Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. mars 1995 - ALÞINGISKOSNINGARNAR 1995 9 ALÞINGISKOSNINGARNAR1995 VESTURLAND ^ Tímamynd Pjetur Sex framboo komin a koppinn Stærsti hluti íbúa á Vesturlandi byggir afkomu sína á sjávar- fangi og úrvinnslu þess, eöa landbúnaöi og úrvinnslu land- búnaöarafuröa og aö sjálfsögöu þjónustu viö þessar greinar. Út- gerö er stunduö í bæjunum á Snæfellsnesi og á Akranesi. Borgarfjaröarhéraö er mikiö og blómlegt landbúnaöarhéraö og í Dalasýslu er landbúnaöur langstærsti atvinnuvegurinn, auk þess sem mikill landbúnaö- ur er stundaöur um mestallt Snæfellsnes. Þaö er því ljóst aö frambjóöendur þurfa aö höföa til þess fólks, sem byggir af- komu sína á þessum atvinnu- greinum umfram annað. Einnig eru tvö stóriöjuver í fjóröungn- um, Sementsverksmiöjan á Akranesi og Járnblendiverk- smiöjan á Grundartanga. Kosningabaráttan hefur farið rólega af staö í Vesturlandskjör- dæmi. Sex flokkar koma til með aö bjóða fram: Alþýðuflokkur, Alþýöubandalag, Framsóknar- flokkur, Kvennalisti, Sjálfstæö- isflokkur og Þjóövaki. Allir flokkarnir nema Þjóðvaki hafa birt framboðslista sína, en geng- iö veröur frá lista Þjóövaka í dag. „Fjórflokkarnir" svonefndu hafa átt alla fimm þingmenn Vesturlandskjördæmis þetta kjörtímabil. Sjálfstæöisflokkur- inn hefur átt tvo þingmenn, en hinir einn hver. Þingmenn kjör- dæmisins eru: Sturla Böövars- son og Guðjón Guðmundsson fyrir Sjálfstæöisflokk, Ingibjörg Pálmadóttir fyrir Framsóknar- flokk, Gísli S. Einarsson fyrir Al- þýöuflokk og Jóhann H. Arsæls- son fyrir Alþýðubandalag. Kvennalisti og Þjóöarflokkur, sem buöu einnig fram á Vestur- landi í síðustu kosningum, fengu ekki mann kjörinn. Á kjörtímabilinu hefur af og til komið fram gagnrýni á aö flestir þingmanna kjördæmisins skuli vera frá sama bæjarfélag- inu og stundum veriö talaö um „þingmenn Akurnesinga" í ræöu og riti, en fjórir af fimm þingmönnum kjördæmisins eru búsettir á Akranesi. Hins vegar hefur ekki veriö bent á nein dæmi þess að þeir hafi misnotað aðstööu sína bæjarfélaginu til framdráttar. Þingmennirnir skipa áfram efstu sætin, hver á sínum lista, þó breytingar hafi oröiö í öðr- um sætum listanna. Kvennalisti hefur skipt alfariö um forystu- sveit fyrir komandi kosningar og skipar Hansína B. Einarsdótt- ir efsta sæti listans og Sigrún Jó- hannsdóttir, kennari viö Sam- vinnuháskólann á Bifröst, ann- aö sætiö. Kvennalistinn hefur ekki fengiö þingmanrí kjörinn á Vesturlandi hingað til, en Dan- fríöur Skarphéöinsdóttir komst óvænt inn á þing sem flakkari í kosningunum 1987. Þjóðvaki er nýtt framboð á landsvísu og óræö stærö í Vest- urlandskjördæmi. Það er ljóst að framboðið á eftir að hafa áhrif á fylgi annarra flokka í kjördæm- inu. Þjóövakamenn telja sig eiga möguleika á einum þing- manni og horfa þá aðallega á að ná þingsætinu af öörum manni Sjálfstæöisflokksins, eða af Gísla S. Einarssyni, þingmanni Al- þýöuflokksins. Runólfur Ágústs- son, lögfræöingur, kemur til meö aö skipa efsta sætið hjá Þjóðvaka. Runólfur starfar sem fulltrúi hjá sýslumannsembætt- inu í Borgarnesi og sem kennari við Samvinnuháskólann á Bif- röst. Hann leggur áherslu á að höföa til félagshyggjufólks og í viðtali við Tímann á þriöjudag biölar hann, aö því er virðist, ekkert síöur til framsóknar- manna en alþýðuflokksmanna. í ljósi þess að ýmsir aðilar, þar á meöal Morgunblaðið, hafa veriö ósparir á þaö í gegnum tíöina aö benda á tengsl Sam- vinnuháskólans og Framsóknar- flokksins, hlýtur það aö vekja nokkra athygli að þeir tveir kennarar við skólann, sem eru í framboði, eru hvorugur í fram- boði fyrir Framsókn. Framsóknarmenn hafa blásib til stórsóknar í kjördæminu og lýsa því yfir að þeir ætli sér tvo þingmenn í komandi kosning- um. Þaö er ekki hægt aö segja annað en aö framboðslisti þeirra hafi fengið umtalsveröa andlitslyftingu, því sá eini sem er yfir 35 ára aldri í fimm efstu sætunum er Ingibjörg Pálma- dóttir alþingismaður. Ungur sveitarstjóri úr Grundarfiröi, Magnús Stefánsson, skipar ann- að sæti listans. Framsóknar- menn þurfa hins vegar aö bæta töluvert miklu fylgi viö sig frá síöustu kosningum, eigi Magn- ús aö komast inn á þing meö Ingibjörgu. Gísli S. Einarsson tók viö þingsetu af Eiöi Guönasyni fyrir Alþýöuflokkinn á miðju kjör- tímabili, þegar Eiður varb sendi- herra í Noregi. Gísli hefur því tekið við forystuhlutverkinu. Formaöur SUS, Guðlaugur Þór Þórbarson úr Borgarnesi, skipar þriöja sæti lista sjálfstæbis- manna og binda sjálfstæöis- menn miklar vonir viö hann í kosningabaráttunni. Mikill snjór og ófærö setur strik í reikninginn hjá fram- bjóðendum í Vesturlandskjör- dæmi. Illfært er um stóran hluta kjördæmisins og torveldar þaö frambjóbendunum ab heim- sækja væntanlega kjósendur. , TÞ, Borgamesi Vesturland 1983 1987 1991 atkv. % atkv. % atkv. % Alþýbuflokkur 1.059 13,5 1.356 15,2 1.233 14,2 Framsóknarflokkur 2.369 30,2 2.299 25,7 2.485 2 8,4 Sjálfstæöisflokkur 2.725 34,7 2.164 24,2 2.525 29,0 Alþýöubandalag 1.193 15,2 971 10,8 1.513 17,3 Kvennalistinn 926 10,3 591 6,7 A&rir 497 6,4 1.236 13,8 '. 381 4.4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.