Tíminn - 25.11.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.11.1995, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 25. nóvember 1995 Hmíhii STOFNAÐUR 1 7. MARS i 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Cuðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk. Álver á Alþingi Samningurinn um stækkun álvers var ræddur á Alþingi í vikunni og er greinilegt aö mikill meirihluti þing- manna, ekki einungis stjórnarþingmenn, eru hlynntir málinu. Alþýðuflokksmenn viröist sem heild stuönings- menn þess, sem er rökrétt í ljósi forsögu málsins og fyrr- verandi formaður Alþýöubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sagst styöja málið sem og raunar fjöl- margir annara stjórnarandtöðuþingmanna. Sú gagnrýni sem fram hefur komiö viröist aö verulegu leyti vera málamyndaaöfinnslur, settar fram á grundvelli ein- hverra hugmynda um aö þaö sé dyggð hjá stjórnarand- stööu aö vera á móti eöa finna aö. Þó er tvennt sem telst til málaefnalegra raka í þessu og sem hvaö flestir hafa hengt sig á í málinu. Annars vegar er þaö aö raforkuverðið til álversins sé útsöluverð og hins vegar aö ekki sé gætt fyllstu mengunarvarna. Eins og búast mátti viö hefur Hjörleifur Guttormsson veriö hrókur þessarar gagnrýni og sá sem meö skeleggustum hætti setur hana fram. Hjörleifur hefur ekki erindi sem erfiði þegar hann ger- ir marngunarvarnir verksmiöjunnar tortryggilegar. Þaö er lengi hægt aö tína til þennan eöa hinn búnaöinn sem teljist betri mengunarvörn en sá sem til stendur að nota. Spu'rningin er hvort slíkar vangaveltur hafa eöa geta haft eitthvert praktískt gildi. Sannleikurinn er ein- faldlega sá aö íslendingar eru búnir aö koma sér upp ákveðnum viðmiðum og matsaðferöum til aö meta þessa hluti og standist mengunarvarnir þær kröfur sem við gerum fyrirfram hljóta menn að sætta sig við niður- stöðuna. Margir íslenskukennarar, einkum hér á árum áður höföu þaö fyrir reglu aö gefa aldrei 10 fyrir stíl, vegna þess aö enginn stíll væri fullkominn hversu góö- ur sem hann væri. Eins er þaö meö mengunarvarnir aö þær veröa aldrei fullkomnar og ef nægjanlega mikill vilji er fyrir hendi er alltaf hægt aö koma fram og benda á aö hlutirnir gætu verið enn betri. En leiki menn þann leik út í hiö endalausa risi hér aldrei nokkur iðnaöur. Hitt atriðið, þetta meö útsöluverö á orku, er ekki held- ur gegnheil gagnrýni. Fyrir þaö fyrsta er ljóst aö stjórn Landsvirkjunar — sem er fjölbreytileg pólitísk stjórn — hefur lagt blessun sína yfir þetta verö og jafnframt tekið þá eölilegu ákvörðun að halda nákvæmu veröi sem viö- skiptaleyndarmáli. Hitt er ljóst aö orkusamningurinn nú mun gjörbreyta stööu fyrirtækisins og gera það aö verkum aö reksturinn snýst gjörsamlega viö. Og þegar Landsvirkjun er annars vegar eru menn ekki aö tala um einhverjar krónur og aura — þar er umfang fjármuna mælt í milljónum og milljöröum. í ítarlegu viðtali við Tímann í dag kemur einmitt fram hjá Halldóri Jónatanssyni aö samkvæmt langtímaáætl- un mun þessi ÍSAL samningur einn og sér skila fyrirtæk- inu 8 milljarða hagnaöi á næstu 20 árum. Af þessu má ljóst vera að saningurinn um stækkun IS- AL er mikill happadráttur og áhyggjur gagnrýnisradda á Alþingi ekki á rökum reistar. Sú er líka trúlegasta skýr- ingin á þeirri breiöu samstöðu sem myndast hefur um máliö. Oddur Ólafsson: Hugmynd ab menningarborg Reykjavík er í hópi borga sem úthlutaö hefur verið titlinum „menningarborg Evrópu" árið 2000. En núna fá allir bæir sem kæra sig um svona titil, en fram til aldamótaársins fær ein borg titilinn á ári, eins og verið hefur síðan farið var að úthluta hon- um til verðugra borga. Fátt verður um svör þegar spurt er hvaö gert verður í Reykjavík til hátíðarbrigða. Að kynna menninguna, segja pólit- íkusar og feröamálafrömuðir af venjubundinni hugmyndafæð og flatneskjulegri drýldni. Nú er tími til að byggja tónlistarhús, segja aðrir og er sú hugmynd ekki beinlínis ný af nálinni. Svo er að skilja að í Reykjavík sé allt yfirfljótandi af menningu og að galdurinn sé ekki annar en að segja útlendingum það og þá muni höfuöborgin standa undir nafni á aldamótaárinu. Andlitslyfting Menningarborgir Evrópu hafa hvorki sparað fé né fyrirhöfn til að geta borib titilinn meb reisn og búa ab því þaöan í frá. Gamla höfuðborgin okkar á Sjálandi hefur varib milljörðum til und- irbúnings þess að vera menn- ingarborg Evrópú á næsta ári. Frægt er þegar Glasgow gjör- breytti um yfirbragb meb and- litslyftingu og breyttist úr skít- ugu og niöurníddu fátæktarbæli í glæsilega menningarþorg, sem eftirsótt er að búa í og heim- sækja. í Reykjavík eru engar áætlanir uppi um hvað ber ab gera, þótt langt sé um liðið síban sótt var um aö fá titilinn. Þeir sem hann veita virðast heldur ekki gera sér mikla rellu út af því hvernig uppfylla á fyrirheitin um menn- inguna, enda fær hver sem vill titilinn möglunarlaust. Vel er hægt ab setja hér upp margs kyns menningardagskrár og timbra upp hljómleikasali til viðbótar þeim sem þegar eru til. Frambob á hæfum listamönn- um er mikib og á sumum svib- um gott. En hvað um borgina sjálfa? Fullnægir yfirbragð hennar þeim skilyrðum að vera menn- ingarlegt og þolir hún yfirleitt nokkra fagurfræðilega skoðun? Bílastæ&aborg Hætt er viö ab yfirvöld og íbú- ar borgarinnar þurfi ab taka sjálfum sér tak, ef takast á að koma menningarlegum blæ á þab „húsasalat" sem Dieter Roth segir höfubborgina vera. En það má reyna. A málþingi um uppbyggingu miðborgarinnar, sem haldið var í vetrarbyrjun, var lögb áhersla á gildi húsverndar. Þab er menningaratriði ab hús fái aö standa á sínum stað og að þeim sé vibhaldib þar og að götur og bæjarhlutar fái aö halda sínum svip. í mibbænum hafa gömul og falleg hús horfið á brott og stundum verið byggb ljót hús í staðinn og stundum skárri. En oftast víkja gömlu og virðulegu húsin fyrir bílastæðum, sem verba til í nöturlegum sköröum. Hægt er aö benda á víðlend drulluforæði í miðborginni, sem hafa óprýtt hana um ára- tuga skeið eftir að hús sem þar stóðu voru rifin eða flutt á ✓ I tímans rás brott. Ryðhjallar og ljótleiki blasir hvarvetna vib augum staurblindra skipulagsyfirvalda. Gömul hugmynd endurvakin Á fyrrnefndum fundi var gerður góður rómur aö tillögu tveggja arkitekta um að Dillons- hús verbi flutt úr Árbæ á sinn gamla stað á horn Suðurgötu og Túngötu. Þar hefur verið bíla- stæði síðan húsið var flutt. Tíminn stakk upp á nákvæm- lega hinu sama í grein sem birt- ist í blaðinu 11. ágúst 1979. Fyr- irsögnin var: Skiliö Dillonshúsi á sinn stað. Þar skrifaði undirritabur m.a.: „Eitt af því besta, sem Árbæjar- safn hefur gert, er sú alúð sem Dillonshúsi hefur verið sýnd. Húsib var reyndar ekki mjög illa farið þegar það var flutt í sveit- ina, en það var vel gert upp og er hinn dægilegasti staður að koma i, ekki síst fyrir þá sök að þar er enn iðandi mannlíf. Veit- ingasala er í gömlu, lágreistu stofunum, og úr eldhúsinu heyrist heimilislegt skvaldur þeirra sem hella upp á könnuna og baka pönnukökur og gengil- beinanna, sem svífa léttfættar á upphlut milli boröa. En hvers vegna er Dillonshús í Árbæ? Það var reist á horni Túngötu og Suöurgötu þar til einhverjum datt í hug að rífa þaö upp og flytja upp í sveit. Hvaða nauður rak til þess arna? Ekki einu sinni lóðaleysi, því ekkert hefur verib byggt á þeim stað er húsib stób. Þar er bílastæði, og það svæði sem Dillonshús stóö á rúmar nú sex meðalstóra bíla..." Síban er bent á að húsiö hafi sett vinalegan svip á miðbæinn, en það geröu einnig nokkur fleiri hús sem stóbu í nágrenn- inu, flest reisulegri, en þar er ekki annað núna en subbuleg bílastæði. Vandalistar Sé aftur vitnað í gömlu grein- ina, segir þar: „Ekkert er því til fyrirstöðu að halda áfram veit- ingasölu í Dillonshúsi, þótt það fari á sinn gamla staö, meira ab segja væri hægt að hafa þar opið allt árið, en ekki aðeins í nokkra mánuði eins og nú er gert. Minjasafnið er í eigu Reykjavík- urborgar, sem óbeint stendur að veitingarekstrinum og væri ekk- ert eölilegra en ab safnið héldi áfram varðveislu hússins og veitingarekstrinum og yrbi þaö áreibanlega mun fjölsóttari staður í mibborginni en þar sem húsið er nú." Síðar: „Bernhöftstorfusöfnuð- urinn á þakkir skildar fyrir að vekja athygli á, ab það er ekki al- veg sama hvernig staöið er ab niburrifi húsa og uppbyggingu gamalla hverfa, þótt sjónarmið- in hafi oft verið full einstreng- ingsleg og kannski einblínt um of á húsaröðina við Lækjargötu á meðan vandalistar hafa óá- reittir stundað iðju sína annars stabar. Eins verður að hafa í huga aö hið gamla er ekki ávallt gott og leiðin til framfara er ekki ab horfa reiður um öxl og heimta aö allt verði sett í sama far og þaö var einhvern tíma í fyrndinni, en viö ættum að gæta vel að hvað viö hreppum áður en við sleppum, þegar nið- urrifs- og uppbyggingaræöið grípur okkur." Eftir 16 ára þögn er loks tekib undir hugmyndina um að flytja Dillonshús á sinn gamla stað, til ab gera borgina menningarlegri. Flutningur Dillonshúss er ab sjálfsögðu engin allsherjarlausn, en hann getur orðib áfangi á lengri leiö. Og þess þarf vel að gæta að menning er ekki bara konsertar og sýningahald. í menningar- borg skiptir allt umhverfið höf- uðmáli og er ekki seinna vænna en ab fara ab taka til höndum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.