Tíminn - 25.11.1995, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.11.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 25. nóvember 1995 15 „Ég skil vel aö þú hafir mikinn áhuga á aö komast oð raun um hver myrti son minn og þaö er gott. Eg biö þess á hverjum degi aö moröingi hans finnist," var þaö fyrsta sem sér- ann sagöi viö fulltrú- ann. Lögreglumabur rarmsakar dekkjaför á moröstaönum. Fjölskylduböndin voru metin til fjár David Sturches, 35 ára gamall landbúna&ar- verkama&ur, var á leiö í vinnuna 5. ágúst 1931 þegar hann sá eitthvaö liggja í veg- kantinum í þorpinu Augusta, Georgíufylki. Hann hra&a&i sér aö næsta húsi sem var í eigu Lombardhjónanna, rík- ustu íbúa smábæjarins, og hrópa&i í gegnum gluggann: „Þaö liggur dauöur maöur fyrir utan." Frú Lombard brá illa, en gekk út með Sturches. Skammt frá húsi hennar lá maður í sjóhers- einkennisklæönaði. Hann haföi verið skotinn í brjóstiö og höf- uðið. Lombard hringdi á lögregluna og William Kent fógeti var kom- inn á staðinn innan skamms. Gögn innan klæða sjóliðans sýndu að hann hét Raiford Gra- dy Williams, 22 ára gamall. Ým- islegt benti til að hann hefði verið rændur. Sérstæð dekkjaför Kent fulltrúi sá engin um- merki um átök, en nýleg dekkja- för voru skammt frá líkinu. Munstrið var óvenjulegt og gat orðið mikilvæg vísbending. Ná- grannar sögöust ekki hafa heyrt neinn hávaða um nóttina. Fulltrúinn setti fram þá til- gátu að líkinu hefði verið hent úr bílnum og sjómaðurinn mögulega skotinn í höfuðið eft- ir að honum var varpað út. Svo virtist sem um kaldrifjað morð væri að ræða. Ein byssukúla fannst í jarðveginum við hlið líksins, sem hafði farið í gegn- um höfuð hans, 38 kalíbera. Eftir að búið var að hafa sam- band við áhöfn skipsins sem Raiford hafði, verið á, fengust þær upplýsingar að hann hefði fengið leyfi frá störfum í 3 daga. Sonur prestsins Faðir hans var prestur í þorpi skammt frá, en Raiford átti kær- ustu í Augusta. Eitt vitni sagðist hafa séð þau saman ekki löngu fyrir morðið. Gat verið að hún tengdist morðinu? Var afbrýði- semi orsök verknaðarins eða var þetta bara kaldrifjað rán? Við þessar spurningar glímdu Kent fulltrúi og hans menn. Tveimur dögum síðar geröi Kent sér ferö til fööur Raifords, sem var harmi sleginn og átti samúð allra í þorpinu þar sem hann bjó. Klerkur var ekki viö, þegar fulltrúinn kom, en hann ákvaö aö bíöa hans fyrir utan heimili hans. Allt í einu rak að- stoðarmaður hans augun í eitt- hvað í jarðveginum. „Sjáðu þetta. Þetta eru sömu dekkjaför- in og voru á morðstaönum," sagði hann. Kent hnyklaði brýrnar. „Furðuleg tilviljun, býst ég við. Þú ert ekki að gefa þér að prest- urinn hafi myrt sinn eigin son, er það?" Aðstoðarmaðurinn hristi höf- uðið, hikandi og skömmustu- legur á svip. Skömmu síðar kom presturinn, séra Williams, og viðkynningin reyndist ágæt. „Ég skil vel að þú hafir mikinn áhuga á að komast að raun um hver myrti son minn og það er gott. Ég bið þess á hverjum degi ab morðingi hans finnist," var þab fyrsta sem sérann sagði við fulltrúann. Klerkur upplýsti að dóttir hans væri ekki heil heilsu og hann hygðist flytja til London til að korna henni undir læknis- hendur. Þar hafði honum verið bobin vinna. Hann var ekkju- maður. Mótsagnir Kent spurbi um ástæbur þess ab sjómaðurinn, sonur hans, hefði fengib leyfi og séra Hoi- land sagbi ab ástæðan hefði ver- ið sú aö dóttir hans hefði verið mjög veik og Raiford hefði vilj- að sjá hana áður en hann hélt út á sjó, ef illa færi. Kent lýsti yf- ir vilja sínum að tala vib dóttur- ina, en þá kom hik á prestinn. Eftir langa umhugsun sam- þykkti hann það, en sagðist veröa að vera viðstaddur. Kent byrjaði á ab spyrja dótt- urina hvernig henni liði og svarið kom honum í opna skjöldu. „Mér líður vel, þetta var bara smákvef sem ég fékk, ekk- ert alvarlegt." Kent tók eftir hvernig faðir hennar fór að titra og reyndi að senda henni skila- boð án oröa, en hún hélt áfram: „Ég er hraust eins og fíll." Handtakan Nokkrir dagar liðu og þá var Kent búinn aö fá þær sannanir sem hann taldi nægja til að handtaka guðsmanninn. Hann hafði oröið vís ab lygum hvað varðaði ferðir sínar um morð- kvöldið, vitni höföu séð hann á bílnum skammt frá moröstaðn- um, en sjálfur sagöist hann hafa verið heima um kvöldiö. Þá var Kcerasta Raifords í miöjunni. Hann lét lífiö fyrir 2.500 dali. mótsögn hans og dóttur hans athugaverð. 9. ágúst 1931 gekk Kent á hans fund með handtökuskip- un. „Herrar mínir. Ég er jafnsak- laus og nýfætt barn," sagði prestur og hélt biblíunni. undir hendinni. Hann var handjárn- aöur og færöur í fangageymslu. Handtakan vakti gríðarlega athygli og íbúar í grenndinni áttu bágt með að trúa að sálu- sorgari þeirra hefði myrt son sinn. Háværar kröfur voru á hendur lögreglunni að sleppa séra Williams og um tíma leit út fyrir að óeirðir brytust út. Öld- urnar lægði þó eftir því sem leið á rannsóknina. Raiford Williams í einkennisbún- ingnum. Myrt í au&gunarskyni Gamall vinur prestsins gaf sig fram skömmu eftir handtökuna og sagðist hafa lánað vini sínum byssuna daginn sem Raiford var drepinn. Presturinn hafði sagt að fangi hefði strokið úr fangelsi og hann óttaðist um líf dóttur sinnar. Þetta þótti vininum skrýtið, þar sem enginn hafði heyrt neitt um flóttamann, en þar sem hann átti tvær skamm- byssur varö hann við bón prestsins. Byssan fannst síðar með fingraförum guðsmanns- ins. Ástæða morbsins var óhugn- anleg. Presturinn hafði stundab verðbréfabrask af miklum móð og tapað öllu sem hann átti á bómullarviöskiptum. Hann hafði líftryggt börnin sín ríku- lega og þegar engin leið blasti önnur við en gjaldþrot, fórnaöi hann syni sínum meö köldu blóði til að þiggja fyrir hann 2.500 dali í bætur. Hann ginnti son sinn í land til þess eins að leiða hann til af- töku. Aftöku þar sem hann var sjálfur böðullinn. Líklegt þótti að nokkrir kunningjar hans hefðu haft vitneskju um ráða- bruggiö, en hylmt yfir meö honum í von um ab fá til baka peninga sem guðsmaðurinn skuldaði þeim. Það fékkst þó ekki sannað fyrir rétti. Réttarhöldin yfir prestinum hófust mánuði eftir morðið og þeim lauk á tæpri viku. Mildi þótti sýnd í dóminum, en prest- urinn hlaut lífstíðarfangelsi fyr- ir viðurstyggilegan glæp sinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.