Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 24

Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 24
Vebrfb í dag (Byggt i spi Veburstofu kl. 16.30 í gaer) • Suburland og Faxaflói: Hæg breytileg átt. Skýjab og lítils háttar él. • Breibafjörbur: Hægari breytileg átt. Snjókoma og síbar él. • Vestfirbir: Hæg breytileg átt og éljagangur. • Strandir og Norburland vestra: Breytileg átt, víbast kaldi. Él. • Nl. eystra: Breytileg átt, víbast kaldi. • Austurland ab Clettingi og Austfirbir: Þykknar upp meb vaxandi na-átt. Stinningskaldi eba allhvass og snjókoma undir kvöld. • Subausturland: Hægari norbanátt. Þurrt vestan til. Þingmannslausir Siglfiröingar gramir: Þverpólitískt frambob S-lista í uppsiglingu Unnið er ab sérframboöi á Siglufirbi. Þar er mikill áhugi mebal bæjarbúa á ab bjóba fram S- lista Siglfirbinga vib al- þingiskosningarnar. A Siglu- firbi eru 1.100 kjósendur, og ýmsir gera því skóna ab mögu- íeiki sé á ab koma manni á þing fyrir bæinn. Frambobib er hugsab sem þverpólitískt fram- bob og ýmis nöfn nefnd. Sigl- firbingar segjast verba útundan vib skiptingu þjóbarkökunnar, þar sem þeir eiga ekki fulltrúa á þingi. Mörg nöfn eru nefnd um væntanlega frambjóbendur S- listans, þar á meðal er Kristján L. Möller úr Alþýðuflokknum, Freyr Sigurðsson Framsóknarflokki, Ólafur Birgisson Sjálfstæðis- flokki, Valbjöm Steingrímsson Sjálfstæðisflokki, Hörður Júlíus- son, óháður varabæjarfulltrúi, og Björn Valdimars- son bæjar- stjóri auk ýmissa annarra. Kristján L. Möller, kaupmaður og forseti bæjarstjórnar Siglu- fjarðar og einn af áhrifamönnum krata á landsvísu, sagðist í gær kannast við tilraunir manna við aö koma fram lista. „Sem forseti bæjarstjómar get ég sagt að ég skil vel að menn vilji reyna slíkt framboð. Það fyllti mælinn þegar ekki fékkst króna til vegagerðar aö skíða- svæðinu okkar sem beðið hefur verið um lengi. En á sama tíma fær Sauðárkrókur fjárveitingu í sama skyni, 10 milljónir króna, án þess að nokkuð hafi verið ákveöið að kaupa skíðalyftu. Við emm skiljanlega langþreyttir á því hvernig þingmenn koma fram við okkur og hunsa okkar framfaramál. Gremjan hér í bæ er mikil, það fullyrði ég. Þaö gengur svo langt að það er búið að malbika heim að fjárhúsunum á Hólum en vegur hér til Siglufjarðar er eins og hann var fyrir 20 til 30 ámm," sagði Kristján. Kristján sagði að menn hefðu heyrt í Halldóri Blöndal á dögun- um. Ráöherrann vildi fara í að tengja Lágheiöi og tengja Norð- urland vestra og eystra gegnum Ólafsfjörð. Ráðherrann vildi það, en þing- menn kjördæmisins vildu það ekki, þeirra hugur stefndi annaö. Þar sagðist Kristján sjá að þar væri vegurinn um Þverárfjall frá Sauörárkróki til Skagastrand- ar. Viðmælandi Tímans úr bæjar- málapólitíkinni, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að það væri orðið þannig aö bæjarfull- trúar teldu það ekki þess virði að mæta á fundi þar sem alþingis- menn mæta einu sinni á ári. Menn hittust þá í hádeginu, en þingmennirnir væm ekki áhuga- samari en svo ab þeir kveikm á vasaútvarpstæki, legðu heyrnar- tól vib eyrað og hlusmðu á frétt- irnar að sunnan allt hádegið. Þama mun hafa verið rætt um Ragnar Arnalds. Sama heimild sagði að á Siglu- fjarðargömm segðu menn að bjarta hliðin við langvarandi ótíb og ófærð væri þó sú ab blessab- ir þingmennirnir þyröu ekki til bæjarins og menn þyrfm þá ekki að hafa þá fyrir augunum. Aöalfundur Eimskipafélags íslands: Hagnaour Eimskips 557 milljonir Hagnabur Eimskipafélags ís- lands á síbasta ári nam um 557 milljónum króna, sem svarar um 5,8% af heildar- rekstrartekjum, sem er aukn- ing frá árinu ábur, en þá var hagnabur fyrirtækisins 368 milljónir króna. í greinargerb Harbar Sigurgestssonar for- stjóra kom fram ab þessa góbu afkomu fyrirtækisins mætti rekja til vaxandi skilnings manna á naubsyn þess ab fyr- irtækin skili vibundandi hagnabi í starfsemi sinni, þannig ab þau hafi bolmagn til vaxtar og atvinnusköpunar. Hagnabur fyrir skatta nam 890 milljónum króna, saman- boriö við 527 milljónir árið áð- ur, en þegar tekið hafði veriö til- lit til skatta nam hagnaður eins og áður sagbi 557 millj. Eigið fé félagsins var um áramót um 5,1 milljarður og jókst sem nemur um 500 milljónum. Rekstrar- tekjur Eimskips voru um 9,5 milljarðar á síöasta ári og jukust um tæpan milljarð frá árinu áð- ur, sem er aukning um 11%. Þessar auknu tekjur segir Hörö- ur að rekja megi til aukinna flutninga með áætlunarskipum félagsins, einkum vegna út- flutnings. Einnig aukist tekjur félagsins af rekstri erlendis, en 16% af veltu Eimskips á síðasta ári komu af erlendri starfsemi. Rekstrargjöld námu um 8,5 milljöröum 1994 og hækkubu um 600 milljónir, eða um 8% á milli ára á.sama tíma og rekstr- artekjur jukustu um 11%. Vaxtagjöld og verbbætur sem félagiö greiddi lækkuöu töluvert á milli ára eða úr 341 milljón króna í 250 milljónir, sem er lækkun um 91 milljón. Þetta segir Hörður að skýra megi með lækkandi vöxtum og að félagið hafi greitt upp eldri lán og tekið ný og hagstæðari í stab þeirra. Alls eru dótturfélög Eimskipa- félagsins átján talsins og eru sex þeirra innlend, en tólf erlend og öll tengjast þau flutningsstarf- semi nema Burbarás hf., en til- gangur þess er eignarhald og viðskipti með hlutabréf. Á síð- asta ári bættust fjögur dótturfé- lög við í samstæöuna, en það eru Dreki hf. á Akureyri og Vig- gó hf. á Neskaupstað sem bæbi eru vöruflutningafyrirtæki, P/F Eimskip í Færeyjum, sem stofn- að var um starfsemi félagsins þar í landi og Bakka Line Ltd., eignarhaldsfélag og Bakkafoss, sem keyptur var á síðasta ári. Eignarhlutir í öörum félögum nema rúmlega 1,6 milljörðum króna ab bókfæröu verbi og stærstur er hlutur félagsins í Flugleiðum, eða 815 milljónir króna. Önnur félög eru Hluta- bréfasjóðurinn, Islandsbanki, íslenska Útvarpsfélagiö, Marel, Olíufélagið, SÍF, Sjóvá Almenn- ar, Skeljungur, Tollvörugeymsl- an, Þormóður rammi, Þróunar- félag íslands, DNG, Ferðaskrif- stofan Úrval Útsýn, Féfang og Vöruflutningamiöstöðin, auk smærri hluta í nokkrum öðrum félögum. ■ Lögfrœbiálit Tryggva Gunnarssonar hrl.: Krókabátar mega veiba utan kvóta á banndögum Krókabátum er heimilt ab veiba fisktegundir sem eru ut- an kvóta á banndögum, enda hafi þeir leyfi til veiba í at- vinnuskyni. Þetta er niðurstaöa Tryggva Gunnarssonar hrl. sem hann vann að beiðni stjórnar Lands- sambands smábátaeigenda. En stjórnin fór þess á leit við Tryggva að hann gæfi þeim lög- fræðilegt álit á því hvort lög um stjórn fiskveiða heimili króka- bátum veiðar á banndögum. En banndögum krókabáta fjölgaði vemlega í meðförum Alþingis þegar lögin um stjórn fiskveiða voru þar til endurskoðunar vor- ið 1994. Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri LS, segir ab það sé einna helst veiðar á steinbít sem krókabátar geta stundað utan kvóta og þá einkum fyrir utan Vestfirði. Hann hefur það eftir körlunum að það geti verið gott í steinbít á þessu svæði á út- mánuðum, en þá er töluvert af honum á slóðinni og veiðist vel þegar engt er fyrir hann með loðnu. Á stjórnarfundi hjá Lands- sambandi smábátaeigenda sl. föstudag var hinsvegar ákveðið að stjórnin mundi ekki hvetja sína félagsmenn til að róa á banndögum, heldur yrði það á ábyrgð hvers og eins. ■ Indribi Pálsson á abalfundinum ígær. Tmamynd G5 Hjúkrunarfrœbingar: Stybja kröfur kennara Félag íslenskra hjúkrunarfræö- inga styður kennara í kröfum sínum fyrir bættum kjörum og breyttu skipulagi í skólastarfi. í ályktun stjórnar félagsins er lýst yfir stubningi vib kröfur kennara um hækkun gmnn- launa og um launahækkanir vegna breytinga á skólastarfi. Stjórnin minnir á ab skólahald veröi ávallt að endurspegla kröfur og þarfir samfélagsins á hverjum tíma til ab stuðla aö vexti þess og framþróun. Hjúkr- unarfræöingar telja að þab sé orðib löngu tímabært aö breyt- ingar veröi gerbar á skólahaldi í samræmi viö kröfur nútímans. Þá hvetur félagið samninga- aðila aö ganga strax til samn- inga. Þriggja vikna verkfall kennara sé farib aö hafa veruleg áhrif á fjölda fjölskyldna í land- inu og komi róti á börn og ung- linga. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.