Tíminn - 11.11.1995, Page 11

Tíminn - 11.11.1995, Page 11
jrdagur 11. nóvember 1995 n Landsvirkjun var nœrri því aö vera undir þaö búin aö taka á móti einu álveri í viöskipti, en ekki alveg — annaö álver mundi kosta ýmiskonar tilfœrslur í orkuverunum, hvaö þá effleiri stóriöjufyrirtœki kœmu hingaö: Stóriðjuver í biðröðum og öllum liggur mikið á Umframorkan sem leikib hef- ur lausum hala á raforkuneti Landsvirkjunar nægir ekki þegar sinna þarf stækkun ál- versins í Straumsvík eftir tvö ár. Til að uppfylla samning vib Alusuisse-Lonza vegna stækkunarinnar í Straumsvík þarf aö efna til margvíslegra framkvæmda, ab vísu minni- háttar, á næstu tveim árum en þær eru þó taldar kosta 2,5 milljarba króna. Talið er að um 730 gígawatt- stundir af forgangsorku verði til reiðu í raforkukerfinu árið 1997. Þá vantar 217 gígawattstundir til að mæta orkuþörf nýs ker- skála ísal hf. Stóri&jumenn banka upp á Og stóriöjumenn frá öðrum löndum banka stöðugt upp á og þeim liggur lífið á. Vera má að fleiri en Alusuisse óski eftir að- stöðu hér á landi. Hvað er þá til ráða? Tíminn ræddi við Þorstein Hilmarsson, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar. Nú liggur fyrir að af stækkun álversins í Straumsvík verður. Jafnframt eru taldar nokkrar lík- ur á að fyrirtækið Columbia í Bandaríkjunum óski eftir að fá lóð á Grundartanga fyrir 60 þús- und tonna ársframleiðslugetu á áli. Á Grundartanga er líka talað um stækkun járnblendiverk- smiðjunnar. Á morgun eru væntanlegir hingað til lands sendimenn frá Kína, sem vilja skoða kosti þess að reka álver hér á landi. Ennfremur er álver Atlantsálhópsins svokallaða á Vatnsleysuströnd enn inni í myndinni, þeir segja ekki spurningu um að þeir reisi álver þar, spurningin sé aðeins um hvenær þab veröi. Svo viröist sem biðröb stórra fjárfesta hafi myndast hér á landi. Það kann aö skapa vandamál hjá fá- mennri þjóð. langan tíma að reisa á íslandi þar sem aðeins er hægt að vinna við virkjunina hluta af árinu. Það verður því ekki tekið við miklu meira af þeim sem eru í biðrööinni, nema með all- margra ára fyrirvara. Framkvæmdir í skobun Meðal framkvæmda sem nú eru skoðaöar er ab auka við svo- kallaða Hágöngumiðlun við Syðri-Hágöngur, miðlunarlón yrði reist í Köldukvísl norðan við Þórisvatn, ofar í hálendinu. Þar yrði safnað vatni sem yrði temprað niður í Þórisvatn eftir því sem lækkaöi í vatninu. Þannig fengist meira vatnsflæöi gegnum virkjanir á svæðinu, Sigöldu-, Hrauneyjarfoss- og Búrfellsvirkjanir. Borgin meb í orkubú- skapinn Þorstein segir að þar að auki mundu menn líta til þess að Reykjavíkurborg gæti hugsan- lega sett upp rafmagnstúrbínur í Nesjavallavirkjun, 60 mega- watta virkjun, og líka eru mögu- leikar hjá Hitaveitu Suðurnesja að virkja gufu til rafmagnsfram- leiðslu í meira mæli en nú er gert í Svartsengi. Þessi fyrirtæki mundu þá hefja sölu á raforku til Landsvirkjunar og senda inn á dreifikerfi hennar. „Þá erum við með rannsóknir, grunn ab hönnun á virkjun í Bjarnarflagi við Mývatn, við hliðina á kísilgúrverksmiðj- unni. Þar erum við með litla jarögufustöð og útvegum verk- smiðjunni gufuafl," sagði Þor- steinn Hilmarsson. Kröflusporin hræba Krafla á næstu grösum fram- leiðir á fullum afköstum 8-9 mánuði á ári 30 megawött. Vélasamstæða er til í virkjun- inni og verði hún tekin í notk- un má tvöfalda rafmagnsfram- leiðsluna þar. Kröfluvirkjun er ekki nýtt á sumrin, menn spara jarðhitasvæðið og nota sumarið til viöhaldsvinnu. Af fenginni reynslu er Krafla varla kostur á næstunni, aðrir betri eru fyrir hendi. Landsvirkjun eignaðist Kröflu, sparivirkjun, 1986 og reksturinn hefur gengið eftir óskum og hafði gert það síðustu árin sem ríkiö átti hana. En sporin hræða, menn óttast hremmingar þar sem Krafla gamla er annars vegar. Stækkun auglýst í lögbirtingablabi ESB „Það var töluverður aðdrag- andi að þessari stækkun hjá ísal. Við höfðum auðvitað unnið vissa undirbúningsvinnu án þess að það kostaöi okkur auka- útgjöld. Til dæmis höfum við undirbúið okkur sem þjóð á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Þannig höfum við reglum samkvæmt auglýst í lögbirtingablaðinu þeirra í Brussel um til dæmis stækkun véla í Búrfelli. Þetta er lögformlegt atriði en án allra skuldbindinga þegar um er að ræöa þessa stærð af fram- kvæmdum. Við höfum haldib hlutunum þannig að við verð- um í stakk búnir ab mæta auk- inni orkunotkun. Útbúnaður á útboðsgögnum er fyrir hendi og framkvæmdirnar hafa verið rannsakaðar og grunnhönnun er til staðar eins og á mörgum virkjunarkostum á íslandi. Vib erum með virkjunarleyfi fyrir stækkun á Búrfelli og Ieyfi frá Alþingi og ríkisstjórn fyrir þess- um framkvæmdum á Blöndu og Kvíslayeitu," sagði Þorsteinn Hilmarsson. Miklir annatímar framundan Hjá Landsvirkjun er á dagskrá næstu árin mikið viðhaldsverk- efni við Sogib. Þar þarf að end- urnýja gamlan rafbúnað, sá elsti er í Ljósafossvirkjun frá 1937. Ljóst er aö framundan eru framkvæmdatímar hjá Lands- virkjun. Fyrirtækið er skuldugt upp fyrir haus, heildarskuldin er yfir 50 milljarðar og tapið síð- ustu tvö árin er meira en 5 millj- arðar króna. En nú sér fyrirtæk- ib fram á að geta greitt niður skuldir. Stækkun álversins og full nýting þeirrar orku sem leikur á lausu lagar stöðuna brátt til muna. En margir tala um „fjárfestingarfyllerí" sem þeir telja sig sjá framundan. Þegar er komið fram að þær framkvæmdir sem framundan eru kosta að taka verður erlend lán. Fjárfesting Landsvirkjunar gæti numið 10-12 milljörðum að bestu manna yfirsýn. -JBP Forstjóri Byggöastofnunar vísar því á bug aö bruölaö hafi veriö meö fé viö flutning stofnunarinnar: Útúrsnúningur hjá Gunnlaugi Verjast fjölmiblum fimlega Þorsteinn Hilmarsson segir ab sú stækkun á orkukerfinu sem nú er rætt um nægi 60 þúsund tonna framleiðslugetu hjá álveri á ári. ísal er langstærsti raforku- notandi landsins og notar meira en 1/3 af allri orkunni. En verði af tveim álverksmiöjum eins og þeir bjartsýnustu vona, hvað þá þrem, þá er Ijóst að raforkusala Landsvirkjunar eykst stórlega frá því sem nú er. Fulltrúar fyrir- tækisins verjast fimlega og gefa ekki upp orkuverð. Abstoðarfor- stjórinn hefur þó hafnað sem rangri tilgátu sjónvarpsins um 10 milla verð til ísal. Þorsteinn Hilmarsson segir ab þegar rætt var um álver á Keilis- nesi hafi Fljótsdalsvirkjun og stækkun í Búrfelli verið inni í myndinni. Þessar aðgerðir eru nú framtíðarmöguleiki. Talað var um 200 þúsund tonna fram- leiðslugetu í Keilisnesi, stækkun ísal og álver Columbia eru því tiltölulega litlir bitar í saman- burði. Vatnsaflsvirkjun tekur Formaður stjórnar Byggða- stofnunar vill ekki leggja dóm á hvort þruðlað hafi verib meb fé við flutning stofnunarinnar í hús vib Engjateig í Reykjavík. Til þess segist hann ekki nógu kunnugur því hvernig stabið var að flutningnum. Forstjóri Byggðastofnunar segir ein- göngu nauðsynlegar breytingar hafa verib gerbar á húsinu og ekkert brubl hafa átt sér stab. Gunnlaugur Sigmundssonar alþingismabur gagnrýndi á Al- þingi í fyrradag hvernig staðib var að flutningi Byggðastofnunar í nýtt húsnæði. Hann segir hús- næðið áður hafa rýmt fyrirtæki með helmingi fleiri starfsmenn. Vib flutninginn hafi nýlegum húsbúnaði ennfremur verið rutt út úr húsinu og nýjum komið fyrir þar í staðinn. í lok máls síns spurði Gunnlaugur þingheim hvort ekki væri rétt ab hætta slíku bruðli. Guðmundur Malmquist, for- stjóri Byggðastofnunar segir að- eins nauösynlegar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu. Hann segir húsið hafa reynst gall- að og því hafi kostnaður við framkvæmdirnar farið fram úr áætlun. Engin ný húsgögn hafi verið keypt vib flutninginn held- ur hafi þau verið flutt af Rauðar- árstígnum þar sem Byggbastofn- un var áður til húsa. Hann ítrekar ab stofnunin hafi ekki flutt' að eigin ósk heldur fyrir beibni Hús- eigna ríkisins. Guðmundur segir húsnæðib á Rauöarárstíg hafa verið selt fyrir 150 milljónir. Kaup og endurbæt- ur á húsnæðinu við Engjateig hafi kostað 120 milljónir samtals og því sé stofnunin með 30 millj- ónum minna bundið í húseign í Reykjavík en ábur. „Það er nokkuð rúmt um okkur hér en það er ekki auðvelt ab finna húsnæði sem hentar ná- kvæmlega hvab varöar fermetra- fjölda. Hér eru dúkar á gólfum og engar harðviðarinnréttingar. Þab er dýrt aö leggja raflagnir og ganga frá þeim öryggiskröfum sem þarf að gera hér. Þessu ætti Gunnlaugur ab gera sér grein fýr- ir. Ég kalla þetta vissan útúrsnún- ing hjá honum." Tíminn leitaði einnig álits Egils Jónssonar, formanns stjórnar Byggðastofnunar, á þessari gagn- rýni Gunnlaugs. „Ég er alls ekki kunnugur því hvaða húsbúnaður var fluttur í þetta nýja hús. En ég vil taka fram að það er fjarri því ab ég taki gagnrýni Gunnlaugs illa upp. Ég tel þab af hinu góða að fram komi ábendingar og gagnrýni á störf Byggöastofnunar eins og annarra stofnana." En telurbu gagnrýnina rétt- mæta? „Ég hef ekki neitt við þessi orð Gunnlaugs að athuga." Ertu þá að taka undir þau? „Þessi texti skilst alveg ef þú hefur rétt eftir mér." Var bruðlað meb fé við flutn- inginn? „Það var auðvitað ekkert bruðl- að með fé. Það er svo annab mál að menn geta framkvæmt slík eignaskipti á mismunandi hætti. Það er bara allt annað mál. Það hefði verib hægt ab gera það ódýrara og þaö hefbi verið hægt að gera það dýrara. Spurningin er hvort menn rata meðalveginn í þessum efnum. Ég þekki ekkl hvernig var staðið að þessu ná- kvæmlega." -GBK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.