta- og menningarmála um miljarð á ári næstu átta árin og standa þá jafnfætis grann- löndunum. í atvinnumálum viljum við gera landbúnaðinn sam- keppnisfærari með þvi að ráð- ast gegn ofhlöðnu og óskil- virku millilibakerfi. Við höfn- um einkaeignarétti ab óveidd- um fiski og viljum gera auðlindir sjávar að ótvíræðri þjóðareign meb því að taka upp veiðileyfagjald. Við vilj- um láta selja allan afla um fiskmarkaði og efla smábátaút- gerð. Hér er aðeins drepið á nokkrum atriðum úr stefnu Þjóbvaka. Andstæðingar okkar hafa sagt að í henni sé fátt nýtt ab finna. Við ætlum okk- ur ekki þab ab hafa fundið upp stefnu jöfnuðar, samvinnu og samhjálpar. Við ætlum okkur hins vegar að framkvæma þá stefnu og hefja þessi grund- vallarhugtök félagshyggju- fólks til vegs pg virbingar á ný í íslensku samfélagi. ■ Hansína B. Einarsdóttir; Samtökum um Kvennalista: Mikilvægt ab sjónaraiib kvenna komi fram Hver er sérstaða þíns fram- boðs og hvert er helsta baráttu- málið? Sérstaða Kvennalistans felst fyrst og fremst í því að nýta hugvit, reynslu og stjórnunar- hæfileika kvenna til jafns við karla. Við erum helmingur þjóðarinnar. Vib leggjum grundvöllinn ab þjóðfélaginu með umhyggjusemi, ákvebni og hlýju. Við eigum líka ab taka þátt í því ab stjórna þjób- inni með sömu áherslum. Það er afar mikilvægt að sjónarmið kvenna komi fram í allri opin- berri þjóðfélagsumræðu og að konur eigi jafnan hlut í allri ákvarðanatöku. Helstu stefnumál Kvenna- listans á VeSturlandi eru at- vinnu-, skóla-, og umhverfis- mál ásamt auðvitab málefnum fjölskyldunnar, svo sem fé- lagslegri þjónustu, húsnæbis- og skattamálum. Við viljum ab byggbarlagið móti samræmda atvinnumála- stefnu til framtíðar þar sem öllum greinum er gert jafnt undir höfði. Eins og málum er háttab í dag er starfsgrein- unum verulega mismunað. Vaxtarbroddur atvinnulífsins felst meðal annars í þjón- ustu og nýjum iöngreinum. Þessar greinar eiga í dag ekki neinar sterkar stofnanir sér að baki. Kvennalistinn telur að af- skipti stjórnvalda af atvinnu- rekstri eigi meðal annars að felast í því að efla menntakerf- ib þannig ab það þjóni sem best atvinnu- og mannlífi á hverjum stað. Stjórnvöld eiga að styðja sveitarfélög með því að veita markvissa aðstoð í miklu ríkari mæli, svo sem við markaðssetningu og vöruþró- un. Sem dæmi um nýjar greinar má nefna iðnhönnun, tölvu- og tæknigreinar. Einnig má taka til ýmsan smáiðnað sem hefur farið vax- andi á undanförnum ámm en meðal kvenna hafa orðið til fleiri hundruð störf á allri landsbyggðinni þar sem þekk- ing þeirra og hugvit hefur nýst á því svæði þar sem þær búa. í iðngreinunum á sér stað vem- leg nýsköpun. Þar að auki þarf að efla tengsl á milli fyrirtækja þann- ig að framleiðslunýting geti orbið sem best. Við teljum að samstarf abila, t.d. í ferðaþjón- ustu og ýmsum skyldum greinum, geti orðið til þess að bæta stöbu fjölmargra. Um leib og atvinnutækifæmm fjölgar eykst samvinna og samstarf og við teljum að þannig verbi fólk bjartsýnna á eigin fmmkvæði og mögu- leika. ■ Vesturland Alþýöuflokkurinn 1. Gísli Einarsson, alþingismaður. 2. Sveinn Þór Elínbergsson, aöstoðarskólastjóri. 3. Hólmfríður Sveinsdóttir, stjórnmálafræðingur. 4. Guðrún Konný Pálmadóttir, oddviti. 5. Jón Þór Sturluson, hagfræðingur. 6. Hervar Gunnarsson, form. Verkalýðsfél. Akraness. 7. Sigrún Hilmarsdóttir, húsmóðir. 8. Sigurður Arnfjörð Guðmundsson, sjómaður. 9. Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur. 10. Rannveig Edda Hálfdánardóttir, móttökuritari. Framsóknarflokkurinn 1. Ingibjörg Pálmadóttir, alþingismaður. 2. Magnús Stefánsson, sveitarstjóri. 3. Þorvaldur T. Jónsson, bóndi. 4. Sigrún Ólafsdóttir, bóndi. 5. Ragnar Þorgeirsson, sölustjóri. 6. Sturlaugur Eyjólfsson, bóndi. 7. Halldór Jónsson, héraðslæknir. 8. Gunnlaug Arngrímsdóttir, bóndi. 9. Elín Sigurðardóttir, ljósmóðir. 10. Gunnar Guðmundsson, ráðunautur. Sjálfstœöisflokkurinn 1. Sturla Böðvarsson, alþingismaður. 2. Guðjón Guðmundsson, alþingismaður. 3. Guðlaugur Þór Þórðarson, háskólanemi og form. SUS. 4. Þrúður Kristjánsdóttir, skólastjóri. 5. Ólafur Guðmundur Adolfsson, lyfjafræðingur. 6. Hrafnhildur J. Rafnsdóttir, húsfrú. 7. Bjarni Gunnarsson, skipstjóri. 8. Þóra Björk Kristinsdóttir, hjúkrunarfræðingur. 9. Ólafur Gunnarsson, bóndi. 10. Elínbjörg Magnúsdóttir, fiskverkakona. vesturl.gb Alþýöubandalagiö 1. Jóhann Ársælsson, alþingismaður. 2. Ragnar Elbergsson, verkstjóri. 3. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, búfræðikennari. 4. Eyjólfur Sturlaugsson, kennari. 5. Margrét Birgisdóttir, verkakona. Samtök um Kvennalista 1. Hansína B. Einarsdóttir, framkvæmdastjóri. 2. Sigrún Jóhannesdóttir, lektor við Samvinnuháskólann Bifröst. 3. Helga Gunnarsdóttir, námsráðgjafi og forstöðumaður Farskóla Vesturlands. 4. Þóra Kristín Magnúsdóttir, jarðeplabóndi. 5. Ása Sigurlaug Harðardóttir, háskólanemi. 6. Dóra Líndal Hjartardóttir, tónlistarkennari. 7. Sigríður V. Finnbogadóttir, skrifstofumaður. 8. Ingibjörg Daníelsdóttir, kennari og bóndi. 9. Svava Svandís Guðmundsdóttir, ferðaþjónustubóndi. 10. Danfríður K. Skarphéðinsdóttir, kennari og fyrrverandi alþingiskona. Þjóövaki Listi Þjóðvaka haföi ekki verið lagður fram þegar blaðið fór í prentun. Þegar komiö er af vegum meÖ bundnu slitlagi tekur tíma aö venjast breyftum aöstæðum FÖRUM VARLEGA!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.