Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 10
10 VMWK • ALMNCISKOSNINCARNAR 1995 Föstudagur 10. mars 1995 Ingibjörg Pálmadóttir, Framsóknarflokki: Áríðandi að ýta undir nýja hugsun Hver er sérstaöa þíns framboös? Á framboðslistanum er ungt fólk og þaö kæmi mér ekki á óvart aö listinn væri með yngsta meðalaldur af öllum framboðslistum á landinu. Frambjóðendur eru fólk með reynslu úr ólíkum atvinnuveg- um í þjóðfélaginu, jafnrétti er í kynjaskiptingu. Við val á listann var gott samkomulag og við sem skip- um listann höfum gaman af því að vinna saman og erum samstíga fólk." Hvert er helsta baráttumáliö? Aukin verðmætasköpun í at- vinnulífinu er undirstaða jress að atvinnulífið taki kipp. Aríð- andi er að ýta undir nýja hugs- un um gæöi þess sem íslenskt er. Að velja íslenskt er ávísun á vinnu. Við leggjum áherslu á aukinn útflutning landbúnað- arafurða og vatns og öflun nýrra markaða fyrir sjávaraf- urðir. Tækifæri í ferðaþjónustu eru ótæmandi kvóti sem okkur ber að nýta betur. Til aö svo megi verða þarf meðal annars að lækka skatta á ferðaþjónustu. Sú heilbrigðisþjónusta sem við höfum náð lengst í verði markaðssett erlendis. Sjúkra- hús á landsbyggöinni verði sérhæfð og samnýtt. Bættar samgöngur greiða fyrir sam- nýtingu mannvirkja. Því eru bættar samgöngur forsenda fyrir hagkvæmri nýtingu fjár- festinga. Jafnrétti til náms og heil- brigðisþjónustu óháð efnahag er grundvallarmannréttindi sem Framsóknarflokkurinn leggur höfuðáherslu á. Endurreisn heimilanna byggist á að lögð verði áhersla á skuldbreytingu þeirra sem verst hafa orðiö úti vegna erf- iðs atvinnuástands, sjúkdóma eða annarra erfiðleika og þeirra sem orðið hafa fyrir fjár- hagsáföllum vegna meingall- aðs húsbréfakerfis. Viö framsóknarmenn erum tilbúnir að taka þátt í ríkis- stjórnarsamstarfi við þá flokka sem setja fólk í fyrirrúm og er- Sturla Böbvarsson, Sjálfstœöisflokki: Bættar samgöngur og efling atvinnusvæba Hver er sérstaða þíns framboðs? Sjálfstæðisflokkurinn hefur á löngum og farsælum ferli skap- að sér ríka sérstöðu meðal ís- lenskra stjórnmálaflokka. Sjálf- stæðisflokkurinn byggir stefnu- skrá sína á frjálslyndum við- horfum er tryggi velferöarþjóðfélagið meö frelsiö að leiðarljósi. Flokkurinn hafnar kenning- um sósíalisma sem hafa hvar- vetna gengið sér til húðar. Sjálf- stæðisflokkurinn vill draga úr ríkisafskiptum og gera kröfu um ríka ábyrgö einstaklinga jafnt sem þeirra stofnana sem reknar eru í almanna þágu. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur mótab skýra byggðastefnu sem byggir á því að efla vaxtarsvæði með bætt- um samgöngum og eflingu at- vinnusvæða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á ábyrga stefnu í utan- ríkismálum og að lýðræði og þingræði verbi treyst. Sjálfstæð- isflokkurinn hafnar ekki fyrir- fram samstarfi við aðra flokka að loknum kosningum og telur það andstætt lýðræðislegum skyldum og ábyrgð stjórnmála- flokkanna. Staða og stefna Sjálf- stæðisflokksins er því skýr og af- dráttarlaus og er eina tryggingin fyrir því að efnahagsbati og stöðugleiki veröi nýttur til þess ab bæta kjör landsmanna. Hvert er helsta baráttumáliö? í stjórnmálum getur ekkert eitt mál veriö öðm mikilvægara þegar fjallað er um heilu mála- flokkana, því hvab styður ann- að. Helsta baráttumál Sjálfstæö- isflokksins er engu ab síöur að tryggja þann stööugleika sem ríkir. Allar aðgerðir eiga að mið- ast við að festa stöðugleikann í sessi. Með því munu skapast skilyrði fyrir áframhaldandi uppbyggingu og nýsköpun at- um óbundnir af kreddum til vinstri eða hægri. vinnulífsins og nýskipan í hin- um opinbera rekstri. Meb ábyrgri efnahagsstjórn og mark- vissri atvinnuuppbyggingu verður hægt að ná öðrum mark- miðum sem varða félagslega þjónustu, menntun og menn- ingu. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að upplýsinga- og fjarskiptabyltingin í tölvu- heiminum verði nýtt til hins ýtrasta svo opna megi nýja möguleika í atvinnumálum þar sem byggt er á þekkingu og færni einstaklinga. Til þess ab svo megi verba þarf að efla skólakerfið og á það leggur Sjálf- stæbisflokkurinn áherslu. Á Vesturlandi eru atvinnumálin mikilvægust. Þar er um að ræða jafnt sjávarútveg, landbúnað, iðnað og þjónustu. Baráttumál Sjálfstæðisflokksins á Vestur- landi munu því lúta að eflingu atvinnulífsins. Það styrkir byggbina. ■ jóhann Arsœlsson, Alþýöubandalagi: Gegn miðstýrbri hagsmunagæslu Hver er sérstaöa þíns framboös og hvert er helsta baráttumálið? Sérstaba Alþýðubandalagsins hér á Vesturlandi er einörð bar- átta gegn miðstýrðri sérhags- munagæslu kvótakerfisins. Við höfum frá upphafi barist gegn þessu óheillakerfi. Nú eru stór- kostlegir gallar þess og ann- markar að verba fleirum og fleirum ljósir. Mönnum er einnig ab verða ljóst að í braskinu með auðlind- ina felst sú alvarlega hætta að við munum glata þessari sam- eign þjóbarinnar, á hennar mik- ilvægustu auðlind, í hendur ör- fárra einkaaðila. Slíkt má aldrei verða. Fiskvinnslan og útgerbin eru aðalgrunnurinn undir at- vinnulífinu, þar skapast at- vinnutækifærin að stómm hluta ef að rétt væri á málum haldið í sjávarútvegi. Kvótakerfið hefur verið að mylja lífsgrundvöllinn undan sjávarútvegsbyggðunum. Hags- munir íbúanna, verkafólks og sér- sjómanna, hafa verið látnir víkja fyrir sérhagsmunum hinna fáu og stóm. Kvótinn streymir til stórútgerðanna sem nota hann til að soga til sín hrá- efnið, þannig að í heilu byggð- arlögunum er enginn fiskur unninn lengur. Sjómenn em látnir borga kvótann, fiskinum er hent í sjóinn, svindlið og braskið sem stundað er í skjóli kerfisins dylst engum sem vill vita. Við krefjumst nýrrar sjávarút- vegsstefnu sem tryggir rétt sjáv- arbyggðanna til nýtingar á fiski- mibunum, sem eru gmndvöllur fyrir uppbyggingu þeirra og til- veru. Þessi krafa er mikilvægari en allar aðrar í Vesturlandi vegna þess að atvinnulífið hér stendur og fellur með fisk- vinnslu og útgerð. Og það ígildi eignarréttar sem kvótaeigendur hafa á fiskistofnunum er að leggja fiskvinnslu og útgerb í rúst í fiskibæjunum á Vestur- landi. Vestlendingar eiga allt undir því að eignarréttur þjóðarinnar á auðlindinni verði raunveru- legur. í þessum kosningum þarf að bera fram kröfuna um breytta fiskveiðistjórnun af því afli og þeirri einurð ab ný ríkis- stjórn sjái sig knúna til aö snúa til baka úr því feigðarflani sem felst í kvótakerfinu. Til að það takist þurfa kvótaflokkarnir, al- veg sérstaklega Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn, að finna óþyrmilega fyrir því að atkvæði er afl í baráttu gegn óréttlæti. ■ Mikib aö gera í snjó- mokstrinum: Óvenju mik- ið illyeður „Þetta hefur gengið ágætlega sem slíkt. Það hefur bara ver- ið mikið að moka, mikið meira en við gerðum ráð fyr- ir, " sagöi Sigvaldi Arason, framkvæmdastjóri Borgar- verks hf. í Borgarnesi. En Borgarverk og Böðvar Jóns- son á Rifi sjá um að moka leiöina á miíli Borgarness og Ólafsvíkur. „Þetta er búiö að vera óvenju mikið illveður. Núna, til dæm- is, er ég hérna vestur í Staöar- sveit, við Fróðárheiöi, og það sér ekki út úr augum hérna, skafrenningur og rok. Mér er sagt að það sé prýöisveður í Borgamesi," sagöi Sigvaldi, er fréttaritari Tímans ræddi við hannígær. TÞ, Borgamesi Císli 5. Einarsson, Alþýöuflokki: Grænar greiðslur í stað ofstjórnarkerfis Hver er sérstaða þíns fram- boös og hvert er helsta baráttu- máliö? Sérstaba og baráttumál eru eitt og hib sama. Sérstaða framboðs Alþýöu- flokksins á Vesturlandi sem og á öllu landinu eru eftirtalin at- riði sem skipta alla íslendinga máli. Við ætlum skilyrðislaust að setja inn í stjórnarskrá ákvæði um algjör yfirráð íslands yfir auðlind hafsins og ab hún sé sameign þjóðarinnar. Vib vilj- um framleiðslufrelsi og bú- setustyrki í formi grænna greiöslna í stað ofstjórnarkerf- is sem bændur að eigin sögn búa við. Vib viljum efla iðnað bæði í formi smáiðnaðar og endur- vinnslu, einnig leggjum við áherslu á skynsamlega notkun orkunnar til stóriðju. Við viljum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Við vitum að það verður gert á næsta kjörtímabili. Á þann hátt sitjum við til borðs með þeim þjóbum sem mest áhrif hafa á okkar afkomu og fram- tíb. í okkar huga er þetta spurn- ingin um framtíðarlífskjör þjóðarinnar. Við viljum traust og öruggt heilbrigðis- og tryggingakerfi sem gefur öllum í íslensku þjóðfélagi öruggan aðgang ab heilbrigðis- og tryggingakerfi þjóðarinnar. Við viljum enn meiri jöfnuð í næstu kjara- samningum og teljum krónu- töluhækkun á lægstu laun sem fjari út eftir sem ofar dreg- ur í launastiganum sann- gjarna leið. Við viljum að menntamál hafi forgang á næstu árum. Viö viljum móta nýja sjávar- útvegsstefnu. Tekin verði upp gjaldtaka fyrir afnot af auð- lindinni. Atvinnuráðuneytin verði sameinuð í eitt rábuneyti og sjóðakerfi atvinnulífsins verði endurskoðub. Mörkuð verbi sérstök fjölskyldustefna, fjöl- skyldan viðurkennist sem uppspretta lífsgilda og hornsteinn íslenska samfé- lagsins. Þessi atriði skipta þig máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.