Tíminn - 13.04.1996, Qupperneq 10

Tíminn - 13.04.1996, Qupperneq 10
10 Laugardagur 13. apríl 1996 Hagyrbingaþáttur Það virðist ætla að vera nokkuð framhald á skoðana- skiptum þeirra Kára Arnórssonar og Árna Gunnarsson- ar hér í þættinum, en sem kunnugt er svaraði Árni vísu frá Kára og taldi Kára vera fastan í lenínismanum þeg- ar hann gagnrýndi félagsmálaráðherra. Kári hafði á orði þegar hann sá svar Árna að greinilega hefði að- stoðarmaður ráðherra speki sína ekki frá Páli sjálfum því Páll hefði aldrei trúað á Rússagrýluna en hún væri greinilega enn á lífi í hugarheimi Árna. Kári kvað: Árni og Rússagrýlan Er nú lasinn Ámi minn eða bara í fylu? Hann er að mœra málstaðinn og mundar Rússagrýlu! En skotið geigar, skakkt hann miðar, skelfur hönd á vopni því. Tmflaði drenginn Tóti Viðar, tók ofsnemma gikkinn í. Og Pétur Stefánsson sendi okkur þessar: Skírdagur '96 Herti frostið fjörtök sín, fennti í hríðargáska. Veðurofsinn grátlegtgrín gerði í byrjun páska. Forsetaframboð Brosandi frónbúinn fagnar framtíðaráœtlun hans. Nú œtlar Ólafur Ragnar í embœtti forsetans. Ekki er Pétur fullkomlega sáttur við stjórnarliðið og það sem stjórnvöld eru að gera um þessar mundir: í hlekkjum stjórnarfarsins Fólksins von um frelsi deyr, flest í vesöld miðar. Afávöxtunum þekkjast þeir, þessir stjómarliðar. Þá koma hér nokkrar frá stórvini þáttarins — Búa. Ingólfur aö nafni Á páskum baksaði álftin Ingólfur móti veðri í átt til landsins sem nafni hennar nam forðum. Krummi gamli hafði fundið það áður og heldur þar til allt árið: Drottinn léði lífið sjálft Ijótum, svörtum hrafhi, jafnt sem hvítrí, ungri álft, — Ingólfi að nafni. Þá er það á hreinu. Þjóðin fletta þar um blöðum þarfei lengur, fréttir berast; nœsti bóndi á Bessastöðum Bubbi kóngur vill ei gerast. Og að lokum ein um biskupsmálið frá Aðalsteini Sig- urðsyni: Blæs nú kalt um biskups fley, brotnar níð á dekki. Drottins þjónar dœmið ei svo dœmdir verðið ekki. Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarholti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Strákar, sem klæddir eru í rautt, verba betri elskhugar Eiga allir strákar alfarið að klæð- ast bláu mörg fyrstu og mestu mótunarár ævinnar og stelp- urnar þá sömuleiðis að ein- skorðast við bleiku og rauðu lit- ina? Unga konu með prins á öðm árinu langaði að heyra álit Heiðars í þessu máli, því mamma hennar og tengda- mamma fórna höndum sjái þær litla augasteininn sinn í „rauðri stelpupeysu". Heiðar: Þegar ég var barn og unglingur, var alltaf beðið með að gefa föt, ný jafnt sem notuð, þar til barnið var fætt, svo það yrði alveg á hreinu að bleiku fötin færu á litlu stúlkuna og þau bláu á drenginn. Annað þótti alls ekki hægt í þá daga. Drengurinn fékk síðan bíla til að leika sér að, en stúlkan dúkk- ur og dúkkulísur. Þetta er það munstur sem mín kynslóð og þær sem eru þar fyrir ofan eru aldar upp við; sem sagt að búa til hefðbundið kynjamunstur strax við fæðingu. Það er alveg gefið mál, og margrannsakað, að litlir drengir sem eru annað slagið klæddir í bleikt og rautt, verða síðar betri elskhugar, beita síður ofbeldi á heimili, verða ljúfari feður og eiga betra með að tjá sig. Á sama hátt verða stúlkur, sem fá að klæðast bláum og öðmm „strákalitum", síðar sjálfstæðari og ákveðnari í framgöngu og fara fremur í langskólanám. Lit- ir hafa þannig vemlegt vægi í mótun einstaklingsins. Ungar konur þurfa bara að útskýra það fyrir mömmum og ömmum, sem ólust upp við annað, að það er einmitt mjög jákvæður hlutur að litlu strákarnir og stelpurnar fái sem fyrst að kynnast fleiri litum en þessum hefðbundnu bleiku og bláu. Sömuleiðis að stelpurnar fái að kynnast bílum og öðm „stráka- dóti" og strákarnir að vita hvað dúkka er. Þetta þarf auðvitað að gerast ljúflega. Ég er alls ekki að meina það að það eigi að setja strák í bleikan kjól í þrjá mánuði og láta hann ekkert hafa nema brúður til að leika sér að, en banna alla bílaleiki, eða öfugt. Því væri boðið upp á þá hættu að reyna að breyta enn meim en æskilegt er. Það þarf því að gæta viss jafnvægis. Ungbörn laðast oft fljótt aö ákveðnum litum Auðvitaö eiga börnin svo líka að fá að ráða svolitlu sjálf. Því strax á 2ja til 3ja ára aldri fara börn yfirleitt að hafna vissum litum og laðast aö öðrum. Á sama hátt fara þau að ýta frá sér ákveðnum leikföngum og ásæl- ast önnur. Þar er einstaklingur- inn að myndast og þá eigum við vitaskuld ekki að vera að troða einhverju upp á hann sem hon- um auðsjáanlega líkar ekki. Eigi maður t.d. strák, sem al- farið vill leika í stórkarlastrákal- eikjum, þá á maður ekki að halda að honum brúðunum og bleiku flíkunum. Á sama hátt, ef við eigum litla stúlku sem ekki vill vera í buxum heldur í litlum pífukjól í brúðuleik, þá vil ég meina að við eigum, innan skynsamlegra takmarka, að leyfa henni að rækta með sér þennan þátt. Það hefur líka komið fram í rannsóknum, að strákar sem Hvernig aegaö vera? leika sér mikið með stelpum og í dæmigeröum „stelpuleikjum" verða samt engu síður vörubíl- stjórar og kraftakarlar. Og litlu stúlkurnar vaxa sömuleiðis upp úr bleiku prinsessukjólunum og verða síðan hinir mestu femín- istar. Þannig að þetta hefur ekki afgerandi áhrif, heldur er það viss sköpun sem við getum, á mjúkan máta, haft einhver áhrif á, en verðum að passa að yfirgnæfa aldrei smekk eða væntingar barnanna. Ekki vera að rífa af þeim. Aögát skal höfö ... Þetta kemur m.a. inn á mjög viðkvæmt mál, og það er við- kvæmt að tala um ýmis mál í sambandi við börn. En það er t.d. vitað aö litlir strákar fikta svolítið við sig og stelpur raunar líka. Við erum enn svo forpok- uð að þá er stundum slegið á hendur og sagt: Suss, þetta má ekki! En þetta er eðlilegur hlut- ur. Fari lítill strákur að fitla við sig, er rétt að athuga hvort allt er í lagi með forhúðina og hvort einhver sérstök ástæða er finn- anleg. En um leið og farið er að sussa á börn í slíkum tilfellum, getur það komið fram sem slæmar Iiömlur síðar meir, því slík viðbrögð greypast í huga þeirra. Hugsum okkur t.d. tvær litlar systur. Önnur vill öllum stund- um vera í bláu peysunni og gallabuxunum, en hin unir sér í engu betur en bleika blúndu- kjólnum. Þá er allt eins líklegt að einhver af eldri kynslóðinni fari í hugsunarleysi að tala um, jafnvel svo þær heyri, hvað sú litla sé ægilega sæt og fín en hin óttalegur groddi. Og litli strák- urinn í peysunni getur á sama hátt orðið fyrir því að t.d. ömmusystir hans segi með þjósti: Hvers vegna í ósköpun- um er drengurinn hafður í rauðu? Þetta getur greypst í huga lítilla barna og haft slæm áhrif síðar meir. Ég skil þannig áhyggjur kon- unnar, sem spyr hvort það sé eðlilegt að drengurinn hennar klæðist rauðum peysum eða galla. En hún þarf að vita hvers vegna, þannig að drengurinn verði ekki fyrir áreitni af þeim sökum. Við verðum því alltaf að gæta okkar á því um hvað við tölum í nærveru barna. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar" á ekki síst við um barnssálirnar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.