Tíminn - 25.11.1995, Blaðsíða 14
14
Laugardagur 25. nóvember 1995
Haavrðinqaþáttur
Finnur Ingólfsson hefur verið einna mest áberandi
af ráðherrunum undanfarið. Hann hefur mætt á
marga árs- og aðalfundi og viðrað skoðanir sínar til
dæmis á lífeyrissjóðum, sölu banka og fleiru. Hall-
dór Ásgrímsson var ekki of hrifinn af að ráðherrann
lýsti um of einkaskoðunum sínum.
Halldóri þykir ei heppilegt hjá honum Finni
að skýra um offrá skoðun sinni
og skvetta svona olíunni.
Finnst honum að Finnur sé að flytja blaður,
ráðherrann sé of rœðuglaður
og rétt á mörkum afruglaður.
Ólafur Stefánsson
Meira um afrek Finns iðnaðarráðherra:
Álverjar
Senn afminni mœddu sál
munu losna viðjar;
meira brátt og betra ái
bræða Ingólfs niðjar.
Ágœt sýnast íslandsbörn
enn í flokki manna,
enda klár og álvergjörn
eins og dæmin sanna.
Það er altsvo ekkert mál
upp að tendra þjóðarsál,
brosum gleitt og bræðum ál,
breytum sorg í gleði. — Skál!
Búi
Sami heldur áfram að yrkja um atvinnuvegina:
Allt bændum að kenna
Nú eru nauðir í vændum,
nóttin er óðum að lengjast.
Ónot og fýla í frændum
fiskveiðismugunum tengjast.
Eitt sinn við íslandi rændum
frá írum og þyrftum að flengjast.
Ólán við að okkur hændum
enn tnunu lífskjörin þrengjast!
Obbinn afíslenskum bændum
ætti í hvelli að hengjast.
Og áfram er ort í skammdeginu:
Kimi
Myndarfrú er Manley hans,
mun og seinna, kannski,
verða jöfur Jótalands
fóakitn hinn danski.
Ógnvænleg þróun
Nú er erfitt ástandið,
iðrakvefá fullu.
Menguð valda sauðasvið
salmónelludr...
Afruglun
Út um vastir veður hvasst
vekur rastir Ijótar,
í einu kasti afhommast
argir lastaþrjótar.
Botnar og vísur sendist til Tímans
Brautarholti 1
105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA
Mergurinn málsins
þegar jólagjöfin er valin
Vandinn við aö kaupa jólagjafir
er að gjöfin á að falla í smekk
annarrar manneskju en þeirrar
sem velur og á að passa henni ef
um fatnað er að ræða. Sumir
ráöa vel við að kaupa gjafir
handa öðrum og svo eru líka
þeir sem eru mislagöar hendur
viö slíkt val. í síöasta pistli gaf
Heiðar lesendum nokkur góð
ráð við að velja gjafir og veröur
enn haldið áfram aö spyrja
hvernig best er að standa að
jólagjafakaupum.
Heibar: Um daginn ráðlagði
ég körlum hvernig best væri að
velja fatnað og því um líkt á
konur og benti á aö ráðfæra sig
við afgreiöslufólk í sérverslun-
um og að láta afgreiðsludömu,
sem er lík að vaxtarlagi og sú
sem á að fá gjöfina, máta.
Þetta á alveg eins við um kon-
ur þegar þær fara að kaupa fyrir
karla. Að finna afgreiðslumann,
sem þeim líst vel á og halda sér
við aldursflokkinn ef mögulegt
er. Hvað mundi þig langa í og
hvaö mundi fara best þeim
háralit sem maðurinn eða son-
urinn eða hver sem á að fá gjöf-
ina er með. Og hvað fer best við
skalla, ef þannig stendur á.
Segjum svo að verið sé að
velja skyrtu. Þá er rétt að taka
fram að maðurinn minn á
svona og svona litan jakka og er
yfirleitt með svona lit bindi.
Leitib endilega ráö-
legginga
Auðvitað á aö nota sinn
smekk, en reyna að fá aöstoð af-
greiöslufólks. í íslenskum búö-
um er þaþ orðiö svo miklu
betra, en fyrir jólin bætast við
unglingar og skólakrakkar, sem
eru meira til að afgreiða og
pakka inn og annað en beinlín-
is að hjálpa til vib vöruval.
Ef mabur ætlar að fá ráðgjöf
gagnvart fullorðnu fólki, eru
krakkarnir ekki réttu aðilarnir
til aö leiðbeina. En þau eru betri
en allir aörir í verslununum til
að gefa gób ráð þegar verib er að
kaupa á unglingana.
Eg hef stundum verið ab leiö-
beina í búbum fyrir jólin, en
verð í minni eigin núna. Þá hafa
oft komiö inn konur og menn
aö kaupa gjafir fyrir konur og
menn og þegar því er lokiö sagt
svona: Ég þarf líka að gefa 16 ára
stelpu, er nokkur búð hérna ná-
lægt þar sem ég fæ gjöf fyrir
hana?
Þá snýr svona fólk sér oft aö
ungu stúlkunni sem er aö af-
greiða við hliðina á mér, sem
jólastúlka, og þá veit hún í
hvaba búð á að fara til að kaupa
á unglinginn og sagt kannski
eitthvaö á þessas leið: Þar eru til
voðalega falleg pils eins og mig
mundi langa í. Éf fólk áttar sig á
þessu og leitar uppi unglingana,
sem eru aö aðstoða í búðunum
fyrir jólin, þá eru ekki til betri
ráðgjafar til aö velja á dæturnar
og synina.
Múgsefjun og
hugulsemi
Hvað á að gefa konu? Þaö eru
skartgripir, það eru blóm, þab
eru slæður og veski og undir-
fatnaður og fatnabur yfirleitt og
minkapelsinn náttúrlega og
Benzinn, en þær gjafir eru ekki á
allra færi, svo að best er að
sleppa þeim úr ráðleggingun-
um. En ef útgerðarmaöurinn í
Vestmannaeyjum er á þeirri
Heiðar
Jónsson,
snyrtir,
svarar
spurningum
lesenda
Hvernig
áégab
vera?
línu ab gefa konunni sinni pels
eba Benz, þá er það allt í lagi,
þótt hún hafi kannski ekki mik-
il not af gjöfunum, ekki heima
aö minnsta kosti.
Stundum fyrir jólin verður
svona múgsefjun í gjöfum, fólk
æsist upp og fer yfir markiö og
kaupir og kaupir án fyrirhyggju.
Vib skulum ekki gleyma Jdví
að fjárhagur á ekki að stjórna
jólagjöfum. Hugsun og ást á aö
stjórna því hvaö maður kaupir.
Nú er ég orðinn kaupmaður og
á ekki að segja þetta, en viö ís-
lendingar erum komnir út í það
méð blessuð jólin aö vera alltaf
að kaupa dýrt, eins og að það
hafi eitthvað meira aö segja að
við eyöum svo og svo mikilli
upphæð til þess aö sýna hvað
okkur þykir vænt um viðkom-
andi. Mér þætti voöa vænt um
að þessi hugsunarháttur breytt-
ist. Á mínu heimili og þar sem
ég þekki til þykir fólki afskap-
lega gaman ab fá heimatilbúnar
jólagjafir. En umfram allt þarf
að vera einhver hugsun á bak
viö jólagjafavaliö. Eitthvað sem
tengist áhugamáli eða ein-
hverju sem alls ekki þarf að
kosta rnikinn pening.
Gjafir sem gleðja
Falleg hugsun að baki gjafar
getur verið meira viröi en fok-
dýru eyrnalokkarnir. Þetta getur
eiginmaöur haft í huga, sem á
uppáhaldsmynd af konunni
sinni og hann veit aö hún á
uppáhaldsmynd af honum.
Þetta geta orðið fínar jólagjafir.
Hægt er að stækka myndir fal-
lega upp og eiginmaðurinn get-
ur farið á ljósmyndastofu með
þessar tvær myndir án þess ab
frúin viti og farib síöan í fallega
innrömmunarbúð og gefið kon-
unni sinni mynd af þeim hjón-
um, mynd af þeim þegar þau
voru ung og ástfangin og þau
halda alltaf mest og best upp á.
Þetta er bara ein hugmynd
um hugulsama gjöf. En þær eru
margar fleiri, og ef fólk leggur
heilann í bleyti og reynir að
finna út hvað ástvinunum
finnst mest í varið, þá er örugg-
lega hægt að sneiða hjá miklum
fjárútlátum og gefa gjafir sem
gleðja. Og það er mergurinn
málsins. ■