Réttur


Réttur - 01.10.1933, Síða 21

Réttur - 01.10.1933, Síða 21
legu þróunar frá augum meirihluta verkalýðsins og hinna vinnandi stétta svo þær sjáandi og vitandi vits geti barist gegn fasismanum og auðvaldinu og ráðið niðurlögum hvort tveggja í tíma. En hlutverk Fram- sóknar og krataforingjanna er samt enganveginn tak- markað við blekkingarnar einar saman. Þeir sýna líka æfingu sína í því að halda blekkingarblæjunni í ann- ari hendinni og öxi fasismanis í hinni — og skulum við nú athuga þá afstöðu þeirra nánar. „Eina örugga baráttan gegn nazismanum er að uppræta byltingarstefnu E. O. úr landi“. (J. J. bls. 48). Jónas Ifrá Hriflu skoðar sig ásamt foringjum Al- þýðuflokksins sem postula og verndara lýðræðisins á íslandi og telur sig vilja berjaist gegn fasismanum. En hann telur fasismann stafa af framgangi kommúnism- ans, vera sprottinn upp af ótta burgeisastéttarinnar við verklýðsbyltinguna og sosialismann. Ráðið til að berjast gegn fasismanum sé því að firra burgeisastétt- ina öllum ótta við kommúnismann, sem sé uppræta hann með öllu! Þá geti burgeisastéttin verið róleg og þurfi ekki að grípa til fasismans! Svo furðuleg er rökvísi þessa manns, sem talinn er einn helsti og gáfaðaisti stjórnmálamaður íslands! Auðvaldsskipulagið engist sundur og saman í hel- greipum kreppunnar og ytfirstéttin finnur dauðadæmt skipidag sitt riða, finnur og sér að sósialisminn sannar yfirburði sína yfir skipulag hennar með uppbygging- unni í Sovétríkjunum og grípur því tilódulbúinsofbeld- is faisismans til að halda verkalýðnum niðri, til að reyna að uppræta kommúnismann. „Aðalhlutverk fas- ismans er eyðilegging hins byltingarsinnaða braut- ryðjendaflokks verkalýðsins, þ. e. hins kommúnist- iska hluta verkalýðsins og forystuliðs hans“, segir í istefnuskrá Alþjóðasambands kommúnista. Það ráð, sem Jónas frá Hriflu — og með honum kratabrodd- 213

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.