Tíminn - 11.11.1995, Page 4

Tíminn - 11.11.1995, Page 4
4 Laugardagur 11. nóvember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. Veljum íslenskan hagvöxt Hagspár gera ráð fyrir að landsframleiðsla hér á landi aukist um 3,2% í ár. Slíkt hlýtur að teljast bærilegur hagvöxtur og jákvætt mál eftir langvinnt stöðnunar- tímabil. Vonir manna um efnahagsbata og betri tíð hafa enn magnast við tíðindi um að álverið í Straums- vík verði stækkað. En sé skyggnst aðeins betur í töl- urnar, eru ýmis hættuleg teikn á lofti, meira að segja teikn um hættur sem hægt er að sporna gegn án nokkurra erfiðleika eða fórna. í nýrri haustskýrslu Seðlabankans er víða komið við og m.a. bent á að drifkrafturinn í þeim hagvexti, sem hér er, sé aukin einkaneysla. Hún hefur aukist um 4,5% og uppistaðan í þessari auknu einkaneyslu er aukinn innflutningur. Innflutningurinn hefur á þessu ári aukist um 4 milljarða umfram útflutning. Sá hag- vöxtur, sem íslendingar búa við, er því að verulegu leyti byggður á aukinni eftirspurn eftir innfluttum verðmætum, en skapar ekki aukna eftirspurn eftir innlendum verðmætum. Hagvöxturinn er m.ö.o. ekki að efla innlenda atvinnustarfsemi, hann er ekki að skapa ný störf og ekki að styrkja stoðirnar hér innan- lands. Efnahagssérfræðingarnir benda á að gert sé ráð fyr- ir um 5% atvinnuleysi í ár og að eftirspurn eftir vinnuafli muni ekki ná að halda í við aukið framboð af vinnufúsum höndum. Samkvæmt því er atvinnu- ástandið ekki eins gott í ár og menn höfðu vonað. Þessi tíðindi berast frá Seðlabankanum á sama tíma og átakið „íslenskt já takk" fer af stað í þriðja sinn. Það eru Samtök iðnaðarins, íslenskur landbúnaður, ASÍ, BSRB og VSÍ sem sameinast í þessari herferð fyrir því að þjóðin gefi innlendri framleiðslu gaum og kaupi innlendar vörur frekar en erlendar, ef þær eru jafn góðar. Sannleikurinn er sá — eins og tölur Seðlabankans sýna — að þó hagvöxtur sé almennt sé af hinu góba, þá getur hann verið misgóður. Sá hagvöxtur, sem byggir á innflutningi og óhagstæðum vöruskiptum við útlönd, er verri en hagvöxtur þar sem einkaneysl- an byggir að stórum hluta á innlendri verðmætasköp- un. Þegar fólk segir „íslenskt já takk" er það í raun að kjósa seinni tegundina af hagvexti. Það er einnig sérstök ástæða til að vekja athygli á því sjálfstrausti sem felst í málflutningi átaksins. Menn eru beðnir um ab láta íslenskar vörur njóta sannmælis og kaupa þær, ef þær eru betri eða jafngóð- ar. Enginn er að tala um að bjóða neytendum upp á eitthvert drasl í nafni þjóbhollustu. Það er einfaldlega verib ab skora á fólk að staldra við, hugsa og gera sjálfu sér greiða. Kannanir hafa sýnt að landsmenn taka vel við sér þegar átakið „Veljum íslenskt" fer af stað, enda telja yfir 90% neytenda að íslenskar vörur séu sambærileg- ar eða betri að gæðum en innfluttar. Nú, þegar einka- neyslan hefur verið að aukast, er afar brýnt að menn sofni ekki á verðinum og geri hvað þeir geta til að halda hagvextinum í landinu. Það geta menn t.d. gert með því að velja íslenskt. Oddur Ólafsson: Leitin ab lífsgæbunum í ofgnóttarsamfélögum ríku þjó&anna þar sem hagvöxtur er æösta bo&oröiö skýtur hugtakiö lífsgæ&i æ oftar upp kollinum. Þaö felur í sér endurmat á hug- myndum um hvaö eftirsóknar- ver&ast er í lífinu og aö ham- ingja manna og velferö byggist ekki eingöngu á svokölluöum lífskjörum, síauknum tekjum og eignasöfnun. Þeir sem alast upp og hrærast í neysluþjóðfélagi þekkja yfir- leitt ekki annan skort en þann, að tekjur og eigin fjármunir dugi ekki til að kaupa allt það sem hugurinn girnist. Nauð- þurftum er fullnægt en kaupæði og neyslugræögi ekki. Góö lífskjör eru talin þau að hafa efni á ab eiga einbýlishús, sumarbústaö, bíl á hvern fjöl- skyldumeðlim sem kominn er af bernskuskeibi. Húsbúnaður og fatahirslur fer eftir viður- kenndum stöölum sértímarita og samanburöi við nágranna og kunningja. Feröalög og mat- gæöi eru einnig samkvæmt við- urkenndum stöölum. Frí frá barnastússi er einnig talin und- irstaða góöra lífskjara, og reynd- ar forsenda þeirra, þar sem for- eldrar þurfa miklar tekjur til að standa undir þeim kjörum sem neysluþjóðfélag býöur upp á og grundvallast á. Lífskjör án gæða Kjarabarátta neysluþjóðfé- lagsins hefur enn sem komið er ekki fleytt öllum upp í þann lífs- stíl sem hér er lýst, en hann er markmið allra þeirra sem vilja tryggja sjálfum sér og öörum bætt og betri kjör. Spurningin er, hvort hug- myndirnar um lífskjörin eru ekki komnar í sjálfheldu. Það er ljóst að takmörk em fyrir því hVaö hver einstaklingur getur eytt miklu og eins hitt hve æski- legt það er ab neysla og lífsstíll einkennist meira af ofgnótt og bruðli en raunverulegum þörf- um einstaklinga og fjölskyldna. Og hver eru þá lífsgæðin sem koma eiga í stað lífskjarakapp- hlaupsins? Fyrst er ab telja góða heilsu og þab er af því góöa hve farið er ab leggja mikiö upp úr ræktun líkamans og fyrirbyggj- andi aðgerðum til að vibhalda góðu heilsufari. Keppnisíþróttir eru utan heilsusamlegra lifnað- arhátta og heyra vart til lífs- gæða, nema þá sem dægrastytt- ing og afþreying fyrir þá sem sitja á áhorfendabekkjum. Lífsgæbi eru yfirleitt einföld og í andstöbu við það sem kall- að er Iífsgæðakapphlaup, sem er baráttan fyrir betri kjörum, meiri tekjum og eignasöfnun með tilheyrandi sýndar- mennsku og samanburðarár- áttu. Þvottur á snúru Að foreldrar og börn fái að njóta samvista eru lífsgæði. Það eru lífsgæði að geta farið gang- andi á fyrirhafnarlítinn hátt milli heimilis og vinnustaðar/ skóla. Þab eru lífsgæði að eiga vini og hafa tíma til að rækta vináttu. Það eru lífsgæði að hafa vinnu sem maður hefur ánægju af að sinna og að eiga sér áhuga- mál svo að frístundir verða aldr- ei of langar eða leiðinlegar. Til er fólk sem telur það til lífsgæba að eiga snúrur sem hægt er aö hengja þvottinn út á og taka hann inn ilmandi af ósoni. Það eru lífsgæði að vera ánægður meb sjálfan sig og sátt- ur við umhverfiö. Lengi má telja hver eru lífs- gæðin sem gerir lífið þess virði að því sé lifað og kannski er það rétt sem margir halda fram að ekkert veiti meiri lífsfyllingu en að veröa öðrum að liði. Þá verð- ur jarðvistin ekki óskiljanleg þrautaganga um táradal þung- lyndis og ófullnægju. Fjárhagslegt sjálfstæöi Ávallt hlýtur það að vera eitt- hvab einstaklingsbundið eftir hverju er að slæðast í lífinu og matið misjafnt á gæbunum. En það eru líka áhrif uppeldis og umhverfis að hverju bera að stefna og hvað á að varast. Margir leita svara í trúarbrögb- um og þar verða sumir einhvers vísari, en aðrir aðeins ruglaðri. Nokkuð er til af því sem telja má til algildra lífsgæða, eins og góða heilsu. Þar má nefna fjár- hagslegt sjálfstæði. Ef þaö er ekki fyrir hendi missir einstak- lingurinn öryggiskennd og fyll- ist kvíða og þá er oft stutt í bölv- un þunglyndisins. Fjárhagslegt sjálfstæði er ekki endilega það að vera loðinn um lófana, eiga eignir og slá um sig. Að vera fjárhagslega sjálfstæbur er að geta fullnægt nauðþurft- um af tekjum sínum, þurfa ekki að hafa áhyggjur af skuldum og ráða við afborganir, ef einhverj- ar eru. Kjarabaráttan hefur einkennst af því að steypa fólki í skuldir, útvega lán og miöa öll útgjöld við aldarfar og þarfir neyslu- þjóðfélagsins. Fundnar eru upp nýjar þarfir sem kosta peninga og sífellt þarf meiri tekjur til að fullnægja þeim. Þá svikamyllu er óþarft að rekja því þeir sem ekki þekkja það gangverk og skilja af eigin raun, eru áreiðan- lega löngu hættir að lesa þenn- an pistil, og snúa sér að ein- hverju öðru þarfara. Forsenda lífskjara Menntun er óhætt að telja til lífsgæða og ekki lítilla. Þegar vel menntað langskólafólk er að kvarta yfir því hver lítið það ber úr býtum eftir að námi líkur og að þá taki við lífsbaráttan hörð og ströng, gleymist oft að góð menntun er í sjálfu sér lífsgæði, sem ekki ber að vanmeta. Vel launuð atvinna getur sem best talist til lífsgæða. En heldur dregur úr þeim sá bægslagangur sem það kostar aö koma börn- um í skóla og dagvistun og aka þingmannaleiöir út og suður ábur en hjónin kornast á vinnu- staði sína, þar sem yfirvinnan er forsenda lífskjaranna, sem eru að eiga fyrir barnaheimilunum, bílunum, húsunum, ferðalög- unum, skemmtununum, fötun- um, leðurmublunum, áskriftun- um og öllu því hinu sem neyslu- þjóbfélagiö samanstendur af. . Þrúgandi skuldir og geiðslu- erfiðleikar eru andstaða allra sannra lífsgæða. Þar með öll sú ofboðsneysla sem er orsök og tilgangur kjarabaráttunnar. Neysluþjóbfélagið og lífsstíll þess er í andstöðu við það sam- félag sem metur sönn lífsgæði öbru ofar. Hin æbri trúarbrögð boða að hugarró og friður í sálinni sé eft- irsóknarverðara en flest eða allt annab í þessum heimi sem öbr- um. Misjafnlega gengur að lifa eftir þeim boöorðum. Hitt er víst að farsæld einstak- linga og samfélaga er ekki síður komin undir því hvað talin eru lífsgæði en sífelldum krit um kaupiö og viðvarandi kjarabar- áttu, sem oft stefnir í allt aðra átt en þá að auðga mannlífiö og gefa því varanlegan tilgang. Hver og einn hlýtur að meta hver Iífsgæðin eru. Oft eru þau svo einföld og sjálfsögb ab mað- ur ber ekki skyn á þau fyrr en þau eru horfin. Enginn veit hvað góð heilsa er fyrr en hún er horfin og orðin slæm. For- eldrar týna bernsku barna sinna og skynja það ekki fyrr en þau eru orðnir táningar og horfin úr Iífi þeirra. Framapotið og kjara- græðgin gengur fyrir sönnum lífsgæðum. Algild formúla um hver eru lífsgæði og hvar þeira sé að leita er ekki til. En gefi maöur sér tíma til að íhuga hvað er hjóm eitt og kostnaður og hvað veitir sanna og varanlega lífsfyllingu er maður kominn langleiðina að réttu svari. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.