Réttur


Réttur - 01.10.1933, Page 16

Réttur - 01.10.1933, Page 16
henni nægja ekki gúmmíkylfurnar, þá ætlar Jónas sér að drekkja réttlátri reiði verkalýðsins í vatni frá Ihinum margumræddu vatnsbílum, sem Hitler kvað hafa notað í Þýzkalandi með góðum árangri, að því er J. J. isegir í þingræðu. En burgeisastéttin hyggur jafnframt á beittari vopn. II. Leið auðvaldsins eða leið verkalýðsins. „í því liggur munurinn á flokki, sem vill þró- un, og flokki, sem vill byltingu, að hinn Ifyr- nefndi styður fátækari stéttirnar til að verða eigendur atvinnutækjanna með friðsamlegri þróun, en kommúnistar með byltingu, sem þeir þó vita, að þeir geta eingöngu talað um.“ (J. J. bls. 16.). Við höfum nú athugað þessa „friðsamlegu þróun“ og séð hvernig hún er aðferðin til þess að innleiða og efla drottnun bankaauðvaldsins yfir alþýðu, sumpart með beinlínis gróða af vinnulaunum verkamanna í samfélagi við útgerðarauðvaldið, sumpart með gróð- anum í formi vaxta og afborgana alf ,,samvinnu“- og ,,sjálfseignar“-fyrirtækjum bláfátækra sjómanna og bænda, sem reynt er að blekkja til að halda að þeir séu „eigendur atvinnutækjanna.“ Við höfum séð hvernig þeir flokkar, sem vilja „þróun“, hafa „stutt“ fátækari stéttirnar til að verða enn þá fátækari og jafnhliða ,,stutt“ Kveldúlf og Alliance til að verða eigendur enn þá fleiri togara, „,stutt“ þessi sömu auð- Ifélög til að verða drottnandi allrar fiskverzlunar í landinu, ,,stutt“ bankana til að ná veð-valdinu yfir 50% allra jarða og bændabýla á íslandi — og síðan „stutt“ þá með ótakmörkuðum ábyrgðum og „kreppu- lánasjóðum“ á kostnað alþýðu. Og kói'ónan á þessum „stuðningi“ var að ,,styðja“ þá ríku með fé þeirra fá- tæku til að koma upp stéttarher fyrir auðvald landsins 208

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.