Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. mars 1995 3 Framtíö Fagraness og Djúpbátsins hf. í óvissu. Ríkisstyrkur afnuminn um nœstu áramót og skuldir um 40 milljónir: Framtíðin ræöst að afloknum kosningum Engilbert Ingvarsson, stjórn- arformabur Djúpbátsins hf., sem gerir út ferjuna Fagranes ÍS, segir aö það verbi trúlega ekkert farið að ræöa um fram- tíð ferjunnar fyrr en að af- loknum þingkosningum. Á meöan tekur stjóm fyrirtækis- ins því rólega, enda erfitt aö koma á fundum um málefnið í þeirri ófærð sem er þar vestra. „Þeir eru nú búnir að sitja saman þeir Halldór Blöndal og Sighvatur í fjögur ár og það hef- ur lítið gerst á þeim tíma. Þann- ig að ég geri ekki ráö fyrir að þeir geri mikið á þeim tíma sem þeir eiga eftir," segir Engilbert. Hann segir að það eina sem sé nokkurn veginn handfast af hálfu ríkosins sé að styrkur þess til útgerðarinnar muni falla nið- ur um næstu áramót. Ef það gengur eftir og ekkert annað kemur í staðinn, þá muni rekst- urinn fara „lóðbeint á haus- inn". í þeirri stöðu sé einnig óvíst hvað verður um skuldir fyrirtækisins sem nema um 40 milljónum króna. Sú upphæð er álík þeirri sem hefur veriö á fjár- lögum undanfarinna ára vegna ferjubryggja við Djúp, án þess að nokkuð hafi gerst í þeim efn- um. Málefni Djúpbátsins hf. komu til umræðu á lokadögum þings- ins þegar stjórnarliðar í sam- göngunefnd fengu því fram- gengt að afnuminn yröi styrkur ríkisins til ferjunnar og þess í stað yrði lögð áhersla á upp- byggingu Djúpvegarins. í tillög- um stjórnarliða var einnig gert ráð fyrir að Slysavarnaskóli sjó- manna fengi að nota skipiö undir starfsemi sína hluta úr ári. Skiptar skoðanir eru hinsveg- ar mebal íbúa á noröanverðum Vestfjörðum til þessa máls en stærstu hluthafar í Djúpbátnum hf. eru sveitarfélög og einstak- lingar þar vestra. Hinsvegar mun ríkið ekki eiga neitt í fyrir- tækinu. Þeir sem eru andvígir þessum breytingum á rekstri ferjunnar telja að Fagranesið hafi þegar sannað öryggisgildi sitt í vetur en skipið var m.a. notað sem stjórnstöð við leit og björgun þegar snjóflóbin féllu í Súðavík í byrjun ársins. Þá hefur skipið nánast verið það eina sem tengt hefur saman byggðar- lögin þar vestra í vetur vegna ófærðar bæði á landi og lofti. Stuðningsmenn benda hinsveg- ar á mikilvægi þess ab ráðist verði af krafti í uppbyggingu Djúpvegarins og telja að tími ferjunnar sé einfaldlega liðinn í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á búsetu manna við Djúp. Á móti hefur verið bent á að skipið hefur gegnt mikilvægu hlutverki í feröaþjónustu á svæðinu yfir sumarið og því þurfi að fá nýtt skip til þess ef ferjan verður ekki lengur til taks. Engilbert segir ab menn séu ekkert farnir að spá í þá hluti og telur að það muni ekki samrýmast samkeppnislögum að ríkisstyrkt útgerb komi ná- lægt slíkri þjónustu. Undir sama þaki Þab hefur vakib athygli vegfarenda á Lœkjartorgi ab þar eru skrifstofur Framsóknarflokks og Sjálfstœbisflokks undir sama þaki. Hafa gárungarnir sagt ab þetta sé gert til ab aubvelda fyrir stjórnarmyndunarvibrœbum eft- ir kosningar. Ekki verbur neitt um þab sagt hér, enda eiga kjósendur eftir ab kveba upp sinn dóm yfir frambjóbendum og flokkum og því ekki nokk- ur vegur ab segja til um samsetningu næstu stjórnar. Tímamynd GS Heilbrigöiseftirlit Reykja- víkur gefur út upplýs- ingabœkling um: Flest sem eig- andi hunds þarf að vita „Þessi bæklingur er ætlaöur þeim sem eiga hund eöa ætla að fá sér hann. í bæklingn- um er að finna upplýsingar um flest þaö sem hundaeig- andi í Reykjavík þarf að vita um hundahald, skyldur sínar gagnvart meðborgurum og yfirvöldum, umhirðu og meðferö hunda, útivistar- svæði þeirra og fleiri," segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavík- ur í inngangi nýs bæklings sem þaö hefur gefib út meö hliðsjón af bæklingi starfs- bræðra sinna í Stokkhólmi. Bæklingurinn fjallar um skyldur hundaeigenda, ein- veru hunds, fóðrun, umhirðu, þrif, taumskyldu, bannsvæði (sem eru fjölmörg, m.a. mið- bærinn, Öskjuhlíðin og Elliöa- árdalur), hund í fjölbýlishúsi, lausan hund, hundsbit, hund í bíl, leyfisgjald, tryggingar, veikindi, einangrun og hunda- hótel. í bæklingnum er einnig að finna kort yfir þá rúmlega 20 staði í borgarlandinu þar sem sérstökum ílátum fyrir- hundaskít hefur verið komið fyrir. fyrir. ■ Meöan talaö er um kaup á flotkvíum fyrir hundruö milljona króna kostar 7 milljónir aö koma fullbúinni skipasmíöastöö í Garöabce í gagniö. Sœvar Svavarsson, framkvœmdastjóri í Norma, er svartsýnn á atvinnumál í Reykjaneskjördcemi: Kannski sjáum við sveltandi böm hér á næstu ámm Á sama tíma og fjárfest er fyrir hundrub milljóna króna hjá illa stæöum fyrir- tækjum í skipasmíðaiönaði á Akureyri og væntanlega einnig í Hafnarfirði, stendur fullbúið mannvirki viö Arn- arvog í Garbabæ tilbúið að taka vib allt aö 3.000 tonna skipum til viðgeröa og breyt- inga. Tíminn hefur greint frá málefnum Norma hf. áður. Þar vantar 7 milljónir króna til aö dýpka innsiglingu að fyrirtækinu, sem væri þá til- búib að taka við skipum í viðskipti. Hvorki ríki né bær vilja nálægt málinu koma. „Við höfum haldið okkur mikið til frá skipabransanum þar sem við erum ekki í stakk búnir að taka skipin upp á land, en hér er flest til reiðu að þjónusta skipaflotann," sagði Sævar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Norma hf. í gærdag. Sævar sagði að það gætti viss kvíða hjá skipstjórum ab sigla Félagsmálarábherra skipar hóp til tillöquqerbar um starfsmat: Starfsmat í haust Starfshópi, skipuðum af félags- málaráðherra, hefur verið falið það hlutverk að safna upplýs- ingum um og vinna að tillögum um starfsmat, sem drægi úr launamun karla og kvenna. Rábgert er að hópurinn afli sér upplýsinga erlendis frá, þar sem starfsmat hefur verið unnið í þessum tilgangi. Skýrslu skal skilað í október. Starfshópinn skipa hagfræðingarnir Ari Skúlason frá ASÍ, Vigdís Jóns- dóttir frá BHMR og Rannveig Sigurðardóttir frá BSRB ásamt Gunnari Bjömssyni deildar- stjóra frá fjármálaráöuneyti og Elsu Þorkelsdóttur frá Jafnréttis- ráði, sem jafnframt er formaður hópsins. ■ inn á Arnarvoginn vegna grynninga sem moka þyrfti burtu. Það er verkefni hins op- inbera að sjá um að haffært sé ab Garðabæjarhöfn. „Ég vona að framvindan veröi sú að við komum þessu upp. Þab gæti orðið næsta haust að við komum skipum hingað upp," sagði Sævar. Hann sagði ab hans fyrirtæki hefði aldrei þegið eitt eða neitt af því opinbera, öfugt vib þau fyrirtæki sem hann keppi við. Þurrkvíafyrirtækin stæðu mun hallari fótum og væru styrkt í bak og fyrir af almannafé. „Eins og stefnir núna þá virðist allur kvóti vera að hverfa úr Reykjaneskjördæmi. Þetta er ekki vegna þess að þeir fyrir norðan séu svona kjark- miklir og duglegir. Það er bankakerfið og pólitíkin sem miðstýra þessum peningum. Það lítur illa út í þessu kjör- dæmi. Vanskil á öllum sviðum eru meiri hér en annars staðar. Þab segir okkur að ástandið er ekki beysið og lítið gert í at- vinnumálum. Ef þetta heldur áfram stefnir í óskaplegt at- vinnuleysi á næstu árum í Reykjaneskjördæmi, það gæti orðiö 30% ef ekki verður að gert. Kannski sjáum við svelt- andi börn á þessu svæði á komandi árum. Ég vona svo sannarlega aö svo verði ekki," sagði Sævar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.