Vísir - 31.01.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 31.01.1977, Blaðsíða 23
27 BlllíGT" S. haföi samband við blaðið: Ég sá aö einhver lesandi haföi haft samband viö ykkur á Visi vegna þáttarins meö Rió. Var þessi lesandi greinilega hinn ánægöasti. Ég ætla mér ekkert aö fara að setja út á Rió, en mér finnst þaö stór galli á þess- um þætti, að lögin skuli öll vera af nýjustu plötunni þeirra, og þar að auki er platan bara spiluð beint og þeir leika siöan á tilheyrandi hátt eftir. Nær hefði verið að hafa lögin úr ýmsum áttum. Þátturinn hefði orðiö fjölbreytilegri fyrir vikiö. Þá langar mig aö gera at- hugasemd viö það sem virðis vera orðinn siöur hjá sjónvarp inu. Það er aö bjóöa eingöngi upp á skemmtikrafta skemmtiþáttum meö lög sii sem nýkomin eru út á plötum Eru þá viðkomandi lög áreiðan lega aöeins spiluö og söngvarai raula meö. Mér finnst þetú fremur „billegt”. Ævisaga Liv Ullman vel þegin Þ. hringdi: Ég leyfi mér að mótmæla þvi sem Guðmundur segir i lesendabréfi á föstudag i Visi. Þessi Guðmundur segir að „almenningur sé farinn að hat- ast” við myndir frá Ingmar Bergman og það sem flæðir yfir landiðaf myndum ogbókum frá Norðuriöndum. Finnst honum ævisaga frá Liv Ullman fylla mælinn. Ég er ekkert sammála þvi að almenningur sé farinn aö hatast við þetta. Ég hef reyndar ekki heyrt neittslikt frá þeim sem ég þekki, svo að eitthvað sé nefnt. Ævisaga Liv Ulmann, eða minningar hennar, er vel þegiö lesefni hjá flestum held ég. Þetta er geysigóö leikkona og þvi höfum við fengið að kynnast. Guðmundur talar um „sænskt bull” en ég mótmæli þessu harðlega. „Lítið varið í bók Liv Ullman" Bandarisku sjónvarpsmennirnir á meðan unnið var hér að myndinni um tsland. CBS myndina um fs- kmd í sjónvarpið Anna hringdi: Mynd þessi virðist hafa vakið ina til sýningar sem fyrst. Þaö Ég las grein i VIsi fyrir feiknarathygli þar ytra. er virkilega forvitnilegt að sjá nokkru um myndina frá Islandi, Nú vil ég endilega beina þeim hana fyrir islendinga, ekki sist sem CBS, bandariska sjón- tilmælum til sjónvarpsmanna þar sem hún hefur vakið svo varpsstöðin lét gera hérá landi. hér að reynt verði að fá mynd- mikla athygli. Það er tO svo mikið af þvi góða i lifinu, ogþvi ekki aö sýna það frekar? Höfum við ekki miklu betra af þvi en myndum um það ljóta? Það væri gaman aö heyra hvað geðlæknar hafa um þessar myndir að segja i sambandi við börn og unglinga. H. hringdi Ég er mjög sammála þvi sem Guðmundur segir i Visi á föstu- dag um sænska bullið. Sjálf hef ég lesið bókina hennar Liv Ull- man, sem reyndar er norsk, en ekki sænsk, og finnst mér litið i bókina varið. Mér finnst miklu fremur ástæöa til þess að skrifa um aipyóukonu hér á landi. Ég tek lika undir það sem Guðmundur segir um sænskar myndir, svo sem myndir Berg- mans. Ég er þeirrar skoöunar að allt of mikið sé komið af sliku. Þessar myndir snúast um óeðli oft á tiðum og ég held þaö sé komið nóg. „Flestum mönnum verða á mis- Lögregluvurðstjóri skrifar: Eg vn lýsa yfir luröu mmni á þeim skrifum sem orðið hafa vegna endurráðningar lögreglu- þjóns sem gerst haföi brotlegur I starfi með þvi aö slá handtek- inn mann i höfuöið með kylfu. .Miklu moldroki var blásið upp i blöðum og ekkert til sparað að gera lögregluþjón þennan tor- tryggilegan i augum lesenda. Skrif þessi eru dæmigerð og eiga að gera það eitt að minu mati að gera lögregluna tor- tryggilega i augum fólks. Ég af- saka ekki geröir þessa lögreglu- manns, en vil samt segja þetta: Ég þekki hann og hef starfað með honum frá þvi hann byrjaöi I lögregluliði Reykjavikur. Hann er að minu mati góður drengur og prýöilegur lögreglu- maöur. Ég held með sanngirni, les- andi góður, að segja megi aö flestum mönnum i allflestum starfsgreinum verði á mistök einhvern tima á starfsferli sin- um. Ef alltaf væri gripið til axarinnar i þeim tilfellum þá væri skortur á starfsfólki i ýms- um greinum þjóöfélagsins þó ekki verði meira sagt. „Bera sár sin i þögn,? Eg vil nota þetta tækifæri og segja þetta: Lögreglumenn hafa oft á tiöum slasast illa i starfi sinu og ég þekki lögreglu- menn sem hafa slasast það mik- iö I viðskiptum sinum viö borg- ara, að þeir eiga eftir að bera þess merki alla sina ævi. Um þessa menn er ekki talað i blöð- um. Þeir bera sár sin I þögn. Ég ætla ekki að fara lengra i skrifum minum um þessa menn að þessu sinni og læt það biða betri tima. Hins vegar virðist það vera i tisku þessa dagana að skrifa æsifregnir um dómsmál og meðferð dóms- og lögreglu- mála og viröist þá ekkert til sparað. Lesandi góður. Ég þekki ekki neinn mann sem hefur ekki lært af mistökum sinum. Þekkir þú einhvern? Það er vandrataöur hinn gullni meðalvegur, en eitt er þó vist að ég þekki ekki þann lögreglumann sem ekki vill eiga sem drengilegust viöskipti við borgarana. ELETRONISK REIKNIVÉL SLÆR ALLT ÚT á venjulegan pappír með stóru skýru letri. STÓRIR VALBORÐSLYKLAR og fisléttur ásláttur fyrir hraðupptökur er aðalsmerki ADDO nú sem fyrr. □ Margfaldar □ Deilir □ Sjálfvirk prósentuálagning og frá- dráttur □ Fljótandi komma □ Samlagningarstaða □ Margar aukastafastillingar □ Atriðisteljari □ Fyrirferðalítil D12 stafa talnarými. Leitið nánari upplýsinga og óskið eftir sýnisvél. [MÆUSIMÓJ© KJARAIM hf skrifstofuvélar & verkstæði - Tryggvagötu 8, sími 24140

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.