Vísir - 31.01.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 31.01.1977, Blaðsíða 8
B Mánudagur 31. janúar 1977 yism „LOKKUM BOO FYRMXKl HNGAÐ MED UNDBfBOÐUM" — sagði Björgvin Sœmunds- son, bœjarstjóri, ó fundi um iðnaðarmól í Kópavogi „Þaö erljóst, aö enn skortir á, aö fullt jafnræöi sé milli iönaöarins og annarra atvinnu- greina”, sagöi Gunnar Thoroddsen, iönaöarráðherra í ávarpi á fundi, sem haldinn var igær i Félagsheimili Kópavogs i tilefni af „degi iönaöarins” þar I bæ. „Dagur iðnaðarins” var haldinn i samvinnu viö lslenska iönkynningu, en slikir „dagar” hafa áður veriö haldnir á nokkr- um stööum úti á landi. t ávarpinu iagði ráöherra áherslu á, aö sú mikla kynning, sem fram færi á isienskum iðn- aöi væri ekki ætluö til aö gera Eitt fyrirtækjanna á sýningunní efndi til getraunar. HARGREIÐSLA Klipping og blóstur Hárgreiðslustofan VALHÖLL Óðinsgötu 2 simi 22138 hlut annarra iöngreina minni en hánn væri i reynd. Atvinnu- vegirnir yrðu hver að styöja annan. Velheppnaðar sýningar „Dagur iðnaðarins” hófst annars á föstudagsmorgun meö skoöunarferöum i iönfyrirtæki, eins og skýrt var frá i blaðinu fyrir helgina. Iðnaðarráöherra ogfrú Vala Thoroddsen skoöuöu þá mörg fyrirtæki i fylgd með ýmsum forystumönnum Kópa- vogs. Sýningarnar i Vighöla- skóla og Þinghólsskóla voru formlega opnaöar með athöfn i Vighólaskóla, þar sem Rik- haröur Björgvinsson forseti bæjarstjórnar, flutti ávarp. Eftir hádegi skoðuöu gestimir svo sýninguna i Þinghólsskóla og ýmis fyrirtæki, en „degi iðnaðarins” lauk meö fundi um iðnaðarmál i Félagsheimili Kópavogs. Ekki undirboð Framsögumenn á fundinum voru Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri, og Daviö Sch. Thorsteinsson, formaöur Féiags isl. iönrekenda. Björgvin sagöi i ræöu sinni, aö það væri fátt i Kópavogi, sem beinlinis lokkaði fyrirtæki þangað ogallsekkiværi hægt aö segja, að bæjaryfirvöld lokkuöu fyrirtæki þangað frá Reykjavik með undirboðum. Þannig væru gatnageröargjöld sist lægri þar en ihöfuðborginni, og innheimt- an síst vægari. Aöstööugjöld væru hærri en i Reykjavik og innheimtur væru sérstakur hol- ræsaskattur, sem ekki væri gert i höfuðborginni. Davið lagði áherslu á, að leið- togar þjóðarinnar yrðu að vakna til dáða, leggja niður dægurþras og snúa sér að uppbyggingu. Móta yrði nýja uppbyggingarstef nu til að tryggja sibatnandi lifskjör i landinu. Sýningunum lauk f gærkvöldi Eins og blaðið hefur skýrt frá áður, voru tvær sýningar á framleiðsluvörum fyrirtækja i Kópavogi opnar frá föstud. og fram til kl. 221 gærkvöldi. Nokk- urhópur nemenda og kennara i þessum skólum, þ.e. Vighóla- og Þinghólsskóla áttu allan veg og vanda að þessum sýningum, sem þöttu takast i alla staði mjög vel. —ESJ. Merki iönsýningarinnar i Kópa- vogi. Þaö var margt athyglisvert aft sjá á iftnsýningunn I Kópavogi. margra framleiösluvara hús- Ljósmyndir: Jens. gagnaframleiftenda. Þessi hjólbarfti var jafnvel stærri en margir sýningargestirnir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.