Tíminn - 25.11.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.11.1995, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 25. nóvember 1995 Landsvirkjun varö 30 ára í sumar. Fyrirtœkiö framleiöir nú um 93% allrar raforku landsmanna. Augu manna beinast nú mjög aö fyrirtcekinu vegna vœntanlegrar aukinnar stóriöju í landinu. TÍMINN rceöir viö Halldór jónatansson, forstjóra Landsvirkjunar: 8 milljaröa hagnaöur af ÍSAL-samningi til 2014 Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann sér góba framtíö framundan hjá fyrirtœkinu. Tímamynd cs Hjá Landsvirkjun er allt stórt í snibum, líka kennitölur um hag fyrirtækisins. Ljóst er að Landsvirkjun er risafyrirtæki á íslenskan mælikvaröa og skiptir miklu máli í íslensku þjóblífi. Fyrirtækib sem framleibir og selur svo til alla raforku í landinu er mikib í umræbunni þessa dagana þegar menn velta vöngum yfir stóribjufram- kvæmdum af ýmsu tagi sem nú mun verba ýtt úr vör ab nýju eftir langt hlé. hrjátíu ára saga Landsvirkjunar var hlabin mikilli orku lengst af, síbustu árin hefur hagur fyr- irtækisins versnab, en þó ekki eins og margir hafa vilj- ab vera láta. TIMINN tók Halldór Jónatansson, for- stjóra Landsvirkjunar tali. Halldór er lögfræbingur ab mennt og hefur starfab hjá Landsvirkjun frá upphafi, fyrst sem skrifstofustjóri, síðan ab- stobarforstjóri og loks forstjóri frá 1983. Landsvirkjun fyrst staðbundin vib subvesturhornib -Hvers konar fyrirtœki er Landsvirkjun? „Landsvirkjun var stofnuö 1. júlí 1965 á grundvelli fyrirætl- ana um að nýta vatnsorku í auknum mæli með uppbygg- ingu stóriðju í landinu sam- hliba því að anna hraövaxandi eftirspurn hins almenna raf- orkumarkaðar. í upphafi voru eigendur fyrirtækisins Reykja- víkurborg og ríkið til helminga og hlutverk þess að sjá Suður- og Vesturlandi fyrir rafmagni. Árið 1983 tóku gildi ný lög um Landsvirkjun sem fólu þab meöal annars í sér ab orku- svæbi fyrirtækisins varð landið allt og á sama ári eignaðist Ak- ureyrarbær hlut í fyrirtækinu. Síðan þá er ríkið eigandi Landsvirkjunar ab hálfu, eign- arhluti Reykjavíkur um 45% og Akureyrar um 5lMi. Landsvirkjun vinnur, flytur og selur í heildsölu raforku til almenningsrafveitna og sam- kvæmt sérstökum samningum til stóriðjufyrirtækja að svo miklu leyti sem almenningsr- afveitur hafa ekki milligöngu um slíka raforkusölu. Fyrirtæk- inu er ætlað að stubla að auk- inni nýtingu orkuaublinda landsins og tryggja að ætíð sé til staöar nægileg orka til þess að anna eftirspurn," sagði Halldór Jónatansson. Raforkusala hefur tífaldast á 30 árum „I upphafi voru m.a. Sogs- stöðvarnar lagðar til I.ands- virkjunar. Frá stofnun hefur Landsvirkjun reist fjórar stærstu virkjanir landsins ásamt tilheyrandi vatnsmiöl- unum og lokið við samteng- ingu landsins alls í eitt raf- orkukerfi. Landsvirkjun fram- leibir nú 93% alls rafmagns hér á landi. Frá öndverðu hef- ur fyrirtækið verið helsti raf- orkuframleibandi landsins og leitt uppbyggingu raforkukerf- isins af eigin rammleik. Upp- sett afl í virkjunum fyrirtækis- ins hefur nífaldast frá árinu 1965 en þá nam raforkusalan tæpum 500 GWst á ári og eina stóriðja á landinu var Áburðar- verksmiðja ríkisins í Gufunesi. Orkuþörf hins almenna mark- abar hefur fjórfaldast á þeim 30 árum sem síðan eru liðin og með tilkomu álversins í Straumsvík árið 1969 og járn- blendiverksmiðjunnar á Grundartanga árið 1978 hefur raforkusala til stóriðju aukist úr innan við 100 GWst 1965 í 2.300 GWst árið 1994. Hefur þá raforkusala Landsvirkjunar í heild meira en tífaldast frá upphafi og hlutur stóribju er orðinn ívið stærri en raforku- sala til almenningsveitna." Heimilísrafmagn hefur lækkab í verbi um 40% á áratug -Hvernig hefur til tekist að út- vega almenningi ódýra raforku til heimila sinna? „Með stofnun Landsvirkjun- ar fyrir 30 árum var rennt stoðum undir fjárhagslega sterkt fyrirtæki sem gæti séð landsmönnum fyrir nægri raf- orku á öllum tímum og staðið að aukinni verðmætasköpun. Hér hefur vel til tekist, sem sést best á því að eigiö fé er nú meira en hjá nokkru öbru ís- lensku fyrirtæki og handbært fé úr rekstri stendur árlega undir verulegri lækkun skulda vegna virkjunarframkvæmda enda eru Sogsstöbvar, Laxár- stöðvar og Búrfellsstöð nú skuldlausar og Sigöldustöð uppgreidd að stórum hluta. Styrk fjármálastjórn hefur gert fyrirtækinu kleift að sjá lands- mönnum öllum fyrir rafmagni á æ hagkvæmari kjörum á sama verbi um land allt en raf- orkuverð frá fyrirtækinu hefur lækkað um 40% ab raungildi frá 1984," sagði Halldór. Svipab eigib fé og bankar og spari- sjóbir samanlagt -Nú er Landsvirkjun skuldug- asta fyrirtceki landsins. Hvers vegna og hvað er framundan í þeim efnum? „Uppbygging í orkumálum hefur verið mjög hröb og vatnsaflsvirkjanir krefjast mik- i.ls stofnkostnaðar sem skilar sér til baka á nokkuð löngum tíma ef menn einsetja sér ab stilla verði rafmagnsins í-hóf. Aðrar þjóðir eins og t.d. Norð- menn stóbu í sambærilegri uppbyggingu mun fyrr á öld- inni en við og eru því búnir að fá til baka mun stærri hluta síns stofnkostnaðar. Þótt skuldir Landsvirkjunar séu miklar, um 50 milljarðar króna, þá eru eignirnar enn meiri og eigib fé Landsvirkjun- ar, um 25 milljarðar, er eins- dæmi á íslandi, eba áiíka mik- ið og samanlagt eigið fé allra banka og sparisjóða landsins. Það sýnir að fyrirtækið er á réttri leið og þess má geta að þrátt fyrir að hafa tekið á sig tap vegna fjárfestingar í Blönduvirkjun sem ekki skilar auknum tekjum strax þá hefur Landsvirkjun búið við jákvæða greiðsluafkomu og getað varið fjármunum til þess að lækka skuldir sínar á undanförnum árum. Meb orkusölusamn- ingnum vib ÍSAI. eykst hæfni Landsvirkjunar enn meira til aö greiða niður skuldir og bjóða æ lægra raforkuverð til almennings þegar fram líöa stundir." Blanda — lán í óláni -Bar virkjun Blöndu vott um of mikla framkvœmdagleði hjá La'ndsvirkjun? „Á sínum tíma var það rétt- mæt ákvörðun ab ráðast í virkjun Blöndu. Orkuspá þess tíma benti til ab full þörf væri fyrir orkuna og það er hlutverk Landsvirkjunar að tryggja að ætíð sé til raforka til að full- nægja eftirspurn. Það er al- þjóðlegt fyrirbæri ab orkuspár í lok áttunda áratugarins og framan af þeim níunda reynd- ust of háar. Á þessum árum urðu öll raftæki neyslugrennri en ráð var fyrir gert og var það ein afleibing af orkukreppum og háu olíuverði á áttunda áratugnum. Á íslandi leiddi orkukreppan enn fremur til aukinnar uppbyggingar á hita- veitum og þar af leiðandi minni rafhitunar en orkuspá gerði ráb fyrir. Hvað Blöndu varðar sýnir það sig nú að tím- anleg virkjun hennar reynist vera ein meginforsenda þess að íslendingar eru í stakk bún- ir til þess að bregðast nógu fljótt við áhuga erlendra fjár- festa á orkufrekum iðnaöi á ís- landi." Leyndarmálin og Landsvirkjun -Hefur Landsvirkjun kannski staðið í vegi fyrir komu erlendrar stóriðju með kröfum um of hátt orkuverð? „Vandinn við að fá erlenda fjárfesta til landsins felst eink- um í að vekja áhuga þeirra en ekki í því ab þeir hafi verib hindraðir, t.d. með kröfum um hátt orkuverð. Aðalástæða þess ab ekki hefur orðið úr fjárfestingum erlendrar stór- ibju á íslandi á undanförnum árum er alþjóðleg efnahags- kreppa. -Nú vill Landsvirkjun ekki gefa upp innihald orkusölusamnings- ins við ÍSAL. Er fyrirtœkinu stætt á þcssu og vœri ekki skað- laust að gera það? „Það er ástæðulaust að hugs- anlegir kaupendur og sam- keppnisaðilar Landsvirkjunar í öðrum löndum sjái þá orku- sölusamninga sem Landsvirkj- un hefur gert til þessa. Slíkar upplýsingar frá orkuframleið- endum liggja ekki á lausu í öbrum löndum. Að sjálfsögðu verður iðnaðarnefnd Alþingis gerð full grein fyrir innihaldi þessa samnings. Ég get hins vegar upplýst að núvirtur hreinn hagnaður Landsvirkj- unar af samningnum til 2014 er áætlaður um 8.000 milljónir króna miöað við þær forsend- ur sem taldar eru raunhæfar. Þá er það metið svo að 80% líkindi séu á að árleg innri arð- gjöf af fjárfestingum Lands- virkjunar vegna stækkunar ÍS- AL verði 15% eða meiri og nánast engar líkur á að arð- semin verði minni en 5,5%." -Er raforkan í raiin sú beita sem notuð er til þess að fá er- lenda stóriðju til landsins? „ísland hefur ekki aðrar auð- lindir en orkuna til að draga að stóriðju til landsins. Á hinn bóginn hefur ísland það um- fram mörg önnur lönd sem bjóba ódýra raforku að mennt- unarstig er hér hærra og stöð- ugleiki í efnahags- og stjórn- málum meiri. Þetta meta er- lendir fjárfestar okkur vissu- lega í hag." Huga þarf strax ab næstu skrefum -Framundan er uppbygging virkjana vegna stóriðju. Verður framvegis reynt að fara aðeins út í framkvœmdir eftir að samning- ar um orkusölu liafa verið tryggðir? „Það er pólitísk ákvörbun hve stór stökk eru tekin í upp- byggingunni á hverjum tíma. F.n uppbygging í orkumálum þarf ab svara almennri aukn- ingu sem á sér stað smám sam- an. Uppbyggingin fer fram í stökkum og fyrst eftir virkjun er alltaf einhver umframorka til stabar. Hún getur nýst vel til að auka viðbragösflýti og samkeppnishæfni Islendinga ef erlendir fjárfestar vilja koma inn með orkufrekán iðnað. Þær framkvæmdir sem nú er verið að rábast í munu ekki aðeins duga vegna stækkunar ISAL heldur einnig almennri aukningu fram um aldamót. Það þarf nú þegar að huga að því hvert næsta skrefið veröur til þess að svara aukinni eftir- spurn á fyrsta áratugi næstu aldar." Ómakleg árás þingmanns -Össur Skarphéðinsson alþing- ismaður og fyrrverandi umhverf- isráðherra hefur haft stór orð á Alþingi um umgengni Lands- virkjunar í umliverfismálum og nefnt Steingrímsstöð og Þing- vallavatn sem duemi. „Fg tel þetta ómaklega árás.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.