Vísir - 31.01.1977, Blaðsíða 19

Vísir - 31.01.1977, Blaðsíða 19
Útvarp klukkan 19.40: SKATTA- FRUMVARPIÐ tekið fyrir í þœttinum um daginn og veginn Arndis Björnsdóttir „Ég ræði nú að sjálfsögðu um það sein efst er á baugi þessa dagana”, sagði Arndis Björns- dóttir sem talar um daginn og veginn i kvöld. „Það er skattalagafrum- varpið sem mest verður talað um, en einnig minnist ég á stöðu konunnar og ýmislegt fleira um þjóðfélagsmál. Þetta frumvarp er að visu enn aðeins á umræðu- stigi, en að minu dómi hefði mátt vinna það betur og líta i fleiri horn áður en það var lagt fyrir þingið.” „Ég minnist lika litillega á viss sanngirnismál sem vert er að koma i lag.” Þátturinn um daginn og veg- inn hefst klukkan 19.40 og lýkur 20 minútum siðar. —GA Úr sjónvarpsleikritinu Faðir minn sem sjónvarpið sýnir Ikvöld. Þar er greint frá rmtnni, Tonnemann að nafni sem er heyrnarlaus. Konahans er iátin, og hann reynir eftir bestu getu að ala upp börnin sin tvö.- A myndinni er sá sem leikur aðalhlutverkið Jens Okking með Anders Agensö. —AG Sjónvarp klukkan 21.05: Bresk mynd um fisk- veiðar og skynsamlego nýtingu sjávarafla! Fjölskyldan og þjónarnir úr þáttunum ósjaidan I nokkra mánuði I viðbót. Húsbændur og hjú. Þau elga eftlr að sjást á skjánum Nóg eftír af þóttunum um Húsbœndur og hjú og annar breskur kemur ó eftir Adams fjölskyIdunni „Nei, nei þáttunum um hús- bændur og hjú verður haldið áfram”, sagöi Jón Þórarinsson dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar sjónvarpsins i samtali viö Visi. Jú, það er rétt að upphaflega voru pantaðir þrettán þættir af þessari seriu, en nú hafa verið pantaðir 13 í viðbót. Alls er búiö að gera yfir 70 þætti, en ég lofa nú ekkiaö þeir veröi allir sýndir hér. Fyrst um sinn veröur þátt- urinn áfram á sunnudögum klukkan 16.00, en i lok febrúar veröur tekin ákvöröun um hvort verður fluttur á annan tima. „i staðinn fyrir Adams-fjöl- skylduna á sunnudagskvöldum kemur breskur myndaflokkur i 7 þáttum sem heitir Jenny, og er um konu meö þessu nafni. Hún var móðir Winston Churchills og þættirnir segja ævisögu hennar frá þvi að hún var ung stúlka i Bandarlkjunum og þar til hún er orðin gömul kona.” „Við biðum — og fiskarnir Uka” heitir bresk heimildar- mynd um fiskveiðar sem sýnd verður í kvöld. Þar er m.a. vak- in athygli á að lifrikið i höfun- um sé ekki óþrjótandi auðlind, en með skynsamlegri nýtingu sjávarafla eigi að vera unnt að framfleyta mannkyninu. Myndin fjallar aðallega um fiskirækt og þar kemur fram aö flestir hafa gefist upp á þvi aö loka einstaka f jöröum, eöa álika hafsvæðum, og ætlast siðan til að þar fyllist allt af fiski. Lang- mestur hluti fiskiræktar er stundaður i búrum og vegna þesshve þetta er dýrt er einkum ræktaður fiskur sem mikinn arö gefur. Nærtækt dæmi um þetta er lax og silungarækt okkar is- lendinga. Það kemur eflaust mörgum heldur spánskt fyrir sjónir að horfa á breska heimildarmynd um verndun fiskistofna. en svona er það nú. —GA Utvarp klukkan 14.30: í TYRKJA HÖNDUM" rr Þetta er saga sem byggð er á sönnum atburðum, sagði Sæ- mundur G. Jóhannesson frá Akureyri sem byrjar I dag lest- ur nýrrar miðdegissögu „í Tyrkja höndum” eftir Oswald J. Smith. Sagan veröur lesin I þrem hlutum. „Hún gerðist I fyrri heims- styrjöldinni I Armeniu. Sagt er frá þvi þegar tyrkir réöust á þjóðinaog fóru ákaflega illa meö hana, drápu fjölda fólks og eyddu herumbil þjóðinni. Þessi saga gefur okkur ákaflega skýra hugmynd um þær hörmungar sem fylgja striöi og um margt var þessi styrjöld svipuðþeirri sem geisað hefur I Líbanon nú á dögum, og þó var hún jafnvel enn óhugnanlegri. Vestrænar þjóðir reyndu seint og um siðir að hjálpa, og voru kanadamenn einna fyrstir a vettvang meö matargjafir og þess háttar.” Þá blandast inn i söguna ástarævintýri og annarskonar persónuleg atriði. Höfundurinn Oswald J. Smith er kanandamaöurog er þekktur fyrir kristniboðsstarf sitt. Hann hefur komiö hingað til lands og haldið fyrirlestra m.a. I Fri- kirkjunni áriö 1962 fyrir fullu húsi. —GA Mánudagur 31. janúar 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „i Tyrkja höndum” eftir Os- wald J. SmithSæmundur G. •Jóhannesson les þýðingu sina, fyrsta lestur af þrem- ur. 15.00 Miðdegistónleikar: is- lenzk tónlista. Pianólög eft- ir Jón Leifs og Þorkel Sigur- björnsson. Halldór Haralds- son leikur. b. Lög eftir Karl O. Runólfsson við ljóð eftir Tómas Guömundsson, Jó- hann Sigurjónsson og Jónas Hallgrimsson. ólafur Þor- steinn Jónsson syngur, Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. 15.45 Um Jóhannesarguðspjall Dr. Jakob Jónsson flytur áttunda erindi sitt. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Tóniistartimi barnanna Egill Friðleifsson sér um tfmann. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Arndis Björnsdóttir kennari talar. 20.00 Mánudagslögin 20.25 íþróttirUmsjón: Jón As- geirsson. 20.40 Dvöl Þáttur um bók- menntir. Umsjón: Gylfi Gröndal. 21.10 Pianókonsert I G-dúr eft- ir Maurice Ravel Arturo Benedetti Michelangeli og hljómsveitin Filharmonia i Lundúnum leika, Ettore Gracis stjórnar. 21.10 Útvarpssagan: „Lausn- in” eftir Arna Jónsson Gunnar Stefánsson les (12). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir A vettvangi dómsmálanna Björn Helga- son hæstaréttarritari segir frá. 22.35 Frá tónieikum Sinfóniu- hljómsveitar islands i Háskólabiói á fimmtudag- inn var, — sföari hluti. Hljómsveitarstjóri: Páll P. Pálsson „Frá italiu”, sinfónia op. 16eftir Richard Strauss. — Jón Múli Ama- son kynnir — 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 31. janúar. 20.00 Fréttir ogveður 20.30 Auglýsingar ogdagskrá. 20.35 lþróttir. Umsjón- armaöur Bjarni Felixson. 21.05 Við biðum — og fiskarnir lika. Bresk heimildamynd um fiskveiðar og fiskrækt I framtlðinní. Vakin er athygli á að lifrikið i höfun- ' um sé ekki óþrjótandi auölind, en meö skynsam- legri nýtingu sjávarafla eigi að vera unnt aö framfleyta mannkyninu. Þýðandi og þúlur Ellert Sigurbjörnsson. 21.50 Faðir minn. Danskt sjónvarpsleikrit eftir Peter Ronild. Leikstjóri Henning Ornbak. Aðalhlutverk Jens Okking. Tonnemann er heyrnarlaus. Kona hans er látin, og hann reynir eftir bestu getu að ala upp börn sin tvö. Þýðandi Jón O. Ed- wald. (Nordvision — Danska sjónvarpiö) 22.40 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.