Vísir - 31.01.1977, Blaðsíða 2
2
Stykkishólmur:
C í REYKJAVIK ]
Hafa nýju tékkareglurn-
ar bitnað á þér?
Bjarni Agnarsson, radióvirki:
Nei, það hafa þær ekki gert.
Annars lýst mér vel á þæY\ Það
veitir ekki af svolitlu aöhaldi.
Eeynir Lúthersson, pipu-
lagningamaður: Nei, þær hafa
ekki gert það. Ég hef ekki
myndað mér skoðun á þvi hvernig
þær koma til með að virka.
Einar Kristinsson, verslunar-
maður: Nei, nei, ekki ennþá og ég
vona að sjálfsögðu að til þess
komi ekki. Ég hef ekkert Ut á þær
að setja.
Andrés Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri: Nei þær hafa ekki
bitnað ámérennþá, ég hef hingað
til ekki átt i neinum vandræðum
með minar ávisanir.
Rut Skúladóttir, afgreiðslu-
stúlka: „Nei, vegna þess að ég
nota ekki tékkhefti. Annars eru
þessar nýju reglur mjög til bóta.
Mánudagur 31. janúar 1977 VISIR
VANTAR 50 MILLJÓNIR STRAX SVO
HÆGT VERÐI AÐ LJUKA VIÐ HÓTELID
,,Ef ekki tekst að útvega 50
milljónir króna sem allra fyrst
til að ljúka við gistiherbergin
verður að afbókaaliar pantanir
og ekki hægt að taka á móti
neinum gestum hér I sumar”,
sagöi Sturla Böðvarsson
sveitarstjóri I Stykkishólmi i
samtali viö Vfsi.
í byggingu félagsheimilisins á
Stykkishólmi standa 26 gistiher-
bergi sem vegna fjárskorts hef-
ur ekki verið hægt að innrétta.
Búist hafði verið við aö unnt
yrði að ljúka við herbergin fyrir
næsta sumar og þvi búið að taka
við pöntunum frá fjölda feröa-
manna. Mikil óvissa rikir nú um
framvindu mála og verður að
afbóka allar pantanir i næsta
mánuöi, ef ekki tekst að greiöa
úr málinu alveg á næstunni.
Ferðamálasjóður hefur það
hlutverk að lána til hótelbygg-
inga og hefur raunar látið eitt-
hvert fé til framkvæmdanna i
Stykkishólmi. bær hafa hins
vegar staðið lengi yfir og nú eru
fyrstu lán sjóðsins þegar fallin i
gjalddaga og komin i vanskil.
Sagði Sturla Böövarsson að þar
sem lán sjóösins væru visitölu-
tryggð væri útlokað. að rekstur-
inn gæti staðiö undir þeim.
Þessi 26 gistiherbergi, sem
tilbúin eru undir tréverk á að
nota sem heimavist yfir vetur-
inn. Undanfarin sumur hefur
verið mikill straumur ferða-
manna til Stykkishlms, ekki sist
erlendra, og hefur ekki veriö
hægt að hýsa alla sem vilja fá
gistingu i júli og ágúst. Skipu-
lagðar hafa verið bátsferöir um
Breiöafjörð og sifellt fleiri hafa
lagt leið sina til staöarins yfir
sumarið, enda samgöngur
góðar. Hreppurinn hefur enga
möguleika á útvegun þessara 50
milljóna og þvi gæti svo farið aö
engin hótelgisting væri fáanleg
næsta sumar. —SG
Frá Stykkishólmi hef ur verið haldið uppi siglingum um
Breiðaf jörð á sumrum og hafa þær ferðir verið geysi-
vinsælar hjá ferðamönnum sem gista staðinn.
máiasjóður: fyrsf verður að greiða vanskilaskuldirnar
„Málefni hótelsins i Stykkis-
hólmi hafa veriö mjög til um-
ræöu hjá stjórn Feröamálasjóös
og þaö er hagur allra aö lokiö
veröi viö framkvæmdir,” sagöi
Heimir Hannesson formaöur
Feröamálasjóös i samtali viö
Vfsi.
Hann sagði þaö rétt vera, að
vanskil hóteJsins á eldri lánum
frá Ferðamálasjóöi sköpuðu
vandræði og útilokaö væri fyrir
sjóðinn að lána meira til hótels-
ins i Stykkishólmi fyrr en þau
væru greidd. Heimir sagöi jafn-
framt að engin skylda hvildi á
sjoðnum að lána til eiustakra
framkvæmda. Hver umsókn
væri vegin og metin i hvert
skipti.
Samgönguráðuneytið af-
greiddi áöur lánsbeiðnir til
framkvæmda við hótel og gisti-
staði, en nú er það Ferðamála-
sjóður fyrir hönd Ferðamála-
ráös sem sér um slikt.
f samtali Visis viö sveitar-
stjóra Stykkishólms um máleni
hótelsins kemur fram að lán
Ferðamálasjóðs þykja mjög
óhagstæð. Heimir Hannesson
sagöi, að það væri skiningur á að
breyta þessu. Lánskjör til þess-
arar atvinnugreinar þættu mjög
erfið, en það væri ljóst að
sjóðurinn gæti ekki lánaö með
betri kjörum en hann fengi til að
endurlána.
FIÐLARARNIR Á ÞAKINU
Land rfs, land sest,
fjall gýs, hraun sést
Þannig gæti fslenskur söng-
leikur hafist, sem héti
„Fiðlararnir á þakinu” og fjall-
aöi um ódeiga baráttumenn í
hrikalegum erfiöleikum á ótil-
greindu gufuvirkjunarsvæöi,
þar sem áttatiu jaröskjálftar
kæmuá dag aö meöaltali. Þessi
söngleikur myndi siöan enda,
eins og önnur góö verk til
skemmtunar fólki, meö þvi aö
gufan kæmist á túrbinurnar og
þjóöleikhúskórinn syngi aö lok-
um: Land ris, land sest.
Eftir nokkuö strangan þátt
um Kröfluvirkjun i sjrinvarpi,
fær maöur aftur þá trú, aö jafn-
vel Kröfiuvirkjun kunni aö tak-
ast eins og margt annaö I þessu
happdrættisþjóöfélagi. í þess-
um þáttum hefur stundum veriö
vikiö rikristilega aö Kröfluvirkj-
un, og á þaö rót aö rekj a til þess,
aö margt hefur veriö óljóst um
ábyrgö á verkinu, hvemig þaö
hófst og hvernig þvi hrakaöi viö
gosiö i Leirhnjúk. Siöan hefur
ekki linnt landsigi og landrisi á
svæöinu, eftir þvi hvernig
skrattanum hefur gengiö aö
kynda. Má i þvi efni segja, aö
Svarthöföi hafi smitast nokkuö
af þeirri almennu taugaveiklun,
sem gripið hefur um sig, þegar
næst hefur legiö nýjum gosum á
svæðinu.
Sem einangraö virkjunar-
fyrirbæri úr tengslum viö aörar
virkjanir i landinu átti Kröflu-
virkjun margt til sins máls.
Eins og fram kom i sjónvarps-
þættinum var byrjaö á henni viö
sæmilegar aðstæöur, og var-
naglar þeir, sem slegnir voru I
upphafi, voru næsta almenns
eðlis, enda engar úrslitatrygg-
ingar fyrir hendi, þegar boraö
er cftir gufu á háhitasvæðum i
gömlum eldstöðvum. Þetta kom
raunar skýrt fram hjá fulltrúum
jaröfræða og Orkustofnunar.
Ætti að biöa eftir fullnaöar-
tryggingu fyrir þvi aö jörö
raskaöist aldrei á háhitasvæö-
um yröi seint efnt til gufuvirkj-
ana í landinu, sem eru
þýðingarmiklar fyrir okkur.ekki
siöur en vatnsvirkjanir.
Hefðu prófanir veriö geröar
fyrirtiu árum, og gufa veriö lát-
in streyma jafnt og þétt í áratug
eða svo úr borholum til aö sanna
að Kröflusvæöiö væri I lagi, og I
þessi tiuár hefði þaö sýnt sig að
gufustreymiö var jafnt og full-
nægjandi, heföi samt fariö eins
fyrir virkjuninní, miðað viö aö
Leirhnjúkur heföi gosiö á þeim
tima sem hann gaus, þegarbúiö
var aö eyöa háum fjárhæðum i
upphafiö. Þessi ábending kom
raunar frá Ragnari Arnalds og
hún er þýöingarmikil. Það var
gosiö I Leirhnjúk, sem breytti
öllum aöstæöum viö Kröflu og
kom af staö meiri taugaveiklun
um verklega framkvæmd en
dæmi eru um áöur I þessu landi.
Akvaröanir, sem teknar voru
um áframhald eftir gos,
eru ákvaröanir sem ráðamenn
verða aö taka. Og þeir veröa að
axla byröarnar á hvorn veginn
sem er, þótt þær séu þungar og
stundum erfiöar aö bera. Viö
eigum stærstan hluta orku okk-
ar undir þvi að ekki gjósi, og
stririöju okkar undir þvi aö ekki
renni hraun á ný fyrir sunnan
Hafnarfjörð. Fólk I eldfjalla-
landi ætti aö vera oröið vant
þessari áhættu og kunna aö taka
henni af karlmennsku. Auðvitaö
eru miklir fjármunir i húfi. Þaö
hafa þeir raunar löngum veriö,
bæði við Kröflu og annars staö-
ar I landinu, bæöi þar sem hefur
gosiö og á eftir aö gjrisa. Og ég
get ekki annað en lýst aðdáun
minni á Kröflunefnd fyrir aö
hafa ekki gefist upp fyrir al-
menningsálitinu, og fyrir að
hætta oröstir sinum við aö reyna
aö bjarga þvi fé, sem þegar er
komið í Kröfluvirkjun.
Svarthöföi