Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 15
Föstudagur 10. mars 1995 Wftwiiw - AIÞINGISKOSNINGAWNAR 1995 15 Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir, Kvennalista: Húsnæbismál eru kjarajöfnunarmál Hver er sérstaða þíns framboðs? Fyrst og fremst liggur okkar sér- staöa í því aö við konur viljum hafa áhrif á stjórn landsmála. Við höfum haft lítib tækifæri til þess innan hinna „gömlu stjórnmála- flokka". Þess vegna varð Kvenna- listinn til og þess vegna er Kvennalistinn að bjóða fram nú. Hér á Vestfjörðum er þetta mjög áberandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjóra karla í efstu sætum, og aðrir flokkar standa'sig lítiö betur. Þeir hafa a.m.k. engar konur í „ör- uggum" sætum. Viö bendum kjósendum á þab aö vegna kvennalistans eru konur á Alþingi nú fjórðungur þingmanna. Detti Kvennalistinn út af þingi fækkar konum þar aftur. Vilja kjósendur þaö? Hvert er helsta baráttumálið? Mitt helsta baráttumál hér á Vestfjörðum er að jafna kjör fólks hvað varðar almenna framfærslu. Á Alþingi hef ég beitt mér mikiö fyrir lækkun húshitunarkostnab- ar og verið óþreytandi við að minna ríkisstjórnina á loforb sitt í upphafi kjörtímabilsins um að jafna skyldi húshitunarkostnaö í landinu. Enn er mikið ógert í þeim efnum. Því húshitunar- kostnabur hefur ekkert lækkab á þessum árum sé mibaö vib fram- færsluvísitölu, og ég treysti ekki núverandi stjórnarf.okkum til þeirra hluta. Þeim sömu og lögöu 14% vsk. á húshitun og hækkubu þar með hitareikningana. Ég vil ab landiö verði eitt gjaldsvæbi Pósts og síma, sem ég tel mikið réttlætismál (hef lagt fram frum- varp um það). Þá hef ég átt sæti í samgöngunefnd Alþingis og þar beitt áhrifum mínum í sam- göngumálum Vestfjarða, en fyrir þeim málaflokki hef ég mikinn áhuga og tel að önnur framfara- mál hér vetra byggist á góðum samgöngum. Launamálin í landinu em í ólestri og við í Kvennalistanum viljum að lögbundin séu lág- markslaun sem fólk geti lifað af. Árið 1988 lögðum við fram fmm- varp þess efnis að 50.000 kr. yrðu lögbundin lágmarkslaun. Þub væri í dag kr. 88.925. Ég vil að Framhaldsskóla Vest- fjarða sé gert kleift að sinna því hlutverki að hafa útibú út um fjórðunginn, og allir eigi kost á góbri menntun óháö búsetu. Ég tel að góðir skólar séu eitt st< 'rsta byggöamálið ásamt jöfnun lífs- kjara. Sighvatur Björgvinsson, Alþýöuflokki: Viljum bæta lífskjörin Hver er sérstaða þíns framboðs á Vestfjörðum? A-listinn á Vestfjörðum er bor- inn fram af Alþýðuflokknum, Jafnaöarmannaflokki íslands. Stefnumál okkar eru stefnumál Alþýðuflokksins. Alþýbuflokkur- inn hefur nú verið í ríkisstjórn í átta ár. Þau átta ár hafa verið ein- hver mesti erfiðleikatími sem ís- lendingar hafa lifað á þessari öld. Framundan er nú vaxtarskeið. Þab svigrúm viljum við Alþýðu- flokksmenn nýta til ab bæta lífs- kjörin. Við viljum gera það með þeim úrræðum sem skila munu árangri, þ.e. með auknu frjálsræði í verslun og viöskiptum sem skila mun lægra vöruverði, meb því ab leita eftir erlendu fjármagni til að byggja upp atvinnuvegina á ís- landi og skapa ný störf og með því ab tengjast fjölþjóðlegu sam- starfi í efnahagsmálum eins og GATT og Evrópusambandinu í því skyni að lækka tolla, bæta stöbu neytenda, lækka vöruverð, opna unga fólkinu fleiri leibir til menntunar og þroska og bæta lífskjörin. Vib viljum aö ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu á þeim forsendum ab íslendingar varðveiti algjört forræði sítt yfir fiskimiðunum. Slík aðildamm- sókn að Evrópusambandinu er liður í lífskjarastefnu Alþýðu- flokksins og aðeins með því móti að tryggja íslenskum atvinnuveg- um og íslensku launafólki sam- bærilegar aðstæður við þær sem bestar gerast í grannlöndum okk- ar getum við tryggt lífskjör íslend- inga. Hver eru helstu baráttumálin? Mörg af helstu baráttumálum Alþýðuflokksins á landsvísu eiga jafnframt ríkan hljómgrunn í hagsmunum Vestfirbinga. Ég bendi t.d. á sjávarútvegsstefnu Al- þýöuflokksins í því sambandi. Það er í samræmi viö vestfirska hagsmuni ab fiskurinn sé ótvírætt í eigu þjóðarinnar en ekki örfárra einstaklinga. Þaö er líka í sam- ræmi viö hagsmuni Vestfirðinga að tekið verði upp veibileyfagjald í fiskveiðum og núverandi kvóta- kerfi verbi afnumið. Það er líka í þágu vestfirskra hagsmuna að Al- þýðuflokkurinn hefur stutt dyggi- lega við bakið á frjálsum króka- veiðum og vill að krókaveiðibát- um verði veittur frjálsari aðgang- ur að grunnslóðinni í kringum Island. Þannig eru mýmörg atriði í stefnu Alþýðuflokksins sem falla nákvæmlega ab hagsmunum Vestfirðinga. Af sérmálum Vestfirðinga sem hæst munu standa í þessari kosn- ingabaráttu eru það fyrst og fremst atvinnumálin sem hafa al- gjöran forgang. Ríkisstjórnin hef- ur reynt að létta undir með Vest- firðingum meb ýmsum hætti, bæbi með miklum framkvæmd- um í samgöngumálum til að greiða fyrir sameiningu atvinnu- svæða svo að menn gætu betur nýtt takmarkaðan fiskveiðikvóta og eins meb sérstakri fyrirgreiðslu viö atvinnulíf á Vestfjörðum. í öðru lagi legg ég mikla áherslu á mikilvægi krókaveibibáta fyrir atvinnulífið á Vestfjörðum. í þriðja lagi þarf áfram að leggja áherslu á bættar samgöngur á Vestfjörðum. Næsta stórverkefni á að vera að leggja veg yfir Kleifa- heiði og um Barðaströnd að Brjánslæk til að hnýta betur sam- an suðursvæði Vestfjarða og á þab verkefni að hafa forgang ásamt vegagerð um ísafjarðardjúp, brú yfir Gilsfjörð og frekari fram- kvæmdir á Óshlíöarvegi. Nýsköpunartækifæri okkar ís- lendinga liggja í því að nýta þá þekkingu og reynslu sem við höf- um í hinum heföbundnu at- vinnuvegum okkar og heimfæra þá þekkingu og reynslu á ný svið. Ríkisstjórnin hefur nú með breyt- ingu á lögum um Iðnþróunarsjóð búib til sérstakt átaksverkefni til nýsköpunar þar sem til rábstöfun- ar verba á næstu 12 mánuðum um 230 milljónir króna við ný- sköpunarverkefni. Þetta eru abeins nokkur af þeim málum sem leggja þarf áherslu á en kjarni þess alls er þó sá að sjáv- arútvegurinnn er og verður und- irstaba atvinnulífs og mannlífs á Vestfjörðum og vestfirsk framtíð verður ekki tryggð nema að sú undirstaða verði traustari en hún er í dag. ■ Kristinn H. Gunnarsson, Alþýöubandalagi: Kjölfesta félagshyggjufólksins Hver er sérstaða þíns framboðs? Á Vestfjöröum verða a.m.k. sjö framboð að þessu sinni, þar af fimm frambob sem kenna má við félags- hyggju, auk framboða Kvennalista og Sjálfstæðisflokks. Sundrung fé- lagshyggjuaflanna er athyglisverö, bæbi Alþýðuflokkur og Framsókn- arflokkur eru klofnir í kjördæminu, en við þessar abstæður er boðinn fram samhentur listi Alþýðubanda- lags og óháðra, G-listinn. Með því sýnir Alþýðubandalagið fram á að það er sú kjölfesta sem félags- hyggjufólk hefur á að treysta gegn hægri öflunum og staðfestist þar Gunnlaugur Sigmundsson, Framsóknarflokki: Byggðatengdur fiskveiðikvóti Hver er sérstaða þíns framboðs? Sérstaða lista okkar er sú að þarna er mikið af ungu fólki með nýjar ferskar hugmyndir, sem er tilbúið að vinna saman aö því að hrinda þeim í framkvæmd. Hvert er helsta baráttumálið? Við berjumst fyrir því að byggöatengja fiskveiðikvóta þannig aö sú staða komi ekki oft- ar upp ab mistækir stjórnendur útgerðarfyrirtækja geti sett at- vinnulíf heils byggbarlags í upp- nám með því að selja burtu skip og veiðiheimildir úr byggöarlag- inu. Þessi byggðatengdi kvóti kæmi til viðbótar þeim fiskveiði- heimildum sem nú eru á skipum og kemur til úthlutunar milli byggðarlaga þegar því marki hef- ur verið náb að byggja upp þorsk- stofninn þannig að hann leyfi frekari veibi. Til skemmri tíma litið viljum vib úthluta af óskiptu aflamarki sex þúsund tonnum til ráðstöfun- ar milli fiskvinnslustöðva í byggðarlögum frá Bolungavík til Patreksfjarðar, til nota á tímanum frá nóvember til febrúar, þegar erfitt er fyrir smábáta að stunda sjósókn. Vib teljum aö með þessu móti verði unnt að tryggja að hægt sé ab halda uppi vinnu í fiskvinnslu- stöðvum á þessum stöbum fimm daga í viku. með að á Vestfjörðum er Alþýðu- bandalagið helsti andstæðingur íhaldsins. G-listinn gengur til þessara kosn- inga með meiri og ítarlegr málefna- vinnu en nokkru sinni áður og skil- ur þar algjörlega á milli hans og annarra framboða. Grundvöllur að stefnu listanna er ítarleg tillögugerð undir yfirskriftinni atvinna, jöfnuð- ur, siðbót. Hvert er helsta baráttumálið? í þessari kosningabaráttu leggur G-listinn sérstaka áherslu á 10 stefnuatriði, sem eru kynnt undir yfirskriftinni framtíðarstefna, at- vinnustefna og velferðarstefna. Með þessum áhersluatriöum leggur Alþýðubandalagib áherslu á nýja framtíðarsýn, þar sem frjáls þjób í frjálsu landi nýtir möguleika sína af þekkingu og dugnaöi. Þetta á ekki síst við okkur hér á Vestfjörðum, þar sem atvinnulífið tekur hverja kollsteypuna á fætur annarri og for- svarsmenn atvinnulífsins hafa því miöur sumir hverjir reynst vanhæf- ir að aðlaga sig breyttum tímum í atvinnulífinu. Eftir langvarandi pólitíska forystu íhaldsins þarf að endurreisa atvinnulífib og koma því á heilbrigðan grundvöll. Velferðarmál eru fyrirferðarmikil á Vestfjörðum sem annars stabar svo og skatta- og húsnæðismál. En engan þarf að undra ab G-listinn á Vestfjörðum leggur ríka áherslu á að tryggja íbúum sjávarplássanna rétt til fiskveiða og vinnslu. Það seg- ir sig sjálft en til viðbótar verður að nefna samgöngumál. Þar hafa unn- ist góðir áfangar undanfarin ár og áfram skal haldiö á þeirri braut. En nánar er áherslan svona: G-listinn leggur áherslu á aukinn jöfnuð í þjóbfélaginu, m.a. jöfnuð karla og kvenna og jöfnuð óháð bú- setu. G-listinn leggur áherslu á mót- un nýrrar launastefnu, þar sem lægstu laun hækki verulega og ab tekið verði sérstaklega á launamál- um kvenna. G-listinn leggur áherslu á að komið verði á réttlátara skattakerfi og 5-7 milljarðar króna verði þannig fluttir til lág- og mið- tekjuhópa. G-listinn leggur áherslu á að menntun verði sett í öndvegi, tekið verði á húsnæðismálum, sib- bót í stjórnsýslu og á einfaldara og ódýrara stjórnkerfi. Þá leggur G-list- inn áherslu á að fiskurinn í sjónum verði ekki eign fárra sægreifa, held- ur verbi sameign allrar þjóöarinnar og réttur til nýtingar aublindarinn- ar verbi hjá fólkinu í byggðunum allt í kringum landib.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.