Réttur - 01.10.1933, Side 3
þegar verzlunarauðmagnið og síðan iðnaðarauðmagn-
ið er hið ráðandi auðmagn og kaupmannastéttin og
iðnrekendastéttin, aðalyfirstjett auðvaldsskipulagsins.
Undir lok 19. aldarinnar tekur þessi stefna víðasthvar
út í heimi að víkja fyrir hringavaldinu, samtökum
þeim, sem iðnaðarauðmagnið og bankarnir mjmda og
stjórna. Renna þessir tveir þættir auðmagnsins, iðn-
aðar- og banka-auðmagnið, þá meir og meir isaman
og mynda það, sem við köllum fjármálaauðvald
(Finanskapital).
Hér á íslandi gerist þessi þróun ekki fyrri en á síð-
ustu 10 árum svo verulega muni um. Kaupmanna-
stéttin, sem áður var voldugasta stéttin í landinu,
hefir orðið að láta í minni pokann, fyrst fyrir hinu
uppvaxandi togaraauðvaldi og síðan bankaauðvald-
inu. Þessi tvö síðarnefndu öfl eru orðin drottnandi öfl
í íslenzka auðvaldinu og runnin saman eins áþreifan-
lega og óskað verður. Erlendis birtist samruni banka-
og iðnaðarauðmagnsins í því að bankarnir gefa út
hlutabréfin í stóriðjufyrirtækjunum og eiga oft meiri-
hluta þeirra sjálfir. Hér lána bankarnir togaraútgerð-
inni stórfé, án þess meira að segja að tryggja sér
nokkurn aukagróða, þegar vel gengur. Landsbankinn
hefir lánað Kveldúlfi 4)4 milj., en innstæðufé lands-
manna í honum er um 25 milj. og ríkið stendur í
ótakmarkaðri ábyrgð fyrir hann. Þannig er drottnun
og hagnýting stórútgerðarmanna á sparifé lands-
manna, lánstrausti ríkisins og auðmagni bankans
tryggt. Þetta kallar J. J. að beita „fullkomnu lýðræð-
isskipulagi" í bankamálum og gera Landsbankann að
„þjóðbanka“.
Bankaauðvaldið hefir náð hámarki valds síns á
tveim síðustu árum. Það hefir fyrirskipað og stjórn-
að myndun „Fisksölusambandsins“. Þar með fær
Kveldúlfur og Alliance völdin yfir mestöllum fiskút-
flutningi landsins og bankarnir nota síðan peninga-
vald sitt — spariféð og lánstraust ríkisins — til að
195