Tíminn - 25.11.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 25.11.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 25. nóvember 1995 19 Seymour komin á steypirinn Jólin verða viðburðaríkur tími hjá Jane Seymour familíunni og eiginmanni hennar James Keach því þá er von á tvíbur- um þeim sem gista nú leg leik- konunnar. Jane er orðin 44ra ára en hef- ur staöið keik og geislandi alla meðgönguna ailt þar til nú fyr- ir skömmu þegar hún var flutt meb hraöi á spítala með gífur- lega samdráttarverki. Læknar komust að þeirri niburstöðu að verkirnir væru afleiðing mikillar vinnu og hita en Jane hefur verið við tökur í Agoura í Kaliforníu. Eftir lyfjagjöf var henni skipað að taka lífinu rólega það sem eftir væri meðgöngutífnans. Tökum á myndinni' Dr Qu- inn lauk í lok október og var þá slegið upp óværitri ung- barnaveislu þar sem Jane voru afhentar snemmbúnar sæng- urgjafir og tVær útgáfur af hverri gjöf að sjálfsögðu. ■ I SPEGLI TÍIVIANS Fréttir í vikulok íslenskt lambakjöt til Bandaríkjanna „I’etta er lyginni næst, það hefur bókstaflega snjóað inn föxum og símhringingum. I’etta eru ein fjögur hundruð kíló sem við höfum sent til Ameríku,- svo er gífurlegur fjöldi af föx- um sem við höfum ekki komist til að svara og afgreiða," sagði I’étur Pétursson kaupmaður í Kjötbúri Péturs á mánudag. Meðal fyrirspyrjenda eru bandarísk fyrirtæki sem hyggjast gefa starfsfólki sínu íslenskt lambakjöt í jólagjöf. Landsvirkjun sýknuö Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði I.andsvirkjun í tveim málum er varða kröfu bænda um bætur fyrir virkjunarréttindi í Blöndu á Eyvindarstaðaheiði og Auðkúluheiði. Segir í dómn- um að stefnendur hafi ekki ieitt sönnur á að heiðarnar haf' orðið eða séu fullkomið eignariand þeirra. 70% allra atvinnulausra á höfuöborg- arsvæöinu Nær 3.700 manns voru jafnaðarlega á atvinnuleysisskrám á höfuðborgarsvæðinu í október, sem er 28% fjölgun frá sama mánuði í fyrra. Fjölgun atvinnulausra milli ára er öll og meira til á höfuðborgarsvæðinu, en á því svæði voru 70% allra at- vinnuleysingja í októbermánuði. Hátt í 6 þús. manns voru á atvinnuleysisskrá á landinu í októberlok, en í heild fjölgaði atvinnulausum um nær 17% frá október í fyrra. Kaupmenn hunsa enn lög um verömerkingar Stór meirihluti kaupmanna á helstu verslunarsvæðum nhöfuðborgarinnar heldur áfram að hunsa lög og reglur um verðmerkingar að öllu eða miklu leyti. í könnun Samkeppnis- stofnunar kemur fram að minna en helmingur kaupmanna við Laugaveg og í Kringlu hefur verðmerkingar í lagi og að í nærri þriðjungi verslana vantar verðmerkingar algerlega. Ástandið reyndist m.a.s. heldur verra á þessu ári heldur en í fyrra. Bergsteinn Þ. jónsson, matartœkninemi vinur launalaust hjá Land- spítalanum um þessar mundir eftir oð stjórn Ríkisspítalanna ákvaö aö hætta aö greiöa nemum laun. Landspítalinn fellir niöur laun til mat- artækninema Iðnnemasamband íslands hefur leitað eftir leiðréttingum bæbi til stjórnar Ríkisspítalanna og heilbrigðisráðherra vegna þeirrar ákvörðunar Landspítalans að afnema laun til matar- tækninema sem ljúka námi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti með 34 vikna starfsnámi á spítala. Formaður INSÍ segir þær tilraunir hafa verið gagnslausar þótt launin nemi aðeins um 50.000 krónum á mánuði fyrir hvern nema. Dagsbrún segir upp samningum Á fundi trúnaðarmannaráös í Verkamannafélaginu Dags- brún á fimmtudag var samþykkt ab segja.upp öllum gildandi kjarasamningum félagsins og tekur uppsögnin gildi 31. des- ember nk. Tommi ætlar aÖ stækka Hótel Borg Tómas A. Tómasson hyggst stækka Hótel Borg um 19 her- bergi ef kaup hans á Pósthússtræti 9 ganga upp. Hann segir núverandi stærö hótelsins mjög óhagkvæma rekstrareiningu, en nú eru þar 32 herbergi. Hart deilt um Leifsstöö á þingi Miklar umræður hafa orðið á Alþingi um þingsályktunartil- lögu þeirra Guðmundar Hallvarðssonar og Kristjáns Pálssonar um ab fela einkaaöilum tollfrjálsan verslunarrekstur í Leifs- stöb og ríkið dragi sig jafnframt út úr rekstri Fríhafnarinnar. í umræburnar blönduðust einnig hörð skoðanaskipti um fjár- hag flugstöðvarinnar og deildu fyrrverandi og núverandi ráð- herrar hart um hver bæri ábyrgð á þeim mikla fjárhagsvanda sem við er að etja í rekstri hennar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.