Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 14
14 iWlW • ALÞINGISKOSNINCARNAR 1995 Einar K. Guöfinnsson, Sjálfstœöisflokki: Viljum breyta fiskveiöikerfinu Hver er sérstada þíns framboðs? Kjósendur standa nú frammi fyrir óvenju skýrum kostum í ís- lenskum stjórnmálum. Annars vegar heildstæbum Sjálfstæöis- flokki, sem leitt hefur árangurs- ríka ríkisstjórn síðustu fjögur ár- in. Hins vegar kraðaki vinstri flokka, sem keppast við þab þessa dagana ab afneita hver öörum eða hvetja til margfætlu vinstri flokka stjórnar. Viö höfum því miður bitra reynslu af margflokka vinstri stjórnum. Veikleiki í stjórnar- fari leiðir af sér efnahagslega óstjórn, pólitísk hrossakaup og málamiðlanir út og suður. Sjálfstæðismenn á Vestfjörð- um ganga nú fram sem samhent sveit fólks sem vill berjast af al- efli fyrir hagsmunum okkar kjördæmis. Við komum úr ólík- um áttum, höfum ólíkan bak- gmnn og þekkjum af eigin raun hvar eldurinn brennur heitast á vestfirskum byggbum. Saman erum við tilbúin að takast á við þau miklu verkefni og vanda- mál sem blasa við byggöunum hér fyrir vestan. Við viljum vinna áfram aö breytingum á núverandi stjórn- kerfi fiskveiða og höfum í því skyni lagt fram hugmynd aö heildstæðri stefnumótun í sjáv- arútvegsmálum sem vakið hefur mikla athugli á Vestfjörðum sem og annars staðar. Það er augljóst mál að þetta frum- kvæði okkar hefur valdið um- ræðu um fiskveibistjórnarmál- in; svo mjög að jafnvel áköfustu trúbræður kvótatrúarinnar í Framsóknarflokknum ljá máls á breytingum, gagnstætt því sem ábur hefur þekkst. Það eru ekki lítil tíðindi. Hvert er helsta baráttumáliö? Helsta baráttumál okkar er efling vestfirskra byggða og bætt lífskjör í þessu landi. Skyn- samleg efnahagsstjórn, breytt fiskveiðistefna og stöðugleiki í stjórnarfari er forsenda þess ab Pétur Bjarnason, Vestfjaröalistinn: Eins kjördæmis framboö Hver er sérstaða þíns framboðs? Vestfjarðalistinn — M-listinn er óháð framboð, sprottið úr jarðvegi Framsóknarflokksins, m.a. vegna óánægju með flokkslistann, en með breiðan stuöning þvert á flokkslínur. Ab framboðinu stendur ein- göngu fólk sem kemur beint úr vestfirsku athafnalífi, tengt sjávarútvegi, fiskvinnslu, land- búnabi, sveitarstjórnarmálum ásamt mennta- og menningar- málum á Vestfjörðum. Sérstaða Vestfjarðalistans felst ennfremur í þvi að framboð hans er bundið við eitt kjör- dæmi, Vestfjarðakjördæmi, og tekur því fyrst og fremst mið af þörfum og hagsmunum kjör- dæmisins í stefnumálum sín- um. Þau sjónarmiö koma síðan glöggt fram í stefnumálum Vestfjarðalistans. Hvert er helsta baráttumálið? Að halda atvinnulífinu gang- andi er helsta baráttumáliö, enda er þar ab finna undirstöðu þess að byggð geti haldist hér. Þar er við ramman reip að draga, því samdráttur og kvóta- setning í sjávarútvegi og land- búnaði hafa leikið Vestfirðinga grátt. Sveitabýlin framfleyta ekki lengur fjölskyldunum vegna samdráttar og sama er að segja um einyrkjann í sjávarút- vegi, kvótaskerðingin hefur leitt til þess að margir bátasjómenn eiga nú í verulegum erfibleik- um. í atvinnumálum er lögð meg- ináhersla á ab tryggja veiöar smærri báta á grunnslóð, og hráefni fyrir fiskvinnslufyrir- tækin í þorpunum. Aö hafnar verði veiðar á hrefnu og síðar öbrum hvalategundum. Þá má nefna áherslu á fiskeldi og vinnslu sjávardýra og skelfisks ásamt frekari fullvinnslu sjávar- afurða en nú fer fram, m.a. með afla frystiskipa. Að landbúnaður á Vestfjörð- um taki mið af þörfum svæbis- ins í mjólkurframleiðslu og komið verði á svæðaskiptingu í sauðfjártækt, en með því vinnst tvennt: nýta má góðar aðstæður á Vestfjörðum til sauöfjárræktar og friða og græða upp ofbeitt svæði annars staðar á landinu. Vestfjarðalistinn vill hlúa aö vaxandi ferðaþjónustu á svæð- inu, enda verði náttúruverndar- sjónarmiða þar gætt. Handverk margs konar og smáiðnaður á einnig framtíð fyrir sér í tengsl- Föstudagur 10. mars 1995 vel megi til takast. Við getum aldrei rætt byggðamálin án samhengis vib hinn efnahags- lega raunveruleika. Stöðugleiki í efnahagsmálum, hagstætt raun- gengi, og jákvæður viðskipta- jöfnuður eru naubsynleg til þess að lífvænlegt verði í dreifbýlinu, þar sem útflutningsgreinarnar og þar með sjávarútvegurinn starfa. Án þess eru hefðbundnar byggðaabgerðir tilgangslausar og geta aldrei skilað skynsam- legum árangri. Það er áhyggjuefni að við ís- lendingar höfum ekki verið ab bæta lífskjör okkar á borð vib þjóðirnar í kringum okkur. Þetta þarf nauðsynlega að breyt- ast. Við höfum ekki efni á því að sjá á eftir okkar besta fólki. Þess vegna þarf rekstrarumhverfi at- vinnulífsins að vera hagstætt svo að við náum að skapa fleiri störf, bæta lífskjörin og gera fólki jafnt og fyrirtækjum kleyft að búa við sömu aöstæður og best hefur þekkst í kringum okk- ur. um við feröaþjónustu. Auk þessa em samgöngumál, mennta- og menningarmál, málefni fatlaðra og heilsugæslu- mál á forgangslista. ■ Siguröur Pétursson, Þjóövaka: Vib munum standa vib þab sem vib segjum Hver er sérstaða þíns framboðs? Sérstaða Þjóövaka, hreyfingar fólksins, felst í nýjum vinnu- brögöum og viðhorfum gagn- vart stjórnmálum og stjórn- málastarfi. Þjóðvaki mun ekki flytja yfirboð á öllum sviðum eöa lofa öllum öllu, heldur berj- ast fyrir umbótum í átt til jöfn- uðar og réttlætis í þjóðfélaginu samkvæmt ítarlegri stefnuskrá. Og það sem sker okkur frá gömlu flokkunum er: Að við munum standa við þab sem við segjum. Heiðarleiki og trúnaður eru orð sem ekki hafa mikið gildi í stjórnmálum hér á landi, þar sem hver skarar eld ab sinni köku, stefnumál og hugsjónir eru seldar fyrir embætti og bit- linga, og samtrygging flokk- anna sér til þess að ekkert breyt- ist. Þjóbvaki ætlar að berjast gegn þessu spillta kerfi gömlu flokkanna; gegn forréttinda- hópum í skattamálum, launa- málum, lífeyrismálum og víðar; gegn bmbli og sóun á almanna- fé; gegn innantómu orðagjálfri sem felur óréttlæti og misrétti allt í kringum okkur í þjóðfélag- inu. Þjóðvaki hefur sett fram skýra stefnu á öllum sviöum þjóölífs- ins. Stefnu sem er laus \riö öfgar, en byggir á raunsæi. Stefnu sem byggir á velmegun, ve,'ferb og trúnaði við fólkið í landinu. Þannig mun Þjóðvaki vinna meb þjóðinni að endurbótum í atvinnumálum, skattamálum, launamálum og velferðarmál- um af heilindum og trúnaði — eins og Jóhanna Sigurðardóttir, formabur Þjóðvaka, hefur gert á sínum stjórnmálaferli — til hagsbóta fyrir launafólk, náms- menn, aldraba, fjölskyldufólk og aðra sem byggja okkar þjób- félag. Þjóðvaki er ekki bundinn af neinum hagsmunabandalögum sem gömlu flokkarnir hafa fest sig í, hvort heldur kennd em við kolkrabba, smokkfisk, kvóta- kónga, verkalýösforstjóra eða embættiskerfi. Sérstaða Þjóð- vaka er sú ab hann vinnur að- eins fyrir fólkiö I landinu. Hvert er helsta baráttumálið? Helsta baráttumál Þjóðvaka á Vestfjörðum er réttlæti á öllum sviðum þjóðfélagsins. Á undan- förnum ámm hefur niöurskurð- ur í sjávarútvegi og landbúnabi komib mjög harkalega niður á byggðarlögum á Vestfjörðum. í sjávarútvegi, þar sem kvótakerf- iö festir sig sífellt í sessi meb hjálp allra gömlu flokkanna, hafa aflaheimildir verið að hlað- ast á sífellt færri hendur, þeirra sem hafa abgang að fjármagni í bankastofnunum eða sjóðakerfi gömlu flokkanna. Þessari þróun ætlar Þjóbvaki að breyta með því að gefa öllum dagróbrabát- um sem veiöa samkvæmt afla- marki kost á að skipta yfir á sóknarmark og auka hlut sókn- armarksbáta af heildarafla meb auknum hlut Hagræðingar- sjóðs. Þannig veröi fyrsta skrefið stigið frá núverandi kerfi sem er bæði stórhættulegt fyrir Vest- firbi í heild og óréttlátt gagnvart sjómönnum og verkafólki um allt land. Krafan um réttlæti á ekki síð- ur við í skattamálum, þar sem undanskot og bókhaldsreglur valda því að stór hluti fólks, sem stundar einhvers konar rekstur, kemur sér undan því að greiða sinn hlut til sameiginlegrar þjónustu í samfélaginu. Allir tala um að taka á málunum, en ekkert gerist. Launafólk tók á sig byrðar til aö koma á stöðugleika í þjóðfélaginu og það á heimt- ingu á því að stjórnmálaflokk- amir setji fyrir leka og stoppi í göt skattakerfisins, setji á fjár- magnstekjuskatt, hækki skatt- frelsismörk lág- og meðaltekju- fólks, og setji á hátekjuskatt og stóreignaskatt. Allt þetta mun Þjóðvaki gera, komist hann til áhrifa. Réttlæti í launamálum fæst með því að skera upp þaö tvö- falda eða þrefalda launakerfi sem hér viögengst, meb öllum þeim viðbótargreiðslum, auka- þóknunum og fríbindum sem hluti starfsfólks ríkis og fyrir- tækja njóta, en aðrir (aðallega konur) ekki. Meb því aö fá fram raunveruleg laun hvers og eins, er fyrst hægt að tala um launa- jafnrétti og launajöfnun af ein- hverju viti. Krafa fólks um réttlæti í skatta- og launamálum (og á fleiri sviðum þjóbfélagsins) er líka krafa um bætt siðferði og heiðarleika í opinbem lífi og stjórnsýslu. Þjóðvaki mun berj- ast fyrir jöfnuði og réttlæti fyrir fólkið í landinu. Þab er kominn tími til. Eignir til sölu Til sölu eru eftirtaldar eignir í eigu Stofnlánadeildar land- búnaðarins: 1. Slátur- og frystihús, Norðurfirði, Strandasýslu. 2. Slátur- og frystihús, Saurbæjarhreppi, Dalasýslu. 3. Alifuglasláturhús, Árnesi, Gnúpverjahreppi. 4. Loödýrabýlið Dýrholt, Svarfaðardal. 5. Loðdýrabýlið Rimar, Grenivík. 6. íbúð að Vesturbergi 6 (4 herbergi), Reykjavík. Nánari upplýsingar um eignirnar eru veittar í síma 91- 25444 (Leifur eða Þorfinnur). Stofnlánadeild landbúnaöarins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.