Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 18

Tíminn - 10.03.1995, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 10. mars 1995 Eru Range Rover stórhættulegir bílar? Athyglisverb úttekt The Sunday Times á slysum sem verba á Range Rover í nýlegri grein í The Sunday Times er ítarleg umfjöllun um reynslu þeirra sem lent hafa í óhöppum á Range Rover. Upp- haf málsins var frásögn ungs Breta, sem horföi upp á konu sína missa stjórn á jeppa af þess- ari tegund á þjóövegi nálægt Andover sl. haust. Bíllinn sikk- sakkaði á milli akreina og end- aði fyrir vörubíl, sem var að koma úr gagnstæðri átt. Konan, sem ók bílnum, og tvö börn hennar létust. í kjölfarið hringdi inn fjöldi fólks, sem hafði svip- aða sögu að segja. Það hafði sjálft upplifað, eða verið áhorf- endur að því, þegar Range Rover tók stjórnina af ökumanninum við aðstæður sem það átti ekki að gerast. Alls bárust blaðinu 40 bréf meö slíkum frásögnum. Sumir höfðu frá fleiri en ein- um atburði að segja, eins og t.d. írinn David O'Shea, sem lenti í þremur óhöppum er tengdust Range Rover árib 1974. Síöasta og alvarlegasta tilfellið átti sér staö á beinum og breibum vegi nálægt Dublin, þegar O'Shea þurfti ab beygja snögglega til hliðar til þess að aka ekki yfir hund á veginum. O'Shea missti gersamlega stjórn á bílnum. Bar- daginn við það aö halda Range Rovernum á veginum endaði með því að bíllinn fór í 90 gráð- ur þversum á veginum og fór afturábak út á grasib við hliðina. Tvö börn, sem voru í aftursæt- inu köstuðust vib sveifluna á afturrúðuna, út í gegnum hana og höfnuðu á grasinu. Þau voru flutt á spítala. Verksmibjurnar neita Rover-verksmiðjurnar hafa staðfastlega neitað því að Range Rover sé hættulegur bíll. í yfir- lýsingu frá Land Rover í Bret- landi segir að ekki sé hægt í neinum tilfellum að rekja óhöpp og slys, sem þessir bílar tengjast, til galla í hönnun þeirra eða fjöörunarkerfi. Þar eru hins vegar margir á annarri skoöun. Þeirra á meðal er Tim Stevens, sem er sjálfstætt starf- andi sölumaður á Range Rover í Bretlandi. Blaðamaður The Sunday Times fór í bíltúr meb Stevens og fékk hann til þess að útskýra hvers vegna Range Ro- Vestrænir bílaframleiðendur horfa til austurs. Allir, sem vett- lingi geta valdið, reyna aö kom- ast inn á kínverska markabinn með sína framleiðslu, en það er framtíðarverkefni bílaiönaðarins að búa til „fólksvagn" fyrir 1,2 milljarða Kínverja. Stjómvöld í Kína hafa heimil- að 2000 bifreibar á ári fyrir heimamarkað, en á næsta ári ver væri hættulegur bíll. Þeir óku til að byrja með í torfærur og Stevens sýndi blaðamannin- um hversu gríðarlega Range Ro- ver getur „undib upp á sig" með því að keyra bílinn í þá stöðu, aö annað framhjólið stóð uppi á föllnum trjábol á meðan aftur- hjólið hinumegin var á kafi í djúpri holu. Vegna þess hve gormafjöðrunin á Range Rover er slaglöng, höfðu bæði hjólin spyrnu. veröur nýjum abilum óheimilt ab komast inn á þennan bíla- markab framtíbarinnar. Kínverj- ar ætla sér að gefa eigin bilaiðn- aði 10 ára aðlögunartíma til þess að standast utanabkomandi samkeppni, en árið 2005 verða múrarnir felldir að nýju. Þannig lítur dæmib út í dag og þó svo að enginn geti sagt til um hvernig ástandib verbur í Kína BILAR ÁRNI GUNNARSSON Hægt aö snúa stýrinu án þess aö hjólin hreyfist Range Rover fjaðrar á stórum og mjúkum gormum allan eftir tíu ár, vill heldur enginn missa af tækifærinu til ab græða á innreib kapítalismans í alþýðu- lýðveldið. Þjóðverjar hafa skap- að sér sterka stöðu og almennt er búist vib að annað hvort Porsche eða Mercedes vinni kapphlaupiö um hönnun kínverska fólks- vagnsins. Við birtum hér mynd- ir af Benzinum, en fjöllum nánar um kínverska Porschinn síðar. ■ hringinn, en hásingarnar að framan og aftan eru heilar. Þannig hefur bíllinn verið fram- leiddur í rúmlega 20 ár. Fjöðrun- arbúnaðurinn þykir ákaflega skemmtilegur í torfærum vegna mýktar og slaglengdar, og jepp- adellumenn á íslandi hafa verið að taka þennan búnað og setja undir aðra jeppa eins og t.d. Toyota 4Runner og fleiri. Ste- vens útskýrði fyrir blaðamanni The Sunday Times, að sömu eig- inleikar og teljast til kosta í tor- fæmm, geta verið hættulegir í vegaakstri. Hönnunin á Range Rover gerir það þannig að verk- um að jafnvel á nýjum bíl er hægt að snúa stýrinu án þess að hjólin hreyfist. Þeir sem ekið hafa upphækk- uöum jeppum kannast vib vandamál af þessum toga. Þyngdarpunktur bílsins liggur hátt, hjólhafið er tiltölulega stutt miðað við þyngd og bíllinn svarar ekki um leið og stýrinu er snúið. Sú staðreynd, að flestir eigendur Range Rover kaupa þá til þess að aka þeim á malbiki, breytir því ekki að hreyfingar bílsins eru líkari því sem gerist mebal torfæmjeppa en eðalbíla. Þess vegna getur það gerst, eins og sýnt er á myndunum sem hér fylgja, að ökumaður geti sett sjálfan sig og aðra í stórhættu meb því ab aka þessum lúxus- jeppa eins og um fólksbíl væri að ræba. Sé t.d. beygt snögglega til hægri á beinum vegi og síðan rétt af til vinstri um leiö aftur, er í raun stórhætta á að hreyfingar bílsins fylgi ekki eftir og skrokk- ur bílsins sé ennþá á fleygiferð til hægri þegar reynt er að rétta af til vinstri. Eðlileg Viðbrögö væm að freista þess að rétta af meb því ab beygja til hægri, en þá er bíllinn farinn að hreyfast til vinstri aftur ofan á fjöðmn- um. Sikksakkið getur endað með því að bíllinn fer að lyfta hjól- um og þá er stutt í að hann endi á toppnum utanvegar. Eins og ábur segir hafa Land Rover-verksmiöjurnar í Bret- landi (framleiðendur Range Ro- ver), sem nú em reyndar í eigu BMW, ekki viljað kannast viö þennan galla á bílnum. Fjöldi eigenda hefur hins vegar kvart- að og a.m.k. eitt fyrirtæki í Bret- landi býður nú upp á sérstakt sett fyrir Range Rover, sem á aö minnka það hversu linur hann er á fjöðrunum. Um nánari útfærslu á þessum búnaði er okkur ekki kunnugt, en fyrir þá sem hafa áhuga heitir fyrir- tækið Warwick Band Handling og er staðsett í Bourne í Linc- olnshire. ■ NýrMG kynntur í vikunni Roververksmiðjurnar í Bret- landi kynnm á miðvikudag fyrsta fullbúna eintakið af nýj- um MG sportbíl. Fyrsm bílarnir verða seldir á almennum mark- aði eftir nokkra mánubi. Rúm þrjátíu ár eru síban ný gerð af MG hefur verið kynnt og reyndar áttu menn ekki von á því að þessi vinsæli sportbíll yrði endurreistur, þegar British Leyland, þáverandi eigendur MG-verksmiðjanna, hætm framleibslunni fyrir 15 ámm. ■ FCC frá Mercedes. Byggir á þýskri hönnun og er stœrri og dýrari. Kínverjar bílvœbast upp úr aldamótum: Kapphlaup um kínverska fólksvagninn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.