Réttur


Réttur - 01.06.1946, Síða 20

Réttur - 01.06.1946, Síða 20
100 R É T T U R Vopnaeign landsmanna Ekki eru til glöggar sagnir eða skýrslur frá þessum öldum um vopnaeign og vopnaburð landsmanna, en þó er Ijóst af margs konar frásögnum, að vopnaburður hef- ur verið nokkuð almennur langt fram á 16. öld. I forsendum Vopnadóms er meira að segja til þess vitnað, að Islendingar hafi átt vopn allt frá landnáms- tíð til þess dags — og minnt á ákvæði norskra lögbóka um vopnaeign bænda og handgenginna manna. Um vopnaburð landsmanna frá lokum þjóðveldisins og fram til siðaskipta eru fjölmörg dæmi. Hér skal aðeins drepið á fá. Á Hegranesþingi 1305 gerðu landsmenn að- súg að Krók-Álfi, og „börðu strákar og lausr.menn á skjöldu með ópi og háreysti". Þá má nefna atför að Smið Andréssyni 1362, Spjaldhagafund 1491, þar sem Páll Brandsson varði Hvassafellsmál gegn Ambrosiusi hirð- stjóra Iglivoð með „110 menn tygjaða". Einnig má minna á bardagann við Englendinga við Mannslagshól (Mann- skaðahól), viðskipti Stefáns biskups og Björns í Ögfi, viðureign þeirra biskupanna, Jóns Arasonar og Ögmund- ar Pálssonar, bardaga Síðumanna og Englendinga í Vest- mannaeyjum og viðskipti Jóns á Öndverðareyri við Þjóð- verja o. fl. o. fl. Það virðist og auðsætt, að vopnaburður muni frem- ur hafa aukizt en hitt fyrst á siðskipta-öld. Má þar eink- um til nefna viðureign Jóns Arasonar við umboðsmenn konungsvaldsins og hins nýja siðar. Ólafur Tómasson segir í kvæði sínu, að biskup riði aldrei svo til alþingis: að ekki hefði hundruð tvenn hölda búna geiri búin öll var brynjurokk bragnasveitin sú.“

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.