Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 19
Föstudagur 10. mars 1995 19 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . Jeltsín lofar öllu fögru Moskvu - Reuter Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hefur tjáö þremur utanríkisráö- herrum Evrópusambandsins aö Ný aöferö til aö flokka brjósta- krabbamein Lundúnum - Reuter Vísindamenn í háskólanum í Heidelberg hafa fundiö aöferö til aö aðgreina brjóstakrabba- mein þannig að bera megi kennsl á þau mein sem sérstak- ar líkur eru á að muni draga konur til dauða. Frá þessu er sagt í nýjasta tölubiaði Lancet, en þar kemur fram aö vísindamennirnir hafi fundið sérstaka samsetningu prótína á yfirborði fruma. Kall- ast þessi samsetning CD44 og orsakar hún útbreiðslu krabba- meina. Þessa samsetningu er oft aö finna á yfirborði heil- brigöra fruma. Vísindamennirnir telja mikil- vægt að sú prótínrannsókn sem um er aö ræöa fari fram áöur en lyfjameðferð gegn krabbameini er hafin. ■ Kínverjar geramynd um Ópíum- stríöiö Beijing - Reuter í ráði er að gera kvikmynd um Ópíumstríðið sem geisaði í Kína um miðja síðustu öld. Kvikmyndina á að sýna um all- an heim þegar Kínverjar fá aft- ur umráð yfir Hong Kong áriö 1997. Ópíumstríðið varð mjög af- drifaríkt með tilliti til sögu Kín- verja á síðari tímum og endaði með því að Kínverjar urðu að láta Hong Kong af hendi við Breta og þar meö réttinn til að versla með ópíum. Þaö er þekktur kínverskur kvikmyndastjóri, Xie Jin, sem mun gera þessa mynd. Hann hefur stjórnað meir en 30 kvik- myndum og hefur unniö til al- þjóðlegra verðlauna fjórum sinnum, að sögn Xinhúa- fréttastofunnar. Xie ætlar að vanda mjög til verksins og hafa sér til fullting- is fræöimenn, sagnfræðinga og þjóðháttafræðinga, en gerð myndarinnar verður að nokkru leyti kostuð úr opinberum sjóð- um. . ■ Aösendar greinar, afmælis- og minningargreinar sem birtast eiga í blaöinu þurfa að hafa borist ritstjórn blaðsins^ Brautaholti 1, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum vistaðar í hinum ýmsu ritvinnsluforritum sem texti, eða vélritaöar. SÍMI (91) 631600 hann leggi allt kapp á að finna pólitíska lausn á Tsétsenju-deil- unni. Ráðherra- þríeykið gerði sér ferð til Moskvu til að kunngjöra Jeltsín að viðskiptasamningur Evrópusambandsins við Rússa gengi ekki í gildi nema tryggt yrði að mannréttindi yTÖu virt í Tsét- senju. Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakklands, sem fer fyrir sendi- nefndinni tjáði fréttamönnum, að loknum viðræðum við Bórís Jeltsín, að Rússar hefðu fallist á það að Samtök um öryggi og sam- vinnu í Evrópu opnuðu skrifstofu Almenningur í Bandaríkjun- um er að verða gætnari í fjár- málum en verið hefur, segja efnahagsfræðingar. Þrátt fyrir það að tekjur vestra fari nú hækkandi heldur fólk að sér höndum í eyðslu. Sam- kvæmt tölum sem bandaríska viðskiptaráðuneytið birti í gær jukust heildartekjur um 0,9% í janúar en eyðsla jókst mun minna, eða um 0,4%. Hagfræðingum ber ekki sam- an um hvernig túlka skuli þessa þróun og sumir benda á að þetta kunni aðeins að vera tíma- bundið fyrirbæri þannig að eyðslusemin taki kipp eftir nokkra mánuði þótt almenn- ingur kjósi aö halda að sér höndum á meðan hann er að í Rússlandi. Þeirri stofnun er ætlað að fylgj- ast með því að mannréttindi séu í heiðri höfð, en af hálfu hennar hefur komið fram að ástæða sé til að hefja starfsemi í Tsétsenju. Þótt Rússum sé mikið í mun að koma a þessum viðskiptasamn- ingi má ráða af ummælum Andrei Kózyrevs utanríkisráðherra í gær, að þrátt fyrir yfirlýsingar forset- ans sé björninn ekki unninn. Kóz- yrev gagnrýndi ESB fyrir að fresta því að-staðfesta samninginn og talaði um „óréttmætan" fyrirslátt. ■ sannfærast um að um raunveru- legan efnahagsbata sé að ræða. Sérstaka athygli vekur að sala á íbúðarhúsnæði er nú að auk- ast þrátt fyrir að vextir af veð- lánum hafi hækkab. Vekur þetta furðu manna í Wall Street en þeir höfðu spáb því ab dauft yrbi yfir þeim markaði á næstu mánuðum. Bandaríkjamenn spara nú meira en þeir hafa gert undan- farin tvö ár. Nú leggja þeir til hliðar fimm sent af hverjum dal sem þeir vinna sér inn, í stað 4,7 senta í desember. Þessi sparnað- araukning gefur sterklega til kynna aö forsjálni fari nú vax- andi, enda helst hún í hendur við hagtölur um smásöluversl- un sem sýna að hún fer minnk- andi. ■ Húsbréf Utdráttur húsbréfa N Nú hefurfarið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 -18. útdráttur 1. flokki 1990 -15. útdráttur 2. flokki 1990 -14. útdráttur 2. flokki 1991 -12. útdráttur 3. flokki 1992 - 7. útdráttur 2. flokki 1993 - 3. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. maí 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu föstudaginn 10. mars. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg húsnæðisstofnun ríkisins _HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 Bandaríkin: Tekjur aukast en almenningur er forsjáll og sparar Washington - Reuter Atvinnurekendur Norræn ungmenni á aldrinum 18-25 ára óska eftirvinnu á íslandi í sumar á vegum NORDjOBB. Ef ykkur vantar starfskraft í styttri eða lengri tíma og haf- ið áhuga á norrænu samstarfi, hafið þá samband við Nordjobb hjá Norræna félaginu, s. 551-0165, eða Nor- rænu upplýsingaskrifstofuna á ísafirði, s. 94-3393. Bændur Viljið þið ráða norræn ungmenni á aldrinum 18-25 ára í sumarvinnu? Hafið samband við NORDJOBB hjá Nor- ræna félaginu s. 551 -0165 eba Norrænu upplýsingaskrif- stofuna á Isafirði s. 94-3393. Ert þú á aldrinum 18-25 ára? NORDJOBB er samnorrænt verkefni sem stuðlar ab vinnumiðlun ungs fólks á Norburlöndum. Ef þú hefur áhuga á ab vinna sumarvinnuna þína á Norðurlöndum, getur þú nálgast umsóknareyðublöð fyrir Nordjobb í öll- um framhaldsskólum, hjá Norræna félaginu í Norræna húsinu, 101 Reykjavík, og Norrænu upplýsingaskrifstof- unni í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði. Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. Allar nánari upplýsingar fást hjá Norræna félaginu í síma 551-0165. Tómstundafulltrúi Starf tómstundafulltrúa NORDJOBB er laust til umsóknar. Starfið er sumarstarf og felst í því ab sjá um tómstunda- starf Nordjobbara hér á landi. Viðkomandi þarf að þekkja þjóbhætti hér vel, hafa mjög gott vald á einu Norbur- landamáli auk íslensku, vera vanur félags- og tómstunda- starfi, geta unnið sjálfstætt og hafa bíl til umráða. Upp- lýsingar veittar hjá Norræna félaginu milli kl. -15 og 16 daglega. Umsóknarfrestur er til 24. mars nk. Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkurborg, mennta- málarábuneytið og Seölabanki íslands lögbu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöbu í Parísarborg meb samningi vib stofnun, sem nefnist Cité Internationale des Arts, og var samningurinn gerbur á árinu 1986. Kjarvals- stofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dóm- kirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu, og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endanlega ákvörbun um málib. Dvalartími er skemmstur 2 mánubir, en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Vegna fjölda umsókna undanfarin ár hefur dvalartími að jafnabi verib 2 mánuðir. Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu, greiða dvalargjöld, sem ákvebin eru af stjórn Cité Internationale dés Arts og mibast við kostnab af rekstri hennar og þess búnabar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísar- borg og er nú Fr. frankar 1400 á mánuði. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuabstöbu. Hér meb er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvals- stofu, en stjórnin mun á fundi sínum í mars fjalla um afnot listamanna af stofunni tímabilib 1. ágúst 1995 til 31. júlí 1996. Skal stíla umsóknir til stjórnarnefndar Kjarvalsstofu. Tekib er á móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar í Upp- lýsingum á 1. hæð í Ráðhúsi Reykjavíkur, en þar liggja einnig frammi umsóknareybublöð og afrit af þeim reglum, sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær ab koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 29. mars 1995. Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu. FAXNUMERIÐ ER 16270 :#

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.