Vísir - 31.01.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 31.01.1977, Blaðsíða 5
GAULLISTAR VERÐA UM KYRRT í STJÓRN D'ESTAINGS Jacques Chirac, leið- togi gaullista, sem hefur i dag formlega kosn- ingabaráttu sina fyrir borgarstjóraembætti Parisar, reyndi i gær að sefa kviða manna um, að framboð hans muni Soufriere gýs að nýju Eldfjallið Soufriere á friinsku eyjunni, Quadelope, i Kariba- hafitókað gjósa ifyrrakvöld, að undangegnum jarðhræringum, sem stóðu i tiu minútur. Yfir- völd hafa lokað veginum, sem liggur til eldfjallsins, en nær- liggjandi byggðarlögum er samt ekkitalin stafa hætta af. — Soufriere, sem hafði ekki gosið siðan 1836, tók að gjósa I ágúst i sumar, og voru þá fbúar eyj- arinnar fluttir á nærliggjandi eyju. leiða til falls ríkisstjórn- arinnar. Menn voru farnir að velta vöng- um yfir þvi, hvort sjö ráðherrar gaullista i rikisstjórn D’Estaings forseta mundu sitja þar öllu leng- ur, eftir að Chirac bauð sig fram gegn frambjóðanda D’Estaings, iðnaðarmálaráðherranum Michel D’Ornano, sem dró framboð sitt til baka. „Þaö eru engin vandkvæði. Þeir virða reglurnar um einingu innan rikisstjórnarinnar,” sagði Chirac i blaðaviðtali i gær og átti þar við gaullistana sjö innan stjórnarinnar. Ef þessir sjö ráðherrar segðu af sér, mundi D’Estaing knúinn til þess að efna til kosninganna fyrr en hann ætlaði. En það var ein- mitt ágreiningsefni hans og Chi- racs, þegar Chirac sagði af sér embætti forsætisráðherra. Að margra mati bauð Chirac sig fram til hins nýstofnaða emb- ætti borgarstjóra Parísar (sem veröur fyrirsjáanlega mjög áhrifarik staða i frönskum stjórn- málum) til þess að bjóða Giscard D’Estaing forseta byrginn. Sjálf- ur segist Chirac hafa boðið sig fram, vegna þess að hann áliti, að D’Ornano ætti enga sigurmögu- leika á móti frambjóðanda kosn- ingabandslags sósialista og kommúnista. Eiturtunnurnar gntna í sjónum italiustjórn mun i dag ákveða, hvernig fjar- lægðar verði 900 stál- tunnur, fullar af eitri, úr skipsflaki á bothi Adria- hafsins, áður en alvar- legt mengunarslys hlýst af þeim. Kviða menn þvi, að tunnurnar leki eitrinu og mengi stóra hluta Adria-og Miðjarðahafsins. l'þeim eru blý-tetra ethyl og blý-tetra methyl, efni, sem bætt er út i bensfn. Júgóslavneskt flutningaskip með þennan óhugnanlega eitur- farm innanborðs sökk undan bænum Otranto fyrir rúmum tveim árum og hefur ibúum á nærliggjandi ströndum ekki verið rótt síðan. Nýleg rannsókn á tunnunum þykir benda til þess aö skammt sé til þess, að þær byrji að leka. „Eftir tvoeða þrjá mánuði mundi ég ekki vilja synda á þessum slóð- um,” sagði einn visindamann- anna, sem rannsakaði tunnurnar. Þessar blýefnasamsetningar geta valdið ofskynjunum, geð- veiki og jafnvel dauða ef maöur tekur þær inn i stórum mæli. Rómantík í fangelsinu Bridget Rose Dug- dale, milljónaerfingi og hryðjuverkakona, sem situr i fangelsi i Dublin hefur sótt um að fá að giftast Gallagher þeim, sem rændi hollenska iðjuhöldinum, Tiede Herrema 1975. Gallagher^ sem er faðir tveggja ára sonar hennar, rændi Herrema og hélt honum i átján daga, meðan lögreglan sat um felustað hans. — Gallagher af- plánar 20ára dóm fyrir ránið. — Hann hafði krafist þess, að Brigdet Rose yrði sleppt úr fangelsi, ef hann ætti að skila Herrema lifs. Bridget Rose, sem er doktor i heimspeki, afplánar átta ára fangelsi fyrir hlutdeild i ráni á þyrlu og stuldi á málverkum til fjáröflunar hryðjuverkastarf- semi irska lýðveldishersins (IRA). Callagher (28 ára) og Bridget Rose (36 ára) eiga saman son, sem hún ól i fangelsinu. Drengnum hefur verið komið fyrir hjá vinum móðurinnar og fær hún að sjá hann reglulega, en faðirinn ekki. Þau hafa nú sitt i hvoru lagi sótt um leyfi til giftingar og verði þaö veitt, fær faöirinn leyfi til að sjá drenginn. John Griffith lagaprófessor, grdf undan helstu rökum talsmanna lávarðadeildarinnar ER SKAPADÆGUR LÁVARÐADEILDAR- INNAR AÐ RENNA? I nokkur ár hafa marað i hálfu kafi hugmyndir i Bret- landi um að sameina báðar deildir breska þingsins i eina málstofu. thaldssamir eins og bretareruá gamlar venjur, var ekki við öðru aö búast en að þessar hugmyndir mundu látnar krauma lengi i deiglunni, áöur en nokkur bugur yröi und- inn að þvi aö gera alvöru úr. Jafvel hinir róttækustu i verka- mannaflokknum, sem vilja láv- arðadeildina fdga, þótt ekki væri fyrir aðra sök en þá, að þeim finnist meðhenni righald- iö i siðasta tákn þeirra tíma, þegar alþýöan var undirokuðaf aðlinum... jafnvel þeirfórusér hægt i þeim kröfum sinum. En i vetur blossaði upp reiði meðal þingliðs verkamanna- flokksins, þegar lávaröadeildin felldi eitt stjornarfrumvarpið daginn fyrir þinglok, og svæföi þar með i bili eitt af aöal stefnu- málum verkamannaflokksins. Tókst þvi ekki að hafa þá fljóta- afgreiðslu á frumvarpinu, sem þurftitil þess að þaö yrði að lög- um fyrir þingslit. Þinghlé stóö að visu ekki nema einn dag, og nýtt þing hóst strax'ab hon- um liönum meö óbreyttri skipan þingfulltrúa. En þingvenja mælir svo fyrir i breska parlamentinu, að leggja varð fram nýtt þing- skjal, nýtt þingmál á hinu ný- byrjaða þingi, ef verkamanna- flokkurinn ætlaði sér aö koma málinu fram. Þótt um væri að ræða sama mál, sem var til umræöu tveim dögum fyrr, varð þaö aö hljóta sömu meðferð sem nýtt væri, og fara fyrir viöhlitandi nefndir og svo framvegis og svo framvegis til þess aö ná sama áfanga og komið var daginn fyrir þingslit, þegar lávaröadeildin felldi þaö. Urðu nú háværar þær raddir, sem vildu beita sér fyrir þvi, aö lávarðadeildin yrði lögð niöur, og hreyfing kom á umræður um endurbætta skipan þingræð- insins. Strengdu ýmsir þing- menn verkamannaflokksins þess heit aö beita sér fyrir þvi, aö lávaröadeildin gæti ekki tií frambúðar troðiö þannig á lýð- ræðinu. — En eins og lesendum erkunnugt um,þá erufulltrúar neðri deildarinnar kjörnir þing- menn þjóðarinnar, meðan full- trúar lávaröadeildarinnar hljóta sinn rétt i arf. Eins og stendur hefur verkamanna- flokkurinn meirihluta i neöri málstofunni þótt að visu naum- ur sé (munaroft og einatt að- eins einu atkvæði i afgreiöslu mála). Nú á nýja árinu hefur verka- mannaflokkurinn stigið sitt fyrsta skref til stuönings þvi að þingið verði ein málstofa. Inn- anrikismálanefnd flokksins lagði blessun sina á skýrslu sem rannsóknar- og undirbún- ingsnefnd hefur lagt fram, en þar er mælt með þvi aö lá- varöadeildin veröi lögö niöur. Skýrslan á eftir að koma fyrir fleiri nefndir og ráö, áöur en hún verður birt og gefin út og lögö fyrir flokksþingið f október. 1 nefndinni sem stendur aö skýrslunni, áttu sæti nokkrir ráðherrar, nokkrir þingmenn verkamannaflokksins og vinstrisinna lávaröar, auk ým- issa fulltrúa verkalýðsfélaga. Eftir þvi sem kvisast hefur um innihald þessarar skýrslu er i þyngstu rökum fyrir afnámi lávaröardeildarinnar tekið mið af athugunum John Griffiths; lagaprófessors viö Lundúnahá- skóla en þær birti prófessorinn 1974. Lutu þær að meðferö og málalokum allra stjórnarfrum- varpa, sem lögð höfðu verið fram á þrem þingtimabilum samfleytt. Prófessor Griffith véfengdi mikilvægi lávaröadeildarinnar sem einskonar endurskoöunar- deild á samþykktum neöri mál- stofunnar. Hann vakti athygli á þvi, að af 226 frumvörpum, sem lögö höfðu veriö fram i neðri málstofunni, höfðu lávaröarnir ekki gert breytingar nema á 98. Ennfremur að yfirgnæfandi meirihluti þessara breytingar- tiliagna (2.428 af 2.553) heföu verið samþykktar, þegar þær voru sendar aftur tii neöri mál- stofunnar. Við fyrstu sýn virtust þessar siðari tölur um samþykkt breyt- inganna vitnisburður um ágæti endurskoðunarhæfni lávaröa- deildarinnar, en viö nánari gát kom I ljós, aö flutningsmenn frumvarpanna (rikisstjórnin, þvi að þetta voru allt stjórnar- frumvörp sem Griffith beindi athugunum sinum að) höföu sjálfir lagt obbann af breyting- unum til. Prófessorinn ályktaöi af þessu að endurskoðunarnauö- syn lávarðadeildarinnar væri þar meö engin. Taldi hann að sia mætti þingmálin meö öðrum og auðveldari hætti. Svo sem meö þvi aö láta liða þrjá mán- uöi milli þess, sem þingskjölin færu á milli nefnda. Þetta álit var mikill hnekkir þeim sem halda vilja núverandi þingskipan. Endurskoðunarrök- in hafa verið þungamiðjan i máli þeirra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.