Tíminn - 25.11.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.11.1995, Blaðsíða 5
5 Laugardagur 25. nóvember 1995 Kristjana Bergsdóttir: Dimitering ígœr. Stúlkur úr Fjölbrautaskólanum viö Armúla á leiö út í atvinnulífiö. Tímamyrd: GS Konur og nýsköpun atvinnulífsins Undanfarin nokkur ár hafa konur tekiö virkan þátt í nýsköpun í atvinnulífinu meö stofnun fyrirtækja í smáiðnaði og þjónustu. Margt af því þróunarstarfi sem konur vinna að innan sinna fyrirtækja hefur í gegnum tíöina verið kallað dútl og ekki þótt margra fiska virði. Mörg þessara fyr- irtækja hafa nú sannað tilverurétt sinn á markaðnum og flestum er orðið það ljóst að jafnt tölvufikt sem jurtatínsla getur skapað atvinnu og þjóðarauð ef þekking og hugvit fær að njóta sín. Upplýsingar vantar Litlar sem engar athuganir hafa veriö gerðar á stöðu fyrirtækja í eigu kvenna á Islandi en þær eru nauðsynlegar áfram- haldandi framsókn kvenna í sjálfstæðum atvinnurekstri. Það þurfa að vera til athuganir á því hversu umfangsmikilf þáttur kvenna er í nýsköpunarvinnu. Hversu mörg fyrir- tæki kvenna eru starfandi og í hvaða greinum, hvað hefur gengið og hvað mistekist. Það þurfa að liggja fyrir athuganir á möguleikum kvenna til fjármagns, og hvort kynbundinn munur sé á skilvísi karla og kvenna við sína lánadrottna. Það er staðreynd að víða í hinum vest- ræna heimi eru konur betri viðskiptavin- ir bankanna hvað þetta snertir og skapar sú vitneskja konum almennt betri stöðu á lánamarkaðinum. Ennfremur segja margar konur að fyrirgreiðsla í bönkum fari eftir því hvort karl eða kona sæki um lán, þar sem konan fær verri þjónustu og mætir jafnvel fordómum. Þetta þarf að atliuga því að ef satt reynist þarf nauð- synlega að breyta því strax. Þ’yrir um þaö bil ári síðan sat ég fund miðflokkskvenna á Nordisk Forum í Finnlandi 1994 þar sem rætt var um stöðu kvenna í atvinnurekstri á Norður- löndunum. Fyrir þennan fund kynnti ég mér við- horf rúmlega 10 kvenna og kvennahópa sem reka fyrirtæki í smáiðnaði og þjón- ustu á Austurlandi til að geta borið sam- an við það sem gerist á hinum Norður- löndunum. Þær konur sem ég talaði við áttu það sameiginlegt að vera með einhverja menntun, s.s kennaramenntun, hjúkr- unarmenntun, ljósmæðramenntun, skrifstofumenntun, tónlistarnrenntun o.fl. en einnig konur sem búið höfðu er- lendis eða voru af erlendum uppruna. Þetta voru ekki atvinnulausar konur, heldur konur sem vildu skapa sér eigin vettvang, meiri tekju- möguleika og atvinnu- öryggi. Samkvæmt rannsóknum í Dan- mörku eru þetta einn- ig einkenni yfir 50% þeirra kvenna sem fara út í eigin atvinnurekst- ur þar í landi. Nýr lífsstíll — trygg búseta Það er almennt ekki hægt að tala um afgerandi kynbundinn mun á fólki sem fer út í eigin rekstur en athuganir leiða þó í ljós nokkra þætti sem einkenna kon- urnar umfram karla og eru þau einkenni sammerk konum á öllum Noröurlönd- unum. Konur í nýsköpun hafa fremur nýjan lífsstíl að leiðarljósi í sínum hugmynd- um en von um mikinn gróða. Konur miða sinn rekstur við að skapa sér og fjölskyldunni möguleika til búsetu á heintaslóðum, sjálfum sér atvinnu og tekjur og börnum sínum sumarvinnu, og í sumum tilfellum er markmiðið einnig samstarf og félagsþörf og í þeim tilfellum eru stofnaðir kvennahópar utan um starfsemina. Kveikjan ab hugmyndum Hugmyndir að atvinnusköpun eiga oftast langan aðdraganda en kvikna í upphafi við hin daglegu störf. Þær eiga uppruna sinn við eldhúsvaskinn, við ljósaborðið í frystihúsinu, úr fjölmiðlum og víðar. Konur sem búið hafa erlendis sjá möguleika sem tengjast mörkuðum þar eða fá hugmyndir um framleiðslu eða þjónustu sem ekki er til staðar á íslandi í dag, hugmynd um eitthvað sem má framleiða heima í stað þess að flytja inn. Konur sem hafa aö- gang að ódýrum efni- við þróa hugmyndir að handverki eða annarri framleiðslu, konur á vinsælum ferðamannastöðum sjá möguleika í þjón- ustu ofl. ofl. Lánatrygging — Atvinnurá&gjöf Undanfarin ár hafa íslenskar konur átt þess kost að sækja um styrki sem sérstak- lega eru ætlaðir til atvinnuuppbyggingar kvenna. Þetta hafa konur notfært sér auk þess sem sveitarfélögin hafa stutt vel við bakið á þeim með beinni fjárhagsaðstoð eða í formi húsnæðis o.h. En margir gagnrýna það viðhorf að fjárhagslegur stuðningur við fyrirtæki kvenna skuli oft vera flokkaður undir félagslega aðstoð. Það verður æ háværari krafa kvenna að eiga aðgang að lánsfjármagni án þess að þurfa að veðsetja heimili sín. Lánatrygg- ingarsjóður er góð lausn á því máli og er nefnd starfandi að stofnun lánatrygging- arsjóös kvenna sem verður væntanlega að veruleika innan tíðar. Ennfremur hafa konur í atvinnuþróun bent á það að hlutur atvinnuráðgjafar er stórlega vanmetinn og að í mörgum til- fellum er það nægjanlegt framgangi mála að eiga aðgang að ráðgjöf á hinum ýmsu stigum þróunarinnar, s.s. aðstoð á jviði hönnunar, vöruþróunar og mark- aðssetningar svo og upplýsingar um möguleika til lána og styrkja. í hagskýrslum kemur fram að flest fyr- irtæki kvenna á íslandi eru hárgreiðslu- stofur, snyrtistofur og verslanir. Langflest þessara fyrirtækja eru staðsett á stór- Reykjavíkursvæðinu eða um 80%. Þetta segir okkur það að meiri breidd er þörf í fyrirtækjum kvenna og nauðsynlegt að marka stefnu sem hvetur konur til að leita út fyrir hinar hefðbundnu kvenna- greinar þannig að kraftar þeirra nýtist víðar. Sökurn sérstöðu landsins og hvað varð- ar okkar lifibrauð, sjávarútveginn, þá ætti það að vera stefna á íslandi að virkja sköpunargleði kvenna og sjálfsbjargar- viöleitni á vettvangi fiskiðnaðar og hvetja konur til smáiðnaðar á sviði sér- hæfðrar vinnslu sjávarafurða á sérhæfða smærri markaði. Þær ættu að hafa alla möguleika til aö ná arangri í rekstri fyrirtækja á þessu sviði, eins og raunar nokkrar konur hafa nú þegar gert. Það ætti öllum að vera ljóst mikilvægi þess að byggja upp öflugan smáiðnað á Islandi og nýta til þess alla þá krafta sem landið hefur upp á að bjóða. Það hafa skapast góðar aðstæður í þjóðfélaginu fyrir iðnaðinn, s.s. með lágu gengi. Fyrir- ætlunum ríkisstjórnarinnar um stóriöju- uppbyggingu eiga skilyrðislaust aö fylgja ákvarðanir um eflingu smáfyrirtækja kvenna í iðnaði og þjónustu og þá sér- átaklega á þeim landsvæðum þar sem ekki er fyrirhugað að standa í stórfram- kvæmdum á næstu árum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.