Vísir - 31.01.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 31.01.1977, Blaðsíða 11
visra Mánudagur 31. janúar 1977 11 ,,BSAB mun hefja haröa bar- áttu fyrir áframhaldandi starfi og rekstri”, sagði Sigurður Flosason, formaöur félagsins, I viðtali við blaðamann. „Félagið þarf nú á aðstoð Reykjavikurborgar að halda og leggur hreinskilninslega og án undandráttar fram þá beiðni sina, að Reykjavikurborg sjái sér fært, eins fljótt og auðið er, að úthluta félaginu lóð undir fjöibýlishús”, sagði hann. Fái félagið ekki lóö á þessu ári er hætt við, að framtið félagsins verði mjög tvisýn. Það gæti jafnvel, að sögn forráðamanna þess, orðið til þess að það yrði að hætta byggingastarfsemi sinni. Forráðamenn félagsins kynntu starfsemi BSAB, sem áður hét byggingarsamvinnu- félag atvinnubilstjóra en hefur nú verið skirt Byggingasam- vinnufélagið Aðalból, enda er það opið fólki úr öllum stéttum, á fundi með blaðamönnum fyrir helgina. Fengu blaðamenn að skoða fjölbýlishúsið að Engja- seli 70—72, sem nú er verið að skila til ibúðaeigendanna, og stórhýsið við Asparfell, þar sem eru 198 ibúðir. 113 fermetra tilbúin ibúð á 6,3 milljónir BSAB hefur á nær þrjátiu ára ferli sinum reist ibúðir fyrir t húsinu við Asparfell, sem BSAB byggði, eru 198 fbúðir. Þar er stór hluti húsnæðis tekinn undir ýmsa félagslega aðstöðu, svo sem barna- heimili og heilsugæslustöð. Þessi hluti húsnæðisins, ásamt leigufbúðum og herbergjum, er sameiginleg eign allra fbúa og tekjur af hús- næðinu ganga upp i rekstrargjöldin. Ljósmyndir Jens. 113 fermetra fullbúin íbúð fyrir 6,3 millj. hefur 127 þúsund rúmmetra ibúðarhúsnæði, að þörf sé fyrir a.m.k. eitt samvinnubyggingar- félag I Reykjavik. Byggingar- samvinnufélag veitir ýmsa möguleika, sem önnur félags- form hafa ekki. Það sameinar fjölda byggjenda i einum hópi, nýtir reynslu og getur framkvæmt mikið fyrir fjár- magn, sem ella lægi dreift og yrði að litlu gagni. A undanförnum árum hafa tæplega 400 félagsmenn, og búa I þeim ibúðum um 1700 manns. Forráðamenn félagsins bentu á, að fbúðirnar eru reistar fyrir kostnaðarverö og seldar á BSAB þykir það þvi nokkurt afrek að geta byggt ibúðir af þessari stærð fyrir þetta verð á veröbólgutimum til viðbótar má geta þess, aö 107 fermetra Ibúð I — hjá BSAB, sem nú vantar byggingalóð til að geta haldið áfram byggingastarfseminni Þeir kynntu blaðamönnum starfsemi BSAB. F.v. Bjarni Axelsson stjórnarmaður, Sigurður Flosason, formaöur, Arni Gunnarsson stjórnarmaður og Óskar Jónsson, framkvæmdastjóri BSAB. kostnaðarverði, en allir ibúöa- eigendur eru félagar i BSAB. „Þegar félagið afhenti ibúðir við Kóngsbakka i Reykjavik fyrir nokkrum árum var bygg- ingarkostnaður þeirra 20% lægri en byggingarvisitala. Og I Asparfelli reyndist byggingar- kostnaður 13% lægri en I visi- töluhúsi”, sagði Sigurður. 1 útreikningum sinum tekur BSAB meðaltal byggingarvisi- tölu ð byggingartimanum, en ekki eins og visitalan er viö lok byggingartimans eins og sumir hafa gert. Og hvað kosta svo ibúðirnar I Engjaseli 70-72, sem verið er að afhenda eigendum um þessar mundir? „Það er áætlað”, sagði Sigurður, ,,að endanlegt verö 113 fermetra 4ra herbergja ibúðar verði 6.3milljónir króna. Er þá ekki talið meö bilskýli. Þessar Ibúðir eru fullbúnar með innréttingum I eldhúsi, öllum skápum, hreinlætistækjum og eldavél”. Sambærileg ibúð á 7.1 milljón án tréverks. Og hvað um samanburö? „Jú, til samanburðar má geta þess”, sagði Sigurður, að i sama Ibúðarhverfi er nú verið að selja ibúðir af svipaðri stærð, tilbúnar undir tréverk, fyrir 7.1 milljón. húsinu við Engjasel mun kosta 6 milljónir króna, 70 fermetra ibúð 4 milljónir og 33 fermetra einstaklingsibúð 2 milljónir króna. Við fullyrðum, að BSAB hafi ávallt og ævinlega reist ódýrara húsnæði en almennt er til sölu á frjálsum markaöi”, sagði Sigurður. Byggingartiminn við Engjasel um tvö ár Aðspurðir um byggingar- timann, sögðu forraðamenn BSAB, að hann væri nokkru lengri hjá þeim en ýmsum öðr- um. T.d. væri byggingartimi Ibúöanna við Engjasel um tvö ár. „Þetta hefur m.a. stafaö af þvi”, sagði Sigurður, „að félag- ið hefur reynt að ákveöa bygg- ingarhraða eftir greiðslugetu Ibúðareigendanna. Með lágum útborgunum og hóflegum greiðslum hefur „Þetta hefur m.a. stafað af þvi”, sagði Sigurður ,,að félagið hefur reynt að ákveöa bygg- ingarhraða eftir greiðslugetu ibúðaeigendanna. Með lágum útborgunum og hóflegum greiðslum hefur þannig fjöldi efnalitilla hjóna og einstaklinga getað eignast þak yfir höfuöið. Ekki er sjáanlegt, að þetta fólk heföi getað eignast fbúöir með öðru móti, a.m.k. miöað við þá möguleika, sem verið hafa fyrir hendi i þjóöfélaginu á þeim tima”. Það kom einnig fram, að sem byggingasamvinnufélag hefur BSAB ekki átt greiðan aögang að lánsfé. „Sem dæmi má nefna”, sagði Sigurður, „að árið 1966 námu lán til félagsins 4% af fram- kvæmdafé. Arið eftir var þessi tala komin i 6.3%, en fór niður I 4.8% árið 1973. Arið 1974 komst hún i 18.3%. Þetta eru ekki háar fjárhæðir, þegar litið er til þeirrar fyrirgreiðslu sem mörg byggingafélög I einkaeign hafa fengið” sagði hann. Og nu vantar lóð til að geta haldið áfram. Eins og áður segir er verið að skila ibúðunum við Engjasel um þessar mundir.BSAB er þá ein- ungis með nokkur raðhús i smiðum, en hefur ekki enn feng- iö neina lóð undir fjölbýlishús. „Eftirspurn eftir Ibúðum hjá félaginu er mikil, en öllum verður að svara neitandi”, sagði Siguröur. „,Það er bjarg- föst trú og von félags, sem reist fjölmargir einstaklingar haft af þvi verulegar tekjur að fá lóðir undir fjölbýlishús, reisa þau og selja siðan ibúðir með góðum hagnaði. Hjá BSAB er ekki um neinn hagnaðað ræða, nema hjá hýsbyggjendum sjálfum,” sagöi hann. Hafa ekki stuðst við pólitisk öfl. Sigurður benti á, að BSAB hefði aldrei stuðst við nein pólitisk öfl i starfi sinu, og ætti þvi kannski fremur undir högg að sækja. „En félagið treystir þvi, að borgarfulltrúar og aðrir, sem um lóðaúthlutanir fjalla, veiti þvi liðsinni, þvi að við höfum mikinn hug á þvi að halda rekstrinum áfram, enda hefur félagið öðlast mikla reynslu og endurskipulagt marga þætti i starfi sinu að undanförnu”, sagöi hann. ESJ. Það var kátt á hjalla i barnaheimilinu við Asparfell þegar blaðamenn bar þar að garði fyrir helgina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.