Tíminn - 10.03.1995, Side 4

Tíminn - 10.03.1995, Side 4
4 Föstudagur 10. mars 1995 ÍÍMÉÍII STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö ílausasölu 150 kr. m/vsk. Ráðstefna gegn misrétti Svo er að heyra á fréttaskýringum að ekki sé mikils árangurs að vænta af ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um fátækt og félagslegt misrétti, sem nú er haldin í Kaupmannahöfn. Er þá tekið mið af því að ráða- menn ríkustu þjóðanna mæta ekki sjálfir til leiks að flytja orðfögur ávörp, en senda lægra setta fulltrúa sína til að láta sjá sig í ræðustóli. En þaö breytir ekki því, að hin fátækari ríki og þró- unarlöndin vænta nokkurs árangurs af ráðstefnu- haldinu, og hver sem útkoman verður er víst að ráð- stefnan vekur athygli á þeim vandamálum sem stór hluti mannkyns á við að glíma og verður vonandi til þess að flýta fyrir lausn þeirra. Vel má færa rök að því að í mörgum hinna fátæk- ari ríkja og þeim allra snauðustu hafa þjóðirnar lent í sjálfskaparvíti, sem erfitt er að komast úr. Sums staðar ríkja harðstjórar og borgarastyrjaldir geisa og í alltof mörgum löndum þriðja heimsins ríkir algjört stjórnleysi. Fæst lítt við þetta ráðið og víðast varast utanaðkomandi að blanda sér í málin og annars staðar er gefist upp viö að koma á viðunandi stjórn- arfari. Flótti herja Sameinuðu þjóðanna frá Sómalíu er dæmi um máttleysi alþjóðlegra samtaka til að bjarga þjóð frá sjálfri sér. En ekki dugir að láta svartsýnina ráða, því víða í þróunarlöndunum miðar nokkuð á veg til batnandi lífskjara og félagslegra framfara. Það er helst í þeim ríkjum þar sem vilji og geta er til einhverrar mennt- unar. Ólæsi fer minnkandi í heiminum og er lestrar- kunnátta jafnvel orðin viðunandi sums staðar þar sem hún var nánast engin fyrir örfáum áratugum. Menntun er undirstaða framfara og viðunandi fé- lagslegra réttinda. Það er engin tilviljun eða sýndar- mennska aö Bandaríkjastjórn boðaði á ráðstefnunni að hún mundi leggja fram dágóða fjárupphæð til að mennta konur í þriðja heiminum. En svo ömurleg sem staða karla er víða, eru örlög kvenna í þróunar- ríkjum mannkyninu til vansæmdar. Menntun og mannréttindi kvenna eru undirstaða þess að komandi kynslóðir nái að búa við framfarir og félagslegar úrbætur. Vel upplýstar konur eru líka besta vörnin gegn óhóflegri fólksfjölgun, sem marg- ir telja að ógni gjörvallri heimsbyggöinni ef heldur sem horfir, en mannkyninu hefur fjölgað um helm- ing síðan 1945. Tæknivæddur og þróaður landbúnaður hefur bægt hungurvofunni frá í heimshlutum þar sem hún var áöur landlæg. Græna byltingin svokallaða er gott dæmi um hvernig dreifing þekkingar kemur vanþró- uðum þjóðum til góða og breytir lífsmynstri fólks til betri vegar. Ráðstefnan í Kaupmannahöfn skilur kannski ekki djúp spor eftir sig, en hún er áfangi á langri leið, þar sem fjölskylda þjóðanna leitast við að samræma hagsmuni sína og að þeir, sem betur mega, styðji hina vanmáttugri með ráðum og dáð til bjartari framtíðar. Þótt seint gangi að útrýma félagslegu misrétti og á einstaka staö sé um afturför að ræða fremur en hitt, dugir ekki að gefa upp vonina eða gleyma því sem áunnist hefur. Ráðstefnan um misréttið er spor í rétta átt, hvort sem einhverjar þjóðhöfðingjaspírur láta sjá sig þar eöa ekki. í lauginni og fær aldrei bréf „Ég er kúkur í lauginni og fæ aldr- ei bréf!" Þannig hljóðar viðlagiö í vinsælu dægurlagi sem hljóm- sveitin Súkkat flytur. Lag þetta þótti svona alveg á mörkum þess ab vera of djarft og ósmekklegt til að fá spilun í útvarp, en þab hlaut náb fyrir augum útvarpsmanna og öðlaðist um leiö frægð og var meðtekib af þjóbinni sem „góður texti". i Mogganum í vikunni var fyr- irsögn sem leiddi hugann að þessu kunna lagi Súkkat, en fyrir- sögnin var svona: „Ráðherranum berst aldrei bréf." Þegar að var gáð, kom í ljós að greinin, sem fyrirsögnin vísaði til, snerist um erfiðleikana við að ná sambandí vib ráðherra menntamála. Ein- hver hjón, sem lent höföu upp á kant við skólastjóra í Hafnarfirði og voru árangurslaust búin að reyna ab ná bréfasambandi vib ráðherrann í 10 mánuði, komust semsé að þeirri niðurstöbu ab Ól- afur G. Einarsson fengi aldrei bréfin sem honum eða rábuneyti hans eru send. Það hlyti að vera skýringin á því hvers vegna engin viðbrögb fengjust úr ráðuneyt- inu. Alltaf sama sagan Nú vill svo til ab þessi hjón úr Hafnarfirði eru ekki þau einu, sem lent hafa í erfiðleikum með ab ná fram erindum, sem reka þarf í ráðuneytinu eða með at- beina menntamálaráðherra. Allir, sem þurfa að eiga samskipti viö menntamálaráðuneytið, hafa svona sögu að segja. Það er því kannski ráð að skoða hvort það er ekki tilfellið, sem sagt er: „Ráð- herranum berst aldrei bréf." Hitt er svo annaö mál að menn hljóta ab velta fyrir sér stööu menntamálarábherra í ríkis- stjórninni eftir ab Ingi Björn Al- bertsson upplýsti um það hverjir ráða ferðinni í flokksfomstu Sjálf- stæðisflokksins. Ingi Björn, sem þekkir innviði síns gamla flokks, segir aö auk Davíðs séu tveir Ráðherranum ber»sfeslúrei bret menn sem seu í hættulega miklu uppá- haldi hjá for- sætisráðherr- anum, nefni- lega þeir Hrafn Gunnlaugsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Ólafur G. Einarsson hefur heldur betur komiö sér í ónáð með fram- göngu sinni í Hrafnsmálinu og ekki fengið marga punkta hjá for- manni sínum, þegar hann réð út- varpsstjóra gegn flokksvilja og þessi útvarpsstjóri rak síðan einkavin Davíðs úr starfi. Ólafur GARRI reyndi að bæta fyrir yfirsjón sína og blíðka formanninn með því að ráða einkavininn aftur í hærri stöðu, en eftir stendur aö Ólafur er að verulegu leyti ábyrgur fyrir Hrafnsmálinu og síöan fyrir Art- húrs Björgvins-málinu, sem er af sama meiði — hvort tveggja mál sem hafa verið Davíö formanni óþægileg í meira lagi. Enda er engu líkara en formaöurinn telji Ólaf G., ráðherrann sem fær aldr- ei bréf, vera nokkurs konar pólit- ískan kúkalabba, sem ekíd sé púkkandi upp á. Þaö væri þá helst að Davíð træði á pólitískum frama Ólafs til þess ab standa hærra sjálfur og verða vörpulegri á hinum pólitíska velli. Fram- gangan í kennaraverkfallinu virð- ist í það minnsta benda í þessa átt, því það var Davíð sem kallaöi deiluaðila á sinn fund og kom með útspil varöandi grunnskóla- frumvarpsmálið en ekki Ólafur G., sem þó var búinn ab leggja mesta áherslu á framgang grunn- skólafrumvarpsins. Davíb gat — hann fær bréf Samningasigur Davíðs varð því á kostnað Ólafs G., því þar kom í ljós að Davíö gat, en bréflausi ráð- herrann gat ekki. Framkoma Dav- íös var raunar ekki ósvipuö gagn- vart Friðriki varaformanni hans, þegar hann hækkaði tilboð ríkis- ins til kennara um 200 milljónir fyrir hálfum mánubi, án þess svo mikið sem ræða málið við fjár- málarábherrann fyrst, að sagt er. En Friðrik er saklaus í Hrafns- málum, þannig ab það er fyrst og fremst Ólafur G. sem situr í súp- unni (lauginni?) og er settur í pól- itíska einangrun eins og hvar annar kúkalabbi. En á meðan Ólafur situr ein- angraður í stjórninni, vita allir að hann mun ekki taka frumkvæði í málefnum kennara og verkfalls þeirra, frekar en hann tók frum- kvæði í deilu hjónanna við hafn- firska skólastjórann. Um kenn- araverkfallið hefur Ólafur ekki fengiö neitt bréf. Spennan snýst hins vegar um þaö hver næstu vibbrögð Davíðs verða, því allir eru sannfæröir um ab eftir öll „pössin" hjá menntamálaráð- herranum muni hann spila út einhverju trompi í þessu deilu- máli fyrir kosningamar. Þannig mun hann á kjördag verða hetjan sem tók af skariö, maðurinn sem fékk öll bréfin og svaraði erind- inu! Gani JDaglegt líf í upplýsingaþjóbfélaginu Greinarhöfundur var í fyrradag á ferðalagi á Norðausturlandi og var um miðjan daginn á keyrslu frá þorpinu á Vopnafirði inn á flugvöll. Bílsíminn lætur mann ekki í friði nú til dags og á þess- ari leið var hringt. í símanum var blaöamaöur frá Morgun- póstinum og var að leggja fyrir þingmenn gáfnapróf um dag- legt líf. Ég reyndi ab svara, en satt að segja vissi ég sáralítib. Spurningarnar vom um ein- falda hluti eins og hvað bíómib- inn kostaði, hvaö Björk hefði gefið út margar plötur, hvað bókin hans Megasar heiti, hvað lítrinn kostar af bjór, svo eitt- hvað sé nefnt, og hvab nýjasta plata Bubba heitir. Ég reyndi að svara þessu eftir bestu getu, en satt að segja var ég ekki viss um svarib við neinni spurningu. Flób upplýsinga Reyndar er þetta leikur og ég hef ekki miklar áhyggjur af frammistöbu minni. Þó olli hún mér umhugsun um þab hvort ég væri orðinn svo mikill fagi- djót í stjórnmálum að vita ekk- ert um heiminn fyrir utan. Upplýsingaþjóðfélagiö er ágengt vib hvern einstakling. í póstinum berast til manns hin- ar margvíslegustu upplýsingar víða að. Ég hef aðgang ab öllum dagblöðum og fæ send öll fréttabréf sem nöfnum tjáir aö nefna. Þingskjöl raðast að okkur í óhuggulega háum stöflum. Nú er nýtt afl komið til sögunnar, Internetib, sem dælir upplýs- ingum til notenda sem aldrei fyrr. í öllu þessu flóði er erfitt að grynna og afleiðingin er sú að minnið sljóvgast og fólk kann ekki svör við einföldum spurn- ingum, án þess ab fletta upp í heimildum. Á víbavangi Breytt mynd Upplýsingaþjóðfélagið gefur mikla möguleika, en því fylgja breytingar. Tæknin gerir það kleift að kaffæra einstaklinginn svo rækilega í upplýsingum ab hann viti ekki sitt rjúkandi ráö. Síðan bætist auglýsingastarf- semin við, sem leitast við að troða skobunum og viðhorfum í fólk með illu eða góðu. Kosningabaráttan er dæmi um þetta. Auglýsingastarfsemin í kringum kosningar er alvarleg tilraun til aö þrengja sér inn í vitund kjósandans. Sjónvarpið er áhrifamesti miðillinn í þessu efni og er mikib notab af flokk- unum, þótt sumir þeirra hafi ekki efni á slíku. Það vekur nokkra athygli að Alþýbuflokk- urinn skuli vera svo fjáður að kratar skuli leggja höfuðáherslu á þennan vitundariðnab. Bútasala Það þykir helst líklegt til ár- angurs í áróðri að setja upp bútasölu og brytja boðskapinn niöur í stutt slagorð. Þá er helst talin von til þess að einhver muni meðtaka eitthvað af hon- um. Þab fer að verba æ sjaldgæf- ara á sviði stjórnmálanna að nokkrum manni gefist kostur á að koma heilli hugsun frá sér, nema þá í blaðagreinum sem lít- ib eru lesnar í öllu flóbinu sem yfir dynur af lesefni. Ég hef ekki hugboö um það hve margir móta sér skobun í stjórnmálum eftir blaba-, sjón- varps- og útvarpsauglýsingum og flettiskiltum. Slíkt væri mér aö minnsta kosti nokkuö fjar- lægt. Ég hef þó trú á því að aug- lýsingamenn flokkanna telji þetta hafa þýðingu og hafi eitt- hvab fyrir sér í því. Næstu vik- urnar mun auglýsingaflóðib, bæklingar og blabagreinar, dynja á meö fullum þunga. Al- menningur mun þá fá yfir sig lesefni sem slagar upp í þab sem þingmenn búa við alla daga árs- ins. Ég spái því ab fátt veröi lagt á minnið í þeim fræðum. Jón Kr.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.