Tíminn - 13.04.1996, Side 6

Tíminn - 13.04.1996, Side 6
6 Laugardagur 13. apríl 1996 Sjötta hitaveitan í byggöum Borgarfjarbar tekur til starfa, Hitaveita Skorradals mun ylja baendum og sumarbústaöafólki viö sunnanvert Skorradalsvatn. Davíö Pétursson á Grund: Leiðsla yfir vatnið þegar áhuginn kviknar Hitaveita Skorradals, ný- stofnab fyrirtæki, leggur í framkvæmdir í vor vib sunnanvert Skorradalsvatn. Heitt vatn fannst í maí 1994 á Stóru-Drageyri, svæbi sem ábur var úrskurbab „kalt svæbi". Þar má ná 25 til 30 lítrum af 90 grába heitu vatni á sekúndu. Holan á ab geta fullnægt þörfinni fyrir heitt vatn í öllum bæjum í hreppnum og meira til ab því er sérfræbingar telja. Ekki ríkir fullkomin ein- drægni um hitaveituna mebal bænda í Skorradal. „Hitaveitan mun fara á eina 9 bæi í fyrstu lotu," sagbi Davíb Pétursson oddviti og hreppstjóri á Grund í Skorra- dal í samtali vib Tímann. „Ég reikna fyllilega meb ab meiri áhugi verbi á þessu þegar búið er ab leggja þarna að sunnan- verbunni," sagbi Davíb. Borg- firskir bændur og sumarbú- staðaeigendur eiga víðast hvar í héraðinu kost á heitu hveravatni frá hitaveitum. íbúar Skorradals em í raun þeir síðustu sem munu njóta hitaveitu á heimilum sínum. Reynt var ab fá heitt vatn frá Deildartungu á sínum tíma en kjörin reyndust óabgengi- leg. Hitaveitur í Borgarfirði em orðnar 6 talsins, í Deildar- tungu í Reykholtsdal, í Lund- arreykjadaí, Stafholtstungum, Úr Skorradal. Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Bagge túlkar Bellman Sænski vísnasöngvarinn Martin Bagge er einn virtasti Bellmansöngvari Svía í dag og hefur um árabil vakið athygli fyrir hressilega túlkun sína á lögum Bellmans. Svibsfram- koma hans þykir glettilega lík framkomu og söng Bellmans sjálfs og hefur hann fengib mjög góbar umsagnir fyrir söng sinn. Bagge kemur hingað til lands í tilefni af sænskum dögum í Reykjavík og verður með dag- skrá um Bellman í Listaklúbbi Leikhúskjallarans mánudags- kvöldið 15. apríl kl. 20.30. Á dagskránni segir hann frá Bell- man, syngur og leikur lög hans á sína sérkennilegu lútu. Dag- skráin fer fram á sænsku og ensku. ■ á Hvalfjarðarströnd, í Þverár- hlíð og nú í Skorradal. Fyrir utan örfáa bæi eiga nú aðeins íbúar í Hálsasveit ekki kost á hitaveitu. Davíð segir að þarna sé um að ræða mikla byltingu í sveitinni en auk sveitabæja muni sumarbústaðahverfið á Indriðastöðum, 35-40 bústað- ir fá aðgang að hitaveitunni. Ennfremur verður hitaveitan lögð í skátaskálann þar sem Skátafélag Akraness er með mikinn rekstur og vaxandi, og ennfremur í nokkra sumarbú- staði þar í kring. Kostnaður- inn er 250 þúsund krónur á hvern sumarbústað, og um 1.580 þúsund á hvern bónda- bæ. „Þetta kostar mikið en við ímyndum okkur að þetta sé það góður hlutur að hann borgi sig," sagði Davíð. Fram- kvæmdir hefjast í vor og sagði Davíð að hitaveitan yrði ís- lensk, pípurnar komi frá Sæ- plasti á Dalvík, einangrunin frá Funaplasti, en dælur er- lendis frá enda séu þær ekki framleiddar hér á landi. Formaður stjórnar Hita- veitu Skorradals er Birgir Guð- mundsson, mjólkurbússtjóri á Selfossi, einn sumarbústaða- eigendanna við Skorradals- vatn. Haukur Engilbertsson bóndi á Vatnsenda er ekki ánægður með hitaveitufram- kvaemdirnar í sinni sveit. „Ég hef lítið komið nálægt þessu hitaveitumáli, þótti víst ekki nógu góður hreppsbúi til að vera boðaður á fund um það mál sem haldinn var síð- astliðið haust og hef ekki mætt eftir það. Eg veit bara það eitt að hitaveitan fer ekki framfyrir Vatnsenda, og hér í landinu eru 130 sumarbú- staðir," sagði Haukur. Hann sagði að eigendur þeirra bú- staða hefðu ekki verið hafðir með í ráðum varðandi fram- kvaemdirnar. „Ég veit ekki til þess að neinn verði með í hitaveit- unni hérna norðanvert við vatnið," sagði Haukur Engil- bertsson. „Hugmyndin er að ef þeir hérna ab norðanverðunni komi seinna meir með okkur þá er stefnt að því að leggja leibsluna yfir vatnið yfir í Hvamm, og dreifa því annars vegar inn í sumarbústaða- hverfið í Dagverðarnesi og yf- ir til Vatnsenda. En þetta verður að bíða þar til áhugi kviknar," sagði Dav- íð Pétursson hreppstjóri í gær. -JBP Formaöur Apótekarafé- lags íslands tekur undir sjónarmiö Vigfúsar í Borgarapóteki: Styðjum hann í mála- ferlum Formabur Apótekarafélags ís- lands tekur undir þá skobun Vigfúsar Guðmundssonar, apótekara í Borgarapóteki, ab meb útgáfu lyfsöluleyfa til þriggja nýrra lyfjaverslana í nágrenni Borgarapóteks hafi heilbrigbisrábuneytið brotib lyfsölulögin. Ingolf J. Petersen, formaður Apótekarafélags íslands, segir í framhaldi af því að hann telji líklegt að félagið muni styðja Vigfús til að fara í mál gegn rík- inu vegna þessara meintu lög- brota. Eins og áður hefur komið fram samþykkti borgarráð á fundi sínum í vikunni fyrir páska að mæla ekki gegn leyfúm þriggja nýrra lyfjaverslana, sem allar verða í nágrenni Borgar- apóteks, í Lágmúla 5, Lágmúla 7 og Skipholti 50C. Heilbrigðis- ráðuneytið lítur svo á að það sé ekki hlutverk þess að setja sveit- arstjórnum reglur um staðsetn- ingu lyfjaverslana og því er af- greiðsla lyfsöluleyfa til þessara verslana eingöngu formsatriði eftir samþykkt borgarráðs. Vigfús Guðmundsson telur að með þessu séu nýju lyfsölulögin brotin þar sem ekki er tekið tillit til fjarlægðar á milli apóteka eða íbúafjölda svæðisins. Ingolf J. Petersen tekur undir þetta sjónarmið hans. Hann segir að sér virðist sem glundroði ríki í heilbrigðisráðu- neytinu og starfsfólk þess viti ekki hvernig eigi að framfylgja nýju lyfsölulögunum. „Það eina sem virðist vera á hreinu er ab ráðuneytið þykist ekki hafa heimild til að setja reglugerð um þetta og skírskotar bara til betri vitundar sveitarfé- laga, sem er auðvitab tómt mál. Ég held að þetta verði til þess að vinskapur og jafnvel pólitískar skobanir geti haft áhrif á lyf- söluleyfisveitingar." -GBK Frumvörp um aö hœkka sjálfrœöisaldur úr 16 árum / 18 ár: Mun auövelda meöferð ungra fíkniefnaneytenda Tvö frumvörp eru komin fram á Alþingi þar sem lagt er til að sjálfræðisaldur ung- menna veröi hækkaöur úr 16 árum í 18 ár. Annað frumvarpið er flutt af þing- konum Kvennalistans en hitt af Jóhönnu Sigurbar- dóttur, Þjóðvaka, Guðmundi Áma Stefánssyni, Alþýðu- flokki og Margréti Frímanns- dóttur, Alþýðubandalagi. í greinargerðum beggja frum- varpanna er vitnað til barna- sáttmála Sameinuðu þjóð- anna þar sem segir að börn séu allt fólk í heiminum yngra en 18 ára og einnig kemur fram að ísland hafi gerst fullgildur aðili að samningnum 1992. í greinargerð með frumvarpi þingkvenna Kvennalistans segir meöal annars að í lang- flestum nágrannalanda okkar sé sjálfræðisaldur 18 ár. Eftir lok miðalda hafi sjálfræðisald- ur verið hækkaður úr 12 árum í 25 ár en verið lækkaður í 21 ár á síðari hluta 19. aldar og á árunum 1968 til 1976 hafi sjálfræðisaldur almennt verið lækkaöur í 18 ár. Þá er bent á að í Bandaríkjunum verði ein- staklingar sjálfráða 18 ára að aldri. í greinargerðinni kemur fram að löngu sé tímabært, að mati flutningsmanna, að sjálf- ræðisaldur á íslandi verði hækkaður í 18 ár og þannig færður til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalönd- unum. Sjálfræðisaldur á ís- landi hafi haldist óbreyttur frá árinu 1281 þegar Jónsbók hafi verið lögfest. í greinargerðinni er bent á ab frá þeim tíma hafi þjóbfélagsaðstæður breyst mikið, ekki síst á undanförn- um áratugum og staða ung- menna innan fjölskyldna hafi einnig breyst mikið. í fyrstu lögræðislögum, sem sett voru hér á landi árið 1917, hafi 16 ára sjálfræðisaldrinum verið haldið og einnig í núgildandi lögræðislögum, sem eru frá ár- inu 1985. í greinargerð Jóhönnu Sig- urðardóttur, Guðmundar Árna Stefánssonar og Margrétar Frí- mannsdóttur segir mebal ann- ars að á íslandi séu forsjáraðil- ar framfærsluskyldir gagnvart börnum sínum til 18 ára ald- urs og geti einstakar forsjár- skyldur haldist lengur ef þörf krefur. í greinargerbinni segir að í forsjá felist bæbi réttur og skylda foreldra til að ráða per- sónulegum högum barnsins og gegna öðrum foreldraskyld- um. Löggjöfin byggist öðru fremur á að fela foreldrum ákveðib vald, þar sem börn hafi takmarkaða getu til þess ab ráða sér sjálf, samfara þeirri hugsun að þau eigi rétt á um- sjá foreldra sinna til þess ab þau fái náð fullum þroska. Þá kemur fram í greinargerðinni að nokkuð hafi borið á því að hinn lági sjálfræðisaldur geri foreldrum og þjóðfélaginu erf- ibar um vik að taka á vanda sem verður af völdum fíkni- efna. Bent er á að meðferð ungra fíkniefnaneytenda á lokuðum deildum hafi ekki borið þann árangur sem skyldi og skoðun sérfræðinga og annarra sem komið hafi að þeim vanda sé sú að hækka beri sjálfræðisaldurinn. í greinargerö með fmmvarpi þingkvenna Kvennalistans er einnig vikib ab þessu vandamáli þar sem segir að samkvæmt lög- um verði sjálfrába einstaklingur ekki vistaður á sjúkrahúsi gegn vilja sínum. Það hafi þær afleið- ingar að meðferð á ungum fíkniefnaneytendum reynist erf- iðari en ella þar sem ungmenni geti útskrifað sig sjálf gegn vilja foreldra nema til forræðissvipt- ingar komi. Þessi lagabreyting muni því auðvelda meðferð á ungum fíkniefnaneytendum. -ÞI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.