Vísir - 31.01.1977, Blaðsíða 10
10
VÍSIR
r __ ’
Mánudagur 31. janúar 1977 VISIR
Umsjón: óíi Tynes
J
C'tgefandi: Heykjaprent hí.
Framkv æmdastjóri: I)avló Gu&niundsson
Ritstjórar:Dorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi GuBmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: GuBmundur Pétursson. Um-
sjón mefthclgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Edda Andrésdóttir, Einar Guftfinnsson, Ellas
Snæland Jonsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón Arngrímsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes,
Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guftvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akur-
eyrarritstjórn: Anders Hansen. Ctlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson. Ljós-
myndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurftsson.
Dreifingarstjóri: Sígurftur R. Pétursson.
Auglýsingar: II verfisgata 14. Slmar 11060, Nbbli
Afgreiftsla : ilverfisgata 14. Slmi 86611
Ritstjón :Sfftumúla 14.Simi 86611, 7linur
Akureyri.SImi 96-19806
Askriftargjald kr. 1100 á mánufti inn»nlands.
* Verft I lausasölu kr. 60 eintakift.
* Prentun: Blaftaprent hf.
Viðnám gegn
ríkisumsvifum
A síðari árum hafa stjórnvöld t vaxandi mæli
hneigst til rikisumsvifa. Ríkisumsvifahugarfarið er
orðið svo rótgróið/ að það heyrir orðið til undantekn-
inga/ aðtillögur komi fram á Alþingi, er miða í aðra
átt. Þetta er á margan hátt varhugaverð þróun, sem
óhjákvæmilega kemur til með að hafa áhrif á það lýð-
ræðisskipulag, er við höfum búið við.
Rikisumsvifahugarfarið er orðið svo ríkjandi að
alþingismenn virðast almennt líta á það sem helsta
mælikvarða um ágæti stjórnmálastarfa sinna, hversu
ötulir þeir eru við að auka ríkisútgjöldin. Stjórnmála-
menn, sem komasttil valda íkrafti frjálshyggjunnar,
blása jafnvel á hugmyndir um, að arðsemi eigi að
leggja til grundvallar opinberum rekstri eins og
t.a.m. orkuverum.
Leiðtogar frjálshyggjuafla lýsa því nú yfir, að kröfur
um arðsemi og skynsamlega nýtingu f jármagns séu
bæði úreltar og hættulegar. Þegar mál eru komin i
þennan farveg blasa við ýmsar hættur Alvarlegast er
þó, að frjálshyggjuöf I i stjórnmálum hafa tekið hönd-
um saman við hin rótgrónu ríkisumsvifaöfI.
i þeim fáu tilvikum sem alþingismenn bera fram til-
lögur, er ganga þvert á ríkisumsvifastefnuna, gæta
flokksmálgögnin og ríkisfjölmiðlarnir þess að geta
þeirra sem minnst og í sumum tilvikum alls ekki.
Rikisumsvifatillögur þykja orðið miklu mun merki-
legri.
Fyrir rúmum mánuði flutti einn af þingmönnum
austfirðinga ályktunartillögu á Alþingi, þar sem lagt
vartilaðein af graskögglaverksmiðjum ríkisins, sem
starfrækt er í Austur- Skaftafellssýslu, yrði seld í
hendur bænda í héraðinu eða samtaka þeirra.
Tillaga sem þessi sýnist e.t.v. ekki snúast um
mikilsvert málefni við fyrstu sýn. En sannleikurinn er
þó sá, að þetta er ein af fáum tillögum, sem fluttar
hafa verið á Alþingi á siðari árum, sem stefnt er gegn
ríkisumsvifum. Fyrir þá sök er þessi tillaga merkileg.
Framgangur þessarar tillögu getur þannig orðið próf-
steinn á það, hvort stjórnarmeirihlutinn byggist á
frjálshyggju eða ríkisumsvifastefnu.
Af fimm graskögglaverksmiðjum, sem starfræktar
eru i landinu er aðeins ein í eigu bænda. Framleiðsla
grasköggla er tiltölulega ný iðja í landbúnaði hér á
landi. Og athuganir benda nú til þess, að við getum á
næstu árum framleitt sjálfir verulegan hluta af því
kjarnfóðri, sem þörf er á.
Stjórnmálamenn virðast hafa verið á einu máli um
að fella þessa framleiðslustarfsemi að öllu leyti undír
hatt rikisins. Þó liggur i augum uppi að skynsamleg-
ast og hagkvæmast hlýtur að vera, að bændur sjálfir
eða samtök þeirra hafi þennan rekstur með höndum.
Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa hins vegar
einblínt á ríkisrekstur i þessum efnum.
Bændurnir í Brautarholti á Kjalarnesi hafa á hinn
bóginn gegn rikjandi stefnu stjórnvalda byggt upp og
rekið verksmiðju af þessu tagi. i ójafnri aðstöu við
rikisverksmiðjurnar hafa þeir framleitt samkeppnis-
hæfa vöru.Verksmiðjureksturinn í Brautarholti er því
til fyrirmyndar i alla staði.
En ríkisumsvifakerfið er flókið. Þegar bændurnir í
Brautarholti óska eftir að kaupa fitu til að blanda í
graskögglana á sama verði og Sambandið selur hana
dönsku fóðurblöndunarfyrirtæki, segir kerfið nei.
Þannig er lögmál ríkisumsvifanna.
Engum vafa er því undirorpið, að kominn er tími til
að spyrna við fæti í þessum efnum. Þjóðin hefur ein-
faldlega ekki efni á áframhaldandi ríkisumsvifa-
stefnu, þar sem arðsemi er talin til úreltra og hættu-
legra kenninga.
Dagblöð, bækur, umbúðir, pappakassar eru meðal hundruða papplrshluta sem við notum daglega.
(Mynd Loftur)
— og hún getur
haft alvarlegar
afleiðingar ekki
síður en
olíukreppan, segja
sérfrœðingar
Næsta kreppa i heiminum
verður pappirskreppa, segir
hópur sérfræðinga sem þessa
dagana sitja á ráðstefnu I Finn-
landi. Og þótt hún verði annars
eðiis en oliukreppan kemur hún
til með að hafa geysileg áhrif og
ófyrirsjáanlegar afleiðingar,
með tilliti til verðhækkana á
ýmsum sviðum.
1 vestrænum löndum er
pappír svo sjálfsagður að menn
eru nánast hættir að taka eftir
honum. En ef menn lita 1
kringum sig, sjá hvaða pappirs-
vörur þeir meðhöndla daglega
og reyna svo að gera sér grein
fyrirhvernig væriaðvera án, er
dæmið dálitið alvarlegt.
Það eru Financial Times og
BerlingskeTidende, sem standa
að þessari ráðstefnu. Þessi blöö,
eins og önnur eiga þarna mikilla
hagsmuna að gæta. Augljós-
lega.
Sérfræðingar FAO reikna
meö aö árið 1979 muni skorta
10,6 milljón lestir af pappir. til
að fullnægja þörfinni. Það bætir
svo ekki útlitið að pappirsfram-
leiðendur i Evrópu, og þó sér-
staklega á Noröurlöndunum,
eiga við mikla fjárhagsöröug-
leika aö striða. Þeir hafa þvi
litla von um aðgeta lagt út i þær
fjárfestingar sem gætu bætt
ástandið.
Jafn alvarlegt og oliu-
kreppan
„Erfiðleikar pappirsfram- ■
leiðenda eru eitt stærsta vanda-
málið sem við þurfum að fást
við á næstu árum,” segir fulltrúi
Brasiliu á þessari ráðstefnu.
„Þetta getur orðið jafn mikiö
vandamál og oliukreppan og
jafnvel verra aö þvi leyti aö i
þessu tilfelli er ekki hægt að
vonast eftir nýjum birgðum af
hafsbotni.”
Brasiliski fulltrúinn telur þó
að með samstilltu átaki verði
hægt að sigrast á vandamálinu.
Hann leggur sérstaka áherslu á
að þróunarlöndin komi til með
að leika stórt hlutverk I þeirri
lausn.
Brasilia mun koma mikið við
sögu, vegna hinna víðáttumiklu
skóga sem er litið farið að nýta
til iðnaðar.
1 skýrslu FAO um pappirs-
massaframleiðslu er þvi spáð
að á árunum 1975-1980 aukist
hún úr 126 milljón lestum f 150
milljónir. En af þessari
aukningu um 24 milljón lestir,
eiga þróunarlöndin aðeins tæp-
lega 18 prósent.
Framleiðsla á pappír og
pappa mun aukast úr 175
milljón lestum i 206 milljónir og
af þeirri aukningu munu
þróunarlöndin eiga 18 prósent.
Hlutur þróunarland-
anna
Þessar tölur sýna að full
ástæða er til að leggja aukna
áherslu á hlut þróunarlandanna
i pappirsframleiöslu i heim-
inum, að sögn sérfræðinganna.
A siðustu fimm árum hafa þau
aðeins framleitt 10 prósent af
pappirsmassanum og 13 prósent
af jieim pappir, sem notaður er I
heiminum.
Rlkisstjórn Brasiliu hefur
þegar gert langtimaáætlun um
aukna pappirsvinnslu til út-
flutnings. 1 henni felst meöal
annars áætlun um mjög aukna
skógrækt. En eins og málum er
nú háttað er pappirsnotkun
þróunarlandanna meiri en
framleiðsla þeirra sjálfra. Úr
þessu þarf að bæta.
Norðurhvelið fullnýtt
A næstu áratugum má búast
við griðarlegri sókn i hitabeltis-
skóga þriðja heimsins. Það er
ljóst að það verður litið hægt að
auka pappírsframleiðsluna á
norðurhveli jarðar.
Skógar I Finnlandi og Sviþjóð
eru þegar nýttir eins og hægt er
og pappirsframleiðendur i þess-
um tveim löndum verða að
flytja inn hráefni til að halda
framleiðslunni gangandi.
Kanada og "Sovétrikin eru
einu löndin sem getá verulega
aukiö sina framleiðslu, en það
nægir ekki til. Það verður þvi að
sækja það sem á vantar i frum-
skógana.
Nútíð kemur niður á
framtið
Ráðstefnufulltrúar frá Finn-
landi og Sviþjóð mála lika
dökka mynd af ástandinu, eins
og það er I dag. En ástæðan er
allt önnur.
Oliukreppan hafði slæm áhrif
á efnahag Vesturlanda og aftur-
batinn gengur hægt. Afleiðingin
er minni eftirspurn eftir hvers--
konanvörum þar á meðal papp-
ir.
Afleiöingin af þvi er svo að
grfðarlegar birgðir af pappir
eru nú i vöruhúsum á Norður-
löndum, alls um 2 milljónir
lesta. í Sviþjóð hafa framleið-
endur oröið aö taka mikil lán til
að fjármagna þennan griðar-
lega lager.
Pappirsframleiðendur eru þvi
i miklum fjárhagserfiðleikum
og geta ekki „fjárfest i framtið-
inni.”
Erfiðleikar nútimans vegna
offramleiöslu munu þvi hafa á-
hrif i framtiðinni og gera á-
standið enn verra þegar papp-
Irsskortur fer að segja til sin.