Tíminn - 25.11.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.11.1995, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 25. nóvember 1995 íslensku jólasveinarnir 7 3 búnir aö ráöa sig í vinnu 7 Hverageröi: Þábu bob ný- búans Sankti Kláusar íslensku jólasveinarnir 13 hafa rábib sig til vinnu í Hveragerbi og taka til starfa einn og einn í einu þegar þeir koma til byggba í jólamánub- inum. Jólasveinarnir voru farnir ab sjá fram á atvinnu- leysi og gripu því bob fjar- skylds ættingja síns, Sankti Kláusar, um atvinnu fegins hendi. Árni Björnsson þjóbhátta- fræöingur veit manna mest um jólasveina og lifnabarhætti þeirra. Jólasveinarnir hafa und- anfarin ár heimsótt Árna og fé- laga á Þjóöminjasafninu eftir ferö sína úr fjöllunum niöur til byggöa. Þótt jólasveinarnir muni ab þessu sinni halda til í Hverageröi ætla þeir aö halda tryggö við vini sína á Þjóö- minjasafninu og heimsækja þá ábur en þeir koma sér fyrir í jólabænum. Árni féllst á ab fræöa okkur örlítiö um þessa skringilegu kunningja sína. Nií hefur Sankti Kláits verið mjög áberandi fyrir jólin liér á ís- landi í mörg ár. Er hann kannski íslenskur líka? „Þaö liggur fyrir að Sankti Kláus er nýbúi. Hann er ekki upprunalegur íslenskur jóla- sveinn og ekki af þeirra ætt. Ef þeir eru eitthvaö skyldir eru þeir mjög fjarskyldir. Okkar menn eru komnir af heiönum tröllum en Sankti Kláus er af grískum biskupsættum, þannig aö þaö er mjög fjarlægt." Hvers vegna tóku íslensku jóla- sveinarnir atvinnutilboði Sankti Kláusar. Hafa þeir ekki meira en nóg að gera í desember? „Þeir hafa haft sífellt minna aö gera undanfarin ár. Tæknin er eiginlega búin aö gera störf þeirra úrelt. Kýr eru t.d. mjólk- aðar meö mjaltavélum nú oröiö þannig aö þeir komast ekki í froðu. Bjúgu og hangikjötslæri hanga ekki lengur í eldliúsum heldur í sérhönnuðum reyk- húsum. Á mörgum húsum eru engir strompar og enginn borö- ar lengur úr aski, þannig aö þaö eru engir askar til aö sleikja. Áöur fyrr boröuöu þeir skófirn- ar innan úr pottunum en nú er einhver filma innan á öllum pottum þannig aö þaö festist Árni Björnsson, þjóöhátta- frœðingur. ekkert viö þá. Þeim voru því orðnar allar bjargir bannaöar greyjunum. Þá kom þessi fjar- skyldi ættingi þeirra og bauö þeim heiöarlega atvinnu í Hveragerði og þeir hafa ákveðið aö slá til." Hvernig heldurðu að verði að hafa jólasveinana í vinnu? Verða þeirgóðir starfskraftar? „Ja, nú er eftir að sjá hvernig þeim gengur aö sitja á strák sín- um. Það er nú spenningurinn viö þetta aö sjá hvort eðlið segi ekki til sín." Sankti Kláus hefur ekki sett þeim nein skilyrði? „Hann vill fara aö fá þeim ný föt en þaö er ekki gott aö segja hvort þeir taka því allir, þaö kemur í ljós. Þeir eru nokkuð misjafnir. En þaö er nú allt í lagi aö þeir eigi til skiptanna." -GBK BORÐIST UMBÚDALAUST UMJÓIJN Því miður veröur nýi Jólaisinn frá Kjörís seldur um jólin. Viljir þú njóta hans 1 kynnast innihaldinu betur, skaltu tryggja af honum strax. Hverageröi breytist í jólaþorpiö á íslandi á fullveldisdaginn meö: Sankta Kláus og frænd- fólki „Hann kom bara hérna. Hann var á slebanum og þurfti ab lenda til ab hvíla sig og hitti þá frændur sína. Hann sá reykinn stíga unp úr bænum, vildi kanna þetta betur og hita sér og var aldeilis undrandi ab hitta þessa skemmtilegu fjölskyldu sína," sagbi Helgi Pétursson, mark- absstjóri Samvinnuferba-Landssýn- ar, um ástæbur þess ab Sankti Kláus tók upp á því ab flytjast bú- ferlum til Hveragerbis. En Sankti Kláus mun hafa absetur í jólaþorp- inu í Hveragerbi, sem nú er óbum ab verba tilbúib, ásamt Grýlu, Leppalúba og sonum yfir jólin. „Vib höfum fyrst og fremst unn- ib ab því að koma jólaþorpinu sjálfu í slíkt horf ab þar ríki jólast- emning," sagði Helgi í samtali vib Tímann. „Við erum búin að gera mikið fyrir húsiö sjálft en það er líka allur bærinn skreyttur, feikna- miklar ljósaskreytingar á öllum götum. Hvergerðingar sjálfir hafa tekib þessu mjög skemmtilega og með brosi á vör. Þeir eru að skreyta sín hús og garða og það er sam- keppni í gangi um fallegustu skreytinguna heima fyrir og helgar- ferð til London í bobi." Helgi segir hlutafélaga í Jólalandi renna blint í sjóinn með aðsókn og ekki hægt að áætla eða setja fram óskatölu gesta. „Hins vegar vitum við það að Hveragerði á sér langa forsögu sem ákjósanlegur stoppi- staður á skemmtilegum bíltúr." Ekki er ætlunin að horfa sérstak- lega til erlendra ferbamanna að þessu sinni enda veröur jólaþorpið ekki tilbúið fyrr en 1. des. og því ekki til það kynningarefni sem þarf til kynningar á jólaferðum erlend- is. „Þó ab okkur hafi tekist að koma þessu í smákynningu núna í Bret- landi og sent út bæklinga í allt sölukerfi Flugleiða í Bretlandi þá höfum við í raunirmi ekki haft myndir af því sem við ætlum að selja." Einhverjar bókanir hafa þó borist frá Bretlandi og segir Helgi ab mikill áhugi hafi verib sýndur á jólaþorpinu vegna þeirrar menn- ingarlegu sérstöðu sem hér er í Helgi Pétursson. jólahaldi. Jólaþorpið hefur veriö kynnt í jólaskreytingum og -útstill- ingum í Selfridges- versluninni í London en þar er aöalvinningur- inn ferð til íslands í jólaþorpið. „Enn sem komið er gerum við okk- ur engar sérstakar vonir um að geta dregið til okkar einhvern fjölda er- lendra ferðamanna í ár. Við stönd- um hins vegar uppi mjög vel vopn- um búnir strax eftir áramót. Þessar ævintýra- og vetrarferðir eru kynntar á mörkuðum og sölustefn- um í febrúár og mars á hverju ári." Að sögn Helga er jretta fyrst og fremst hugsað sem tækifæri til ab markaðssetja íslenska jólasiði og menningu. „Við tengjum þetta umheiminum með Sankta Kláusi sem sest að í Hverageröi vegna þess aö hann hefur hitt fyrir íslensku jólasveinana og foreldra þeirra, Grýlu og Leppalúða. Um leið kynn- ist hann öllum þeim siðum sem tengjast íslensku jólahaldi. Þetta er meginhugsunin í því að koma mjög öflugt inn á erlendan markab á næsta ári meb íslenska jólasiði og íslenska jólasveina." Tívolíhúsið sem nú hefur verið lagt undir Jólaland er geysilega stórt. Hlutafélagið sem stendur bak við Jólaland samanstendur af 50 aðilurn í Hveragerði, einstaklingum og fyrirtækjum, og Samvinnuferð- um- Landssýn og hafa verið uppi hugmyndir um aö nýta húsið enn frekar. „Við höfum verið að velta fyrir okkur ýmsum hugmyndum í framhaldi af þessu ágæta samstarfi sem hefur myndast um þetta um ab nýta húsið betur. T.d. í einhvers konar sýningarhaldi. Svo hefur líka verib gælt við það að hafa einhvers konar verkstæði jólasveinsins eða jólasveinaævintýrahús í Hveragerði allt áriö um kring." Því eru allar líkur á að Sankti Kláus taki sig ekki upp á næstunni heldur doki við og athugi hvernig hann kann við sig í Hveragerði vet- ur, sumar, vor og haust. -LÓA /VYV-I r ■ ■ (imol husqogn Domino hornsófi - 6 manna Kr. 67.890 stgr. Stóllinn Smiðjuvegi 6d, sími 554 4544

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.