Tíminn - 16.12.1995, Side 6
6
Laugardagur 16. desember 1995
Veislan er búin
Samgöngumál í fjárlagafrumvarpi:
I því fjárlagafrumvarpi sem
nú er til umræöu á Alþingi er
gert ráb fyrir 1.300 milljóna
króna niburskurbi til sam-
göngumála frá fjárlögum
þessa árs. Niburskurbur til
vegamála nemur 1.015 millj-
ónum króna frá núgildandi
vegaáætlun sem samþykkt
var í febrúar á þessu ári. Þar
af eru stofnframkvæmdir
skornar nibur um 940 millj-
ónum króna sem talib er
jafngilda því ab fyrirhugab-
ar framkvæmdir á næsta ári
Níu stjórnarandstöbu-
þingmenn:
Tillögur um
60 m. til þol-
enda afbrota
Sjö þingmenn Alþýbuflokks-
ins og tveir þingmenn Al-
þýbubandalagsins hafa lagt til
ab varib verbi 60 milljónum
króna á fjárlögum næsta árs
til þess ab mæta greibslum
bóta til þolenda afbrota.
í frumvarpi um rábstafanir í
ríkisfjármálum, bandorminum
svonefnda, er gert ráb fyrir að
ríkissjóbur greiði aðeins 50% af
dæmdum bótum og ákvebið
þak verbi sett á greiðslur. Auk
þess er lagt til að framkvæmd
laga frá síbasta þingi um greiðsl-
ur þessara bóta taki ekki gildi
fyrr en 1. júlí á næsta ári og aft-
urvirkni þeirra styttist um eitt
ár.
Stjórnarandstaðan hefur deilt
mjög hart á ríkisstjórnina og
meirihluta fjárlaganefndar
vegna þessara hugmynda og
telja að þarna sé verið að ráðast
að þeim sem síst skyldi. Við
þessu vilja þingmenn Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags
bregðast með því aö leggja til
ákveöna fjárveitingu á fjárlög-
um til þess að standa straum af
þessum greiðslum.
-ÞI
dragist saman um fjórbung.
Flugmálaáætlun hefur einn-
ig verib sett undir niðurskurð-
arhníf fjárlaganefndar og
áformað er að skera framlög til
flugmála niður um helming
eða 190 milljónir króna. Þá
muni framlög til vita- og hafn-
armála lækka samkvæmt fjár-
lagafrumvarpi um 91,5 millj-
ónir króna. Sturla Böðvarsson,
varaformaður fjárlaganefndar,
sagði í umræðum um fjárlaga-
fmmvarpib að varast bæri að
skerða framlög til samgöngu-
mála til þess að standa undir
hallarekstri heilbrigðisstofn-
ana og ekki mætti hlusta um
of á fámenna en harðsnúna
hópa talsmanna innan heil-
brigðisgeirans.
Olafur Ragnar Grímsson
krafði Sturlu svara um við
hverja hann ætti en hann
kvaðst ekki nefna nein nöfn
en fjárlaganefnd bærust mörg
erindi í þessu sambandi. Stein-
grímur J. Sigfússon komst svo
að orði um þennan niður-
skurð í umræðum um band-
orminn fyrir nokkrum dögum
að veislan væri sannanlega
búin og samgönguráðherra
biði ekkert annað en leggja
skærin upp á hillu.
-ÞI
Eigendur Selsins frá vinstri: Sigríbur Þ. Ingólfsdóttir, Siguröur Þorvaldsson, Þórbur S. jónsson og Bragi Arason. Á
myndina vantar Láru Thorarensen. Tímamynd jón Dan
Hvammstangi:
Selið á rústum Vertans
Frá Jóni Dan, fréttarritara Tímans í
Hrútafirbi.
Selið heitir nýtt veitinga og gisti-
heimili, sem formlega verður opn-
að á Hvammstanga 22. desember.
Selið kemur í stað Vertshússins,
sem varð gjaldþrota í haust. Nýju
eigendurnir keyptu húsnæöiö og
innbú af Sparisjóði Vestur-Húna-
vatnssýslu sem einaðist þessar eign-
ir eftir gjaldþrotið. í Selinu eru sex
tveggja manna herbergi með baði
og sjónvarpi en í veitingasal rúmast
um sextíu manns. Þegar hefur verið
sótt um vínveitingaleyfi og eru því
horfur á því að Hvammstangabúar
og nágrannar geti aftur farið að
svala þorstanum, en frá gjaldþroti
Vertshússins hefur salatbarin í
Kaupfélaginu verið eini barinn á
staðnum. ■
Islenska ríkiö:
Skuldir hafa aukist
um 1000% á áratug
Gísli V. Einarsson, þingmabur
Vestlendinga og talsmabur
annars minnihluta fjárlaga-
nefndar, sagbi ab skuldir rík-
isins hefbu aukist um 1000% á
tíu ára tímabili. Hann sagbi
ab skuldir sveitarfélaga hefbu
vaxib um allt ab 500% á sama
Þaö er Brynhildur Ásgeirsdóttir sem situr viö píanóib en hinar eru, taliö frá vinstri:
Anna Hinriksdóttir, Elísabet Vala Cubmundsdóttir og Kirstín Erna Blöndal.
„Pallíettur og píanó"
á Sóloni íslandusi
„Pallíettur og píanó" kalla
þær sig, tónlistarkonurnar
fjórar sem efna til tónleika á
hæbinni fyrir ofan Sólon ís-
landus annab kvöld. Á efnis-
kránni er klassísk dægurtón-
list eftir m.a. George og Ira
Gershwin, Henry Mancini, Ir-
ving Berlin og Duke Elling-
ton, en Pallíetturnar feta m.a.
I fótspor Ellu Fitzgerald, Bette
Midler og Connie Francis.
„Vib emm allar í Mótettukór
Hallgrímskirkju," segir Kirstín
Erna Blöndal. „Á þessum tón-
leikum er þó ekkert sem minnir
á klassíska kórtónlist. Það er
komið ár síðan við fórum að æfa
saman. Þetta er í fyrsta sinn sem
við komum fram opinberlega,
en við vonum að fólk kunni að
meta það að hlusta á skemmti-
lega tónlistardagskrá áður en
hafist er handa við lokaundir-
búning fyrir jólin," segir Kirstín
Erna.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 á
sunnudagskvöld. ■
tíma, skuldir atvinnufyrir-
tækja um 260% og skuldir
heimilanna um nær 700%.
Gísli sagbi ab þessar tölur
væm settar fram í nefndaráliti
annars minnihluta fjárlaga-
nefndarinnar til þess ab sýna
þá mjög svo laklegu fjármála-
stjórn sem einkennt hafi fjár-
mál hins opinbera því þrátt
fyrir mikinn skuldavanda
heimilanna og verulegan
skuldavanda sveitarfélaga
skeri ríkib sig algerlega úr
hvab þetta varbar.
Gísli sagbi ab nú væri fjármál-
um ríkisins svo komið aö vextir
og afborganir nemi 34,2 millj-
örðum króna á næsta ári. Jafn-
gildi það öllum útgjöldum
menntamálaráðuneytisins, öll-
um útgjöldum félagsmálaráðu-
neytisins og öllum útgjöldum
dóms- og kirkjumálaráðuneytis-
ins. Þarna sé um hrikalegar tölur
að ræba og þótt allir geri sér
grein fyrir að þessar skuldir
verði ekki greiddar á næstunni
þá séu vaxtagreiöslurnar einar
saman nokkuð hærri en greiðsl-
ur til allra grunnskóla, fram-
haldsskóla og sérskóla landsins.
Þessi bakgrunnur knýi þing-
menn Alþýðuflokksins til þess
að leggja fram breytingartillög-
ur við aðra umræöu fjárlaga-
frumvarpsins sem miði að halla-
lausum fjárlögum.
Annar minnihluti fjárlaga-
nefndar leggur mebal annars til
ab framlag til Byggðastofnunar
verði lækkað um 100 milljónir,
útgjöld samkvæmt heimildar-
ákvæðum og ákvöröunum ríkis-
stjórnar verbi lækkuð um 100
milljónir, framlög til náms-
gagnastofnunar verði dregin
saman um 60 milljónir. Annar
meirihluti fjárlaganefndar legg-
ur einnig til að spara megi 10
milljónir með því að leggja Hag-
þjónustu bænda niður, lækka
framlag til Bændasamtakanna
um 100 milljónir og framlag til
Framleiðnisjóðs landbúnaðar-
ins um 200 milljónir. Þá leggur
annar minnihluti til að tekjur
að upphæb 800 milljónir verði
fengnar með veiðileyfagjaldi
1,65 kr. á kíló af löndubum afla
er renni til fiskistofu og afgang-
ur þess í ríkissjóð og að aukin
verði þátttaka atvinnulífsins í
ábyrgðasjóði atvinnulífsins um
100 milljónir.
-ÞI
Nýr formabur
Kaupmanna-
samtakanna
Vibar Magnússon kaupmabur
í Skútunni á Akranesi sagbi af
sér sem formabur Kaup-
mannasamtaka íslands á
fundi framkvæmdastjórnar í
fyrradag. Vibar var kjörinn
formabur á síbasta vori, en
tók aldrei vib stjórntaumun-
um.
Benedikt Kristjánsson kaup-
maður í Vöruvali á ísafirði sem
kjörinn var varaformaður á að-
alfundinum hefur gegnt starfi
formanns og hefur nú formlega
tekið við sem slíkur. Margrét
Pálsdóttir kaupmaður í Liverpo-
ol verður varaformaður og Sím-
on Sigurpálsson í Þín verslun
við Seljabraut sem hefur verið í
varastjórn samtakanna tekur nú
sæti sem aðalmaður í stjórn.
-JBP
Nýjasta rit Andvara
komiö út:
Hæfileikafólk
frá Hurbar-
baki og
Hælavik
Æviágrip og leiklistarferill
Þorsteins Ö. Stephensen frá
Hurðarbaki er rakinn ítarlega
í nýjasta hefti tímaritsins
Andvara sem gefib er út af
Hinu íslenska þjóbvinafélagi.
Þetta er 120. árgangur ritsins
en aðalgreinin að þessu sinni er
um Þorstein Ö. og er hún skrif-
ub af Jóni Viðari Jónssyni, leik-
húsfræðingi.
í Andvara birtist einnig all-
löng grein eftir Ragnhildi Richt-
er um ritverk Jakobínu Sigurðar-
dóttur frá Hælavík sem lést í
fyrra. Sérstaklega er gerð grein
fyrir minningabók Jakobínu
sem kom út í fyrra undir nafn-
inu í barndómi en einnig er
fjallað almennt um sagnagerð
skáldkonunnar.
Efni ritsins er fjölbreytilegt að
þessu sinni. Þröstur Helgason
skrifar greinina Vitið í óvitinu
um Engla alheimsins eftir Einar
Má Guðmundsson. Haukur
Hannesson birtir þýdda kafla úr
ferðadagbókum Jónasar Hall-
grímssonar sem hann samdi á
dönsku og hafa ekki áður sést á
íslensku. Sveinn Einarsson skrif-
ar grein um túlkun á Fjalla- Ey-
vindi Jóhanns Sigurjónssonar.
Fræðileg ritgerð eftir Ármann
Jakobsson sem tekur á Páli Jóns-
syni Skálholtsbiskup og sögu
hans er birt. Langur þáttur er
um Guðmund Davíðsson þjóð-
garðsvörð og frumkvöðul í nátt-
úruvernd á íslandi eftir Gils
Guðmundsson en auk þess eru
ljóðaþýðingar, hugleiöing um
þjóðríkið og minningaþáttur
birt í ritinu.
Andvari kostar 1330 kr. fyrir
áskrifendur og félaga í Sögufé-
laginu en í bókaverslunum fæst
ritið á 1482 kr. ■