Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. mars 1995 5 Unnur Stefánsdóttir: Sibbót í Á yfirstandandi kjörtímabili hefur siöferði í stjórnmálum oft verið of- arlega í huga. Embættisveitingar, einkum hjá Alþýðuflokki, hafa haft þau áhrif á almenning að stjórnmál hafa verið litin hornauga og fengið á sig slæma ímynd. Eina leiðin til þess að fá embætti í stjórnkerfinu er í margra augum sú að vera krati. Stjórnsýsla til fyrlr- myndar „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft," segir gamalt máltæki. Þab er miður, ef leikreglur í íslensku stjórnkerfi eru þannig, að ekki er borin virðing fyrir þeim. Ef þeir, sem vib veljum til þess ab stjórna landinu á hverjum tíma, ganga ekki á undan meb góðu fordæmi, þá er ekki hægt að ætlast til þess að þegn- arnir geri það. Mikilvægt er ab valdaskipan í þjóðfélaginu sé með þeim hætti að löggjafarvald, dóms- vald og framkvæmdavald séu vel aðgreind og leikreglur með þeim hætti að ekki þurfi ab velkjast í vafa um hver á réttinn. Mikil ábyrgb fylgir því ab taka við ráðherraembætti. Það hefur lengi vafist fyrir mér hvers vegna ráð- stjómmálum VETTVANGUR „Að sitja þannig báðum meg- in við borðið eru óþolandi stjómunarhœttir að mínu mati. Þama þarfað hafa skýr skil á milli löggjafarvalds annars vegar og fram- kvœmdavalds hins vegar." herrar gegni þingmennsku jafn- framt því að vera ráðherrar. Því finnst mér eðlilegt að þingmaöur, sem tekur við rábherraembætti, láti af þingmennsku á meðan hann er ráðherra, og sinni þannig eingöngu framkvæmdavaldinu í stað þess að taka þátt í því að setja lög sem hann síðan sjálfur framkvæmir. Þetta myndi auðvitað fjölga þingmönn- um sem ráðherratölunni nemur, en til þess að auka ekki á ríkisútgjöldin mætti hugsa sér að fækka þing- mönnum um sömu tölu, þannig ab þeir verbi sextíu og þrír, eins og er í dag. Flestir vita um ásókn þingmanna í hinar ýmsu nefndir og ráö á veg- um hins opinbera. Ekki skal lagöur dómur á það hvað liggur ab baki. Hitt er annab mál að vart getur þab talist eblilegt að sami maður sitji á Aiþingi íslendinga og samþykki lagasetningar í mörgum málum sem varða þjóbarhag og sitji síban í bankaráði og ráðstafi fjármagni sem fer til að framkvæma þá lagasetn- ingu sem áður var samþykkt. Að sitja þannig báðum megin vib borðið eru óþolandi stjórnunar- hættir að mínu mati. Þarna þarf að hafa skýr skil á milli löggjafarvalds annars vegar og framkvæmdavalds hins vegar. Lífeyrissjóbirnir fái meira aðhald Mikil umræða hefur farið fram í þjóðfélaginu um lífeyrissjóðina. Þab er mitt álit að brýnt sé að setja lög um lífeyrissjóðina, þar sem ströng skilyrbi veröi sett um há- marksrekstrarkostnað af innkomn- um iðgjöldum. Einnig að sett verði lög sem kveði á um að þeim, sem greiða í lífeyrissjóðina, verði tryggð áhrif á stefnumörkun og allar meiri- háttar ákvarðanir vibkomandi líf- eyrissjóðs. Af mörgu er að taka, þegar sið- ferbi í stjórnsýslunni er annarsveg- ar. Mikilvægt er að ákveðnar reglur séu í gildi og að farið sé eftir þeim, þarna hefur vantab mikið á í ís- lensku samfélagi. Framsóknarflokk- urinn mun láta þessi mál til sín taka á næsta kjörtímabili. Höfundur skipar 4. saetib á lista framsókn- armanna í Reykjanesi. Anna Vilborg Einarsdóttir, Auöur Þórhallsdóttir, Lára Helen Óladóttir og Þórunn Jónasdóttir: Á kennsla ab vera aukastarf? Hvers vegna eru kennarar í kjarab- aráttu? Einn mikilvægur þáttur þess er ab gerðar hafa verið skipulags- breytingar, sem verða til þess að kennurum bjóöast eingöngu hluta- störf í skólum landsins. Það er krafa allra að hafa einsetinn skóla. En hvaö er einsetinn skóli? Það er skóli þar sem allir mæta að morgni og eiga samfelldan skóladag. Innan þessa skólatíma rúmast allt verklegt og bóklegt nám nemandans. Samkvæmt nýrri menntastefnu og vilja foreldra og kennara er þetta það sem koma skal. Langflestir fara að heiman á sama tíma að morgni. Systkini eru á sama tíma í skólanum og gefur þaö foreldrum færi á að stunda vinnu á þeim tíma sem börnin eru í skóla. Við skyldum ætla að þetta væri lausn alls vanda. En hvernig snýr þetta að kennur- um í einsetnum skóla? Bekkjarkennari í einsetnurn skóla í dag verður að sœtta sig við hlutastarfl Kennari ber ábyrgb á einum bekk og fær til þess ákvebinn fjölda kennslustunda. Kennsluskylda VETTVANCUR kennara í 100% starfi er 29 kennslu- stundir. í skólanum okkar, Foss- vogsskóla, sem hefur verið einset- inn í nokkur ár, fær 1. bekkur (6 ára) 23 kennslustundir hjá bekkjar- kennara á viku, sem samsvarar 79% starfi. 5. bekkur (10 ára) fær 20 kennslustundir á viku, sem er 68% starf. Á þessum tíma er ætlast til að fræðsluskyldu sé fullnægt og kenn- ari leysi öll mál, sem upp kunna að koma í hópnum. Við einsetninguna höfum við ekki lengur möguleika á aö fá fullt starf, svo ekki sé talað um yfirvinnu sem er löngu liðin tíð. Svona blasir framtíbin við okkur kennurum. Er hægt að bjóba heilli stétt upp á þessi starfsskilyrði? Kall- ar þetta ekki á að kennsla verði aukastarf og er það vilji fólksins í landinu? Viljum við það fyrir börn- in okkar? Kennarar eru orðnir langþreyttir á sífelldum ásökunum um vinnu- svik. Ágæti lesandi, heldur þú ab 100% starf kennara (29 kennslu- stundir) séu einungis 29x40 mín. á viku? Hvað meb sjónvarpsfrétta- menn, eru þeir einungis í vinnunni meban þeir sjást á skjánum? Það eru ekki kennarar sem ákveða hve margar kennslustundir hver nem- andi hefur á viku. Það er ákvörðun stjórnvalda. Við viljum gjarnan fá fleiri kennslustundir á dag fyrir nemendur okkar. En við viljum líka fá þab metið sem 100% starf. Hver eru laun kennara í einsetnum skóla? Kennari með þriggja ára há- skólanám og 14 ára starfsreynslu í 100% starfi fær um 77 þúsund í grunnlaun og um 83 þúsund í heildarlaun á mánuði, fyrir skatt- lagningu. í einsetnum skóla, þar sem þessi kennari kennir 5. bekk 20 stundir á viku, er sá hinn sami með um 52 þúsund í grunnlaun og um 56 þúsund í heildartekjur, fyrir ut- an skatt. Ert þú hissa á því að kennarar séu í kjarabaráttu? Við lýsum yfir eindregnum stuðningi vib samninganefnd kennara og treystum henni full- komlega til að standa vörb um kjör okkar kennara. Kennarar, láturn engan telja okkur trú utn að menntun okkar og störfséu einskis virði. Höfundar eru grunnskólakennarar vib Fossvogsskóla, Reykjavík. Trúður í Undanfarin tíu ár eba svo hafa ridd- arar auðhyggjunnar þeyst út um víba velli pólitískrar umræbu. Sem von er, eru ýmsir þeirra farnir ab lýjast á sprettinum. Þeir hafa kosib að láta sig hverfa í jóreyknum af þeim sem fremstir fara. Einn þeirra fáu, sem enn halda merki aubhyggjunnar hátt á lofti, er Þorvaldur Gylfason hagfræðipró- fessor við Háskóla íslands. Nýlega birtist hann sem oftar á skjá Ríkis- sjónvarpsins. Þar var hann kynntur sem hugvitsmaður, enda kom hann ab þessu sinni fram í þáttaröð um slíka. Þáttum þessum, sem eru í um- sjón baráttuglaðs Heimdellings, er ætlað að kynna uppfinningamenn. Ég verb að játa, að ég beið þess nokkuð spenntur ab sjá hvort pró- fessorinn hefði dottib niður á ein- hverja snilldarhugmynd, eins og t.d. keðjulaust reiðhjól eba hljóðkút á kjaftaska. En það var öðru nær. Úr fílabeinstumi prófessorsins kom ab-, gervi hugvitsmanns eins þessi vanalegi akademíski hroki, sem honum er svo tampr. Hann hafði ekkert það til mál- anna að leggja sem ekki telst til al- mæltra tíðinda. Nema eitt. Sem dæmi um ógnir haftastefnu nefndi hann hungursneyðina á írlandi á fimmta áratug síðustu aldar. Ekki ætla ég að mæla haftastefnu bót, þótt hún eigi vissulega rétt á sér viö sérstakar aðstæbur. En hver sá, sem kennir henni um þá stabreynd að helmingur íra ýmist hrundi nið- ur úr hungri og farsóttum vegna kartöflusýkingar skömmu fyrir mibja síðustu öld eða þá hrökklab- ist vestur um haf, hann á margt ólært, jafnt í sögu sem hagfræði. Sjaldan var auðhyggja breskrar yfirstéttar jafn miskunnarlaus og einmitt á þessum tímum. Viðbrögð hennar við hungursneyðinni á Ir- landi miðubust því öll við það, að ekki mætti raska „heilögum" eign- arrétti hennar sjálfrar og ab allt SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON verðlag yrbi að vera frjálst. (Lesist: Gróði eignamanna yrði sem mest- ur). Það síbarnefnda þýddi í raun, að þau litlu matvæli, sem Bretar sendu til írlands til að létta á hörm- ungum landsmanna, eins og þab var kallað, voru seld á markaös- verði. Og þar eð það er nú einu sinni eöli markaðar, að vöruverb hækkar í réttu hlutfalli vib aukna eftirspurn, þá þýddi þetta vitanlega, að þeim mun fastar sem hungrib svarf að írum, þeim mun dýrari varð fæðan. Auk þessa má geta þess, hinum „hugvitra" hagfræbiprófessor til nokkurrar fræöslu, ab á þeim tím- um, sem hér um ræðir, voru pen- ingar sjaldnast í umferð hjá írskri alþýðu. Þeir voru því ekki margir, sem höfðu ráb á að slást um molana sem hrutu af gnægtaborði breska heimsveldisins. Og enn færri höfðu betur í þeim slag. Svo vill til, ab Þorvaldur Gylfason sat á skólabekk hjá enskum og nam af þeim hagfræöi, eða gerði í það minnsta tilraun til þess. Ekki veit ég, hvort lærimeistarar hans þar ytra hafa logið hann fullan um margnefnda neyð íra, eða hvort hann kýs að hagræöa sannleikan- um skoðunum sínum til framdrátt- ar. En hvort heldur sem er, væri æskilegt að þáttagerðarmenn Ríkis- sjónvarpsins rugluðust ekki oftar á hugvitsmönnum og trúðum. FOSTUDAGS- PISTILL ÁSGEIR HANNES HVUR FJANDINN ER ÞESSI FÉLAGS- HYGGJA? Orðið félagshyggja vefst fyrir pistil- höfundi um þessar mundir. Hann fletti því upp í Orbabók Menning- arsjóðs og fann þab ekki. Engu ab síður gengur hópur fólks fram og aftur um þjóðfélagib og kallar sig félagshyggjufólk í tíma og ótíma. Nefnir stjórnmálaflokkana sína fé- lagshyggjuflokka og vill búa til breiðfylkingu með félagshyggju- fólki. Hvað meinar þetta fólk eigin- lega? Veit það frekar en Menning- arsjóður hvað orðið félagshyggja þýðir? Samkvæmt orbsins hljóðan gæti félagshyggjan táknað fólk sem hyggst leggja fé til einhverra mála. Eins konar fjárfesta eða hluthafa, sem klippa arðmiða í fyrirtækjum. Viö nánari athugun er þó tilgátan hæpin og sjálfkallab félagshyggju- fólk er tæplega á vappi umhverfis Verslunarrábið. Miklu frekar sést það vinstra megin við þrjú hundr- uð ára gamla pólitíska miðju úr franska þinginu. Raunar virðist þetta óþekkta orð hafa leyst orðib vinstri af hólmi í íslenskum stjórn- málum. Allt að einu þá grunar pistilhöf- undur svokallab félagshyggjufólk um græsku og ab vilja slá eign sinni á kærleikann án þess ab leggja sjálft nokkuð af mörkum. Að minnsta kosti lætur þab eins og abrir íslendingar vilji nágranna sína feiga eba í besta falli geymda á bak vib lás og slá. Pistilhöfundur hefur stundum horft á svona fólk kveðja sér hljóbs innan um alþýbu manna og vígja sjálft sig til félagshyggju. Þá vaknar jafnan þessi sama spurning: Hefur þetta fólk nokkurn tíma brett sjálft upp ermar fyrir náunga sinn? Stofnab félög og klúbba eða geng- ið til libs við annað fólk með svip- aða þörf fyrir ab láta gott af sér leiba? Undantekningalaust er svar- ið því miður neitandi. Fólkið, sem signir sig í nafni fé- lagshyggju, er ekki sama fólkib og leggur náunga sínum lib fyrir eigin reikning eða með eigin vinnu. Sjálfkallab félagshyggjufólk er ekki sú manngerð sem ber uppi líknar- félög eða önnur góbgerbarmál á íslandi. Félagshyggjufólk kemur ekki nálægt líknarmálum nema gegn ríflegri þóknun og opinber- lega afgreibir þab þarfir náunga síns með því að senda reikninginn á ríkissjób. Félagshyggjan á því ekkert skylt við samhjálpina í þjóð- félaginu. í hópi félagshyggjunnar er eng- inn maður á borb vib Svéin heitinn Björnsson, forseta ÍSÍ, sem áratug- um saman varði tómstundum sín- um í að byggja upp íþróttaæsku landsins. Enginn Hilmar Helgason, sem braut sjálfan sig í mola við að hjálpa drykkjusjúku fólki úr klóm heldrykkjunnar. Engin frú Þóra Ein- arsdóttir í Vernd, sem jafnan eyddi aðfangadagskvöldi jóla með úti- gangsmönnum. Enginn Ragnar Jónsson í Smára eða Markús ívars- son í Hébni. Engin raunveruleg samhjálp. í einum Lionsklúbbi eru miklu fleiri samhjálparsinnar en í endi- löngu Alþýöubandalaginu, og á einum AÁ-fundi er mun meiri sam- hjálp heldur en í gjörvöllum Kvennalistanum. Þennan sannleika er sjálfkölluðu félagshyggjufólki hollt að skoða áður en lengra er haldið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.