Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 12
12 Kwilli - ALÞINCISKOSNINCARNAR 1995 Föstudagur 10. mars 1995 VESTFIRÐIR ______________________ Atvinnumál, samgöngumál og kvótamál vega þyngst Atvinnumál eru fyrirferbar- mikil í kosningabaráttunni í Vestfjaröakjördæmi, líkt og víöar á landinu, en samgöngu- málin eru Vestfiröingum jafn- framt ofarlega í huga. Þéssi tvö mál ber hæst þegar rætt er um framfaramál viö hinn almenna kjósenda fyrir vestan. Um síöustu kosningar fengu fimm stjórnmálaflokkar sex menn kjörna á þing. Þeir eru Matthías Bjarnason og Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrir Sjálfstæöisflokk, Ólafur Þ. Þórðarson, fyrir Framsóknar- flokk, Kristinn H. Gunnarsson, fyrir Alþýðubandalag, Sighvat- ur Bjögvinsson, fyrir Alþýðu- flokk og Jóna Valgeröur Krist- jánsdóttir, fyrir Kvennalista. Á framboöi Sjálfstæöisflokks- ins veröa þær breytingar núna aö Matthías Bjarnason lætur af þingmennsku vegna aldurs og Einar Kristinn verður í fyrsta sæti í hans staö. Guöjón A. Kristjánsson færist úr þriöja sæti listans í það fjóröa. Einar Oddur Kristjánsson kemur nýr inn í annaö sætiö og Ólafur Hannibalsson, blaöamaöur í Reykjavík skipar þaö þriðja. Nokkrar breytingar verða sömuleiðis á lista Framsóknar- flokksins. Ólafur Þ. Þórðarson, alþingismaður, tók ekki þátt í prófkjöri flokksins í vetur vegna veikinda. í hans stað var kjörinn Gunnlaugur M. Sig- mundsson, framkvæmdastjóri í Reykjavík, en hann barðist um fyrsta sætiö við Pétur Bjarnason, varaþingmann Ól- afs. Pétur hafnaöi ööm sæti á listanum og ákvað aö bjóða fram sinn eigin lista. Annar maöur á lista hjá Pétri er Stefán Gíslason, sveitarstjóri á Hólmavík. Sighvatur Björgvinsson, ráð- herra og alþingismaður, veröur áfram í fyrsta sæti hjá krötum og það sama er að segja um Jónu Valgerði fyrir Kvennalsita og Kristinn H. Gunnarsson, sem skipar fyrsta sætið hjá Al- þýöubandalaginu. Þjóöarflokkurinn var á sín- um tíma nokkuð sterkur á Vestfjörðum og nálægt því að koma manni inn á þing. Hann býður ekki fram aö þessu sinni, en Þjóövaki Jóhönnu Sigurðar- dóttur bætist við. Siguröur Pét- ursson, formaöur Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, leiöir lista Þjóövaka fyrir vest- an. Kjördæminu má í grófum dráttum skipta upp í þrjú svæöi. Standir, ísafjarðarsvæö- iö og suður- og suðvestursvæð- ið. Togaraútgerö er undirstaða atvinnulífs á ísafirði, Bolungar- vík og Súðavík, en í þorpunum á vesturfjörðunum og Barða- strandasýslu byggja menn nú orðið að mestu á línubátum og krókaleyfisbátum. Landbúnað- ur er sterkastur á Ströndum, en þar byggja menn að miklu leyti á sauðfrjárrækt og hafa náð góðum árangri þrátt fyrir að framtíð þessarar atvinnugrein- ar sé ekki björt um þessar mundir. Vestfirðingar, sér í lagi á suð- urfjörðunum og vesturfjörðun- um, hafa misst mikinn kvóta, en þar hefur togaraútgerö hrunið í kjölfar þess að kvóti útgerðanna hefur verið seldur burt. Kvótakerfið í þeirri mynd sem það er núna á sér þess vegna formælendur fáa á Vest- fjörðum og flestir vilja annað hvort leggja þaö af eða gera gagngerar breytingar á því. Kosningabaráttan mun því án efa einnig snúast um kvóta- málin, eins og best sést á því aö frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins hafa sett fram sína eigin stefnu í fiskveiöistjórn- un, sem gengur þvert á stefnu flokksins á landsvísu. í samgöngumálum hefur verið unnið talsvert þrekvirki með gerð jarðganga úr Tungu- dal yfir í Súganda og á Flateyri. Þegar hefur verib opnað fyrir takmarkaða bílaumferð milli ísafjarðar og Suðureyrar, en tengingu vib Flateyri er ekki Iokið. Næsta líklega stórverk- efni í kjördæminu eru lagfær- ingar á veginum um Djúp til Hólmavíkur. Samkvæmt skoðanakönnun- um eru sjálfstæðismenn sterk- astir á Vestfjörðum, en reikna má með að Alþýðubandalag, Framsókn og Alþýbuflokkur haldi sínum þingmönnum. Þá er ekki ólíklegt að Jóna Val- gerður nái að halda sínum hlut þrátt fyrir ab fylgi Kvennalista á landsvísu hafi hmnib, en hún þykir hafa staðið sig nokk- uð vel á þingi. Þjóðvaki er nán- ast óskrifað blað fyrir vestan og sömuleiðis er erfitt að segja til um hversu mikið fylgi Pétur Bjarnason kemur til með að hafa. ■ Vestfirbir 1983 # atkv. % 1987 atkv. % 1991 atkv. % Alþýðuflokkur 924 16,8 1.145 19,1 . 893 15.8 27.8 Framsóknarflokkur ... 1.510 27,5 1.237 20,6 1.582 Sjálfstæðisflokkur 1.511 27,4 1.742 29,1 1.966 34,6 Alþýðubandalag 723 13,1 676 H/3 619 11,0 Kvennalistinn 318 5,3 443 7,8 Aðrir 836 15,2 878 14,6 164 2,9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.