Réttur


Réttur - 01.10.1933, Síða 11

Réttur - 01.10.1933, Síða 11
300—400 kr. á ári og eiga að kaupa fyrir það allar nauðsynjai', greiða vexti og afborganir skulda, út- svör og opinber gjöld. Bóndi í Vestur-Húnavatnssýslu, talinn meðalbóndi, á eign metna á 2687 kr. en skuldar 2192.48. Er það talið ekki slæmt hlutfall. Tekjur hans á ári eru 502 kr. Hann greiðir í vexti og afborganir 110 kr. og jarðarafgjald 150 kr. Til búsins eru eftir á ári 242 kr. Þessa bændur telur Jónas frjálsa. Þessir bændur, sem hættir eru að fá út í kaupfélögum og verzlunum, sem sjá bústofn sinn ganga saman ár frá ári, en skuld- irnar aukast, — þessir bændur eiga að syngja pólitík Framsóknar lofgerð, fyrir hvernig hún hafi losað þá úr hlekkjunum. Svona lítur frelsi bændastéttarinnar út. Fjármála- auðvaldið hefir sölsað undir sig helming allra jarð- eigna og svo heimtar það nú af ríkinu tryggingu fyrir að fá skuldirnar giæiddar — og þá er kreppulána- sjóðurinn myndaður handa því og helmingur allra bænda á landinu settur undir eftirliti trúnaðarmanna bankaauðvaldsins. Þetta er frelsið! Er ekki von að bændaforinginn J. J. spyrji hvar kúgun bankaauð- valdsins komi fram? En J. J. þarf heldur ekki að selja á haustin t. d. 40 dilka á 240 kr. og greiða bankan- um eða kaupfélaginu 120 kr. einungis í vexti af skuld. Sama ,,þróun“ sem gert hefir bændurnar sjálfa beint eða óbeint að þrælum bankaauðvaldsins. hefir líka gert samvinnusamtök bænda háð því. Skulda- keðjan frá bændum yfir kaupfélögin og Sambandið til bankanna er einnig fjötur. Væru Sambandsfor- stjórarnir sjálfir spurðir að því hvort S. I. S. væri óháð bönkunum, myndu þeir vafalaust svara neitandi — og jafnvel bæta við að slíkt væri vart hugsanlegt fyrir svo stórt verzlunarfyrirtæki nú á tímum. S. í. S. er orðið háð innlendu og erlendu bankavaldi og hér inn- anlands er það í afarríkum mæli runnið saman við 203

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.