Réttur


Réttur - 01.10.1933, Page 17

Réttur - 01.10.1933, Page 17
til að berja þá fátæku niður, ef þeir dirfðust að mögla. Við erum sammála J. J. um það, að til þeiss að, fram- kvæma allar þessar „umbætur", alla þá ,,samvinnu“, sem hann reynir að dulklæða þróun bankaauðvaldsins í, til þess þarf vissulega ekki nema friðsamlega þró- un, og jafnvel þó eitthvert hark gæti orðið við að framkvæma hana (t. d. öðru hvoru lögreglu gegn „samvinnu“-skipa-sjómönnum, sem ekki vilja láta ganga að isér, eða atvinnuleysingjum, sem langar 1 brauð, — eða verkakonum í garnastöðvum, sem verj- .ast launalækkun, eða verkamönnum, sem rísa gegn Kveldúlfi, eða bændum, sem hindra nauðungarupp- boð Búnaðarbankans), þá væri alveg óhugsandi að það þyrfti „byltingu" til. Þetta er bara beint áfram- hald af því auðvaldsþjóðfélagi, sem fyrir er. Það kemst á hærra stig. Yfirstéttin í því breytist ofurlítið. Hlutföllin milli hinna ýmsu hluta auðmagnsins rask- ast nokkuð. En öll kúgunin, fátæktin og niðurlæging- in, sem þetta þjóðfélag byggist á, helst og færist í aukana. Það er hert á ofbeldistækjunum og yfirstéttin vígbúin betur, því hún finnur grundvöllinn riða undir fótum sér, því hið nýja tímabil, sem hún er komin í, er hnignunartímabil hennar, þegar hún ekki lengur get- ur einu sinni hagnýtt sér vinnuaifl verkalýðsins allt til að græða á, né vélar sínar til að framleiða, — þegar kreppa auðvaldisþjóðfélagsins fer vaxandi með ári hverju og mótsetningar þess verða að sama skapi óleysanl'egri. — Og J. J. lýsir því sjálfur yfir, að ef virkilega ætti að fara að berjast á móti þessu þjóð- félagi, þá myndi hann standa við hlið íhaldsins til að verja það gegn þeim, sem framkvæma vilja sósíal- ismann. Til þe,ss að framkvæma það, sem J. J. vill, nægir „friðsamleg þróun“. En það, sem við kommúnistar vilj- um, er bara alt annað, en það, sem Jónas frá Hriflu Till. Við viljum sósíalismann: Það er að verkalýður, 209

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.