Vísir - 31.01.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 31.01.1977, Blaðsíða 3
vism Mánudagur 31. janúar 1977 3 „MiiflÐ m VtRSlUNUM — segir Grétar Norðfjörð, lögregluflokkstjór! „Lögreglan hefur komist á snoðir um skipuiagða unglinga- hópa, sem leggja stund á bóka- þjófnað, sérstaklega I jólaös- inni,” segir Grétar Noröfjörð, lögregluflokksstjóri f viðtali við Verslunartiðindi, sem eru nú komin út. 1 blaðinu sem er málgagn Kaupmannasamtaka íslands, er Grétar m.a. spurður að þvl hvort hann telji að mikið sé um þjófnað í verslunum I Reykja- vik. „Já, undantekningalaust,” segirGrétar. „Kaupmenn og af- greiðslufólk almennt er mjög hugsunarlaust gagnvart þjófum og þar með vöruþjófnaði I verslunum. Þó á þetta fyrst og fremst við i stórum sjálfsaf- greiðsluverslunum. Ég get t.d. nefnt að ein af stærri matvöruverslununum hér i borginni taldi sig hafa orðið fyrir óeðlilegri vörurýrn- un og af þeim sökum setti hún einn af starfsmönnum sinum i hnupl eftirlit 1 u.þ.b. mánaðar- tima. Að þvi loknu fullyrti verslunarstjórinn, að viðkom- andi starfsmaöur hefði tekið vörur af þjófum i versluninni fyriru.þ.b. tiu þúsund krónur á viku þann tima sem eftirlitiö var.” —ESJ. ÞJÓFNAÐ í í BORGINNI" Útflutningur jókst ó síðasta óri: Vöruskiptajöfnuðurinn „aðeins" óhagstœður um 12 milljarða Svo virðist sem við séum heldur að rétta úr kútnum og miði I átt- ina við að bæta vöruskipta- jöfnuðinn við útlönd. Hann var á siöasta ári óhagstæöur um 12,1 milljaröa króna. En á árinu 1975 óhagstæður um 27,6 milljarða króna. Útflutningur á siðasta ári nam alls um 73,5 milljörðum króna. Innflutningur var um 85,6 mill- jarðar. Innflutningur i desember- mánuði i fyrra var afar mikill miðað við útflutning. Hann nam þá alls um 11,6 milljöröum en út- flutningur um 6,4. Útflutningur á siðasta ári jókst mjög mikið miðað við áriö á und- an. Var hann um 27 milljörðum meiri en árið 1975. Það sem veldur er bæði aukið útflutnings- magn og hagstæðara verðlag á útflutningsvörum okkar. Það vekur nokkra athygli að verð- mætiá útflutnings hefur meira en tvöfaldast, úr rúmum fimm mill- jörðum árið 1975 i 12,3 i fyrra. Innflutningur skipa dróst saman úr 5,7 milljörðum i 2,2. Ekkert fiskiskip var keypt til landsins á árinu. Flugvélakaup voru hins vegar talsverð. Mest munar um flugvél Flugleiða upp á rúma tvo milijarða. Innflutningur Landsvirkjunar og tslenska álfélagsins voru við- lika og árin á undan. En til hinn- ar umdeildu Kröfluvirkjunar var flutt inn fyrir 2,8 milljaröa á siöasta ári, en ekkert á árinu á nnHan —FKfi I LOGREGLUFYLGD FRÁ ÖSKUTUNNUNUM Stofnlónasjóður langferðabíla Akveðiö hefur verið að semja frumvarp til laga um stofnlána- sjóð vegna kaupa á vörubifreið- um, langferöabifreiðum og stór- virkum vinnuvélum. Samgöngumálaráðherra hef- ur á grundvelli þingsályktunar- tillögu, sem Alþingi samþykkti s.l. vor, skipað nefnd til að semja þetta frumvarp. Formaður nefndarinnar er Ólafur S. Valdimarsson, skrif- stofustjóri og meö honum i nefndinni þeir Agúst Hafberg, Bjarni Bragi Jónsson, Guð- mundur Ólafsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Jón G. Hall- dórsson, Ólafur Daviðsson og Stefán Pálsson. —SG Slœmar atvinnuhorfur í Vík Hætta er á að 10 starfsmenn Loranstöðvarinnar á Reynis- fjalli missi atvinnu er stöðin verður lögð niöur og flytji brott úr Hvammshreppi ásamt fjöl- skyldum sinum. Er hér um aö ræða 17% íbúa Hvammshrepps. Stjórn Kaupfélags Skaftfell- inga hélt fund i Vik fyrir skömmu og lýsti yfir áhyggjum sinum yfir slæmum horfum i at- vinnumálum I Vikurkauptúni. Er þaö meðal annars vegna þess að Loranstöðin verður lögð niður eins og fyrr segir. Þvi skorar stjórn Kaupfélags- ins á rikisstjórnina aö skipa nú þegar atvinnumálanefnd fyrir Vestur-Skaftafellssýslu til þess að gera tillögur til úrbóta i at- vinnumálum sýslunnar. Áskorun þessi hefur verið send til forsætisráðherra. —SG Þeir löbbuðu sig blessaðir ósköp pent upp að húsinu hans Guðmundar Sigfússonar i Vest- mannaeyjum og gerðu sig strax heimakomna. Og auðvitað var það öskutunnan sem mest freistaði þeirra. Plastpokar og hvers kyns dót virtist ómótstæðilegt i augum þeirra og þeir hnusuðu forvitnir. En eins og Adam var ekki lengi i Paradis, voru hestarnir fremur stutt við gramsið i öskutunnun- um. Verðir laganna komu aðvifandi og visuðu þeim góðfúsiega til sins heima. —EKG/GS Vestmannaeyjum. Þeir gerðu sig strax heimakomna En ekki fengu þeir að vera lengiaö þvl veröir laganna vfsuðu þeim góöfúslega f burtu. Ljósmyndir Vfsis Guðmundur Sigfússon

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.