Réttur


Réttur - 01.06.1946, Page 35

Réttur - 01.06.1946, Page 35
RÉTTUR 115 milljónum hollenzkra gyllina (rúmlega 2000 millj. ísl. krónur), en samanlagt fjármagn hennar mun þó vera miklu meira. Strax eftir sameininguna voru teknir upp samningar um samstarf jafnvel við stærsta feitihringinn í Ameríku, Procter, Gamble & Company, sem á 19 verksmiðjur í Bandaríkjunum, er framleiða sápu, feiti, kerti og smjör- líki fyrir 180 milljónir dollara á ári. 39% af öllu smjör- líki Bandaríkjanna er framleitt af þessu fyrirtæki, sem Morganhringurinn á allmikið í. Ekki er vitað með vissu um árangurinn af þessum viðræðum. Þó að eitthvert lauslegt samstarf kunni að eiga sér stað, hefur hingað til að minnsta kosti ekki verið um að ræða neinn sam- runa. Alveg án tillits til þess, hve sambandið við ameríska hringinn kann að vera mikilvægt, má fullyrða, að 90% af smjörlíkisframleiðslu Evrópu séu í höndum brezk- hollenzka hringsins. Auðmagn það, sem hringurinn ræð- ur yfir, gerir honum kleift að ráða smjörlíkisverðinu á þeim mörkuðum, þar sem einokunaraðstöðu verður við komið. f þeim löndum Evrópu, þar sem öflug neytenda- samtök verka sem mótvægi, á brezk-hollenzki hringur- inn hins vegar örðugt með að koma á einokunar- verði, t .d. í Englandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og víðar. Naumast er hægt að draga það í efa, að aðstaða til að koma á einokunarverði á smjörlíki hafi verið eitt aðalmarkmiðið með myndun hringsins. Alls staðar þar, sem hringurinn lætur til sín taka, rekur hann víðtæka og kostnaðarsama auglýsingastarfsemi. Auglýsingaút- gjöld Margarine Unie árið 1928 námu þannig meira en 30 milljónum króna. Þessi auglýsingastarfsemi stendur í nánu sambandi við tæknilegar umbætur hringsins á sviði framleiðslu og dreifingar. Með kerfisbundinni aug- lýsingastarfsemi kynnir hann hinar auðkenndu vörur sínar og leitast með því móti við að lækka smásölugróð-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.