Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 6
V Föstudagur 10. mars 1995 Heimsókn til ísafjaröar og Suöureyrar: Gæftaleysi og kafsnjór! Þab er tvennt sem einkennir mannlíf á Vestfjörðum, það er kafsnjór og almennt gæftaleysi tii sjós. Blaðamaöur var á ferö á ísafirði og Suðureyri á dögunum og það er þungt hljóðið í mönn- um á þessum slóðum. Eru þessir staðir á mörkum hins byggilega heims? Margir myndu segja það, en ekki er víst að heimamenn séu sama sinnis. Það eru sann- kölluð hörkutól, sem geta tekið ótíðinni af jafnmiklu jafnaðar- geði og raun ber vitni á Vest- fjörðum. Snjór er líklega hvað mestur á Suðureyri, svo mikill aö margir þurfa að skríða eftir snjógöngum til að komast inn í hýbýli sín. Sjó- menn á Suðureyri, hafa ekki geta róið nema þrjá til fjóra daga nánast frá áramótum. Einn þeirra sagði við Tímann að hann hefði stóra skúffu heima, þangað sem allir reikningar fari ofan í, því ekki gæti hann greitt þá. Þegar blaðamabur var á ferðinni, var þó besti dagur frá áramótum og því var vinna í Fiskiðjunni Freyju, þar sem verið var að gera að steinbít. Einnig var Gert oð steinbít í Freyju. Þab var nóg ab gera í Fiskibjunni Freyju þegar Tímann bar þar ab garbi, enda hafbi daginn ábur loksins gef- ib á sjó. Steinbítur varþab heillin. unnið við beitningu í „skúrunum". Þrátt fyrir dapurt ástand ríkir ákveðin bjartsýni hjá Súbfirbingum og margir þeirra horfa til opnunar jarðganganna á næsta ári. Með því vonast þeir til að aukið líf færist í höfnina á Suðureyri, eitthvað sam- bærilegt því sem var áður þegar þar lögðu upp tveir togarar, auk fjölda annarra stærri og minni báta. Nú er kvóti Súðfirðinga hins vegar kominn ofan í 300 tonn, sem myndi varla duga í eitt hal fyrir stóran togara. Súbfirðingar vonast til þess að með göngunum fari menn í aukn- um mæli að nýta sér höfnina sem þjónustuhöfn, þar sem skip og bát- ar, sem eru við veiðar á Vestfjarða- miðum, landi aflanum, þaban sem honum sé síðan ekið til annarra staða, auk þess sem eitthvað af afl- anum gæti farið til vinnslu á staðn- um. Þá væri einnig hægt að skapa einhver störf við að þjónusta skip og báta, hvað varöar vistir og út- búnað. Sumir Súðfirðingar telja þetta möguleika, en aörir blása á þetta bjartsýnishjal og segja þetta aldrei verða. „Göngin" eru ofarlega í huga margra á Vestfjörðum, en þau eru nú opin fyrir umferð tvo tíma í senn, fjórum sinnum í viku. Einn vibmælenda minntist á að göngin myndu gjörbreyta flugsamgöngum ísfirbinga og annarra sem búa á Skipulag náttúrurannsókna og umhverfismála I. Þegar skipast til um rannsóknir og umhverfismál á rúmlega hálfri öld, er hætt viö aö málum sé ekki háttað í samræmi viö hagkvæmasta skipulag og skilvirkustu ferli. Skýringin er m.a. sú aö nýjar stofnanir, ný úrlausnarefni og breytt viðhorf koma fram óskipu- lega, hratt og samkvæmt ákvöröunum sem ekki eru endilega teknar sem hluti af heildarstefnumótun eöa víðtækum áætlunum. Þannig er nú einu sinni framvinda þjóðfélaga með okkar gerð hagkerfis og stjórnskipunar. Þó er svo, aö stundum staldra menn við og reyna aö endurskipuleggja geira í þjóölífinu og mætti það reyndar gerast mun oftar en tíökast. II. Þegar litið er til náttúrurann- sókna og umhverfismála á íslandi, sést að þar fer nokkuð fyrirferðarmikil starfsemi fram og á mörgum stöðum. Rahnsóknastofnanir eru reknar í skóg- rækt, landbúnaöi, jaröfræði, líffræði, grasafræöi, dýrafræði, eðlisfræöi, verk- og tæknifræði, lyfjafræði og fleiri greinum. Þá eru ekki taldar með eftir- litsstofnanir sem sinna líka rannsókn- um, eins og t.d. Geislavarnir ríkisins. í sumum greinum starfa nokkrar stofn- anir að skyldum eða óskyldum rann- sóknum. Nokkur tímarit eru gefin út eða fréttabréf og yfirleitt meö nokkurri fyrirhöfn og lítilli útbreiöslu. Stofnanir UM- HVERFI Ari Trausti Gu5mundsson jarðeðlisfræðingur heyra undir ólík ráðuneyti og hafa mismunandi aðferðir við tekjuöflun að hluta. Ég held aö meirihluti þeirra, sem þarna vinna, telji fyrirkomulag allrar starfseminnar orðið of flókiö og þunglamalegt. Til dæmis hafa jarðvís- indamenn rætt alllengi um nýjar leiðir í skipulagi jarðvísinda og -rannsókna í landinu. Umhverfismál deilast milli margra stofnana og a.m.k. tvö ráðuneyti. Þar vantar enn samræmda löggjöf og skil- virkt skipulag. III. Helstu mótbárur gegn breyting- um og uppstokkun varða fjölda stöðu- gilda og fjárveitingar til rannsókn- anna. Menn óttast samdrátt og hag- ræöingu, sem leiddi til þess að færri sérfræðingar fengju virinu og minna fé fengist til starfseminnar. Sumir sjá reyndar eftir gömlum og grónum stofnunum eða tímaritum eða óttast að þeir missi áhrif innan kerfisins. Á allt þetta verður einfaldlega að láta reyna, því engin sértæk rök duga gegn mótbárunum. Auðvitað vilja flestir efla rannsóknir og umhverfisvernd. Almenn rök og sá ásetningur ættu að vera næg ástæða til gagngerrar endur- skoöunar á umræddri starfsemi. IV. Hér er ekki rúm til þess að benda á úrlausnir. Nokkur megin- markmið hljóta þó að vera þessi: Efla rannsóknarþátt 1 umhverfisvernd, styrkja bæði grunnrannsóknir og hag- nýtar rannsóknir þar sem sérstaða Is- lands nýtur sín, laða alþjóölegar stofn- ánir til landsins, fækka og stækka stofnanir í helstu greinum náttúruvís- inda og endurskilgreina hlutverk og verkþætti þeirra, skoöa fjármögnun starfseminnar upp á nýtt til þess að finna hagkvæma skiptingu á milli rík- isins og einkareksturs og marka þá stefnu að umhverfisvernd og náttúru- rannsóknir er fjárfesting til framtíöar, en ekki hvimleiður baggi. Allt þetta verður ekki unnið af stjórnmálamönn- um eða hagfræðingum einum, heldur með virkri þátttöku vísinda- og tækni- manna, sem að öllu þessu standa. Sú skylda er um leið áminning til okkar háskóla- eða tækniskólamenntaðra „fræðinga" um að við höfum ekki bara vit á reiknistærðum, tækjum, jöfnum eða rannsóknaraöferðum, heldur líka á tilhögun allrar starfseminnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.