Tíminn - 25.11.1995, Blaðsíða 18
18
Laugardagur 25. nóvember 1995
i- A N D L Á T
Hjalti Sigurösson
Anna Huld Jónsdóttir,
844E Gwinn PI., Seattle Wa.,
USA, andaðist laugardaginn
18. nóvember.
Ásta M. Sigurbardóttir,
Hólmgarði 13, lést í St. Jós-
efsspítala ab kvöldi 19. nóv-
ember.
Bergþóra I’orvaldsdóttir,
Álfaskeiði 80, Hafnarfirði,
andaðist 22. nóvember.
Björn O. Porleifsson
sjómaður, Hverfisgötu 39,
Hafnarfirði, lést í I.andspítal-
anum J)ann 21. nóvember.
Daníel Á Daníelsson,
fyrrverandi héraðslæknir á
Dalvík, er Iátinn.
Einar Jónsson,
Klapparstíg 6, Njarðvík, lést í
Sjúkrahúsi Suðurnesja að
kvöldi 21. nóvember.
Elín Guðjónsdóttir,
Breiðumörk 17, Hveragerði,
lést á Hrafnistu í Reykjavík
aöfaranótt 20. nóvember.
Engilbert Eggertsson,
Funafold 37, Reykjavík, lést á
heimili sínu 22. nóvember.
Fribrik Tómas Alexandersson
lést í Reykjavík 17. nóvem-
ber.
Guðmunda Svanborg
Jónsdóttir (Svana),
Glæsivöllum 19a, Grindavík,
lést þann 21. nóvember.
Gubrún I’óra I’orkelsdóttir
frá Fjalli lést í sjúkrahúsi
Sauöárkróks 21. nóvember.
Guðrún Margrét
Þorsteinsdóttir,
Hagamel 25, andabist í
Landakostsspítala að morgni
20. nóvember.
Gyba Gunnarsdóttir,
Tryggvagötu 14b, Selfossi,
lést í Landspítalanum laugar-
daginn 18. nóvember.
Hallsteinn Sveinsson
smiður, síðast til heimilis á
dvalarheimili aldrabra, Borg-
arnesi, andaðist í Sjúkrahúsi
Akraness 21. nóvember.
Helga Ásta Gubmundsdóttir,
fyrrv. ljósmóbir, Dalbraut 20,
lést í Landspítalanum 18.
nóvember.
Helga Stefánsdóttir,
Skúlaskeiði 30, Hafnarfiröi,
lést á Sólvangi, Hafnarfiröi,
sunnudaginn 19. nóvember.
Hermann Jón Stefánsson
frá Ánastöðum, Skagafirði,
lést á Dvalarheimili aldraöra,
Sauðárkróki, að kvöldi 18.
nóvember.
Hjalti Sigurbsson,
fyrrum bóndi á Hjalla, Akra-
hreppi, Skagafirði, andaðist á
sjúkrahúsinu á Sauöárkróki
laugardaginn 17. nóvcmber.
Hólmfríbur Jonsdóttir
frá Hofdölum, lést á dvalar-
heimilinu á Sauðárkróki 18.
nóvember.
Júlíus Geirsson,
Laugarásvegi 66, andaðist á
heimili sínu að kvöidi 19.
nóvembcr.
Leifur Tómasson,
Vestursíðu 38, Akureyri, and-
aðist í Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 23. nóvember.
Margrét Jónsdóttir
Stórholti 22, Reykjavík, lést í
Borgarspítalanum 9. nóvem-
ber. Jarðarförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Sesselja Gubmundsdóttir
Ilanks
andaðist á Hrafnistu 22. nóv-
ember.
Sigríbur Gubmundsdóttir
(Sísí),
Hringbraut 56, Reykjavík,
lést 22. nóvember.
Sigurbjörn Herbertsson,
Hvammabraut 14, Hafnar-
firði, lést í Landspítalanum
ab morgni 20. nóvember.
Sigurbur Sigbjörnsson,
Stangarholti 16, Reykjavík,
andabist á Hrafnistu í
Reykjavík 17. nóvember.
Valtýr Gubmundsson,
Alftamýri 58, lést í St. Jósefs-
spítala 21. nóvember.
Þórdís Gubjónsdóttir
frá ísafirði, Digranesvegi 80,
Kópavogi, andaðist á Hrafn-
istu í Reykjavík 20. nóvem-
ber.
Þórbur Kristinn Jónsson,
dvalarheimilinu Lundi, áður
Kirkjuvegi 8, Selfossi, lést
laugardaginn 18. nóvember.
bóndi frá Hjalla
Hjalti Sigurðsson fœdciist 22. mars
1920 að Flugumýrarhvammi í Akra-
hreppi, Skagafirði, en ólst upp í
Stokkhólma í sömu sveit.
Hann lést á Dvalarheimili Sauðár-
króks 18. nóvember 1995.
Foreldrar hans voru Sigurður Ein-
arsson, fæddur 4. september 1891,
dáinn 16. apríl 1963, og Margrét
Þorsteinsdóttir, fœdd 8. janúar
1889, dáin 10. nóvember 1989.
Þau bjuggu 3 ár á Hjaltastöðum,
síðan 1 ár í Flugumýrarhvammi, ár-
ið 1921 fluttu pau í Stokkhólma og
árið 1941 fluttu pau aftur í Hjalta-
staði.
Systkini Hjalta eru: Þorsteinn, Pét-
ur, Leifiir, Halldór og fórunn.
Hjalti kvœntist 28. maí 1949
Ingibjörgu Kristjánsdóttur, fœddri 8.
febrúar 1928.
Börn peirra eru:
Unnur, fædd 10. október 1948,
maki fóhannes Þorkelsson.
Margrét Sigrún, fædd 16. janútar
1950, maki Jón Ásmundsson.
Arnbjörg Kristín, fædd 17. febrúar
1951, maki Hartmann Ásgrímur
Halldórsson.
Oddný, fædd 26. maí 1952, maki
Árni Bergmann Pétursson.
Herdís Svava, fædd 6. október
1953, maki Ástmundur Norland.
Eva, fædd 26. febrúar 1958, maki
Björn Jóhannesson.
Svala, fædd 1. maí 1959, maki
Ingvar R. Hárlaugsson.
Sigurður, fæddur 14. apríl 1963,
maki Úlfhildur Sigurðardóttir.
Kristján, fæddur 24. mars 1966,
maki Kolbrún Ólafsdóttir.
Hlynur, fæddur 31. mars 1968,
maki Ingibjörg B. Sigurjónsdóttir.
Sonur Hjalta og Júlíönu Sigurðar-
dóttur var Ólafur Freyr, fæddur 19.
janúar 1950, dáinn 27. mars 1968.
Bamabömin eru 19 og bama-
bamabömin 3.
Hjalti stundaði nám við Bænda-
skólann að Hólum veturna 1936-
1938 og við ípróttaskólann í Hauka-
dal veturinn 1940.
Hjalti byrjaði búskap sinn í
Reykjavík, en fluttist norður 1950 og
keypti Hjaltastaði með fóður sínum
og bræðrum. Árið 1963 flutti liann
með fjölskylduna að Hjalla, par sem
hann byggði nýbýli frá Hjaltastöðum
og bjó par til ársins 1986, er hann
t MINNING
flutti á Dvalarheimili Sauðárkróks
og bjó par til dauðadags.
Minningarbrot um Hjaita föður-
bróbur minn tengjast flest í mínum
huga gamla bænum á Hjaltastöð-
um. Þar dvaldist ég ásamt bræðrum
mínum og frændsystkinum að
sumarlagi frá fimm ára aldri til
fermingar. Fyrstu árin voru fjöl-
skyldurnar fjórar sem bjuggu í
þessu tvílyfta steinhúsi, sem langafi
hóf aö byggja á fyrsta áratug þessar-
ar aldar. Húsib var ekki stórt og ég
furðaði mig alltaf á því, þegar ég
skoðaði það í seinni tíð, hvernig
hægt var að rúma í þessu húsi svo
margt fólk: Húsið var heldur ekki
nægilega merkilegt til ab fá að
standa áfram. í ár var það jafnað
við jörðu, á níræðisaldri.
Saga manna og húsa er um margt
h'k. Hvor tveggja eiga sinn glæsi-
tíma og hrömunarferil. Hjalti
frændi átti sinn glæsitíma, en
hrörnunarferill í lífi hans byrjaði
alltof fljótt. Það mun hafa kveðiö
ab þeim Stokkhólmabræbrum á
yngri árum, hvort sem var í íþrótt-
um, söng eða skemmtan. Enn í dag
sé ég koma glampa í augun á full-
orðnum konum, er þær minnast
þeirra tíma er þeir settu svip á dans-
leikina og skemmtanir í Skagafirði
og víðar um sveitir. Hef ég heyrt
því fleygt að Hjalti hafi ekki þótt
sístur þeirra ab gjörvuleik.
Fljótlega eftir að hann og Ingi-
björg kona hans flytjast norður í
Hjaltastaði til að hefja þar búskap á
jöröinni á móti afa og bræðrunum
Pétri og Þorsteini, fór að syrta í ál-
inn. Sjúkdómur gerði vart við sig
hjá þessum þrítuga bónda. i fyrstu
vissu menn ekki hvað hér var á ferð
og orsaka og lækninga var leitað án
árangurs. Eftir mörg ár var það síð-
an ljóst að hér var um hrömunar-
sjúkdóm (MS) að ræða og lítil von
um bata.
Óvissan í fyrstu og síðan hinn
endanlegi dómur voru áreiðanlega
þung raun fyrir þennan skapmikla
og um margt nákvæma mann.
Rúmlega þrítugur finnur hann að
þessi stælti líkami er að bregðast
honum; það, sem hann þurfti mest
á að halda við búskap og smíðar,
hlýddi ekki skipunum hans.
Börnin voru mörg og lífsbaráttan
hörð. Þab er erfitt að setja sig í þessi
spor.
Fljalti brást við með því að beita
sjálfan sig hörðu. Sjálfsagt kom
þessi harka stundum niður á þeim
sem næstir honum stóðu. Hjá slíku
verður vart komist við aðstæður
sem þessar. Ég held hinsvegar að
öðrum þræði hafi þessi harka ekki
verið honum eðlislæg. Það hlýtur
ab vera erfiö og jafnvel fyrirfram
töpub glíma að láta góöu hliðarnar
koma fram, þegar eins margt blæs á
móti og í lífsbaráttu Hjalta. Fjörutíu
ára barátta sem hann háði, þar af
bundinn hjólastól í rúm tuttugu ár,
setti mark sitt á hann. Ég veit samt
ab þeir, sem næstir honum stóbu,
fengu ab finna fyrir góðu hliðun-
um og kunnu að meta það og þakka
fyrir að leiðarlokum.
Hjalti var eitt sinn til rannsókna
syöra og dvaldist þá hjá foreldrum
mínum. Trúði hann mér þá fyrir
því að þab skelfdi hann þegar hann
fyndi það að læknarnir væru að
prófa hann og spyrja hann spjör-
unum úr, að því honum virtist til
að ganga úr skugga um hvort hann
væri með öllum mjalla, þ.e. hvort
lömunin næði einnig til starfsemi
heilans. En þetta reyndist ástæbu-
laus ótti. Hugsun sinni held ég að
Hjalti hafi haldið skýrri allt fram
undir það síðasta. Hinsvegar hábi
það honum mikið síbustu misserin
að eftir mörg áföll átti hann erfitt
með að tjá hug sinn í máli og varð
það enn einn steinninn í götu
hans.
Síðustu tíu árin dvaldist Hjaiti á
Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og naut
þar góðrar umönnunar starfsfólks,
sem hann kunni að meta að verð-
leikum. Á engan tel ég þó hallað þó
getið sé fádæma umhyggju tengda-
sonar hans, Ásgríms í Tumabrekku,
og Arnbjargar konu hans.
Er ég heyrði lát Hjalta, kom mér
ósjálfrátt hending úr sálmi í hug;
„Þegar ég leystur er þrautunum frá
..." Nú er hann leystur frá sínum
jarðneska líkama. Hann hefur verið
falinn Drottni í skírninni og bæn-
um þeirra sem báru kærleik til
hans.
Hvíli hann í Guðs friði.
Börnum hans og öðrum ástvin-
um flytja foreldrar mínir og fjöl-
skyldur okkar bræðra bestu kvebj-
ur.
Guðmundur Ingi Leifsson
Þegar ég sat hjá þér síðustu
stundirnar, pabbi minn, flaug mér í
hug vísa sem þú kenndir mér sem
barni:
Nálgast nú sólin náttstaðinn,
nút ertu horfmn vinur minn.
Þegar við hittumst um morgunmund,
mild verðtir gleðin við endurfund.
(Sigurður Ágústsson)
Svala
Leikskólar
Reykjavíkurborgar
Leikskólastjóri
Staba leikskólastjóra við nýjan leikskóla, Laufskála við
Laufrima, er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 17. des. nk.
Leikskólakennaramenntun áskilin.
Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson, framkvæmda-
stjóri, og Margrét Vallý jóhannsdóttir, deildarstjóri, í síma
552-7277
Ðagvist barna
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277
UTBOÐ
F.h. Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, er óskað eftir tilboðum í
þvottaþjónustu (þ.e. þvott og flutning á líni, fatnaði o.fl.) fyrir stofnanir og
fyrirtæki Reykjavíkurborgar.
Um er að ræba þvott á: Moppum, handklæbum, klútum, mottum, dúkum,
vinnufatnaði og öðru tilfallandi.
Fjöldi afhendingarstaba verbur u.þ.b. 180.
Útbobsgögn verba afhent á skrifstofu vorri, ab Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilbobin verba opnub á sama stab þribjudaginn 12. desember 1995, kl.
11:00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Simi 552-5800
Framsóknarflokkurinn
Ólafur Öm
Cubni
Isólfur Cylfi
Selfossbúar —
Sunnlendingar
Skemmtikvöld ab hætti framsóknarmanna verbur haldib föstudaginn 1. desember
ab Eyrarvegi 15, Selfossi, kl. 21.00.
Clens, grín og gaman.
Abalgestur kvöldsins verbur alþingismaburinn og göngugarpurinn Ólafur Örn Har-
aldsson. Cubni Ágústsson og isólfur Gylfi Pálmason mæta einnig og slá á létta
strengi.
Allir velkomnir. Frarmóknarfélag Selfoss
Framsóknarvist
Framsóknarvist verbur haldin sunnudaginn 26. nóvem-
ber kl. 14.00 f Hótel Lind. Veitt verba þrenn verblaun
karla og kvenna. Ólafur Örn Haraldsson, alþingismabur,
flytur stutt ávarp í kaffihléi. Abgangseyrir er kr. 500 (kaffi-
veitingar innifaldar).
Framsóknarfélag Reykjavíkur
Ólafur Örn