Vísir - 31.01.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 31.01.1977, Blaðsíða 4
Mánudagur 31. janúar 1977 vism Umsjón: Guömundur Pétursson 40 létu Iffið f Flugvél Idi Amins týnd meðl8 gest- um hans „Lofaði ég ekki að hleypa þér út" brunagaddi f USA Jimmy Carter forseti haföi nær fengiö slæma byltu I hálkunni á gangstéttinni fyrir utan Hvita húsið, en hálka og ófærö vegna snjóa hefur teppt samgöngur i mörgum rlkja Bandarfkjanna. Einhver versti vetur, sem yfir Bandarikin hefur gengið á þessari öld, hefur svipt tvær milljónir manna atvinnu og framkallað orku- kreppu á borð við þá, sem oliusölubann araba 1973 leiddi af sér. t mið- og norðaustur- rikjunum er tilfinnan- legur skortur á gasi, en það er sá orkugjafi, sem helmingur bandarisku þjóðarinnar notar til húshitunar. Um leið not- ar 40% gas fyrir orku. Frostin hafa komið haröast nið- ur á Pennsylvaniu, Ohio, Indiana, Illinois og New York, en um leiö hefur gengiö þar á með byljum. Hafa menn likt veörinu viö þaö, sem rikir uppi á Grænlandsjökli. Um 40 manns létu lifið af völd- um veðursins um helgina. Þar af sex ökumenn, sem frusu i hel inni i bifreiðum sinum, þar sem þeir voru tepptir 1 Buffalo i New York- riki. Tilkynnt var um 30 dauösföll i Ohio, Illinois, og Indiana, en þúsundir manna sátu uppi strandaglópar I skólum, bilum, sem voru fastir, eða i húsum, þar sem þeir voru staddir, frostið var minus 32 gráður á celsiusmæli I Ohio og Pennsylvania. t Ohio var búist við þvi að um ein milljón manna mundisitja heima idag og ekki mæta til vinnu. t mörgum verksmiðjum með- fram landamærum Kanada hefur fólki verið sagt aö koma ekki til vinnu, þar sem ekki er unnt að hita upp vinnustaðina. Sumar þessar verksmiðjur sjá t.d. bila- verksmiðjum i Kanada fyrir varahlutum og hefur heyrst aö kanadamenn verði að loka þeim, vegna þess að þaö stendur á þess- um hlutum frá bandarikjamönn- um. I Buffalo rikir hálfgert neyðar- ástand þvi að rafmagnsllnur hafa slitnaö I verstu veðrunum, og eru þvi öll hús án orku til hitunar. t Ohio eru bændur farnir að hella niður mjólkinni (fyrir hundruð milljónir króna), sem þeir komast ekki meö á markað- inn. t New York hefur verið skrúfað fyrir gas til orkufrekustu verk- smiðjanna (um 400fyrirtækja) og hefur orðið að loka meira en 2000 skólum. Þar er þó spáö hlýnandi veðri. Carter forseti flaug til Pitts- burgh i Pennsylvaniu i gær til þess að kynnast af eigin sjón af- leiðingum vetrarkuldans. Hann sagðist mundu biöja banda risku þjóðina að færa fórnir, eins og aö skammta sjálfri sér hita. I siðustu viku skoraði hann á fdlk, að hita ekki hús sin um meira en 18 gráður (C) til þess að spara oliu og gas. Telur hann, að betur megi ef duga skal, og halda verði húshitun við 10 gráður (C). Um helgina hvatti forsetinn iðnaðinn til þess að taka upp fjög- urra daga vinnuviku til þess að spara orkubirgðir. 2000 skólum lokað í New York vegna orkuskorts. Carter boðar 4 daga. vinnuviku til orkusparnaðar. Frost 32 gróður í Ohio og Pennsylvaníu Loks látin laus eftir 3 ár hjá uppreisnar- mönnum i eyðimörkinni Idi Amin, forseti Uganda, tók sjólfur þátt í leit að einni af flugvélum sínum, en hún týndist í stormi í óbyggðum norð- austur í Uganda. Um borð i vélinni eru 18 breskir rikis- borgarar. Fólk sem var i boði Amins i Uganda vegna hátiðarhaldanna þar I siðustu viku, en sex ár eru liðin, siöan Idi Amin kom til valda. Meðal þessa fólks er Judith hertogaynja af Listowel, 72 ára gömul, en hún hefur skrifaö ævi- sögu forsetans. Fjögurra manna áhöfn vélar- innar var frá Uganda, enda vélin ein af einkaflugvélum Amins for seta. Var hún I skoðunarferð með hópinn viö landamæri Kenya á leiöinni til þjóðgarösins I Kidepo- dalnum. Hætta varð leitinni vegna myrkurs I gærkvöldi, og haföi þá ekkert til vélarinnar sést eöa spurst, en leit átti að hef jast aftur með birtingu I morgun. Francoise Claustre, fornleifafræðingurinn, sem verið hefur á valdi uppreisnarmanna i Chad í nær þrjú ár, hefur nú verið sleppt og látin í hendur Líbiustjórn. — Sömuleiðis maður hennar, sem verið hefur hjá henni í prísund- inni. Claustre (39 ára) var rænt i april 1974 og heyröist ekkert frá henni I heilt ár, eða þar til i september 1975 , en þá birti franska sjónvarpið viötal, sem fréttamenn höfðu tekið viö hana, þar sem hún var gisl uppreisnar- manna einhvers staðar I Tibesti- eyðimörkinni. Þegar viðtalið var birt, hafði frönsku stjórninni veriö veittur tveggja vikna frestur til þess að láta af hendi lausnargjald (aðal- Iega vopn og hergögn), en að öðr- um kosti átti að taka konuna af lífi. Stjórnin i Chad beitti sér gegn þvi, að frakkar létu uppreisnar- menn fá vopn, og stóð lengi I samningastappi milli þessara þriggja aöila. Æ ofan i æ hótuöu uppreisnar- menn að taka frúna af lifi, og sömuleiðis eiginmann hennar, sem hafði komiö til þeirra með sjónvarpsfréttamönnum og veriö haldið eftir. — Ættingjar þeirra voru búnir að gefa upp vonina um að endurheimta þau nokkurn tima lifs. Franska stjórnin snéri sér að lokum til Muammar Gaddafi, leiðtoga Libiu, og baö hann aö hafa milligöngu um, að upp- reisnarmenn létu gislana lausa, enda höföu orðiö leiðtogaskipti hjá skæruliðunum. Um helgina tilkynnti Gaddafi ofursti franska sendiherranum, að Claustre-hjónin væru á leiö til Libiu, og munu þau hafa komið til Tripóli i gær. ---------------*- Francoise Claustre i strákofa uppreisnarmanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.