Vísir - 31.01.1977, Blaðsíða 12
12
(
Mánudagur 31. janúar 1977 vism
VÍSIR
Mánudagur 31. janúar 1977
17
Subaru — útrúlega knár, þótt hann sé smár og ekkert sérstaklega hár.
standa sitt hvorum megin viö
hann aö eiginleikum. Þeir, sem
hafa áhuga á aö eiga bfl, sem
kemst eitthvaö meira utan vega
en venjulegur fólksbfll geta i
stórum dráttum gert þaö á
þrennan hátt: t fyrsta lagi meö
þvi aö kaupa bll meö einu drifi,
sem er eitthvaö hærri frá jöröu
en venjulegt er. Sem dæmi um
svona bfla má nefna nokkra
franska blla, Citroen, Simca,
Renault 4, en þessa bfla má alla
hækka upp meö litilli fyrirhöfn,
Citroeninn meira að segja á ferö
meö þvi að hreyfa hæðarstilli I
mælaborði.
A þessum bflum er hægt að
komast lygilega mikiö á ósléttu
landi og slæmum vegum, meöan
grip drifhjólanna er sæmilega
gott.
1 ööru lagi hefur nú bæst viö
sá möguleiki aö velja Subaru,
sem hefur kosti bilanna, sem
áöur voru nefndir aö viöbættu
betra gripi, sem tvö drif gefa.
I þriöja lagi er sá möguleiki
að kaupa jeppa. Subaru kostar
um 1940 þúsund krónur, en fyrir
svipað verð er hægt að fá
þriggja ára gamlan amerlskan
jeppa, en einnig kemur til
greina rússajeppi fyrir nokkru
minni upphæð, ef hann er tekinn
meö blæjum, en nokkru hærri
upphæð, ef byggt er yfir hann.
Til þess að fá samanburö viö
Subaruinn, valdi ég sem dæmi
Simca llOOogFord Bronkó 1973.
Þremur ólikum ekið
sömu leið
Þessir bilar eru svipaðir aö
lengd, en Simcan er 7 senti-
metrum breiðari en Subaruinn
og Bronkóinn 22 sentimetrum
breiöari. Eins og sést á mynd
hér á siðunni, er svipuö hæð
SUBARU- hinn gullni meðalvegur?
Hvers konar bill er þessi
Subaru? hafa margir spurt mig
aö undanförnu. Jeppi? Fólks-
bfll? Feröabíll? Þaö er ekki gott
aö svara þessu. Þaö vantar nýtt
orö í máliö, orö, sem táknar
fólksbil, sem er bæöi aö útliti og
byggingu eins og aörir fólksbil-
ar aö ööru leyti en þvi, aö hann
er meö drif á öllum hjólum.
Spurningin veröur þá miklu
fremur, hvort Subaru sé llkari
jeppum en fólksbflum að eigin-
leikum.
Eftir aö hafa ekið þessum bll I
sumar, þegar hann kom fyrst til
landsins, hallaðist ég fremur aö
þvl aö bfllinn væri nær þvl mitt á
milli, en viö nánari kynni verö
Ford Cortina
Ford Cortina 1977, til sýnis daglega
f sýningarsal okkar; komið
og kynnist nýju CortinunnL
Ford í fararbroddi.
SVEINN EGILSSON HF
FORDHUSINU SKEIFUNNI 1 7 SIMI 85100
ég aö játa, aö viö það eitt aö
hækka venjulegan
Subaru-fólksbll upp um fjóra
sentimetra og bæta viö fram-
drifiö drifi á afturhjólin, hefur
Fuji-verksmiðjan I Japan fært
þennan bil nær jeppum en fólks-
bflum, hvaö getu snertir, án
þess að glata kostum smáblls-
ins, sparneytni, lipurð og hag-
kvæmni I rekstri.
I Bandarikjunum hefur þessi
blll vakiö feiknaathygli, og
verksmiðjurnar hafa ekki und-
an að afgreiða Subaru-blla. Er-
lendis er það miklu þrengri hóp-
ur manna sem lætur sig skipta
framfarir i gerö fjalla- og
feröabila en hér á landi, en meö
tilliti til fslenskra vega og aö-
stæðna, hygg ég varla ofmælt,
aö Subaru blllinn sé einhver at-
hyglisverðasti bill, sem hingaö
hefur komið um árabil.
Subaru — hinn gullni
meðalvegur?
Til þess aö gera sér betur
grein fyrir þvi, hvernig
Subaru-tvibillinn fellur inn I
stafróf blltegunda á tslandi, ók
ég tveimur öðrum bflum sömu
leiðir og Subaru, bflum, sem
undir Simcuna og Subaruinn, og
Simcan meira að segja brattari
að framán, en Bronkóinn er
mun hærri undir kviö, og enda
þótt drifkúlurnar nái nokkuö
langt niður, fjaöra þær ekki upp
og niöur viö hleöslu og þegar
/2
Bílaprófun Yísis:
Subaru
Kostir:
Sparneytni.
Ágæt girskipting, góðir stýriseiginleikar.
Lágt verð/ miðað við útbúnað og getu.
Gott farangursrými.
Einföld útfærsla á fjórhjóladrifi.
Gallar:
Þröngt og lágt aftursæti.
Viður beygjuhringur.
Höst fjöðrun að aftan.
Langt nef og smá hjól.
Vöntun á lægri 1. gir.
(
ómar Ragnarsso
skrifar um bila
D
Þrlr möguleikar utan vega: 1)
tveimur drifum, eöa 3) jeppi.
bfllinn tekur dýfur, eins og á
minni bflunum.
Þvl miður var engan snjó aö
finna til þess aö reyna bilana I,
en leiðin, sem ekin var, bauð
upp á mislangar, brattar og ó-
sléttar brekkur, börö, þýft og
grýtt land, og I sumar reyndi ég
einnig Bronkóinn og Subaruinn i
for og aur.
Af myndunum hér á siöunni
má nokkuö ráöa, hvernig akst-
urinn gekk. Fyrsti kaflinn var á
ósléttu landi meö klöppum, þúf-
um og grjóti, og komust allir
Agetlega hannaöur og útbúlnn
framml,
gott pláss aftur I bllnum..
fyrir börn og japani.
Simca 1100 Subaru Bronco
Hæð undir 1. punkt, óhlaöinn. 22 sm 21 sm 22 sm
Hæð undir, hlaðinn 17sm 17 sm 22 sir.
Hæöundirkviö 25 sm 25sm 36 sm
Þyngd 920 kg. 970 kg. 1625 kg
Vél 1100CC 58hö. 1361 cc 59hö 4925 xx 140hö
Tog 8,6 kgm 9,4 kgm 32,5 kgm.
Eyðsla 8-11 Utrar 8-121itrar 16-27 Iltrar
Beygjuhringur 10,8 12,7 m 10,1 m.
Viðbragö 0-100 km. 17,5 sek 19,0 sek. 13,0 sek.
hraði I 1. gir við 1000 snún. 6,5 km 6,0km 5,0 km
Innanbreidd 1,27-1,33m 3,94 m 1,23-1,26m 1,43 m
Lengd 4,03 m 3,85 m
Breidd 1,59 m 1,52 m 1,74 m
Hæö l,42m l,46m 1,81 m
Verö (nýr) 1700 þús 1940 þús 3350 þús
Hár fólksbfll, 2) bár fólksbfll meö
bflarnir klakklaust yfir þaö,
Simcunni þurfti aö vlsu aö aka
meö meira lagi en hinum bllun-
um og gæta þess, aö hún stöðv-
aöist ekki þar sem erfitt var aö
taka hana af staö aftur. A einum
staö þurfti tvær atrennur I
brekku til þess aö komast upp á
henni.
Á Subaru varö, eins og á
Simcunni að hafa hugsun á aö
láta ekki steina og klappir rek-
ast upp undir bilinn, en hins
vegar var lang-auöveldast aö
aka Bronkónum þennan kafla,
þvi aö engar áhyggjur þurfti aö
hafa af neinu, nema aö drifkúl-
urnar rækjust ekki niöur. A
þessum kafla, sem bilarnir þrlr
komust allir, hefði ekki þýtt aö
reyna aö aka neinum venjuleg-
um fólksbil.
„Tók að kárna
reiðargaman”
Á næsta kafla voru tvær bratt-
ar brekkur, og hin slöari ansi
laus I sér. Nú fór mismunur
milli bflanna aö koma i ljós.
Simcan komst fyrri brekkuna
aöeins með tilhlaupi, og aöeins
stutt upp I síöari brekkuna.
Vonlaust var aö reyna aö taka
hana af staö I brekkunum, og
kúplingin virtist ekki ánægö
með meðferðina, ef marka má
lyktina, sem finna mátti af
henni.
1 þessum brekkum kom
Subartinn á óvart. Hann lék sér
að þeirri fyrri án atrennu , og
meira aðsegja var hægt að taka
hann af stað I henni miðri, að
visu meö þvl að gefa ansi
hraustlega inn og láta kúpling-
una hafa þaö óþvegiö. Gaman
þætti mér aö vita, hve stór disk-
urinn er, því aö hún lét ekkert á
sig fá við hina verstu meðferð
(fyrirgefðu Ingvar).
Slöari brekkuna fór Subaru-
inn einnig atrennulaust, en ekki
var hægt að taka hann af staö I
henni miðri.
Bronkóinn átti létt með fyrri
brekkuna, og vegna þess, hve
fyrsti gir á lága drifinu er lágur,
var óllkt auöveldara að taka
hann af stað úr kyrrstööu I
brekkunni en Subaruinn. Hins
vegar átti Bronkóinn fullt I fangi
meðsiðaribrekkuna, og þar var
ekki hægt að ná honum af staö
úr kyrrstöðu, fremur en Subaru.
Hefði þessi brekka verið aöeins
lengri, og brattari efst, hefði
það ráðið úrslitum, þvl aö vegna
þess, hve hún var óslétt neöst,
var ekki hægt að aka Subarun-
um hratt þar til þess að ná upp
ferö, þvi að þá heföi hann rekiö
nefið niður.
„Aðeins fært jeppum”
Slöasti kaflinn var fólginn i
tveimur stuttum, en mjög ó-
sléttum brekkum. Fyrri brekk-
una komust allir bilarnir upp,
en I þeirri slöari skildi loks meö
Bronkónum og Subarunum.
Neðst I þeirri brekku var barð,
sem Subaruinn rak nefið I, en
Simcan og Bronkóinn ekki. Með
stuttri atrennu náöi Simcan
framhjólunum upp á barðbrún-
ina,ensíðanekkisöguna meir. í
fyrstu atrennu stöövaöist
Subaruinn á nefinu, en I annarri
náöi hann að róta nefinu I gegn-
um baröiö og komst með fram-
Subaru-nefið getur veriö til traf-
ala —og nú vantar stærri hjól og
hærri kviö.
Simca til vinstri, Bronco til hægri, Subaru I miöjunni, hinn gullni
meöalvegur?
Eins og á Austin Gipsy jepp-
anum meö Flexitor-fjöörunina,
þarf llklega aö hafa gott auga
með hjöruliöunum öllum og hllf-
unum utan um þá.
Varlega verður aö fara á
þessum bil I stórgrýttar ár. 38
sentimetrar eru upp i loftintakiö
að framan við vatnskassann,
kveikjan er ofarlega og vel var-
in, en framarlega og beint aftan
við viftuna.
Freistandi er aö setja á hann
stærri dekk eöa felgur, en bíll-
inn má vart við þeirri breytingu
á drifhlutfalli, sem þaö hefur I
för meö sér, og auk þess þarf aö
breyta bflnum að aftan, ef dekk-
in eiga ekki aö rekast I brettin.
Á bilnum, sem reyndur var, var
hlífðargrind undir ollupönnu að
framan, ómissandi hlutur, ef
eitthvað á að þvælast misjafnt á
bflnum.
Hér á undan hefur verið fjöl-
yrt um eiginleika Subaru utan
vega. En hvernig er hann sem
fólksbill? Það er skemmst frá
að segja, aö hann er svo til aö
öllu leyti sambærilegur viö
fólksbila I þessum stærðar-
flokki. Einu undantekningarnar
eru óvenju vlður beygjuhringur
(12,7 metrar á bilnum, sem
reyndur var tæpum tveimur
metrum meira en á Simcunni)
og harðari fjöðrun aö aftan en
gengur og gerist. Simcan fjaör-
aöi ólíkt betur og var mun
mýkri og þægilegri I hröðum
akstri á slæmum vegi. Aö ööru
leyti hefur Subaruinn skemmti-
lega aksturseiginlega, er rás-
fastur.ágætlega nákvæmur og I
meðallagi léttur I stýri, og sam-
bærilegur við góða framhjóla-
drifsbila. Hann var ólíkt stöö-
ugri, rásfastari og nákvæmari I
stýri en Bronkóinn. Tuttugu
þúsund kllómetra misjafn akst-
ur á bllnum, sem reyndur var,
Þetta komast bara jeppar.
Simcan er seig —
meöan gripiö helst.
hjólin upp á brúnina. Lengra
þýddi ekki að ætla sér, þvi aö
bfllinn settist á kviðinn, ef á-
fram var haldið.
Hér var Bronkóinn I essinu
slnu, og I engri hættu að reka
kviðinn niður. Sumir kviösiöir
jeppar hefðu aö vlsu oröið að
sætta sig við að stöövast hér I
samfélagi við Subaruinn.
1 einni af brekkunum, sem hér
hafa verið gerðar aö umtalsefni,
reyndi ég Subaruinn og Bronkó-
inn I sumar, og var þá rigning
og forlhenni. Fóru báöir bllarn-
ir hana meö atrennu, en neösti
gír Subaru var ekki nógu lágur
til að hægt væri að taka hann af
stað I brekkunni, eins og
Bronkóinn.
Niöurstaöan af hinum stuttu
kynnum við Subaru er sú, aö
bfllinn sé ótrúlega duglegur ut-
an vega. Ég reikna með, aö
hann fari langt meö að fylgja
jeppum I snjó, einkum ef hann
er ekki hlaðinn, en þá slgur
lægsti punktur úr 21 senti-
metra niður I 17.
Smá hjól og langt nef
Helstu ókostir hans sem tor-
færubils er þaö, hve tiltölulega
langt er milli hinna smáu hjóla,
hve langt nefiö skagar fram, og
einnig mætti vera til lægri glr á
honum en fyrsti glrinn er, þótt
ótrúlega langt megi ná meö þvl
aö þræla kúplingunni út.
virtist ekki hafa haggaö neinu I
honum. Otbúnaöur allur viröist
i svipuðum dúr og I öörum
japönskum bflum, en útbúnaöur
og frágangur eru liklega þau
atriöi, sem eiga stærstan þátt I
velgengni japanskra bila.
Þetta er station-bill meö fimm
hurðum, og þvl afar skynsam-
lega hannaður, að undanteknum
einum galla: aftursætiö er varla
nema fyrir börn, og japani, svo
þröngt er það og lágt, og kostar
gott samkomulag viö þann, sem
frammi I situr, að fá hann til að
fórna einhverju af sínu rými
meö þvi aö færa framsætiö
fram, ef menn af góöri vestur-
landastærð vilja hafa þaö þolan-
legt aftur I.
Hins vegar er mjög gott rými
fyrir aftan aftursætið, og vegna
þess, hve hjólskálarnar eru aft-
arlega,eráreiðanlega mögulegt
að breyta aftursætinu og færa
það aftar. Afursæti og útsýni úr
Simcunni var mun betra, og I
verðflokki Subaru má finna
marga blla með meira rými og
þægindi, en ekki nema éitt drif.
Galdurinn viö það, hve auð-
velt verksmiðjunum hefur
reynst að bæta afturdrif I bllinn,
liggur I þvl, að auðvelt er að
tengja drifskaftið i vélina, sem
er boxara-vél af svipaðri gerð
og Volkswagen-vél, en vatns-
kæld. Litið heyrist i vélinni en
hávaði af hjólum á grófum vegi
er allmikill.
Fyrir 15 árum voru fram-
leiddir I Þýskalandi bilar, af
geröinni Goliath og Arabella
með svipuðum vélum.
Vélin er 1361 rúmsentimetri
að sprengirými, 59 nettó-hestöfl,
og viðbragðið mun vera um 19
sekúndur upp I 100 kilómetra
hraða. Þyngd bflsins er 970 klló,
og eyðslan þetta frá 8-12 litrar
eftir aðstæðum.
Það er meira en helmingi
minni eyösla en á Bronkónum,
og langt fyrir neðan sparneytn-
ustu jeppa.
Auk þess er kostnaður við
endurnýjun dekkja og ýmissa
annarra atriöa minni, en enn er
spurningunni um endingu og
viðhald ósvarað.
Hins vegar vona ég, að i þessu
greinarkorni hafa einhver þau
atriði skýrst, sem auðveldað
gætu mönnum að átta sig á þvl,
hvers konar bíll Subaru er.
Hann er ólikt léttari og auðveld-
ari I akstri en flestir jeppar, aö
ekki sé talað um benslnsparnað-
inn, og sætti menn sig við vissar
takmarkanir hans I ófærum, er
hér kannski blllinn, sem alltaf
hefur vantað.
cHltðsi
_^
Kalt borð
Við bjóöum eftirtalda rétti:
Lambasteik
Roastbeef
Grlsasteik
Kjúklingar
Skinka
Hangikjöt
Lax I maiones
Rækjur Ihlaupi
Ávaxtasalat
ttalskt salat
Rækjusalar
Kartöfluáalat
Hrásalat
Cocktailsósa
Remolaðisósa
Ostabakki
Slldarföt 2. tg.
Avaxtakarfa
Kex
Brauö
Smjör
Kynnið ykkur okkar
sanngjarna verð
Suðurveri Stigahlið 45 simi 38890.
— 52449