Réttur


Réttur - 01.10.1933, Side 5

Réttur - 01.10.1933, Side 5
Og til þess að fullkomna þetta allt saman má ekki gleyma því, að Alþýðuflokkurinn styður þennan fisk- hring og hælist um, að Ólafur Thors neyðist til að framkvæma ,,sosialismann“. Öllu má nú nafn gefa. En það sem J. J. kallar ,,samvinnu“ kalla kratabrodd- arnir ,,ríkisrekstur“ eða ,,jafnaðarstefnu“ — en það er ekkert annað en alræði f jármálaauðvaldsins. J. J. og samvinnumenn hans hafa eflt alla bankana, taka meginþáttinn í stjórn þeirra, bera ábyrgð á öll- um þessum gerðum þeirra, enda telur J. J. þá einn aðalþáttinn í öllu ,,lýðræðisskipulagi“ samvinnunnar. Eðli þessarar „samvinnu“ afhjúpar sig því betur og betur. Hin „hagnýta, friðsamlega þróun“ J. J. sýnir sig einmitt meir og meir sem þróun íslenzka auðvalds- skipulagsins yfir á síðasta og versta skeið sitt, skeið fjármálaauðvaldsins, alræðis örlítillar klíku yfir öll- um íjármálum þjóðfélagsins. Og þetta skeið er um leið hnignunarskeið íslenzka auðvaldsins og tímabil iskörpustu kúgunar gagnvart verkalýð og allri alþýðu. Kúgun bankaauðvaldsins. Hér fyrr á tímum, þegar „Mogginn“ ennþá neitaði því að auðvald væri til á íslandi, kvað blaðið kúgun atvinnurekenda hvergi koma fram, heldur björguðu þeir þvert á móti „veslings verkalýðnum“ með því að „veita honum vinnu“. En „Mogginn“ var þá sem kunn- ugt er helsti málsvari auðvaldsins og þótti þessi að- ferð hans all-hláleg. Nú kemur Jónas frá Hriflu, einmitt þegar banka- auðvaldið er orðið hið drottnandi auðvald á íslandi, og neitar því að bankaauðvald sé til á íslandi og spyr hvar kúgun þess komi eiginlega fram. Hér séu bara þrír „bláfátækir bankar“ og allir vilji fá lán hjá þeim. Og J. J. hefir auðsjáanlega alveg sömu hug'- mynd um bankana og „Mogginn" um einkaatvinnu- rekendur, sem allir vilja fá vinnu hjá — að þeir séu bara að starfa fyrir þá, sem lánin ,,þiggja“ og 197

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.