Fréttablaðið - 18.03.2009, Síða 2

Fréttablaðið - 18.03.2009, Síða 2
2 18. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR F í t o n / S Í A 129.500kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt fyrir golfsettið í flug, gisting á Hótel Villaitana í 7 nætur með morgunverði, 6 dagar af ótakmörkuðu golfi og íslensk fararstjórn. Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Real de Faula Verð á mann í tvíbýli: Fararstjóri: Björn Eysteinsson Villaitana á Spáni Golfferð 25. apríl – 2. maí Berið ykkur saman við Birgi Leif, Magnús Lár.og Stefán Stef.,þeir kepptu á þessum velli í Protour-hi5 í síðustu viku! SAMFÉLAGSMÁL Kaffihúsið Kaffirót hefur allt frá opnun, sem var í janúar í fyrra, veitt heimilislausum súpu á virkum dögum en nú hefur hún ekki fengist í þrjár vikur. Kaffihúsið fékk súpuna gefins frá matstofu sem nú hefur verið lokað. „Við höfum því bara boðið upp á brauð með smjöri og síðan kaffisopa,“ segir Stefán Björnsson sem er annar þeirra sem rekur kaffihúsið. „Það er reyndar ekki nógu gott því brauðið fer ekk- ert of vel ofan í þá sem ekki hafa fengið neitt í langan tíma. Súpan er því alveg tilvalin þar sem hún yljar mönnum líka svo nú leita ég að einhverjum sem getur hlaupið í skarðið með súpu á liðið.“ En er þetta þá til marks um erfiðari tíma fyrir heimilislausa? „Þessi hópur er þannig að hann finnur hvorki fyrir góðær- inu né kreppunni,“ segir Stefán. „Nú þegar krepp- ir að veitir fólk náunganum og þörfum hans meiri athygli en í góðærinu má enginn vera að því að rétta hjálparhönd.“ En þeir sem þiggja súpuna hafa einn- ig rétt veitingamönnunum hjálparhönd því nokkr- ir þeirra aðstoðuðu við innréttinguna á sínum tíma. Reykjavíkurborg styrkir einnig þetta framtak kaffi- hússins með því að rukka það ekki um húsaleigu. - jse Kaffihús sem bauð heimilislausum súpu fær hana ekki lengur: Súpulaust hjá heimilislausum SITUR Í SÚPUNNI Það er þurr botninn á súpuskálinni. Stefán og kollegar hans á Kaffirót hafa ekki getað boðið heimilislaus- um súpu í þrjár vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vilhjálmur, eru menn bara grand á því? „Já, hver vill vera grandalaus?“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verka- lýðsfélags Akraness, skorar á stjórn HB Granda að láta launahækkanir standa en þeim var frestað fram í júní og þykir Vilhjálmi það óskiljanlegt í ljósi þess að eigendur fá nú 150 milljóna króna arðgreiðslur. FÓLK Alls fæddust 4.835 börn hérlendis í fyrra, 2.470 dreng- ir og 2.365 stúlkur, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það eru 275 fleiri börn en ári áður, en þá fæddust hér 4.560 börn. Aðeins tvisvar í sögu Íslands hafa fleiri lifandi fædd börn komið í heim- inn á einu ári, árin 1960 og 1959. Árið 1960 fæddust 4.916 börn og árið 1959 fæddust 4.837. Margir af fjölmennustu fæð- ingarárgöngum Íslands eru frá árunum 1957 til 1966. Fyrir utan það tímabil eru það bara árin 2008 og 1990 sem eru í hópi tíu fjölmennustu fæðingarárganga Íslands, en árið 1990 fæddust 4.768 börn. - shá Sprenging í fæðingum 2008: Sjaldan fæðst fleiri börn NÝR ÍSLENDINGUR Árgangurinn 2008 er sá þriðji stærsti sem skrár eru til um. VIÐSKIPTI Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn lögðu til að innlán yrðu færð úr gömlu bönkunum yfir í nýja eftir banka- hrunið í fyrrahaust. Sú leið var ekki valin. Viðmæl- endur Markaðarins telja Fjár- málaeftirlitið, sem stóð frammi fyrir mörgum kostum, hafa valið dýra og erfiða leið við endurreisn bankanna. Nýleg viðbót við tillögurnar mæla með því að ráðgjafarfyrir- tæki verði ráðið sem hafi víðtæka reynslu af því að finna eignir sem einræðisherrar hafa stungið undan. Kroll Associates er nefnt sem dæmi en fyrirtækið hafði upp á földum eigum Saddam Huss- eins eftir að honum var steypt af valdastóli. - jab / Sjá Markaðinn FME valdi dýra leið: Mælt með leit að undanskotum VIÐSKIPTI Þrír einstakling- ar sem Sigurður Einarsson, fyrrverandi forstjóri Kaup- þings, nefndi í Fréttablaðinu í gær vegna leka á trúnaðar- gögnum úr Kaupþingi, vilja ekki kannast við að vera fórn- arlömb slíks trúnaðarbrests. „Þetta er að minnsta kosti ekki rétt gagnvart mér,“ segir Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, alþingismaður og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. Upplýsingar um fjárfestingarfélag Kristj- áns Arasonar, eiginmanns Þorgerðar, hafa orðið umfjöllunarefni fjölmiðla. Kristján var einn fram- kvæmdastjóra hjá Kaupþingi og einn þeirra starfs- manna sem tók lán í Kaupþingi til kaupa á hlutabréf- um í bankanum sjálfum. Björn Ingi Hrafnsson, rit- stjóri vefritsins Pressunn- ar og fyrrverandi ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu, segist ekkert vilja tjá sig um fullyrðingar Sigurðar. Fjallað hefur verið í fjölmiðlum um málefni Caramba sem er fjár- festingarfélag Björns Inga og eiginkonu hans. Félagið átti hlutabréf í Existu, aðaleig- anda Kaupþings. Einnig hefur verið rætt um fjárhag Lúðvíks Berg- vinssonar, formanns þingflokks Samfylkingarinnar. „Ég hef aldrei átt viðskipti við Kaupþing. Umræða af þessum toga hlýtur að undirstrika að rannsókn á þessu bankahruni verði hraðað,“ segir Lúðvík. - gar Meint fórnarlömb leka á gögnum úr Kaupþingi staðfesta ekki sögu bankastjóra: Á ekki við um mig segir Þorgerður BJÖRN INGI HRAFNSSON LÚÐVÍK BERG- VINSSON ÞORGERÐUR KATRÍN GUNN- ARSDÓTTIR Jóhanna svarar í vikunni Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra sagðist á blaðamannafundi í gær gefa svar um formannsframboð í Samfylkingunni síðar í vikunni. STJÓRNMÁL SAMGÖNGUMÁL Sprunga kom í rúðu flugstjórnarklefa Boeing 737-700 þotu Iceland Express í gær og ákvað flugstjóri vélarinn- ar að lenda á Gatwick-flugvelli í London í öryggisskyni. Vélin var á leið til Tenerife með Íslendinga í vetrarfrí. Þeir voru komnir á áfangastað í gærkvöldi en seink- unin var fjórir og hálfur tími. Andrés Jónsson, upplýsinga- fulltrúi IE, segir að engin hætta hafi verið á ferð en ákvörðun hafi verið tekin um að lenda í Lond- on og skipta um vél. Alls voru 140 farþegar um borð. - shá Þota Iceland Express: Lenti sökum sprungu í rúðu Nestismjólk ókeypis Hreppsnefnd Hrunamannahrepps hefur samþykkt að svokölluð „nestis- mjólk“ verði ókeypis til loka skólaárs- ins í grunnskólanum. „Mjólkurbúið hefur komið upp sérstökum „maskín- um“ í skólunum til þess að hvetja til mjólkurdrykkju og er það vel,“ segir í fréttabréfi hreppsins. SKÓLAR VIÐSKIPTI Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um banka- hrunið, hefur tekið til rannsóknar starfsemi fimm lífeyrissjóða sem allir hafa verið í umsjá Landsbank- ans. Grunur leikur á um að stjórn- endur þeirra hafi á fyrri hluta árs 2008 fjárfest umfram heimildir í tilteknum félögum. Sjóðirnir sem um ræðir eru Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyr- issjóður Tannlæknafélags Íslands, Eftirlaunasjóður FÍA, Kjölur líf- eyrissjóður og Lífeyrissjóður Eim- skipafélags Íslands, sem nú hefur runnið inn í Kjöl. Fjármálaeftirlitið vísaði mál- inu til sérstaks saksóknara eftir að hafa haft það til skoðunar í talsverðan tíma, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Ólafur Þór segir að rannsóknin beinist að „framkvæmdastjórum og stjórn- um sjóðanna“. Lög kveða á um að lífeyrissjóð- ir megi ekki fjárfesta um of í sama fyrirtækinu til að ekki myndist of mikil áhætta. Grunur er um að þessi lög hafi verið brotin. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði að umframfjárfestingarnar næmu hundruðum milljóna. Meðal ann- ars er talið að töluvert hafi verið fjárfest umfram heimildir í félög- um tengdum Landsbankanum og eigendum bankans. Framkvæmdastjórum og stjórn- um sjóðanna hefur nú verið vikið frá og tilsjónarmenn skipaðir til að stýra þeim. Sami maður, Davíð Harðar- son, var framkvæmdastjóri allra fimm sjóðanna bróðurpart síðasta árs, sem rannsóknin nær til. Davíð hætti störfum í Landsbankan- um á föstudag- inn var. Hann þvertekur fyrir að brotthvarf hans úr bankan- um tengist rann- sókninni. „Þetta lítur klárlega út eins og ég sé að hætta út af því en ég vissi hins vegar ekki af rannsókninni fyrr en í fjölmiðlum í dag,“ segir Davíð. Honum hafi ekki verið sagt upp störfum heldur hætt sjálfviljugur. Hann segist ekki vita nákvæmlega um hvað rannsóknin snýst en seg- ist ekki telja sig hafa gert nokkuð rangt við stjórn sjóðanna. Ólafur Þór segir of snemmt að fullyrða um hvort sjóðfélagar hafi orðið fyrir tjóni vegna hinna meintu brota eða hvort eitthvað þessu líkt eigi mögulega við um aðra lífeyrissjóði eða innan ann- arra banka. Viðurlög við brotum gegn lögum um lífeyrissjóði geta numið sekt- um eða fangelsi allt að einu ári. stigur@frettabladid.is Sami maður stýrði öllum sjóðunum Lífeyrissjóðirnir fimm sem sérstakur saksóknari hefur tekið til rannsóknar lutu allir stjórn sama manns í Landsbankanum. Hann lét af störfum á föstudaginn síðasta en þvertekur fyrir að brotthvarf sitt úr bankanum tengist rannsókninni. ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON LANDSBANKINN Daníel Harðarson stýrði öllum sjóðunum sem nú eru til rannsóknar en telur sig ekki hafa gert neitt rangt. Tilviljun sé að hann hafi hætt í bankanum örfáum dögum áður en opinber rannsókn hófst á störfum hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Yfirtekur 33,4% í Sjóvá Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hf. gekk í gær að 33,4 prósent hlut í tryggingafélaginu Sjóvá-Almennum tryggingum sem veðsettur var félag- inu. Daglegur rekstur félagsins mun ekki verða fyrir áhrifum vegna þessa, segir í tilkynningu. VIÐSKIPTI LÖGREGLUMÁL Lögregla handtók í gær tvo karlmenn sem staðn- ir voru að bruggi í iðnaðarhús- næði við Stórhöfða. Ölgerðinni var lokað síðdegis og hald lagt á um 300 lítra af gambra auk eim- ingartækja og annarra tóla til ölgerðar sem í húsinu fundust. Mennirnir sem handteknir voru hafa komið við sögu lög- reglu áður. Þeir voru yfirheyrðir undir kvöld og játuðu báðir sök. Þeim var sleppt að því loknu og telst málið upplýst að sögn varð- stjóra. Gambri er gulleitt heimabrugg með allt að fimmtán prósenta áfengisinnihaldi. - sh 300 lítrar af gambra fundust: Tveir bruggarar teknir höndum SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.